Morgunblaðið - 26.05.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
9
SILFURSKEMMAN
Silfurskartgripir og listmunir frá Mexíkó
Fallegar útskriftar-
og gjafavörur
Opiðdaglega frá kl. 16-19
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi,
Avaxtabu
peningana þína
milli fjárfestinga
meb ríkisvíxlum
og ríkisbréfum
Þrisvar í hverjum mánuði fara fram
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum sem
allir geta tekið þátt í. Með ríkisvíxlum
og ríkisbréfum getur þú ávaxtað sparifé
þitt til skemmri tíma sem er tilvalið
ef þú þarft að brúa bilið milli ýmissa
fjárfestinga, t.d. húsnæðiskaupa, og
ávaxta peningana þína á traustan
hátt í millitíðinni.
Illræmdir KGB-menn
eiga góða daga
Alþýðublaðið birti nýlega fréttaskýringu úr The Times um
illræmda KGB-menn, sem lifa í forréttindum og vellystingum
í fyrrum Sovétríkjum, þrátt fyrir hrun kommúnismans. Þeirra
á meðal eru menn sem voru viðriðnir morðin í Katyn-skógi
og blásýrumorðið á búlgarska rithöfundinum Georgíj Markov!
Zubíets forseti
hæstaréttar
Dæmin, sem fara hér á
eftir, eru byggð á end-
ursögn Alþýðublaðsins á
fréttafrásögn í The Tim-
es:'
Arið 1983 var úkra-
ínska ljóðskáldið Írína
Ratushinskayja dæmd í
Kiev fyrir það eitt að
hafa eigin skoðanir á
málum austur þar. Henni
var gefíð að sök að „af-
baka sögu Sovétríkjanna"
og að viðhafa
„andsovézka ljóðagerð".
Að kröfu KGB dæmdi
dómarimi, Zubíets að
nafni, skáldkonuna í 7 ára
vinnuþrælkun. „Og það
er tímanna tákn,“ segir
Alþýðublaðið, „að fyrir
skömmu var hann (Zubí-
ets) hækkaður í tign, og
gerður að forseta Hæsta-
réttar í Kiev.“
Ráðgjafar
valdhafa og
yfirmenn ör-
yggislögreglu
j.Annar alræmdur kval-
ari andófsmanna í Sovét-
inu gamla er Vladímír
Cherkasov, sem nú er
orðinn yfírmaður örygg-
islögreglunnar í St. Pét-
ursborg. „Þetta eru öm-
urlegir menn,“ segir
Ginsburg (andófsmaður
og skáld). „En þeir hafa
byggt upp valdagrunn og
hafa góð sambönd. Nýju
leiðtogamir, sumir jafn-
vel yfírlýstir lýðræðis-
sinnar, telja sig ekki geta
verið án þeirra.“
Þegar Irína Yakir,
dóttir frægs andófs-
manns, var stödd í húsa-
kynnum rússneska þings-
ins, rakst hún af tilviljun
á fyrrverandi KGB-mann,
sem hafði yfírheyrt hana
með mikilli harðneskju
meðan kommúnisminn
sat í öndvegi. „Ég spurði
hvort hann myndi eftir
mér,“ sagði Írína. „En
hann mundi ekkert. Þó
beitti hann mig mikilli
grimmd við yfirheyrslur,
þrátt fyrir að ég væri
þunguð. Ég spurði hvaða
starfa hann hefði, og
hann kvaðst vera einn af
ráðgjöfum Rútskojs,
varaforseta Rússlands."
Morðin í
Katyn-skógi,
WaJlenberg og
Trotskíj
„Varmenni frá tíð Stal-
íns lifa enn góðu lífí á
ríkmannlegum efurlaun-
um, án þess að vera
dregnir til ábyrgðar fyrir
ódæði sín. í þeim hópi
má nefna Dmitri Tok-
aríjev, sem var yfírmaður
hinnar illræmdu leyni-
þjónustu Rauða hersins í
Kalínin, NKVD, og fór
með stjóm þegar fimm
þúsund pólskir hermenn
vom myrtir í Katyn-skógi
árið 1940. Annar er Potjr
Soprunenkó, sem undir-
ritaði morðskipunina ...
Annar gamlingi úr leyni-
þjónustunni, sem býr að
álíka myrkri fortíð er
Daniel Kópílíanskij, 74
ára, sem samkvæmt skjöl-
um sem fundust í Lef-
ortovo-fangelsinu, yfir-
heyrði sænska diplómat-
inn Raul Wallenberg
tvisvar áður en hann var
myrtur að því er talið
var, árið 1946 ...
Einn alræmdasti laun-
morðingi Stalins var Pav-
el Sudoplatov. Hann ferð-
aðist margoft um lönd
Evrópu til að myrða
rússneska útlaga, sem
vom óþægir (jáir í þúfum
sovétkommúnismans.
Hann var helzti skipu-
leggjandinn að baki laun-
morðinu á Leon Trotsk(j,
í Mexíkó árið 1940. „Ég
er stoltur af þeim verkum
sem ég vann í þágu bylt-
ingarinnar," sagði hann
við blaðamann nýlega. í
dag er hann 88 ára, og
nýtur allra forréttinda
hershöfðingja KGB á eft-
irlaunum."
Blásýrumorðið
í miðborg
Lundúna
„Nýlegra dæmi er
Vladímír Kalugin, starfs-
maður KGB. Á sínum
tíma stjómaði hann vel
þekktum njósumm á borð
við Kim Philby og Georgs
Blake ... Kalugin hefur
upplýst að hann hafí átt
þátt í því að skipuleggja
hið fræga launmorð á
búlgarska rithöfundinum
Georgjj Markov. En
Markov var drepinn með
því að regnhlíf með ei-
truðum blásýruoddi var
stungið í fót hans þar sem
hami var að ganga yfír
Waterloo-brúna á Tha-
mes ...
Þrátt fyrir að hafa með
þessum hætti viðurkennt
opinberlega þátt shm í
morði, sem átti sér stað í
miðborg Lundúna, fær
Kalúgín enn að ferðast til
Englands, einsog ekkert
hafí í skorist."
Lánstími ríkisvíxla er 3 mánubir
Lánstími ríkisbréfa er 6 mánubir
og 12 mánubir
Hafðu samband við verðbréfa-
miðlarann þinn eða starfsfólk
Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa
og fáðu allar nánari upplýsingar um
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
AÐALFUNDUR
27. maí 1993, kl. 17:15, Holiday Inn, Hvammur
HLUTABRÉFASJÓDUR VÍB HF.
1. Fundarsetning
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár - Kristín Steinsen, formaður
3- Ársreikningur fyrir reikningsárið 1. maí 1992 til 30. apríl 1993
4. Önnur aðalfundarstörf
5. Hvers virði eru hlutabréfavísitölur? - Ásgeir Þórðarson, markaðsstjóri VÍB
6. Önnur mál
Hluthafar eru hvattir til ad mœta!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.