Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
Mario Reis
ÞÝSKI framúrstefnulistamaðurinn víðkunni Mario Reis kom til
landsins í gær. Hann mun sýna verk sín á Listahátíð í Hafnar-
firði 5.-30. júní. Verkin sem Reis sýnir eru óvenjulegar „vatnslita-
myndir“ frá íslandi. Rammi sem búið er að spenna bómullarefni
á er lagður í vatn með bakhliðina upp. I efninu festist ýmislegt
sem óuppleyst er í vatninu.
Líkan af stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar og lágmynd Sigurjóns Ólafs-
sonar árið 1966.
Listasafn Sigurjóns Olafssonar
Myndir í fjalli
MYNDIR í fjalli er heiti sýningar sem opnuð verður í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi á morgun, laugardaginn 29.
maí, kl. 15. Sýningin fjallar um tilurð listaverka Siguijóns Olafsson-
ar við Búrfellsvirkjun sem unnin voru á árunum 1966-1969.
Á sínum tíma var Siguijóni falið
að myndskreyta framhlið stöðvar-
húss Búrfellsvirkjunar og var þetta
stærsta verk sem listamaðurinn
hafði fengist við hérlendis og um
leið viðámesta verkefni sem íslensk-
ur listamaður hefur hlotið. Má í því
sambandi nefna að lágmyndir Sig-
uijóns á stöðvarhúsi virkjunarinnar
fylla samtals 334 fermetra vegg-
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opiö ó lauqardöqum
kl. 11-16
flöt. Við gerð steypumóta fyrir lista-
verkin notaði Siguijón frauðplast
fyrstur manna á Islandi, en aðferð-
in varð algeng meðal listamanna
víða um heim upp úr 1970. Auk
lágmyndanna í steinsteypu gerði
Siguijón frístandandi mynd úr kop-
arplötum sem hann nefndi Hávaða-
tröllið, og er staðsett framan við
stöðvarhúsið.
í Listasafni Siguijóns Ólafssonar
hefur farið fram umfangsmikil
rannsóknarvinna varðandi þessi
listaverk og hefur Auður Ólafsdótt-
ir listfræðingur meðal annars skrif-
að ritgerð um verkin. Ritgerðin
verður birt í árbók safnsins sem
kemur út á næstunni. Gestum gefst
kostur á að skoða myndband um
tilurð verkanna sem Ásgeir Long
gerði fyrir Landsvirkjun.
Sýningin Myndir í fjalli verður
opin um hvítasunnuhelgina frá kl.
14 til 18 dag hvem og eftirleiðis
um helgar á sama tíma. Safnið er
einnig opið á kvöldin frá kl. 20 til
kl. 22 mánudaga til fimmtudaga.
Dulinn bakgrunnur
Verk eftir Arnold Postl.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Málarinn Amold Postl er Aust-
urríkismaður, en tengdur íslandi
því kona hans er söngkonan
Rannveig Bragadóttir. Undanfar-
ið hefur hann verið með sýningu
í húsakynnum listamiðstöðvarinn-
ar í Gerðubergi, og lagði rýnirinn
á sig að hlykkjast þangað í strætó
á dögunum. Slíkt er þó nokkur
písl, því menn hafa ekki enn áttað
sig á því varðandi leiðakerfi al-
menningsvagna, að hönnun er
æðra stig skipulags.
Oft hafa verið undarlegar sýn-
ingar í Gerðubergi og maður satt
að segja komið hálf flatur frá
þeim, en að þessu sinni var óhjá-
kvæmilegt annað en að vera með
á nótunum.
Málarinn Postl virðist nefnilega
vita hvert hann er að fara og
hafa þá grunnþekkingu til að bera
að geta unnið úr hugmyndum sín-
um. Hann gengur út frá helgi-
myndum sem hann leitar uppi í
kirkjum frá „örófi alda“, eins og
hann sjálfur orðar það. Þetta eru
hvers konar helgimyndar, svo sem
áheitamyndir, altaristöflur og
upphafnar helgimyndir sem sýna
mismunandi eða sambærilega
túlkun á atburðum biblíunnar.
Ferlið er svarthvítar Ijósmyndir
unnar í sáldþrykk og síðan er
málað ofan í þær, en sú aðferð
að mála ofan í grafískar aðferðir
eða nota grafískar aðferðir í mál-
verk er mikið notuð í núlistum.
Sjálfur er ég svo gamall, að ég
man þá tíð frá námsárum mínum
í „fornöld", er t.d. sú aðferð að
mála ofan í grafíkverk þótti ófín
og jafnvel nálgast að vera dauða-
synd. Framdi ég þó nokkrar slíkar
dauðasyndir og fékk frekar bágt
fyrir — „tilfældigheder" hét það
í Skandinavíu en „zufalligkeiten“
suður í Munchen.
En nú er svo komið að menn
geta unnið á þennan hátt án þess
að nokur láti sér bregða, því að
sjálfur árangurinn er aðalatriðið
og hugmyndaauðgin að baki.
Fram kemur líka, að hægt er
að vinna afar hreint og klárt á
þennan hátt og það er einmitt til-
fellið um myndir Arnolds Postls.
Hann hefur nefnilega til að bera
ríka myndræna kennd og fer afar
vel með heita liti eins og rautt
og gult og blæbrigði þessara lita-
ása. Hér er þannig fleira á ferð-
inni en hugmyndin ein í misjafn-
lega hrifríkum búningi, augað fær
einnig sitt og án þess að hægt
sé að setja útfærsluna undir hug-
takið „penar tilfæringar".
