Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 4
.. . ' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 1.200 bankamenn mótmæltu uppsögnum í Landsbanka íslands á útifundi Áskorun um að draga uppsagnirnar til baka BANKAMENN fjölmenntu á útifund sem Samband íslenskra banka- manna og Félag starfsmanna Landsbanka íslands boðuðu til á Lækj- artorgi kl. 17 í gær til að mótmæla uppsögnum 76 starfsmanna Landsbankans frá og með næstu mánaðamótum, en að sögn lögregl- unnar voru rúmlega 1.200 manns á fundinum. f upphafi fundarins söng kór starfsmanna Landsbankans, en því næst var leikið af iiljóm- plðtu lagið „Lax, lax, lax". Ávörp fluttu Baldur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri SÍB, Helga Jónsdóttir, formaður FSLÍ og Anna ívars- dóttir, formaður SÍB. Baldur Öskarsson sagði í upphafi máls síns að þetta væri svartur fimmtudagur í sögu íslenskra bankamanna og það ríkti dimma og drungi í brjósti viðstaddra. Hann sagði bankamenn vera saman- komna til að fordæma harðlega rík- isstjórn íslands sem þættist með annarri hendinni vera að leggja fimm milljarða í atvinnuskapandi aðgerðir, en með hinni á sama tíma fyrirskipa sínum eigin banka að segja upp 76 starfsmönnum og VEÐUR hafa gert kröfu um að fleirum yrði sagt upp. ^ Siðlausrí aðgerð mótmælt Á fundinum var samþykkt sam- hljóða eftirfarandi ályktun: „Úti fundur bankamanna á Lækjartorgi mótmælir harðlega þeirri siðlausu ákvörðun bankastjórnar Lands- banka íslands að segja fyrirvara- laust upp 76 starfsmönnum sínum. Fundurinn fordæmir þá atvinnu- stefnu ríkisstjórnarinnar sem felst í að fyrirskipa sínum eigin banka að grípa til fjöldauppsagna sem skilar aðeins sáralitlum sparnaði í rekstri. Fundurinn skorar á banka- stjórn og bankaráð Landsbankans að draga þessar uppsagnir til baka og ganga til viðræðna við^ Félag starfsmanna Landsbanka íslands og Samband íslenskra bankamanna um raunhæfar leiðir til sparnaðar í rekstri bankans. Fundurinn heitir á alla bankastarfsmenn að sýna órofa samstöðu með félögum sínum í Landsbankanum í baráttunni fyrir sjálfsögðum mannréttindum." Fundinum á Lækjartorgi bárust fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá starfsmannafélögum banka og sparisjóða víðsvegar af landinu, og einnig frá öðrum stéttarfélögum sem lýstu samstöðu sinni með bankamönnum. / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðursiofa Islands (Byggt á veðurapá kl. 16.1S ígær) VEÐURHORFURIDAG, 28. MAI YFIRUT: Yfir Grænlandi er 1037 mb hæð en lægðardrag við suðaustur- strönd íslands þokast suöaustur. SPÁ: Norðlæg eða norðaustlæg átt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Slydda með köflum um norðaustanvert landið, dálítil él á vestanverðu Norðurlandi og nyrst á Vestfjörðum, einkum á annesjum, en bjart veður að mestu sunnanlands og vestan. Norðanlands verður varla nema 2-5 stiga hiti en sunnaniands aetti hitínn að komast f 9-12 stig um hádaginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDGAG: Norðaustanátt. Slydduél eða súld með norður- og austurströndinn en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Htti 6 til 11 stig yfir daginn suðvestanlands en annars 1 til 5 stig. HORFUR A MÁNUDAG: Snýst í suðaustan- og austanátt. Þykknar upp sunnanlands en léttir til norðvestanlands. Áfram súld á Austfjörðum. Heldur hlýnandl Nýir veðurfregnatímar; 1.30, 4,30, 7,30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir. 990600. o Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * r * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað v í v Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld = Þoka V ftig.. FÆRÐA VEGUM; m.n.zotgm) Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins, og t.d. fært fyrir létta bila um Dynjandísheiði og HrafnseyFarheiði á Vestfjörðum. Á Norður- landi er búist við að Lágheiði opnist á morgun. Á Norðausturlandi er ofært um Öxarfjarðarheiði og Hólssand. Hálendísvegír eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæðingum eru víða hafnar og eru vegfar- endur beðnir að virða hraðatakmarkanir sem settar eru vegna hættu á grjótkasti. