Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ F.ÖSTUDAGUR 2$. MAÍ 1993 i.'/,.i:i h I Barnaheíll — heimili fyrir vegalaus börn? eftir Ingu Stefánsdóttur og Sigurð Ragnarsson Eins og alþjóð er kunnugt stóðu samtökin Barnaheill fyrir lands- söfnun til vegalausra barna í mars á síðastliðnu ári. Fljótlega eftir það var haft samband við okkur undir- rituð og við beðin að veita heimilinu forstöðu. Við gengum með gleði til þess starfs. Vonuðum að reynsla okkar af því að stofna, byggja upp og reka meðferðarheimili eins og við höfðum áður gert í Smáratúni í Fljótshlíð og síðar á Torfastöðum í Biskupstungum mætti koma að gagni. Sú gleði fékk snöggan endi og 13. mars síðastliðinn sögðum við endanlega upp sam- vinnu við Barnaheill, vegna sí- vaxandi ágreinings við_ ákveðna aðila innan stjórnar. í síðasta fréttabréfí Barnaheilla er m.a. fjallað um þessi starfslok, og þar farið svo á snið við sannleikann að ekki verður við unað. Því þessi grein til að leiðrétta verstu mis- sagnirnar. Uppsögn okkar er fyrst og síðast vegna ótrúlegra og óheiðarlegra staríshátta þeirra er virðast ráða ferðinni í samtökunum Barnaheill, þ.e. formanns og varaformanns, en ekki vegna ágreinings við land- græðslu, landbúnaðar- eða félags- málaráðuneyti, eins og látið er að liggja í áðurnefndu fréttabréfi. Þetta kemur skýrt fram í uppsagn- arbréfi okkar til Barnaheilla og greinin í fréttabréfinu því augljós- lega skrifuð gegn betri vitund. Samstarfið fór af stað í júní '92 í nánu og góðu samstarfi við þáver- andi varaformann og starfsmann Barnaheilla, Láru Pálsdóttur. Samningar við félagsmálaráðuneyti voru gerðir með svipað rekstrar- form í huga og er á Meðferðarheim- ilinu á Torfastöðum, og bújörð „í síðasta fréttabréfi Barnaheilla er m.a. fjallað um þessi starfs- lok, og þar farið svo á snið við sannleikann að ekki verður við unað. Því þessi grein til að leiðrétta verstu mis- sagnirnar." fannst, Geldingalækur í Rangár- vallahreppi. I nóvember/desember fóru hins vegar alls kyns undarlegheit að líta dagsins ljós í starfsháttum for- manns Barnaheilla og hluta stjórn- ar. Þannig var ráðinn verkefnis- stjóri (starfar sem trésmiður og kennari) og skyndilega var hann kominn í aðalhlutverk við að annast forsögn með arkitekt um byggingu væntanlegs meðferðarheimilis, þrátt fyrir að hann hefði aldrei áður komið nálægt meðferðarheimili og þekkti því ekkert þær þarfir sem vinna þarf út frá. Strax og við urðum vör við að einhver ágreiningur var uppi um hvernig unnið skyldi að málum, lögðum við áherslu á að við sett- umst niður með stjórn Barnaheilla til að við gætum augliti til auglitis unnið okkur í gegnum þá erfiðleika er hugsanlega væru á veginum. Þetta höfum við ítrekað lagt til, eða í u.þ.b. fimm mánuði, en formaður- inn hefur af einhverjum undarleg- um ástæðum ails ekki getað fallist á nauðsyn þessa. Þannig er sú und- arlega staða, að eftir nær níu mán- aða „samstarf" um þetta stóra verkefni, að við sem áttum að veita heimilinu forstöðu höfum enn ekki heyrt eða séð nokkra stjórnarmeð- limi. Hluti stjórnar hefur þannig verið að taka ákvarðanir varðandi byggingu heimilisins, og þar með tilhögun þess, út frá túlkunum ann- arra á okkar sjónarmiðum, túlkun- um sem við vitum að voru oft mjög annarlegar. Hvað skyldi haía verið