Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 39 Undir brimskaflinum - Elfars þáttur í Sjólyst eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Komið við í „le bistrot" — bístró- inu, sem vestfirzkur Vestmannaey- ingnr rekur (í föðurlegg af nafntog- aðri Stapadals- og Alftamýrarætt úr Arnarfirði vestur); oddviti um skeið; gott íhald; var um langa hríð í júess til að takast á við einkafram- tak; rak þar veitingastað, sem bless- aðist. Bístróið á Ströndinni er Stokkseyringunum jafn-mikilvæg- ur þáttur eins og Eden hans Braga er Hveragerði. Hins vegar eru eng- in blóm á boðstólum í bístróinu. Nú var spurzt fyrir um hann Elfar, artista, smið og völund og heyrara við skólann í plássinu. Hann er kenndur við Sjólyst, sem er gamall bær öndvert við Þuríðar- búð, snertispöl frá Roðgúl (í hjarta þorpsins), sem kemur við sögu í Kambsráninu og í ýmsu öðru. Eng- inn vissi neitt um Elfar. Það var hringsólað — og hvergi sást hann. Svo kom hann aðvífandi í Pajero- jeppanum sínum skartlega, sem ein- hver gúlass hafði átt áður og hand- leikið eins og góða elskerinnu — manni skilst. Béemmvaffinum var lagt að bifreið artistans. Heilsazt. „Nú þarf ég að stilla þér upp við vegg, fóstri.“ „Hvað segirðu," segir hann. „Ákveðið. Lítill fugl hermdi mér, að þú hyggist troða upp á Gimli. ..“ „Rétt er nú það,“ segir hann. Svo bauð hann upp í sinn bíl, og nú voru gamalkunnar slóðir þrædd- ar. Veðrið hélst hið sama. Sami þræsingurinn, þetta úlfgráa veður með lélegu skyggni. Hann ók í aust- urátt — út úr plássinu og stefndi á Knarrarósvita og fast niðri við haf- ið slökkti hann á bílmótornum. Svo var horft út á sjóinn og sagt: „Þetta er sýning þín númer tutt- ugu og tvö — ekki satt — hvenær hélztu þína fyrstu sýningu?" Hann segir: „Það var sjötíu og fimm...“ „Hver voru tildrögin, að þú sjó- maðurinn og vinnandi maður til sjós og lands ferð allt í einu að hand- leika pentskúfinn og jafnvel að halda sýningar?" Það var þræsingsveður á Ströndinni. Laug- ardagsmorgunn í maí. Fjaran naut sín ekki þessa stundina, hvorki lónin, sem alltaf eru svo töfrandi í línum og lit- um, né sjórinn, sem aldrei er eins. Hann þegir — segir svo: „Á ég bara að segja það eins og ég sé að . . .“ „Ja, eins og þú mundir segja í kaffiboði,“ segir sá, sem spyr. „Það hefur kannski verið áhugi sem réð,“ segir Elfar, „svo kom allt í einu málari til Stokkseyrar til að vera, helltist yfir eins og sprenging (nú hlær Elfar). Maður var búinn að hafa Gunnar Gestsson þann fjöl- hæfa mann fyrir augunum og þekkja hann síðan maður man eft- ir . . .“ „Þér fannst ekkert óeðlilegt við það, að maður þarna í plássinu skæri sig úr... hann var ekki á sjónum ... hann vann ekki í frysti- húsinu eins og hitt fólkið og var alltaf að mála myndir," segir grein- arhöf. „Nei, einhvern veginn fannst mér það ekki,“ segir Elfar. „Hins vegar var ég örugglega þeirrar skoðunar, á meðan ég var í hörkuvinnu á sjónum, að það væri ekki vinna að vera listmálari. Svo komst ég að öðru seinna. Ég komst að því, að þetta væri erfiðis- vinna, jafnvel líkamlega, að vera listmálari... Síðan þessi umræddi maður kom inn í plássið (en ein- mitt hann kveikti í mér) hef ég tek- ið málaralistina sem fulla vinnu — sem alvöruvinnu frá upphafi...“ Nú var rifjað upp, þegar Elfar hengdi fyrst upp myndir eftir sig. Það var í frystihúsinu í heimapláss- inu, sem Þorlákshafnarbatteríið er búið að ganga frá svo rækilega, að það er ekki lengur virkt. Elfari var vel tekið í byijun, þegar hann sýndi fyrst — það var í Gimli. Hann er feiknlega duglegur — duglegur að standa úti í hvaða veðri sem er. Og hann er alltaf að breytast sem listamaður. Við erum hjartanlega sammála um það, að það sé ekkert fínt að vera listamaður — ekkert fínna en hvað annað. Elfar segir: „Það þarf að ganga í þetta pjatt- laust og snobblaust aigjörlega." Þagað um stund og haldið áfram að horfa út á hafið. „Hvað rerirðu margar vertíðir?" „Ég reri 14 vertíðir," segir hann — byijaði 14-15 ára. Fór tvö sum- ur á síld fyrir norðan — vann á plani.