Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1993next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 44

Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SlrivÁ^^AI MENNAR MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Fiskifræðingar kynna tiilögur um aflahámark í vikunni Tillögnr um minnsta þorskafla í hálfa öld STEFNT er að því að kynna tillögur Hafrann- sóknastofnunar um hæfilegan hámarksafla á helztu nytjategundum okkar á næsta fiskveiði- ári á morgun. Utlit með þorskveiðar hefur líklega aldrei verið verra en nú og leggja fiski- fræðingar því væntanlega til minni afla en nokkru sinni eða að hámarki 175.000 tonn, líklega minna. Það er að minnsta kosti 60.000 tonnum minna en þorskaflinn verður væntan- 'lega í ár. Verði farið að tillögum af því tagi, þýðir það milljarða samdrátt í útflutningstekj- um af þorskafurðum. í tillögum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár kom fram að við takmörkun þorskafla við 175.000 tonn næstu þrjú árin myndi hrygning- arstofn stækka verulega. Stofnunin lagði til að á núverandi fískveiðiári yrði leyft að veiða 190.000 tonn, enda svaraði það til 175.000 tonna á alman- aksárinu. Nú stefnir í að aflinn á fískveiðiárinu verði 45.000 tonn umfram tillögur. Samkvæmt því hefur verið gengið töluvert á hrygningarstofn- inn og eigi að byggja upp á ný, verður að fara enn neðar með heildarafla en 175.000 tonn. Frá árinu 1942 hefur þorskafli okkar aðeins þrisvar orðið minni en 200.000 tonn, síðast árið 1951. Grænlandsgöngur heyra sögunni til Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LIU, telur að „hefðbundnar aðstæður“ fyrir heppni Islendinga hvað varðar vöxt þorskstofns- ins séu ekki fyrir hendi. Hann segir, að nú virð- ist Grænlandsgöngur heyra sögunni til, þar sem enginn þorskur sé nú við Grænland eftir því, sem bezt sé vitað. Þá bendir hann á að nú vitum við betur um stærð yngstu árganganna en áður og því komi ekkert á óvart eins og áður í þeim efn- um. Loks segir hann að oft hafí komið fram snögg aukning á vaxtarhraða þorsksins, þegar loðnan nær sér á strik eftir hrun, en því sé varla til að dreifa núna, enda hafí vaxtarhraði þorsksins ekki verið í neinni sérstakri lægð að undanfömu. Samkvæmt niðurstöðu togararallsins og öðrum rannsóknum er ljóst að þorskárgangar síðustu ára em allir lélegir eða mjög lélegir. Sjá nánar ( Ur verinu á bls. B1 og B2. Stefnir í verkfall hjá flugvirkjum Raskar ferðum þúsunda ÁRANGURSLAUS samninga- fundur var haldinn í flugvirkja- deilunni hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gærdag. Nýr fundur var ekki boðaður í deilunni og því allar líkur á að til boðaðs verkfalls flugvirkja komi á VV*ímmtudag, föstudag og laugar- dag. Einar Sigurðsson blaða- fulitrúi Flugleiða segir að verk- fall muni raska ferðum þúsunda manna og koma illa niður á starfsemi félagsins. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld treysti á að samið verði i deilunni eða ákvörðun um verkfall verði breytt því enn sé tími til stefnu. Morgunblaðið/Kristinn. TÍMI reiðhjólakappanna er nú genginn í garð. Að mörgu þarf að hyggja í upphafí sumars hjá eigendum reið- hjólanna. Það er eins gott að dekkjabúnaður þeirra sé í lagi eins og þessi kappi er að kanna vandlega á stéttinni fyrir framan Melaskólann , Dundað við dekkið Uppsagnir Landsbankans þeirrasem sagt er upp BANKAMENN telja uppsagn- ir Landsbanka íslands á 76 starfsmönnum lögbrot. For- maður starfsmannafélags bankans segir, að af þeim sem sagt verði upp sé þriðjungur af landsbyggðinni og tveir þriðju af höfuðborgarsvæð- inu. Þá halli á hlut kvenna, en rúm 84% þeirra, sem missa atvinnuna, séu konur. Helga Jónsdóttir, formaður starfsmannafélagsins, segir að í stað þess að ráða sumarfólk hefði mátt reyna að semja frem- ur við starfsmenn um aukið álag og fresta uppsögnunum til haustsins. Samband íslenskra banka- manna telur að uppsagnimar séu ekki aðeins siðlaus aðgerð, heldur einnig brot á kjarasamn- ingi og ennfremur brot á lögum um hópuppsagnir. Heimild til verkfallsboðunar var samþykkt á fundi bankamanna í gær og á morgun verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort til verkfalls kemur. Neyðarúrræði í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum kemur fram, að upp- sagnimar hafí verið neyðarúr- ræði. Unnið sé að lækkun kostn- aðarliða, svo sem ferðakostnaðar og risnu og mötuneytiskostnaðar. Sjá bls. 22: „Bankamenn mótmæla. . .“ Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari segir að hann hafí á fundin- um í gærdag lagt fram innanhússtil- lögu þess efnis að flugvirkjar gengju að samingum þeim sem ASI gerði nýlega. Þessu var alfarið hafnað og einnig hafnaði samninganefnd flug- virkja því að leggja ASÍ-samkomu- lagið fyrir félagsfund. „Eins og stað- an er nú em allar líkur á að til verk- falls komi,“ segir Guðlaugur. Reynt að fljúga á fimmtudag Einar Sigurðsson segir að reynt verði að fljúga eins og kostur er á fímmtudag en reikna megi með að á föstudag og laugardag liggi flug að mestu niðri. Hinsvegar séu í gangi athuganir á því að nota leiguvélar meðan á verkfallinu stendur en samt .—■niegi gera ráð fyrir verulegri röskun á flugi föstudag og laugardag. „Þessi niðurstaða hjá ríkissátta- semjara í gærdag voru okkur veru- leg vonbrigði því við höfðum gert okkur vonir um að flugvirkjar myndu ganga inn í þessa kjarasamninga sem gerðir voru nýlega,“ segir Ein- ar. „Nú stefnir í verkfall og það mun ' raska ferðum þúsunda manna með Flugleiðum." Allmörg félög ASÍ sam- þykkja kjarasamninga Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja felldu samningana NÝGERÐIR kjarasamningar voru samþykktir þjá allmörgum félögum innan ASÍ í gær- kvöldi. Samningarnir voru einnig samþykktir í skriflegri atkvæðagreiðslu á félagsfundi Dagsbrúnar. Á fimmta hundrað Dagsbrúnar- verkamenn sótíu fundinn og varð niðurstaðan sú að 288 sögðu já, 153 sögðu nei og 12 seðl- ar voru auðir eða ógildir. Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélagið í Vestmannaeyjum felldu samningana í gærkvöldi. Talsverð gagnrýni kom fram á kjarasamning- ana í ræðum nokkurra fundarmanna á Dagsbrún- arfundinum sem sögðu að ekki hefði verið samið um neitt sem skipti máli. Lýstu þeir áhyggjum sínum vegna atvinnuleysis og óvissu um hvort nokkur trygging væri fyrir því að vextir lækk- uðu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hvatti félagsmenn sína til að sam- þykkja samninginn. Guðmundur sagði að það sem hefði fyrst og fremst áunnist væri að samningarn- ir yrðu endurskoðaðir í haust. Sagði hann að opnunarákvæði samningsins væri fyrst og fremst Dagsbrún að þakka. Meðal þeirra félaga sem samþykkt hafa samn- inginn má nefna Verslunarmannafélag Reykjavík- ur, Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar, Land- samband vörubílstjóra, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Verkalýðsfélag Borgamess, Verka- kvennafélagið Framsókn, Verkalýðs og sjómanna- félag Keflavíkur, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðs-og sjómannafélag Gerðahrepps og Verslunarmannafélag Árnessýslu. Tvö félög í Eyjum felldu Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja felldu samningana. Hjá Snót voru 22 á móti, 13 sögðu já og 4 skiiuðu auðu. Hjá Verkalýðsfélaginu voru 10 á móti, 6 með og einn skilaði auðu. Elsa Valgeirsdóttir formaður Snótar segir að mikil óánægja hafí verið meðal félags- manna með kjarasamningana og hafí einkum verið gagnrýnt til hve langs tíma þeir ná og hve ýmis ákvæði þeirra era óörugg. Hvað framhaldið varðar segir Elsa að þær muni óska eftir viðræð- um við viðsemjendur sína.

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55740
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 116. tölublað (26.05.1993)
https://timarit.is/issue/125574

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

116. tölublað (26.05.1993)

Actions: