Morgunblaðið - 26.05.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 26.05.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU ÍÞRÚmR Léttara enég FOLK átti von á ■ BJARNI Friðriksson, júdómað- ur, var fánaberi íslands við setning- arathöfn Smáþjóðaleikanna á Möltu í gærkvöldi. Setningarathöfnin var hátíðleg og litskrúðug og um 16.000 þúsund áhorfendur á leikvanginum. ■ ■ SKIPULAGIÐ er ekki eins og það á að vera því þó svo rútur eigi að sækja íþróttahópa og koma þeim til og frá æfingum hefur það brugðist. Menn hafa staðið langtím- um saman og beðið eftir rútum sem komu annað hvort seint eða ekki. ■ JON Arnar Ingvarsson lék ekki með körfuboltalandsliðinu gegn Kýpur í gær vegna veikinda. ■ STEFANÍA Jónsdóttir meidd- ist á körfuboltaæfingu í gær. Hún sneri sig á fæti og var talið að hún gæti ekki leikið í keppninni. ■ JÓN ÁRNASON lék 60., blak- iandsleik sinn í gær, þegar ísland mætti Möltu. Jón er næst leikja- hæsti leikmaðurinn með landsliðinu, en Leifur Harðarson hefur leikið 83 landsleiki. ■ GUNNAR ÁRNASON er flokksstjóri blakmanna. „Nú höfum við bræðurinr brotið 100 landsleikja- múrinn,“ sagði hann kátur í gær, en Gunnar lék 40 landsleiki á ferl- inum. ■ PÉTUR H. Sigvrðsson var skipaður í tveggja manna áfrýjun- ardómstól vegna keppni í körfubolta. ■ EINAR Sigurgeirsson og Ólaf- ur Sveinsson töpuðu í fyrstu um- ferð einliðaleiks karla í tennis í gær. Einar tapaði 6-2, 6-2 fyrir David Pons frá Andorra, en Einar tapaði 6-0, 6-1 fyrir M. Rosti frá San Marino. ■ STEFANÍA Stefánsdóttir tap- aði 6-0, 6-0 fyrir Helen Asciak frá Möltu í einliðaleik kvenna, en Hrafnhildur Hannesdóttir 7-5, 6-0 fyrir Maria Vicini, San Marino. ■ SMÁÞJÓÐALEIKARNIR verða haldnir á íslandi 1997. Þetta var formlega samþykkt á fundi þátt- tökuþjóðánna á Möltu í gær. - sagði Torfi Magnússon, þjálfari, eft- ir öruggan sigur á Kýpur ífyrsta íeik ÍSLENSKA karialandsliðið í körfuknattleik hóf titilvörnina gegn Kýpur á Möltu í gær. ís- lendingar höfðu gert ráð fyrir erfiðum leik, einum af úrslita- leikjum mótsins, en annað kom á daginn. Meistararnir frá því í Andorra 1991 fóru á kostum, gerðu m.a. 15 þriggja stiga körfur og sigruðu með 19 stiga mun, 98:79, en í hléi var staðan 52:33. Strákarnir voru lengi í gang, þó að þeir væru vel heitir. Astæðan var sú að boltinn var mjög sleipur og áttu menn í mikl- um erfiðleikum með Steinþór að ná tökum á hon- Guðbjartsson um. „Ég vissi ekki skrifar hvar ég hafð’ann fra Mo tu & , • og sendingarnar voru eftir því í byijun,“ sagði Jón Kr. Gíslason fyrirliði við Morgun- blaðið eftir leik. Sama var upp á teningnum hjá Kýpurmönnum. Þeir skoruðu fyrst í fjórðu sókn, en Guðjón Skúlason svaraði með þriggja stiga körfu í fimmtu sókn. Kýpurmenn voru fyrri til að skora fyrstu fjórar mínúturnar, en Guðjón jafnaði 12:12 úr vítaskoti og eftir að Jón hafði gert næstu stig úr þriggja stiga körfu var ísinn brotinn. Islenska liðið náði góðri forystu í fyrri hálfleik og hélst svipaður munur til loka. Undir það síðasta var bilið 26 stig, 83:57, en Kýpur- menn fóru allt í einu að beijast síðustu mínúturnar og náðu að minnka muninn áður en yfir lauk. Strákarnir léku allir vel, en að öðrum ólöstuðum var Guðmundur Bragason maður leiksins, þó hann hafi hvílt lengi í seinni hálfleik. Grindvíkingurinn var stigahæstur með 23 stig og var harður í sókn- ar- og varnarfráköstum. Guðjón Skúlason var einnig öflugur og Jón Kr. góður að vanda. „Kýpurmenn voru miklu sterk- ari fyrir tveimur árum og við átt- um von á þeim öflugri, en það er gott fyrir sjálfstraustið að byija svona vel,“ sagði fyrirliðinn. Torfi Magnússon, þjálfari, var ánægður með leikinn. „Þetta var léttara en ég átti von á. Þeir komu ekkert út í vörninni og það gengur ekki gegn íslandi, þar sem allir geta skotið af löngu færi.