svona hættulegt við að tála saman beint og leysa málin í sameiningu? En það eru fleiri atriði en þessir sérkennilegu stjórnarhættir, sem hefur verið ágreiningur um og við gagnrýnum stjórn Barnaheilla fyrir: Húsbygging Til hefur staðið að byggja við húsið á Geldingalæk. Réttilega seg- ir í fréttabréfi að ágreiningur hafi verið um stærð hússins, en það er fáranleg einföldun að láta þar við sitja, eins og kjarna málsins hafi verið þar að finna. Við höfum verið ósátt við að teiknivinna færi fram út frá forsögn kennara, sem hvergi hefur komið nálægt meðferðarstarfi, í stað þess að vinna slíkt í beinni samvinnu við okkur sem þó áttum að búa þarna og starfa, auk þess sem við höfum reynslu af slíku heimili. Við höfum margoft lagt til að ekki þyrfti að klára allt í hólf og gólf strax. Að við sem þarna kæm- um til með að búa gætum létt róður- inn t.d. með því að taka að okkur að ganga frá kjallara, í stað þess að hvert einasta handtak væri að- keypt vinna. Við höfum t.d. lagt til að kjallari viðbyggingar yrði aðeins gerður fokheldur og lagður í hann hiti, og síðan tekjum við að okkur að ljúka því sem eftir væri. Við hjón lofuðum meira að segja að gefa og standa ábyrg fyrir 2,5 millj- ónum króna, ef á þyrfti að halda til að ljúka verkinu. Þetta mátti ekki. Við höfum verið ósátt við fleiri atriði, en fyrst og síðast höfum við þó verið ósátt með hve lítil umræða var um þarfir barnanna og innihald þess starfs sem átti að fara fram í þessu húsi, og að rök okkar - og Inga Stefánsdóttir fagaðila innan Barnaheillar - voru hundsuð. Fjármál Óreiða virtist nokkur. Þannig hófum við störf með arkitekt, en okkur var skyndilega gert að hætta því og snúa okkur að öðrum arki- tekt. Skýringin var að í ljós höfðu komið gjafabréf frá arkitektum, en bréf þessi höfðu gleymst ofan í skúffu. Oft virtist okkur sem of mikil áhersla væri lögð á „glansmynd" en aðgæslu í fjárútlátum. Gerðar voru kostnaðaráætlanir, meira og minna gallaðar, og teiknitillögur sem enduðu í ruslafötunni. Reyndar sýnist okkur sem veru- lega hafí skort aðgæslu um fjár- muni almennings á öðru sviði, þó það varði ekki ágreining við okkur. Þannig kemur fram í fréttabréfinu, að meðlimasöfnun hafí verið í gangi frá því að söfnunjauk í mars á síð- astliðnu ári. I ársreikningum Barnaheilla fyrir 1991 til 1992 kemur fram að innheimt félagsgjöld á þessum tíma voru 5.743.750 krón- ur, en á sama tíma greiddu samtök- in .4.712.750 króriur í kostnað vegna meðlimasöfnunarinnar. Þannig greiddu Barnaheill vel á fímmtu milljón fyrir nokkurra mán- a<Ja verk. Hagsmunir barna eru ekki í fyrirrúmi þarna og sýnist okkur í hæsta máta hæpið að flagga Sigurður Ragnarsson meðlimasöfnun þar sem þannig er að verki-staðið. Lokaorð Við drögum ekki dul á að við vorum ekki sátt við alla framgöngu landbúnaðarráðuneytis í þessu máli, svo þar er rétt farið með í frétta- bréfi Barnaheilla. Hitt er rangt sem sagt er þar, að ágreiningur hafi verið milli okkar og félagsmála- ráðuneytis vegna fyrirframgreiðslu launa. Barnaheill eru samtök almenn- ings og sem slík viðkvæm. Þau eru allra góðra gjalda verð, en þar hafa því miður valist til forystu menn sem að okkar mati ættu fremur að snúa sér að öðru. Hér að ofan hefur verið tæpt á hluta þeirra fjarstæðukenndu vinnubragða sem leiddu