Að baki lithjúpsins greinir mað-
ur hina ströngu, hnitmiðuðu og
samhverfu byggingu helgimynd-
anna, en einnig ósjaldan gullna
sniðið, og þannig er vinnuferlið
að vissu marki eins konar bygg-
ingarfræðileg myndgreining for-
tíðarinnar yfirfærð í frjálsa lita-
túlkun, og öðlast fyrir það sér-
stakt inntak.
Fyrir kemur að helgimyndin að
baki nær leysist upp en eftir
stendur litaferlið eitt, og kannski
eru það áhugaverðustu myndirnar
fyrir þá sök, að myndin sem ekki
sést virkar eins og dulin en þó
mörkuð myndskipan. Litimir
sjálfir bera þá uppi myndbygging-
una, og það er nú einmitt þessi
dulda litræna myndbygging sem
er svo mikið atriði í fijálslegum
vinnubrögðum, en erfitt er að út-
skýra fyrir leikmönnum. Á það
t.d. við um óformlegt málverk (in-
formel) og það er einmitt ástæðan
til að ekki er hægt að nefna að-
ferðina „formleysu" því að formið
felst í litnum sjálfum og kenndum
gerandans gagnvart því hveiju
sinni. Óformleg myndbygging er
þannig skjalfest staðreynd, sem
eins konar regla í fijálsri mótun.
í sjálfu sér er hér auðvitað alls
ekki um óformlega list að ræða
heldur bregður fyrir óformlegum
vinnubrögðum, eins og oft gerist
í hreinu málverki, því að hugtakið
„informel" er ekki sérstakur
myndstíll heldur ákveðið eðlislægt
og sjálfsprottið vinnufeHi.
Eg hafði dijúga ánægju af að
kynnast vinnubrögðum Arnolds
Postls, og hefði viljað doka mun
lengur við en ég gerði, en ég varð
að flýta mér til að ná í zig-zag
•vagn til baka og burt frá þeim
líttspennandi útlöndum sem
Breiðholtið er í mínum augum.
RÝMISVERK
í neðri sölum Nýlistasafnsins
sýnir fram til sunnudagsins 30.
maí Þóra Sigurðardóttir rýmis-
verk og nokkrar teikningar.
Þóra stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands og
framhaldsnám við jóska fagur-
listaskólann í Árósum.
Ekki þekki ég þennan listaskóla
í Árósum nema lítillega af af-
spurn, en það er ekki oft sem ís-
lenzkar listspírur leita þangað, en
hins_ vegar er mér kunnugt um
að Árósar eru dijúg menningar-
borg og aðalblaðið þeirra á Jót-
landi, „Jyllandsposten“, er af-
bragðs gott dagblað með vakandi
auga fyrir listum og menninga-
rumræðu almennt. Er t.d. kynning
blaðsins á myndlistarviðburðum
mjög skilvirk til mikillar fyrir-
myndar.
Þóra mun hafa lagt áherslu á
listgrafík í námi og náði hún þeim
áfanga að fá mynd eftir sig í
sunnudagsmagasíni Politikens
1988, sem er allnokkur heiður.
Hún hefur haldið ýmsar smærri
sýningar og mun sýningin í Ný-
listasafninu vera viðamesta fram-
tak hennar til þessa.
Það er þó ekki grafík, sem
Þóra sýnir í að þessu sinni, heldur
aðallega rýmisverk og gætu þau
frekar bent til þess að hún hafi
numið sunnar í álfunni eða t.d. í
London.
Þannig bera verk listamannsins
mikinn svip af því sem er að ger-
ast í rýmislist í dag, en þau ein-
kennast af formrænum leik og
ýmsum skírskotunum til efnisins,
sem hann hefur á milli handanna
hveiju sinni. Hér eru t.d. dregnir
fram eiginleikar brennds og
óbrennds leirs, bómullartaus,
kalks, steinsteypu, glers, blýs,
pappírsmassa, járns og blikks.
Úr þessu eru unnar hinar marg-
víslegustu formanir á gólfí og nið-
urröðunin minnir ekki svo lítið á
samstillingu „installation". Hér
koma fram andstæðurnar hart og
mjúkt, og hið loftkennda á móti
hinu þétta.
Listakonan skilgreinir þetta
sjálf á þennan hátt í kynning-
arská: „Hvernig er farið af stað
á stað?/ Hvers vegna er þörf á
hreyfíngu?/ Er það staðurinn
sjálfur/ leiðin á milli staðanna/
eða eitthvað enn annað?/ Hvernig
skyldi samhengið líta út?/ Þegar
fengist er við rúm og form?/ má
bregða á leik/ með staði og hreyf-
ingu/ og útkoman opnar leiðir/
til staða á ólíkum hraða/ í rúmi
og tíma/ Staðir og að vera til stað-
ar verða sýnileg/Rúm, tilurð og
samhengi verða áþreifanleg./
Form verða liðir í ferli,/ skerfíð
frá einu til annars.
Má vera að þetta útskýri eitt-
hvað í leit listamannsins að form-
rænum tilgangi og jafnvel til-
gangsleysi, en heldur finnst mér
skilgreiningin bera svip af heim-
spekilegum vangaveltum, vera
þung og tormelt og einkennast
af ofhugsun á hugmyndafræðileg-
um grunni. Menn geta étið yfir
sig á margan hátt og það eru skil
á milli veruleikans og umgerðar
hans. Hins vegar er samræmi á
milli skilgreiningarinnar og verk-
anna sjálfra því að formræn skír-
skotun þeirra er nokkuð á reiki.
Hins vegar eru teikningarnar
markvissar og í þeim skynjar
maður í senn formræna sem gra-
físka kennd.