Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 41

Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 41
I ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) > MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 41 Lyfjaverð á Norðurlöndum Frá Þorkatli Helgasyni: Á 23. síðu Morgunblaðsins sl. fimmtudag, 20. maí, er skýrt frá blaðamannafundi vegna skýrslu OECD um heilbrigðismál á íslandi. Eru þar höfð eftir mér orð sem þarfnast frekari skýringa. OECD bendir á að mikil heil- brigðisútgjöld á íslandi eigi að veru- legu leyti rætur að rekja til hás verðs lyfja, sem m.a. stafar af hárri álagningu í heildsölu og smásölu. Síðan er í Morgunblaðsgreininni vitnað í undirritaðan þess efnis að gerð hafi verið verðkönnun á lyfjum á Norðurlöndum sem sýni að smá- söluverð lyfja hérlendis sé 11% hærra en í Noregi, 26% hærra en Frá Jóni Magnússyni: SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 2. maí 1993 var í ríkissjónvarpinu fluttur 1. þáttur af fjórum í flokki, sem ber yfirskriftina „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" og var þessi fyrsti þáttur kallaður „Trúin á moldina“. Ymsar greinar um sama efni hafa á undanfömum árum birzt í blöðum, tímaritum og bókum. í þættinum var orðið vistarband gert útlægt, þar sem það væri ekki sannyrði, en vistaránauð tekið upp í staðinn, og þar með gefið í skyn, að vinnu- hjú bænda hafi ekki verið frjálsbor- ið fólk heldur ánauðugt, þ.e. þrælar. Mestur hluti þáttarins fjallaði um hina svokölluðu ánauð vinnuhjúa, og illa meðferð bænda á vinnufólki fyrr á öldum. Ýmis dæmi voru tek- in og gefið í skyn, að svipuð tilfelli hafi verið miklu fleiri, og jafnvel daglegt brauð á flestum, ef ekki öllum bæjum. Þá var langur kafli um förukonur, og gefið í skyn og líka beinlínis sagt, að þær hefðu verið ungar stúlkur, sem bóndinn hefði bamað og síðan rekið af heim- ilinu strax og ljóst varð að stúlkan var með barni, eða strax og barnið fæddist eða skömmu síðar. Ekki var minnst á aðrar ástæður fyrir slitum á vistarbandi, og ekki minnst á fömmenn. Þar gefið í skyn, ef ekki beinlínis sagt, að bændur hefðu komið í veg fyrir borgamyndun hér á landi vegna þess, að borgir hefðu orðið til þess að bæta kjör fólks og gefið því sjálfstæði. Árið 1000 var kristni lögtekin hér á landi og útburður barna bann- aður. Fólki fjölgaði ört, hvort sem það var vegna útburðarbanns eða af öðrum ástæðum. Árið 1096 voru sett tíundarlög, sem m.a. voru ætl- uð til hjálpar fátækum. Illa gekk að innheimta tíund, eða fá bændur til þess að borga, og fjöldi bænda borgaði ekki. Fátæklingar fóru í hópum um landið. Fólk þetta sótti til biskupsstólanna þar, sem helzt var von til þess að þ_að gæti fengið sinn skerf af tíund. Á Hólum þraut vistir, sem vonlegt var. Guðmundur biskup Arason, hinn góði, brá á það ráð að fara sjálfur með förumanna- flokkana milli bæja mestu bænda- höfðingjanna og setjast þar upp, og láta bændur skaffa mat uppí tíundarskuldir. Þegar allt var komið í óefni sáu allir, að svona ástand gat ekki viðgengist. Þá voru sett fyrstu lögheimilislög á íslandi. All- ir, sem ekki áttu sér staðfestu, skyldu vistast hjá einhveijum bónda. Þetta var fyrst og fremst gert til þess að sjá vistmönnum fyrir fæði, húsnæði og klæðum. Á móti kom vinnuskylda. Þetta var hið svokallaða vistarband, af því að það batt báða aðila. Orðið vist- aránauð er ósvífin fölsun. Ef um ánauð var að ræða var hún fyrst og fremst á bændum, sem voru skyldaðir til þess að taka við fólki, þó að þeir kærðu sig ekki um að fjölga í heimili. Fleiri munnar þýddu meiri mat. Þá var farið að senda vinnumenn í verið og afla þannig fiskmetis. Aflabrögð voru misjöfn, þá eins og nú. Vistarbandið varð til þess að ástand fátæklinga stór- batnaði, því að umrenningahópar eða flökkufólk hvarf að mestu leyti, í Danmörku og 63% hærra en I Svíþjóð. Að sjálfsögðu er virðis- aukaskatti sleppt í þessum saman- burði. Tölumar eru rétt eftir hafðar en fyrirvarar ýmsir komu