Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 íslandsbanki Nafnvext- ir lækka um 0,7% Aðrar innláns- stofnanir ákveða í dag hvort vöxt- um verður breytt ÍSLANDSBANKI lækkar vexti á öllum óverðtryggðum skulda- bréfum um 0,7% um mánaðamót- in. Vextir á verðtryggðum inn- og útlánum verða hins vegar óbreyttir og í fréttatilkynningu frá bankanum er ástæða þess sögð sú óvissa sem ríki um þróun raunvaxta á næstunni. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um það í gær hjá Landsbanka, Búnaðar- banka eða sparisjóðunum hvort einhverjar breytingar verða gerðar á vöxtum um þessi mán- aðamót. Innlánsstofnanir haf frest til hádegis í dag til að til- kynna um vaxtabreytingar fyrir mánaðamótin. Kjörvextir á óverðtryggðum skuldabréfalánum í íslandsbanka verða eftir breytinguna 10,95%. Vextir á algengustu lánum með fast- eignaveði verða 12,95% eftir breyt- ingamar. Vextir á innstæðum spari- leiðar 2 lækka um 0,5% og á spari- leið 3 um 1%. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á forvöxtum víxla eða á yfirdráttarlánum en bent er á í fréttatilkynningu bankans að vextir á yfírdráttarlánum hafi að undanfömu verið lægri en hjá flest- um öðrum innlánsstofnunum og kjörvextir víxla séu nú þegar 10,2%. ---------♦ ♦ ♦ Flugvirkjadeilan —------------------- Árangiirs- laus samn- ingafundur SAMNINGAVIÐRÆÐUR hófust á nýjan leik á milli samninga- nefndar Flugvirkjafélags íslands og VSÍ í húsnæði ríkissáttasemj- ara síðdegis í gær án þess að nokkuð miðaði í samkomulags- átt. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði að staða kjaradeilunnar væri óbreytt. Flugvirkjar halda sig við óbreytta kröfugerð og samninganefnd VSI veitir aðeins þau svör að ekki verði samið um annað en um samdist milli ASÍ og VSí í síðustu viku. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti samningafundur verður hald- inn og er málið í biðstöðu að sögn Guðlaugs. Óskað eftir viðræðum um atvinnumál í gær sendu formenn BSRB, BHMR, Kennarasambands íslands og Sambands íslenskra banka- manna bréf til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, þar sem samtökin óska sameiginlega eftir fundi og viðræðum við ríkisstjómina vegna yfírlýsingar hennar og skuldbind- inga í tengslum við kjarasamninga ASÍ og vinnuveitenda. Óska sam- tökin sérstaklega eftir að ræða at- vinnumál, kjör og réttindi félags- manna sinna í Ijósi aðildar ríkisins að samningum á almennum vinnu- markaði. í gær undirrituðu fulltrúar Fé- lags ísienskra kjötiðnaðarmanna nýjan kjarasamning og einnig var gengið frá samkomulagi við Bif- reiðastjórafélagið Sleipni í húsnæði ríkissáttasemjara. Eru samningam- ir í öllum meginatriðum samhljóða kjarasamningunum sem náðust í síðastliðinni viku á milli ASÍ og samtaka vinnuveitenda. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Að ávaxta sitt pund Ferlið HÉR AÐ ofan er það sýnt á mynd, með tímasetningum, á hvaða hátt hægt var, þar til í ársbyijun 1992, að hagnast á spákaupmennsku með millifærslum á milli innlendra gjaldeyrisreikninga. Tekið skal fram að uppsetning dæmisins er mikil einföldun á því ferli sem átti sér stað, því alla jafna voru sveiflur ekki jafn miklar og þetta dæmi sýnir. Enda var það svo, að þeir sem högnuðust hvað mest á millifærslunum fylgdust daglega með Reuters-upplýsingum um gengisþróun, og voru með daglegar millifærslur. Gátu þeir að sögn þannig náð um 3% til 5% ávöxtun á viku. ÞEIR sem hafa reynt að ávaxta sitt pund undanfarin ár, aðallega á áninum 1987 til ársbyijunar 1992, með því að fylgjast með upplýsingum Reuters um geng- isbreytingar, hafa í kjölfar slíkr- ar upplýsingaöflunar ,getað hagnast stórkostlega á tilfærsl- unum, og jafnvel náð því á árs- grundvelli, að þrefalda höfuðstól sinn. Þeir munu skipta tugum þeir aðilar, fyrirtæki og ein- staklingar, sem sáu þessa leið til ávöxtunar, og gátu fram á síðastliðið ár stundað slíka spá- kaupmennsku, iðulega með mjög góðum árangri. Gengissveiflur á milli erlendra mynta innbyrðis