Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 37 Umferðarfræðsla fyrir 5-6 ára börn LÖGREGLAN í Kcykjavík, um- ferðarnefnd Reykjavíkur og Um- ferðarráð efna til umferðar- fræðslu í júní fyrir börn sem fædd eru árin 1987 og 1988. Gert er ráð fyrir að hvert barn mæti tvo daga í röð, klukkustund í senn. í þeim skólum þar sem fræðslan fer fram tvisvar sama daginn er um sama efni að ræða en fólk getur valið þann tíma sem hentar betur. Foreldrar eða forráðamenn eru sér- staklega boðnir velkomnir með börn- um sínum. Fræðslan fer fram í grunnskólum borgarinnar sem hér segir: 1. og 2. júní: Grandaskóli kl. 9.30, Hvassa- leitisskóli kl. 11 og 13.30 og Hamra- skóli kl. 15. 3. og 4. júní: Árbæjar- skóli kl. 9.30, Seljaskóli kl. 11 og 13.30 og Fossvogsskóli kl. 15. 7. og 8. júní: Hólabrekkuskóli kl. 9.30 og 15 og Breiðholtsskóli kl. 11 og 13.30. 9. og 10. júní: Álftamýrarskóli kl. 9.30, Foldaskóli kl. 11 og 13.30 og Ártúnsskóli kl. 15. 11. og 14. júní: Breiðagerðisskóli kl. 9.30, Laugar- nesskóli kl. 11 og 13.30 og Selás- skóli kl. 15. 15. og 16. júní: Lang- holtsskóli kl. 9.30 og 15 og Hlíða- skóli kl. 11 og 13.30. 21. og 22. júní: Húsaskóli kl. 9.30, Fellaskóli kl. 11, Vesturbæjarskóli kl. 13.30 og Voga- skóli kl. 15. 23. og 24. júní: Mela- skóli kl. 9.30 og 15 og Austurbæjar- skóli kl. 11 og 13.30. Framundan er tími útivistar 'með aukinni þátttöku barna í umferð. Þessi fræðsla á að vera stuðningur við foreldra og verður vonandi til að auka umferðaröryggi. Því er lagt mikil áhersla á að öll börn á þessum aldri mæti til leiks. (Fréttatilkynning) Vormót Hraunbúa um hvítasunnuna ARLEGT vormót skátafélagsins Hraunbúa i Hafnarfírði verður haldið í Krísuvík um hvítasunnu- helgina. Mótið verður sett á föstu- dagskvöld kl. 21 og slitið á mánu- daginn kl. 14. Yfirskrift mótsins er „verndum landið". Dagskráin verður að verulegu leyti í formi svokallaðra póstakeppni en hún felst í því að skátarnir eiga að vinna ákveðin verkefni og leysa þrautir á ákveðnum tíma og við ákveðin skilyrði. Keppt verður um tjaldbúðarverðlaun þar sem tekið verður tillit til hliðs, girðingar, skólp- gryfj'u, eldstæðis o.fl. Einnig verður matreiðslukeppni og mun þar m.a. verða keppt um hvaða flokkur eldar bestu kjötsúpuna og besta fiskrétt- inn. Þá verður varðeldar og kvöld- vökur með söng og skemmtiatriðum á laugardags- og sunnudagskvöld. Mótið sækja aðallega skátafélög af Reykjanesi og fjölskyldubúðir verða starfræktar að venju. Á sunnu- daginn er heimsóknardagur og munu skátar bjóða upp á gönguferð kl. 14 fyrir almenning um Krísuvík undir leiðsögn sérfróðra manna og kakó og kex á eftir. • » ? ¦ HÚMANISTAHREYFINGIN verður með götuleikrit og kynningu á málefnum húmanista í miðbæ Reykjavíkur frá kl. 16 til 17 í dag, föstudaginn 28. maí. Götuleikritið mun berast niður Laugaveg og um miðbæinn og enda á Lækjartorgi þar sem verður götusjónvarp, dreifíng bæklinga og spjall við vegfarendur. auglýsingar FhAGW FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ¦ SÍMI 682533 Hvítasunnuferðir F.í. 28.-31. maí: 1) Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gist í svefnpokaplássi að Görð- um í Staðarsveit. Jökullinn heill- ar, en margt annað er í boði bæði á láglendi og fjöllum. Silungsveisla. Stutt í sundlaug. 2) Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á Hvannadalshnúk, 15 klst. ganga. Gist að Hofi. Göngu- ferð og æfing í þjóögarðinum. 3) Skaftafell - Örœfasveit - Jökulsárlón. Snjóbílaferð á Skálafellsjökul I boði. Göngu- og skoðunarferðir um þjóðgarðinn og Öræfasveitina. Góð gistiaðstaða í svefnpoka- plássi eða tjöldum að Hofi. Snjó- bflaferð á Skálafellsjökul 1'/« klst. Verð kr. 4.400. Árbókin 1993: Vlð rætur Vatna- jökuls eftlr Hjörleif Guttorms- son var að koma út. Ferðir 2 og 3 eru fyrstu af mörgum ferð- um f sumar sem tengjast efni hennar. Ómissondi f ferðir um Austur-Skaftafellssýslu. 4) Þórsmörk. Gist f Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00. 5) 29.-31. maí - brottför kl. 08.00: Fimmvörðuháls - Þórs- mörk. Ekið að Skógum og geng- ið þaðan á laugardeginum yfir til Þórsmerkur. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.f., Mörkinni 6. Dagsferðir um hvítasunnu: Sunnudagur 30. maf kl. 13.30: Selvogur - Strandakirkja/ ökuferð. Mánudaginn 31. maf verða tvær ferðir: Kl. 10.30 Fossá - Þrándarstaðafjall - Brynjudal- ur. Gengið á Þrándarstaðafjall frá Fossá og komið niður í Brynjudal. Kl. 13.00 sama dag: Reynivallaháls - Kirkjustígur. Gengið upp f rá Hálsnesi og aust- ur eftir hálsinum og niður Kirkju- stíg. Brottför frá Umferðarmiðstöo- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. NY-UNG KFUM & KFUK Suðurhólum 36 Samveran í kvöld hefur yfir skriftina: „Bæn virkar". Þar fjallar Sæunn Þórisdóttir um nauðsyn bænarinnar í andlega strfðinu. Fyrirbænastund. Samveran er öllum opinl Auðbrekka 2. Kópavogur Föstudagur: Samkoma kl. 20.30. Við bjóðum velkomna gesti frá Bandaríkjunum, þau Deboru og Charles Hill. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. Charles Hill frá U.S.A. predikar. Negrakór syngur létta sveiflu. Hvftasunnudagur: Samkoma með Hillhjónunum frá U.S.A. kl. 16.30. Annar hvftasunnudagur: Árshá- tíð Krossins verður haldin í Félagsheimili Kópavogs í Fann- þorg 2 og hefst kl. 19.00. Þriðjudagur: Kveðjusamkoma fyrir Hillhjónin kl. 20.30. Allir eru velkomnir á þessar sam- komur meðan húsrúm leyfir. Tveir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sinum, þau Matt- hew Modine og Jennifer Gray. Háskólabíó sýnir mynd- ina Siglt til sigurs Leitað vitna að árekstri LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Hringbrautar, Snorra- brautar og Miklubrautar um klukkan þrjú síðdegis sunnudaginn 16. maí síðast- liðinn. Þar rákust saman tveir bíl- ar, rauð Toyota Corolla, sem ekið var austur Hringbraut og beygt áleiðis norður Snorra- braut og bíll sem ekið var vest- ur Miklubraut og inn á gatna- mótin. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna við áreksturinn og eru vitni að árekstrinum beðin að hafa samband við Sumarliða hjá tjónadeild Sjóvár-Almennra trygginga í síma 692500. HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Siglt til sigurs eða „Wind". Með aðalhlutverk fara Matthew Modine og Jennifer Gray. Leikstjóri er Francis Ford Coppola. Mynd þessi fjallar um hina harð- vítugu keppni milli Bandaríkja- manna og Ástralíumanna um Amer- íkubikarinn svonefnda í kappsigling- um á seglskútum. Lengst af hafa Bandaríkjamenn haldið bikarnum en myndin hefst einmitt á því að þeir verða að sjá á eftir honum í hendur Ástralíumannsins Johns Neville. Þau Will og Kate er elskendur og eru bæði heilluð af siglingum og sjó- mennsku. Þegar Will gefst tækifæri til að komast í áhöfn Morgans Weld, handhafa Ameríkubikarsins, þá hik- ar hann ekki eitt andartak. Morgan gerir Will að aðstoðarmanni sínum og felur honum stjórn annarrar skútu sem á að keppa við hann. Æfingar ganga fremur brösulega og ekki bætir úr skák þegar Will vill hafa Kate með sér í áhöfnina. Þetta vekur ólgu meðal áhafnarinnar enda gengur slíkt þvert á allar hefð- ir. Niðurstaðan verður sú að Kate hverfur á braut, fer að vinna að fagi sínu, flugvélaverkfræði ásamt Heiser flugvélaverkfræðingi. Og þá er komið að sjálfri kappsigl- ingunni um Ameríkubikarinn. Eftir harðvítuga keppni verður ^Morgan að láta í minni pokann fyrir Ástraiíu- manninum og áhöfnin dreifist í ýms- ar áttir. Will leitar Heiser flugvéla- verkfræðing uppi í Nevada-eyði- mörkinni sem bendir honum á að flugvélar og seglskútur eiga fjöl- margt sameiginlegt. Heimsókn í Krossinum HJÓNIN Debora og Charles Hill eru stödd hérlendis og mun Charles Hill prédika á samkom- um sem verða um helgina í húsa- kynnum Krossins í Auðbrekku 2 í Kópavogi. Charles Hill er varaforseti al- þjóðlegrar kirkjudeildar sem hefur höfuðstöðvar sínar í Jeffersonville í Indíanafylki í Bandaríkjunum. Hann hefur veitt söfnuðum for- stöðu bæði í Dallas í Texas og Oklahomaborg í Oklahomafylki. (Fréttatílkynning) "Núna er rétti tíminn til að hœtta að reykja " Nýr upplýsingabœklingur um nikotín- tyggigúmmí og 16 klukkustunda nikotin- plástur með rdðleggingum fyrir þá sem vilja hœtta tóbaksreykingum. Liggur framtni í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.