fram á fundinum sem nauðsynlegt er að lesendur Morgunblaðsins viti einnig af. í fyrsta lagi var hér ekki um samnorræna könnun að ræða eins og álykta mátti af fréttinni. Tölurn- ar vom þannig fengnar að tekin voru 16 söluhæstu lyfin hérlendis, sem ná til um 10% Íyfjaveltunnar. Kannað var hvað af þessum lyfjum er á markaði í grannlöndunum og hvert verð þeirra þar er. Á norska markaðinum fundust um 90% af eða alveg, og öllum var tryggð lífs- afkoma, að svo miklu leyti, sem unnt var. Og það þarf enga sagn- fræðinga, lífs eða liðna, til þess að segja Islendingum hve lífsafkoma þjóðarinnar var erfið og fátækt mikil öldum saman. Og að halda því fram, eða gefa í skyn, að bænd- ur hafi stolið verkkaupi hjúa sinna er auðvitað hrein firra. Vistráðin voru þau, að auk vinnu á býlinu sjálfu gat bóndinn sent viðkomandi til vinnu annars staðar. Afli eða tekjur af slíkri vinnu rann til bús- ins, eins og vinna á býlinu sjálfu. Megintilgangurinn var auðvitað sá, að allir heimilismenn hefðu eitthvað að bíta og brenna allt árið um kring. Það er mjög í anda kommúnískra sagnfræðinga að allt þjóðfélagið gangi út á arðrán, og bændur þar auðvitað engin undantekning. Og þar sem enginn sannur íslendingur trúir slíkri fjarstæðu, þarf að gefa fjölsuninni aukið vægi með því að bæta inn í myndina, að bændur hafi verið glæpamenn og misyndis- menn af versta tagi. Þetta er marx- ísk söguskoðun, sem hvergi er við- urkennd lengur, og 70 ára saga Sovétríkjanna sálugu hefur staðfest að er röng. Að halda því fram, eða gefa í skyn, að bændur hafi vistráðið hjú til þess að misþyrma þeim og drepa þau, er aðeins til í hinni nýju sagn- fræði og úreltu söguskoðun, sem þessir „sagnfræðingar" halda fram að sé nú viðurkennd. Viðurkennd af hveijum? Þessi ósannindi og rugl hafa þeir endurtekið svo oft, hver eftir öðrum í bókum og í greinum í blöðum og tímaritum, að þeir telja sér óhætt að halda því fram, að hér sé um viðurkennda söguskoðun og sagnfræði að ræða. í þessum dæmalausa sjónvarpsþætti var aldr- ei getið um þau fjölmörgu tilfelli þegar bændur gerðu vel við hjú sín. Þá var heldur ekki getið um það er hjú voru hyskin eða nenntu ekki að vinna eða rægðu húsbændur sína eða stálust í matargeymslur að kvöld- og næturlagi. Ég mótmæli þeirri fölsuðu sögu- skoðun og ósönnu lýsingu, sem kemur fram í margumræddum sjón- varpsþætti. í þættinum er gefið í skyn, að bændur hafi amast við dvöl kaupmanna hér á landi að vetr- arlagi. Vera má að rétt sé, þó að draga megi það í efa. Kauptíð var að sumarlagi og engin ástæða fyrir kaupmenn að dveljast hér að vetrin- um. íslendingar hafa e.t.v. óttast að dvöl útlendinga hér allt árið um kring, hefði slæm áhrif á þjóðlífið, þeim myndi fjölga smám saman og yrðu þá nokkurskonar yfirþjóð í landinu. Enn í dag er amast við offjölgun útlendra manna hér á landi. Að því leyti eru nútíma ís- lendingar þá ekki frábrugðnir for- feðrum sínum. Og víst er það rétt, að erlend áhrif gætu í dag orðið sjálfstæði þjóðarinnar hættuleg. Kannski voru forfeður okkar fram- sýnir og þá er rétt að minnast þeirra með virðingu, en ekki gera lítið úr þeim og vanvirða þá. Þeir eru jú forfeður okkar. JÓN MAGNÚSSON, Bókhlöðustíg 7, Stykkishólmi. þessari íslensku lyijakörfu, 79% í Danmörku og 61% í Svíþjóð. Fyrr- greindar tölur um verðmun á lyfjum eru byggðar á þessu takmarkaða úrtaki. Vitanlega fæst ekki mikið annað en vísbending með þessu móti. En nú hefur verið ákveðið, sumpart í kjölfar þessa máls, að norræna lyfjanefndin geri ítarlegan samanburð á lyfjaverði á Norður- löndum. Ofangreindur verðsamanburður, aðrar upplýsingar svo og álit OECD benda ótvírætt til að verð lyfja hér á landi sé hátt og eftir miklu að slægjast takist að ná fram lækkun. Spurt var á blaðamannafundinum hvað heildarútgjöld þjóðarinnar vegna heilbrigðismála gætu lækkað mikið ef lyfjaverð hér færi alfarið niður í það sem fýrrgreindur sam- anburður við Svíþjóð sýnir. Gefið var það bráðabirgðasvar á fund- inum að