hafa getað verið á bilinu 3% til 5% á viku. Þannig sést að þeir sem fylgdust grannt með sveiflunum frá degi til dags og færðu á milli reikninga í samræmi við upplýsingar Reuters, gátu náð 3% til 5% ávöxtun á einni viku, ef þeir færðu alltaf rétt á milli. Þannig gátu þeir á ársgrund- velli náð því að tvöfalda eða jafn-- vel þrefalda höfuðstólinn, sem er hreint ekki svo lélegt, sérstaklega þegar horft er til þess að iðulega var verið að færa milljónir eða tugi milljóna á milli reikninga. Þessi tegund spákaupmennsku með millifærslum á milli innlendra gjaldeyrisreikninga mun hafa náð hámarki fyrri helming árs 1991, eða eftir að Persaflóastríðið skall á. Þeir sem flármögnuðu hemaðar- kostnað Bandaríkjamanna og ann- arra sem voru virkir þátttakendur í stríðinu, greiddu sinn hluta í doll- urum og við það urðu gífurlegar sveiflur á dollar. Því hófust mjög miklar tilfærslur á milli reikninga, þar sem veðjað var á sveiflur dollars. Brotalamir uppgötvaðar Það mun hafa verið seint á árinu 1991, sem það varð ljóst bæði í íslandsbanka og Búnaðarbanka íslands, að töluvert var um það að fyrirtæki og einstaklingar væru að flytja á milli gjaldeyrisreikninga og gátu samkvæmt þágildandi reglum verið að flytja allan daginn á milli gjaldeyrisreikninga á mið- gengi, þar til rétt fyrir lokun. Bank- inn gat á hinn bóginn ekki varið sig, með gagnstæðum samningum í Seðlabanka, nema fram að hádegi og í lengsta lagi til kl. 14. Það var því bankinn sem jafnan tók á sig alla gengisáhættuna. Stjómendur bankanna héldu með sér sérstakan samráðsfund, þar sem farið var yfír þessa brot- alöm í kerfínu og það hversu bank- amir væru vamarlausir gagnvart spákaupmennsku af þessu tagi á innlendum gjaldeyrisreikningum. í kjölfar þessa, eða þann 30. janúar 1992, vom samdar reglur í íslands- banka um millifærslur á milli inn- lendra gjaldeyrisreikninga, sem eru svohljóðandi: „Millifærslur framkvæmdar fyrir kl. 11.00. Skulu færðar á skráðu gengi Seðlabanka íslands. Úttekt skal reiknuð á kaupgengi. Innlegg skal reiknað á sölugengi. Millifærslur framkvæmdar eftir kl. 11.00. Útibú ska! hringja í Fjárstýringu í höfuðstöðvum, og fá uppgefíð gengi, bæði úttektargengi og inn- leggsgengi. Útibú upplýsir viðskiptavin um þetta markaðsgengi. Viðskiptavin- ur getur þá valið hvort hann kýs að fá millifærsluna framkvæmda á uppgefnu gengi, eða hvort hann vill fá millifærsluna framkvæmda á gengi næsta dags en með vaxta- dagsetningu dagsins í dag.“ Um svipað leyti tók Búnaðar- bankinn upp svipaðar reglur hjá sér, nema viðmiðunartíminn var kl. 10.30 að morgni og enn síðar með örlítið öðrum hætti. Þó voru svipaðar reglur teknar upp í Lands- banka íslands og hjá sparisjóðun- um. Daglegar millifærslur Menn hafa velt því fyrir sér, hvort mikla þekkingu og fæmi hafí þurft til þess að standa í slíkum millifærsl- um og hagnast með svo afgerandi hætti á þeim. Svarið mun vera nei- kvætt, að minnsta kosti staðhæfa fjármálasérfræðingar það í mín eyru. Segja einfaldlega sem svo, að síðdegis þann dag, sem millifærsla átti að fara fram, þá lá það ljóst fyrir, hver gengisþróunin yrði, sam- kvæmt Reuters-upplýsingunum. Því hafi verið mjög einfalt að færa á milli, samkvæmt Reuters-upplýs- ingunum. Viðkomandi hafí þá þegar getað gert sér í hugarlund hversu mikilli ávöxtun hann næði með millifærsl- unni og ef þróunin héldi áfram eft- ir kl. 16, þegar bankinn hafði lok- að, og jafnvel fram til kl. 9 næsta dag, þegar ný gengisskráning hafði tekið gildi, þá gat viðkomandi hagnast um enn hærri upphæð en hann hafði gert sér vonir um, laust fyrir kl. fjögur deginum á undan. Aðalvinna þeirra sem stóðu í þessum millifærslum virðist því hafa verið fólgin í því að fylgjast grannt með Reuter á hveijum ein- asta degi og Ijúka síðan millifærsl- unum áður en bankamir lokuðu. Líka hægt að tapa Ekki hafa allir orðið milljóna- mæringar á slíkum millifærslum og spákaupmennsku, því það hefur jú gerst, að þrátt fyrir ákveðnar vísbendingar um