“ Elfar hefur lifað og hrærzt í heimaplássi sínu Stokkseyri síðan hann fæddist. Hann er lítt skóla- genginn, en eins og fyrr segir er hann heyrari við skólann á staðn- um, kennir handmennt (smíðar og teikningu) og leikfimi (það er óvenju gaman að trimma með fé- laga Elfari í Stokkseyrarljöru, sem er orkugefandi svæði — þar sigrað- ist undirskráður á tóbaksfíkn). Sá, er þetta skrifar, frétti snemma eftir komu sína til Stokks- eyrar, að Elfar granni hans væri völundur sem smiður eins og móð- urbræður hans tveir, þeir Jón og Sigurður. Jón kenndi löngum smíð- ar við barnaskólann en var ekki faglærður eins og bróðir hans Sig- urður — hins vegar talinn óvenju hugkvæmur hvað listrænan hagleik snerti. Sigurður (eldri bróðirinn) átti veg og vanda að glæsilegu mannvirki, sem nefndist ísólfsskáli, sem Stokkseyringar gáfu Páli ísólfssyni tónskáldi af fádæma rausn — eiginlega á silfurfati... vesgú. Sigurður átti margar falleg- ar spýtur í þessu glæsilega sloti, sem horfir móti hafinu, er nær til Suðurskautsins — og ekki má gleyma hundaþúfunni á fjörumab- inum, sem er ágætt mótív fyrir sjáv- armynda-málara. Sigurður var auk- inheldur fenginn æ ofan í æ til að smíða listrænar innréttingar í hús- um fyrirmanna í Stór-Reykjavík. Elfar nam ungur smíðar hjá þess- um móðurbræðrum sínum, erfði smíðastofu Sigurðar, þar sem hann hefur komið upp vinnustofu fyrir sig — að Götuhúsum. Fyrir nokkru byijaði hann að fást við höggmynd- Ljjósmynd/stgr ELFAR í Sjólyst við vinnustofu sína að Götuhúsum á Stokkseyri. Þijár nýjar höggmyndir (fantasíur) og málverkið Brimskafl unnið á krossvið. Fantasíurnar eru hoggnar í rekaviðardrumba. ir, sem hann vinnur úr stórum reka- viðardrumbum úr Stokkseyrarfjöru. Það eru athyglisverð verk — það er bragð að þeim — kraftur — orka, sem kemur undan brimskaflinum við ströndina. Þarna niðri við sjóinn skammt frá Knarrarósvita var dokað við um stund, þar sem Elfar og greinar- höf. hafa tíðkað komur sínar — helzt í foráttubrimi — stórveltu. Óvíða er brimið hærra en einmitt þar. Það gefur sérstaka nautn að standa undir brimskaflinum og gefa sig á vald þessum krafti — þessum náttúrukrafti. Það er ofar akadem- íum — ofar viti eins og allt það stórfenglegasta, sem sá, er öllu ræður, gefur. Svona undir lokin var farið að tala um meistara meistaranna Kjarval, sem var ofar akademíum eins og brimskafl eða brimveggur á Stokkseyri... ★ PlcROPRIMT TIME RECORDER CO. StimpilkluKkur tyrir nútíft og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Elfar segir: „Á tímabili skoðaði ég nálega hveija málverkasýningu í Reykjavík og mér fannst ég læra af því en eftir því sem árin liðu, fór ég að uppgötva, þegar ég fór inn á Kjarvalsstaði, þá reddaði Kjarval manni frá andlegu sjokki. Þá varð ég sáttur við guð og menn og losn- aði við vinnustofuslepjuna, sem var í mörgum myndum, er voru til sýn- is.“ P.t. Fljótshólar í Gaulverjabæ. Höfundur er listmálari og rithöfundur. MERKING HF BRAUIARHOLT 24 SÍMI: 627044 UTFRÆST TRtSK I LT I HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 \\ / vWÁ ’ MTD 072 R Ódýr lúxusvél með 3,75 hestafla vél. 50 cm sláttubreidd, stór og breið hjól, útbúin auðstillan- legum hjólalyftum. Meðfærileg f flutningi og geymslu. Flymo E 300 Rafknúni svifnökkvinn. Þú hefur hann í hendi þér, léttan og meðfærilegan. Bestur fyrir litlar lóðir. Verö 15.900,- kr. Stönir lóftlr Iffls)4M);ra ; tfflöiSz®El Flymo raforf MT 300 Rafknúið orf sem hentar vel til þess að slá grasbrúska og illgresi á litlum og meðalstórum lóðum. 350 W 7.550,-kr. 450 W 8.925,-kr. RAÐGREIÐSLUR W) \,M3gL Opið á laugardögum frákl. 10:00 til 16:00. Góð varatiluta- og viðgerðaþjónusta. Hressir sölumenn! G. Á. Pétursson hf. Sláttuvélamarkaðurinn Faxafeni 14 • Sími: 68 55 80 SLATTUVELAR OG ORF SLÁTTUVÉLAR: R A F -, BENSÍN-, HJÓLA- EÐA LOFTPÚÐAVÉLAR ÞÚ FINNUR VÉL VIÐ ÞITT HÆFI í GARÐINN ÞINN HJÁ OKKUR. MTD 478 R Stór og öflug sláttuvél með 5 hp B&S mótor með drifi, auðstillanlegum hjólalyftum og stórum grassafnara. Verö 64.250,- kr. Vélar m/grassafnara verö frá 34.750,- kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.