útgjaldalækkunin gæti orð- ið 7-8% og birti Morgunblaðið þá tölu. Nú hefur verið farið nánar út í saumana á þessu og er nákvæm- ara svar nokkru lægra, eða því sem næst 6%. í samræmi við spurning- una er þá gert ráð fyrir að umrædd- ur verðmunur í lyfjaúrtakinu hér og í Svíþjóð taki til allrar lyfsölu. Ekki er víst að svo sé. M.a. er megnið af lyfjum til sjúkrahúsa keypt í heildsölu, þannig að sá hluti verðmunarins, sem á rætur að rekja til hærri smásöluálagningar hér, á þar ekki við. Heilbrigðisútgjöld þjóðarinnar nema nú um 8,4% af vergri lands- framleiðslu. Svo vill til að 6% lækk- un þeirra færði það hlutfall í 7,9% sem setti okkur í meðaltal OECD- ríkjanna. ÞORKELL HELGASON aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, Heilbrigðisráðuneytinu Laugavegi 116. LEIÐRÉTTIN G AR Fossaá, ekki Fossá Við vinnslu fréttar af banaslysinu í Fossaá í Kjós, rétt ofan við Kiða- fell, þar sem stúlka beið bana er bíll hennar fór út af vegi, var stafur- inn „a“ felldur úr nafni árinnar þannig að skilja mátti að slysið hefði orðið við Fossá í Hvalfirði. Svo var ekki heldur var um að ræða Fossaá milli Kiðafells og Eyr- ar í Kjós. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Listakona rangfeðruð í rammanum Um helgina sem birtist síðastliðinn fimmtudag, 20. maí, var listakonan Lísa K. Guð- jónsdóttir ranglega sögð vera Pét- ursdóttir, og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Vortónleikum lokið Á blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í gær segir að vortónleikar Lúðra- sveitar Laugarnesskóla verði haldn- ir fimmtudaginn 30. maí. Þessi tón- leikar voru haldnir fimmtudaginn 20. maí, á uppstigningardag. Frétt- in er því röng og er beðist velvirð- ingar á mistökunum. Hestamót Sörla Myndatexti við mynd frá hesta- móti Sörla á bls. 44 í Morgunblað- inu í gær varð óskiljanlegur, þar sem myndin var í umbroti síðu klippt með þeim hætti að dreng- hnokki, sem var fremst á myndinni sást ekki. Þá skal þess og getið í sambandi við sama mót að í 150 rrtetra skeiði sigraði Þeyr frá Akra- nesi á 16,0 sek. Eigandi og knapi er Ragnar E. Ágústsson. Vistarband - ánauð Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Útreiðar og bókleg kennsla um hesta og hestamennsku Sundloug - gufubað - golfvöllur - mini golf - borðtennis - leikvöllur - fótboltovöllur - skemmtikvöld - grillveislo - o.fl. o.fl. 9 daga nómskeið með fullu fæði: Verð kr. 25.800,- júlí ágúst 30.6-8.71 4.-12. I 11.-19.1 17.-25.ll- 22.-30. I/II ll/l ll/lll framhaldsnemendur |um 7.-15.1 UPPSELT 18.-26. I/II FERDABÆR Aðalstræti 2 (Geysishús) Sími 623020 -Telefax 25285 Greiðslu- skilmálar REYKJAVÍKURHÖFN HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17 101 REYKJAVÍK SiMI (91)28211 Hafnarhúsið í undirbúningi er breyting á hluta Hafnarhússins við Tryggvagötu til útleigu fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki. Húsið er í eigu Reykjavíkurhafnar og er nú aðal- lega leigt undir skrifstofur og vörugeymslur í þágu verslunar og þjónustu. Hér með er leitað eftir fyrirtækjum eða einstakl- ingum sem hafa áhuga á rekstri í húsinu. Gert er ráð fyrir að væntanlegir leigjendur taki þátt í að fjármagna nauðsynlegar breytingar. Til greina kemur að stofna rekstrarfélag væntan- legra leigjenda um rekstur húsnæðisins. Stefnt er að því að sett verði þak yfir port húss- ins og hliðum þess lokað árið 1995. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Reykjavíkurhafnar í Hafnarhúsinu (ekki í síma). Tilboðum sé skilað fyrir 20. júní. Reykjavíkurhöfn. SunnudagareruKompudagar íKolaportinu! Okkar vantar alltaf meira afþessu sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við 30% afslátt áleiguverði slíkra sölubása. Sölubásarnir kosta þá aðeins kr. 2.450, og3.150.- Drífið í vorhreingerningunum og búið til tugþúsundir króna úr gamla kompudótinu! . KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Sími 62 50 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.