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftlrliti i sfma 91-631500 og fgrænnilínu 99-6315. Vegageröín. * r2*BK > VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma Mti veður Akureyri 6 skýjað Reykjavlk 10 skýjað Bergen 13 iéttskýjað Helsinki 11 skýjaí Kaupmannahöfn 17 féltskýjað Narsssresuaq 5 þokaigronnd Nuuk 6 hélfskýjað Stokkhólmur 16 léttokýjað Wrtftöfn 7 alskýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 14 súld Barcelona 21 skýjað Berlín 13 rtgning Chicago 1S skúrásið.klst. Feneyjar 26 þokumóða Frankfurt 19 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 10 rigning Londofl 14 alskýjað LosAngeles 14 skýjað Lúxemborg 18 Ekýjað Madrfd 17 skýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 26 léttskýjaft Montreal 10 skúr NewYork 16 heiðskírt Oriando tl alskýjað Parfs 20 skýjað Madeira 20 skýjað Röm 28 skýjað Vfn 26 skýjað Woshlngton 16 léttskýjað Winnipeg 8 úrk.ígrennd . Morgunblaðið/Július Uppsögnum motmælt Um 1.200 manns voru á mótmælafundinum á Lælgartorgi að mati lögreglunnar. Bankatnenn ætla að hægja á afgreiðslu eftir næstu helgi FORMANNAFUNDUR aðildarfélaga Sambands íslenskra banka- manna ákvað í gær að beina því til allra starfsmanna í afgreiðslum banka og sparisjóða að fara í einu og öllu eftir settum starfsreglum næstkomandi þriðjudag, 1. júní, t.d. með því að biðja hvern og einn viðskiptavin um persónuskilríki, en það gæti leitt til tafa við af- greiðsluna. „Það var ákveðið að allir bankarnir myndu sýna sam- stöðu sína með Landsbankafólki á þennan hátt, en þetta er alveg 100% löglegt," sagði Anna ívarsdóttir formaður SÍB í samtali við Morgunblaðið. „Það eru ætíð biðraðir í bönkun- um um hver mánaðamót, en ef það á hins vegar að halda áfram að fækka bankamönnum þá er alveg ljóst að við veitum ekki þá sömu góðu þjónustu og við veitum í dag, og biðraðir verða því daglegt brauð í bönkunum," sagði Anna. Hún sagði að farið yrði fram á það við starfsmenn bankanna að þeir tækju öll þau vinnuhlé sem þeir ættu rétt á samkvæmt kjarasamningi, en al- gengt væri að fólk sleppti kaffitím- um um mánaðamót til að sinna þjónustuhlutverkinu. Viðræður um atvinnumál Anna sagði að á formannafund- inum í gær hefði ekki verið fjallað nánar um verkfallsheimild sem formannafundur hefur veitt stjórn og samninganefnd SIB, en ætlunin væri að sambandið ásamt opinber- um starfsmönnum færi á næstunni í viðræður við stjórnvöld um at- vinnumál. Úrslit kunn í Hversdagsleikum Reykjavík tapaði fyrir Nithsdale REYKJAVÍK tapaði fyrir borginni Nithsdale í Skotlandi í Hvers- dagsleikunum í gær. I Reykjavik tóku 31.134 einstaklingar þátt í keppninni eða 31,10% íbúa en 30.041 einstaklingur eða 52,70% íbúa Nithsdale. Fáni Nithsdale mun því biakta við hún á ráðhúsi Reykja- víkur í heila viku í byrjun júní. _____ Að sögn Jónasar Kristjánssonar hjá íþrótta- og tómstundaráði var þátttaka í Reykjavík mjög góð miðað við að þetta var í fyrsta sinn sem keppnin var haldin hér á landi en í þriðja sinn í Nithsdale. „Miðað við að skólar eru ennþá starfandi í Nithsdale en ekki hér," sagði hann. „Ef við hefðum sent bréf til allra íþróttakennara í skólum borg- arinnar þar sem eru 20 þúsund nemendur þá hefði verið hægt að standa að hópíþróttum í löngufrí- mínútum. Það hefði munað um það." Úrslit í keppninni á Akureyri verða ekki kunn fyrr en í næstu viku vegna trúarhátíðar í ísarel og var keppninni frestað þarí gær en Akureyri keppir við Ashkelon í ísrael. Niðurstöður dagsins á Ak- ureyri voru því innsiglaðar og bíða þess að ísraelar ljúki sínum degi. Vilja lög um alþjóðlega skipaskrá SÉRSTÖK bókun fylgir kjara- samningi Vélastjórafélagsins og vinnuveitenda sem undir- ritaður var sl. miðvikudag sem kveður á um að hann sé undir- ritaður í trausti þess að sett verði lög um alþjóðlega skipa- skrá hér á landi og að gerðar verði ráðstafanir til að bæta samkeppnisstöðu íslenskra farmanna. Er samningurinn uppsegjanlegur frá 1. maí 1994 ef þessu máli hefur ekki verið ráðið til lykta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.