Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 37

Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 37 Umferðarfræðsla fyrir 5-6 ára börn LÖGREGLAN í Reykjavík, um- ferðarnefnd Reykjavíkur og Um- ferðarráð efna til umferðar- fræðslu í júní fyrir börn sem fædd eru árin 1987 og 1988. Gert er ráð fyrir að hvert barn mæti tvo daga í röð, klukkustund í senn. í þeim skólum þar sem fræðslan fer fram tvisvar sama daginn er um sama efni að ræða en fólk getur valið þann tíma sem hentar betur. Foreldrar eða forráðamenn eru sér- staklega boðnir velkomnir með börn- um sínum. Fræðslan fer fram í grunnskólum borgarinnar sem hér segir: 1. og 2. júní: Grandaskóli kl. 9.30, Hvassa- leitisskóli kl. 11 og 13.30 og Hamra- skóli kl. 15. 3. og 4. júní: Árbæjar- skóli kl. 9.30, Seljaskóli kl. 11 og 13.30 og Fossvogsskóli kl. 15. 7. og 8. júní: Hólabrekkuskóli kl. 9.30 og 15 og Breiðholtsskóli kl. 11 og 13.30. 9. og 10. júní: Álftamýrarskóli kl. 9.30, Foldaskóli kl. 11 og 13.30 og Ártúnsskóli kl. 15. 11. og 14. júní: Breiðagerðisskóli kl. 9.30, Laugar- nesskóli kl. 11 og 13.30 og Selás- skóli kl. 15. 15. og 16. júní: Lang- holtsskóli kl. 9.30 og 15 og Hlíða- skóli kl. 11 og 13.30. 21. og 22. júní: Húsaskóli kl. 9.30, Fellaskóli kl. 11, Vesturbæjarskóli kl. 13.30 og Voga- skóli kl. 15. 23. og 24. júní: Mela- skóli kl. 9.30 og 15 og Austurbæjar- skóli kl. 11 og 13.30. Framundan er tími útivistar með aukinni þátttöku bama í umferð. Þessi fræðsla á að vera stuðningur við foreldra og verður vonandi til að auka umferðaröryggi. Því er lagt mikil áhersla á að öll börn á þessum aldri mæti til leiks. (Fréttatilkynning) Vormót Hraunbúa um hvítasunnuna ÁRLEGT vormót skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði verður haldið í Krísuvík um hvítasunnu- helgina. Mótið verður sett á föstu- dagskvöld kl. 21 og slitið á mánu- daginn kl. 14. Yfirskrift mótsins er „vemdum landið“. Dagskráin verður að verulegu leyti í formi svokallaðra póstakeppni en hún felst í því að skátamir eiga að vinna ákveðin verkefni og leysa þrautir á ákveðnum tíma og við ákveðin skilyrði. Keppt verður um tjaldbúðarverðlaun þar sem tekið verður tillit til hliðs, girðingar, skólp- gryfju, eldstæðis o.fl. Einnig verður matreiðslukeppni og mun þar m.a. verða keppt um hvaða flokkur eldar bestu kjötsúpuna og besta fískrétt- inn. Þá verður varðeldar og kvöld- ¥ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Hvítasunnuferðir F.í. 28.-31. maí: 1) Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gist í svefnpokaplássi að Görð- um í Staðarsveit. Jökullinn heill- ar, en margt annað er í boði bæði á láglendi og fjöllum. Silungsveisla. Stutt í sundlaug. 2) Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á Hvannadalshnúk, 15 klst. ganga. Gist að Hofi. Göngu- ferð og æfing í þjóðgarðinum. 3) Skaftafell - Öræfasveit - Jökulsárlón. Snjóbflaferð á Skálafellsjökul í boði. Göngu- og skoðunarferðir um þjóðgarðinn og Öræfasveitina. Góð gistiaðstaða ( svefnpoka- plássi eða tjöldum að Hofi. Snjó- bílaferð á Skálafellsjökul 1 'h klst. Verð kr. 4.400. Árbókin 1993: Við rætur Vatna- jökuls eftir Hjörleif Guttorms- son var að koma út. Ferðir 2 og 3 eru fyrstu af mörgum ferð- um í sumar sem tengjast efni hennar. Ómissandi í ferðir um Austur-Skaftafellssýslu. 4) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00. 5) 29.-31. ma( - brottför kl. 08.00: Fimmvörðuháls - Þórs- mörk. Ekið að Skógum og geng- ið þaðan á laugardeginum yfir til Þórsmerkur. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Mörkinni 6. Dagsferðir um hvítasunnu: Sunnudagur 30. maí kl. 13.30: Selvogur - Strandakirkja/ ökuferð. Mánudaginn 31. maí verða tvær ferðir: Kl. 10.30 Fossá - Þrándarstaðafjall - Brynjudal- ur. Gengið á Þrándarstaðafjall frá Fossá og komið niður í vökur með söng og skemmtiatriðum á laugardags- og sunnudagskvöld. Mótið sækja aðallega skátafélög af Reykjanesi og ijölskyldubúðir verða starfræktar að venju. Á sunnu- daginn er heimsóknardagur og munu skátar bjóða upp á gönguferð kl. 14 fyrir almenning um Krísuvík undir leiðsögn sérfróðra manna og kakó og kex á eftir. ♦ ♦ ♦------ ■ HÚMANISTAHREYFINGIN verður með götuleikrit og kynningu á málefnum húmanista í miðbæ Reykjavíkur frá kl. 16 til 17 í dag, föstudaginn 28. maí. Götuleikritið mun berast niður Laugaveg og um miðbæinn og enda á Lækjartorgi þar sem verður götusjónvarp, dreifíng bæklinga og spjall við vegfarendur. Brynjudal. Kl. 13.00 sama dag: Reynivallaháls - Kirkjustígur. Gengið upp frá Hálsnesi og aust- ur eftir hálsinum og niöur Kirkju- stíg. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. NÝ-UNG KFUM & KFUK Suðurhólum 35 Samveran í kvöld hefur yfir skriftina: „Bæn virkar". Þar fjallar Sæunn Þórisdóttir um nauðsyn bænarinnar í andlega stríðinu. Fyrirbænastund. Samveran er öllum opin! Auðbrekka 2 . Kópavogur Föstudagur: Samkoma kl. 20.30. Við bjóðum velkomna gesti frá Bandaríkjunum, þau Deboru og Charles Hill. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. Charles Hill frá U.S.A. predikar. Negrakór syngur létta sveiflu. Hvítasunnudagur: Samkoma með Hillhjónunum frá U.S.A. kl. 16.30. Annar hvítasunnudagur: Árshá- tíð Krossins verður haldin í Félagsheimili Kópavogs í Fann- borg 2 og hefst kl. 19.00. Þriðjudagur: Kveðjusamkoma fyrir Hillhjónin kl. 20.30. Allir eru velkomnir á þessar sam- komur meðan húsrúm leyfir. Tveir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sínum, þau Matt- hew Modine og Jennifer Gray. Háskólabíó sýnir mynd- ina Siglt til sigfurs HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Siglt til sigurs eða „Wind“. Með aðalhlutverk fara Matthew Modine og Jennifer Gray. Leikstjóri er Francis Ford Coppola. Mjmd þessi fjallar um hina harð- vítugu keppni milli Bandaríkja- manna og Ástralíumanna um Amer- íkubikarinn svonefnda í kappsigling- um á seglskútum. Lengst af hafa Bandaríkjamenn haldið bikarnum en myndin hefst einmitt á því að þeir verða að sjá á eftir honum í hendur Ástralíumannsins Johns Neville. Þau Will og Kate er elskendur og eru bæði heilluð af siglingum og sjó- mennsku. Þegar Will gefst tækifæri til að komast í áhöfn Morgans Weld, handhafa Ameríkubikarsins, þá hik- ar hann ekki eitt andartak. Morgan gerir Will að aðstoðarmanni sínum og felur honum stjórn annarrar skútu sem á að keppa við hann. Æfingar ganga fremur brösulega og ekki bætir úr skák þegar Will vill hafa Kate með sér í áhöfnina. Þetta vekur ólgu meðal áhafnarinnar enda gengur slíkt þvert á allar hefð- ir. Niðurstaðan verður sú að Kate hverfur á braut, fer að vinna að fagi sínu, flugvélaverkfræði ásamt Heiser flugvélaverkfræðingi. Og þá er komið að sjálfri kappsigl- ingunni um Ameríkubikarinn. Eftir harðvítuga keppni verður Morgan að láta í minni pokann fyrir Ástralíu- manninum og áhöfnin dreifíst í ýms- ar áttir. Will leitar Heiser flugvéla- verkfræðing uppi í Nevada-eyði- mörkinni sem bendir honum á að flugvélar og seglskútur eiga fjöl- margt sameiginlegt. Leitað vitna að árekstri LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Hringbrautar, Snorra- brautar og Miklubrautar um klukkan þrjú síðdegis sunnudaginn 16. maí síðast- liðinn. Þar rákust saman tveir bíl- ar, rauð Toyota Corolla, sem ekið var austur Hringbraut og beygt áleiðis norður Snorra- braut og bíll sem ekið var vest- ur Miklubraut og inn á gatna- mótin. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna við áreksturinn og eru vitni að árekstrinum beðin að hafa samband við Sumarliða hjá tjónadeild Sjóvár-Almennra trygginga í síma 692500. Heimsókn í Krossinum HJÓNIN Debora og Charles Hill eru stödd hérlendis og mun Charles Hill prédika á samkom- um sem verða um helgina í húsa- kynnum Krossins í Auðbrekku 2 í Kópavogi. Charles Hill er varaforseti al- þjóðlegrar kirkjudeildar sem hefur höfuðstöðvar sínar í Jeffersonville í Indíanafylki í Bandaríkjunum. Hann hefur veitt söfnuðum for- stöðu bæði í Dallas í Texas og Oklahomaborg í Oklahomafylki. (Fréttatilkynning) "Núna er rétti tíminn til að hætta að reykja " Nýr upplýsingabœklingur um nikotín- tyggigúmmí og 16 klukkustunda nikotín piástur með ráðleggingum fýrir þá sem vilja hœtta tóbaksreykingum. Liggurframmi i apótekum. ■ Í í 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.