til upp- sagnar okkar. Við hörmum að svona hefur far- ið. Það var ætlun okkar að gefa okkur í þetta meðferðarstarf af al- hug, og við höfðum stillt líf okkar og fjölskyldu inn á það. Áhugi okk- ar beinist að starfi svipuðu því og var fyrirhugað á Geldingalæk. Síð- ari tímar gefa okkur vonandi tæki- færi til einhvers í þeim anda. Þeim börnum er nefnd hafa verið vegalaus börn óskum við alls hins besta. Höfundar eru sálfræðingar. Fyrirkomulag matvæla- rannsókna á Islandi eftir Grím Valdimarsson Fáar þjóðir í heiminum byggja afkomu sína í ríkara mæli á fram- leiðslu matvæla en íslendingar. Þar er fiskiðnaðurinn að sjálfsögðu langstærstur ' og mikilvægastur. Annar matvælaiðnaður er hlutfalls- lega smár í sniðum enda að mestu bundinn við innanlandsmarkað. Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning hér á landi í fiskiðn- aði sem og öðrum matvælaiðnaði. Fyrirtækin leggja í vaxandi mæli á braut vöruþróunar og skipulagðra vinnubragða við markaðsfærslu. Þetta á ekki síst við fiskiðnaðinn sem á síðustu árum hefur aukið verulega framleiðslu neytenda- pakkninga og sérvöru. Á innan- landsmarkaði sjáum við vaxandi úrval tilbúinna rétta að ekki sé minnst á drykkjarvörurnar. Allt eru þetta afurðir vöruþróunar. Aukin gróska í matvælaiðnaði leiðir hugann eðlilega að því hvern- ig þróunarstarfi í matvælaiðnaði er sinnt hér á landi. Af opinberri hálfu eru það einkum þrjár stofnanir sem þjóna rannsókna- og þróunarstarfi í matvælaiðnaðinum. Það eru Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun íslands. Þá rekur Hollustuvernd ríkisins rannsókna- stofu, einkum vegna opinbers eftir- lits á innánlandsmarkaði. Að undanförnu hafa komið fram „Ég tel ekki að sameina eigi matvæladeildir Rala og Iðntæknistofn- unar við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Skipulag rannsókna- mála er orðið þannig að mest vinnan er byggð á verkefna- grunni og uiinin í ná- inni samvinnu fyrir- tækja og stofnana." rök fyrir sameiningu stofnana sem vinna að matvælarannsóknum. Rökin eru þau að skil milli fiskiðn- aðar, landbúnaðar og annarrar frumframleiðslu í matvælaiðnaði eigi ekki við þegar kemur að úr- vinnslu matvæla. Geymsluþol, aukaefni, pökkun, heilnæmi m.t.t. örvera og mengunarefni gangi þvert á hefðbundna skiptingu eftir hráefnum. Við vöruþróun og til- raunaframleiðslu þurfi svipaðan tækjabúnað fyrir flest matvæli, t.d. hakkavélar, frystitæki, þurrktæki og pökkunarvélar. Við mat á afurð- um sé stuðst við svipaðá aðferðir, þ.e. örveru- og efnamælingar, og skynmat („bragðprófun") svo að nokkuð sé nefnt. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins er langstærsti aðilinn hér á landi sem sinnir rannsókna- og þróunar- starfi í matvælaiðnaði. Stofnunin hefur að mestu þjónað fiskiðnaðin- um þótt þar sé að verða breyting á. I húsnæði stofnunarinnar á Skúla- götu 4 er vel búið tilraunaeldhús til vöruþróunar, sérstök aðstaða til skynmats, rannsóknastofur í efna- og örverufræði auk tæknideildar. Til ráðstöfunar hefur Rf alls um 3.000 fm húsnæði og er stærstur hluti þess nýendurbyggður sam- kvæmt alþjóðlegum kröfum. Á stofnuninni eru unnin 55 ársverk, þar af tíu á útibúum stofnunarinnar á ísafirði, Akureyri, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Á Iðntækni- stofnun íslands, sem