gengisbreytingar, þegar bankar loka, þá getur dæm- ið snúist við og gjaldmiðillinn sem var á uppleið hrapað aftur niður og kannski niður fyrir það sem hann var. Þá hafa menn einfaldlega þurft að bíta í það súra epli að hafa tapað ákveðinni upphæð. Ýmsir munu hafa farið flatt á ofurtrú sinni á bandaríkjadollar á sínum tíma, þegar hann síðan snar- féll. En staðhæft er að vísbending- ar Reuters síðdegis gefí í miklum meirihluta tiifella svo ákveðna vís- bendingu um gengisþróunina, að mönnum hafí nánast verið óhætt að veðja á Reuter gegn bankanum, sem var í öllum tilvikum dæmdur til þess að tapa sömu upphæð og hinir heppnu spákaupmenn högn- uðust um á millifærslum sínum. 10 milljarðar á reikningunum Um síðustu áramót voru inn- stæður á innlendum gjaldeyris- reikningum í Landsbanka, Búnað- arbanka og íslandsbanka um 10 milljarðar króna — tíu þúsund millj- ónir króna, sem er hreint ekki svo lítil upphæð. í Landsbanka var þessi upphæð hæst, eða um 5,4 milljarðar króna, í Islandsbanka um 3 milljarðar króna og í Búnað- arbanka um 1,6 milljarður króna. Það hlýtur raunar að teljast með ólíkindum hversu langan tíma það tók bankana að átta sig á þessari brotalöm í kerfínu og hversu ber- skjaldaðir þeir voru gagnvart henni, þegar haft er í huga hversu miklir hagsmunir voru hér í húfí fyrir bankana. Það mun hafa verið á árunum 1987 og 1988 sem Reut- ers-skjáir með gengisþróunarupp- lýsingum urðu nokkuð algengir hér á landi, þannig að aðgangur að gengisþróun og stöðu gjaldmiðl- anna innbyrðis varaði allan sólar- hringinn. Líkast til prísa bankamir sig sæla nú yfír þeirri staðreynd að einungis örlítið brot þeirra sem eiga innstæður á innlendum gjald- eyrisreikningum skuli hafa áttað sig á því hvaða hagnaðarvon gat legið í millifærslum af þeirri gerð sem hér hefur verið lýst. En tækifæri slíkra millifærslna heyra til liðinni tíðj og hafa gert um nokkurt skeið. I dag, 28. maí, tekur markaðsskráning gengis gildi, og þar með eru engir mögu- leikar til slíkrar spákaupmennsku lengur, en ef að líkum lætur, munu einhverjir einhvern tíma fínna brotalamir á markaðsgengisskrán- ingunni. Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlits Seðlabankans Ókunnugt um gj aldeyrismálið ÞÓRÐUR Ólafsson, forstöðumaður Bankaeft- irlits Seðlabankans, segist ekki þekkja hið til- tekna mál sem fjallað var um hér í Morgunblað- inu í gær, um ákveðinn yfirmann Búnaðar- banka íslands, sem hagnast hefur um tugi milljóna króna á kostnað Búnaðarbankans, með því að stunda millifærslur á gjaldeyris- reikningum, í samræmi við upplýsingar sem hann hafði frá Reuter um gengisþróun. Þórður var spurður í gær, hvort hann teldi það vera eðlilegt að slíkt mál kæmi upp innan eins viðskiptabankanna og á því væri tekið, án þess að það kæmi til kasta Bankaeftirlitsins, eða því bærust fregnir af máiinu: „Ég þekki ekki þetta mál og get því ekki svarað því,“ sagði Þórður. Hann sagði að erlendis væri almenna reglan, að ef um væri að ræða mál, sem kæmu upp innan bankakerfísins, sem væru þess eðlis að um brot- alöm væri að ræða í innra eftirliti eða í starfsemi hlutaðeigandi banka, væri hlutaðeigandi eftirlits- aðilum gerð grein fyrir því máli. „Síðan er það eftirlitsaðilans að meta hvort hann telur ástæðu til þess að gera eitthvað frekar í málinu, heldur en stjómendur hlutaðeigandi stof- unar hafa gert. Tilgangurinn er sá, fyrst og fremst, að stjómendur stofnunarinnar og eftirlitsaðili komi málum í sameiningu í það horf, að slíkir atburðir geti ekki endurtekið sig,“ sagði Þórður. Bar að tilkynna Þórður sagði jafnframt að ef yfirmenn viðkom- andi stofnunar ættu hlut að máli, þá væri það augljóst mál, að slíkt bæri að tilkynna eftirlitsað- ila. „Við höfum í tilvikum, sem við höfum talið þess eðlis að við þyrftum að skoða, óskað sérstak- lega eftir upplýsingum,“ sagði Þórður og aðspurð- ur hvort það yrði gert í þessu tilviki sagði hann að það hefði enn ekki verið skoðað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.