“ íslendingar mæta Andorra í dag, en Torfí sagði að sennilega yrðu Lúxemborgarmenn erfíðast- ir. ísland - Kýpur 98:79 Ta’ Qali á Möltu, Smáþjóðaleikarnir, þriðjudaginn 25. maí 1993. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 3:6, 10:12, 26:12, 37:23, 52:33, 52:37, 67:43, 77:53, 88:63, 98:79. Áhorfendur: Um 1.000. Dómarar: Fausto Morisco frá Italíu og Luc Meisch frá Lúxemborg og var sá síðarnefndi sérlega góður. Stig íslands: Guðmundur Bragason 23, Guðjón Skúlason 20, Jón Kr. Gíslason 16, Teitur Örlygsson 11, Magnús Matthíasson 6, Valur Ingimundarson 5, Henning Henningsson 5, Nökkvi Már Jónsson 5, Aibert Óskarsson 5, Herbert Amarsson 2. BIKARKEPPNI KSI • • KOPAVOGSVOLLUR - AÐALLEIKVANGUR Breiðablik - Hvatberar í kvöld Id.20.00 BYKO Guömundur Bragason var besti leikmaður íslenska liðsins. Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í 800 metra hlaupi og setti persónulegu met. Frjálsíþróttir: Frída Rún og Eggert fengu gullverðlaun FRÍÐA Rún Þórðardóttir var fyrsti keppandi Smáþjóðaleik- anna á Möltu til að fá afhent gullverðlaun. Hún sigraði í 800 m hlaupi á persónulegu meti, en Eggert Bogason, sem var töluvert frá sínu besta, sigraði í kringlukasti. Sigurður Sig- urðsson varð annar í stangar- stökki og Guðbjörg Gyifadóttir fékk silfurverðlaun í kúluvarpi kvenna. Fríða Rún hafði mikla yfirburði í 800 m hlaupinu. Hún var þriðja eftir fyrstu beygjuna, en eft- ir u.þ.b. 200 m Steinþór skaust hún fram úr Guðbjartsson stöllum sínum, var skrifar um 10 metra á und- frá Möltu an naestu stúlku, þegar hlaupið var hálfnað og var öruggur sigurvegari á 2.12,21. Margrét Brynjólfsdóttir varð í 7. sæti. íslandsmet Ragnheiðar Ólafs- dóttur er 2.04,90 frá 1983. „Þetta er lang besti tími minn í 800 metrunum," sagði sigurvegar- inn við Morgunblaðið. „Þar sem þetta er ekki mín grein átti ég eigin- lega ekki von á sigri, en það var ofsalega_ gaman að koma fyrst í mark. Ég þakka þetta fyrst og fremst góðri þjálfun og frábærum þjálfara í Bandaríkjunum.“ Eggert Bogason fékk ekki mikla keppni í kringlukasti. Hann náði 53,54 m kasti í fjórðu tilraun og nægði það til sigurs. „Ég lá í flensu í þijár vikur og var að hugsa um að hætta við að koma hingað. Fyr- ir mánuði var ég að kasta yfir 60 metra, var þá kominn í gang, en samfara veikindunum hefur þetta allt farið niður á við. Ég var 117 kíló en er nú 111 kíló. Ég bjóst við um 55 metra kasti, en það tekur tíma að ná sér og ég geri ráð fyrir mánuði. Gullið var gott en þetta var botninn og nú er stefnan uppáv- ið aftur,“ sagði Eggert. ÚRSLIT Körfuknattleikur karla: San Marino - Malta..........79:72 Lúxemborg - Andorra.........81:74 Frjálsíþróttir 800 m hlaup kvenna: 1. Fríða Rún Þórðardóttir ....2.12,21 2. T. Fransissi, Lúx.,....2.13,66 7. MargrétBrynjólfsdóttir...2.24,79 Kringlukast karla Eggert Bogason..............53,54 C. Bartolucci, Lúx..........51,18 L. Iacovou, Kýpur...........48,24 Stangarstökk F. Stephani, Kýpur,..........5,00 Sigurður Sigurðsson..........4,80 A. Ioannou, Kýpur............4,60 Kúluvarp kvenna: E. Evangelidou, Kýpur,......15,13 Guðbjörg Gylfadóttir........13,79 M. Marxer, Lichtenstein.....12,41 Vigdís Guðjónsdóttir........12,27 Blak Karlar Ísland-Malta..................3-0 15-2, 15-5, 15-9. Konur: Ísland-Malta..................3-0 15-2, 15-4, 15-8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.