þjónar al- mennum framleiðsluiðnaði (málm- iðnaði, trjávöruiðnaði, plastiðnaði, vefjaiðnaði, efnaiðnaði og almenn- um framleiðsluiðnaði) er starfrækt matvæladeild og sömuleiðis á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Ég tel að fyrir þessar þrjár stofn- anir eigi sameiginlega að reisa myndarlega aðstöðu til þróunar- vinnu fyrir allan matvælaiðnaðinn. Grunnurinn að búnaði hennar yrði sá tækjakostur sem nú er til á Rf auk þeirra sem til eru á Rala og Iðntæknistofnun. Að henni gætu staðið auk Rf áðurnefndar tvær stofnanir, Háskóli íslands og áhugasamir einkaaðilar og samtök. Stöðin þyrfti u.þ.b. 2.000 fm rými. Auk þess að hýsa tækjabúnað gætu fyrirtæki fengið leigða aðstöðu (lok- aða) til vöruþróunar og vinnslutil- rauna. Jafnvel væri unnt að hafa Grimur Valdimarsson þar vörusýningar. Þessa stöðu mætti t.d. nefna MTM — Miðstöð tækninýjunga í matvælaiðnaði. Þessi sameiginlegi vettvangur hefði stjórn skipaða fulltrúum úr öllum greinum íslensks matvælaiðnaðar en enga starfsmenn. Verkefni yrðu unnin af starfsmönnum þeirra sem að stöðinni standa. Margar fyrir- myndir eru fyrir slíku samstarfi erlendis frá. Þróunarstöðin yrði einnig vett- vangur kennslu og verkefnavinnu matvælafræðistúdenta við Háskól- ann, en Rf nýtir rannsóknastofur sínar til kennslu matvælafræði- nema. Einnig myndi hún nýtast til verkefnavinnu í matvælafræði og matvælaverkfræði, en ráðgert er að styrkja nemendur við Háskólann til rannsóknatengds framhalds- náms í þessum greinum. Eðlilegt væri að koma stöðinni upp við stærstu matvælastofnun landsins, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, en ljóst er að þróunar- starf fyrir fiskiðnaðinn verður um langa framtíð umfangsmest í mat- vælaiðnaði hér á landi. Nú vill svo til að húsnæði býðst til að hýsa slíka þróunarstöð, en það er í Faxaskál- anum við Reykjavíkurhöfn. Þar væri unnt að koma fyrir glæsilegri aðstöðu fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem þyrfti til að reisa nýja byggingu. Eg tel ekki að sameina eigi mat- væladeildir Rala og Iðntæknistofn- unar við Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Skipulag rannsóknamála er orðið þannig að mest vinnan er byggð á verkefnagrunni og unnin í náinni samvinnu fyrirtækja og stofnana. Þrjár áðurnefndar stofn- anir hafa unnið saman að margvís- legum verkefnum á undanförnum árum. Verkefni fyrir matvælaiðnað- inn þurfa margvísleg önnur tengsl en við matvælatæknina sjálfa og má þar t.d. nefna markaðsmál og tækjaiðnað. Hins vegar er óréttlæt- anlegt að koma upp'tvöfaldri að- stöðu fyrir þróunarstarf í matvæla- iðnaði hér á Reykjavíkursvæðinu. Mikið hefur verið rætt um það að undanförnu, einkum af hálfu iðnaðarins, að of miklir múrar séu á milli hinna þriggja höfuðgreina atvinnulífsins. Þannig sé sjóðakerf- ið í landinu einskorðað við landbún- að, fiskiðnað eða iðnað og lítill sam- gangur þar á milli. Ég tel rétt að byrja á því að brjóta mola úr at- vinnuvegamúrunum með því að all- ar greinar matvælaiðnaðar samein- ist um að byggja upp eina þróunar- stöð til að sinna hinum tæknilega hluta matvælarannsókna. Takist það ekki er hætt við að undirstöður atvinnumúranna séu traustari en menn vilja vera láta. Höfundur er forstfóri Jlannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.