Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Kíiiverjar njóta áfram bestu viðskiptakjara Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað í gær að Kínveijar myndu áfram njóta bestu kjara í við- skiptum við Bandaríkin út næsta ár. Sagðist hann með þeim hætti vilja stuðla að fram- förum og umbótum í Kína. Clinton sagði að það þjónaði bæði hagsmunum Bandaríkja- manna og Kínveija að þeir síðar- nefndu nytu áfram bestu viðskip- takjara. Hann sagðist þó vilja koma því skýrt á framfæri við Kínveija að þeir yrðu að taka sig á í mannréttindamálum, auka lýð- réttindi og leggja þrælkunarbúðir af. í bestu viðskiptakjörum felst að kínveskar útflutningsvörur lenda í lægstu tollflokkum í Banda- ríkjunum. Kínveijum er hins vegar ekki að skapi að þessi kjör verði skilyrt. Létu þeir andófsmanninn Flórens. Reuter. MEIRA en milljón manns heim- sótti í fyrra Uffizi-Iistasafnið í Flórens en safnið varð fyrir mikl- um skemmdum í sprengingunni sem varð sex manns að bana í gær. Málverkasafnið er hið stærsta á Italíu og talið meðal þeirra bestu í heimi. Geysilegt Ijón varð á húsakynnum, gler- brot sniðu útlimi af höggmynd- um og nokkur málverk gereyði- lögðust. ens og Toskana en allmörg eru einn- ig eftir meistara af svonefndum Feneyja-, Úmbríu- og Emilíuskóla. Nokkur verk eru eftir franska, flæmska og þýska og fleiri þjóða listamenn. Frægust þeirra eru Gamall rabbí eftir Rembrandt, einn- ig eru þar andlitsmyndir eftir Goya og Holbein. Lokað næstu mánuði Ljóst er að margir mánuðir munu líða þar til hægt verður að opna safnið á ný. Safnhúsið er frá síðari hluta sextándu aldar og var upphaf- lega ætlað að hýsa stjórnarskrif- stofur, það var byggt handa Cosimo I, stórhertoga af Toskana. Medici- ættin lét síðar koma fyrir högg- myndum frá Róm og málverkum eftir Rafael, Tizian og Piero della Francesca í höllinni og síðasta af- sprengi ættarinnar arfleiddi Flórens að safninu. Salir og herbergi eru alls 45. Framhlið hallarinnar var að Xu Wenli lausan í vikunni eftir 12 ára tugthúsvist. Stjórnarerin- drekar og stjómmálaskýrendur segja að það hafi verið vegna þrýstings Bandaríkjamanna og gagnrýni á ástand mannréttinda- mála sem Kínveijar létu Xu lausan. Bandaríkjamenn segjast munu beita þá þrýstingi til að láta fleiri pólitíska fanga lausa. I skjól SAFNVERÐIR í Uffizi-safninu í Flórens flytja á brott málverk úr vesturhluta hallarinnar. Ottast var að rigning gæti aukið enn á tjónið á efstu hæðinni en þakgluggar splundruðust við sprenginguna. Geysilegt tjón í sprengjutilræði ítölsku mafíunnar í Flórens Uffizi-safnið geymir dýr- gripi heimsmenningariimar miklu leyti úr gleri sem allt sundr- aðist. Sumum sölunum hefur verið breytt í „bráðamóttöku" þar sem safnverðir hafa komið fyrir í bili þeim listaverkum sem urðu fyrir mestu tjóni. Áður en tekin verður ákvörðun um það hvenær safnið verði opnað á ný verða sérfræðing- ar að kanna hvort sjálf byggingin hafi orðið fyrir svo miklum skaða að hætta sé á hruni. í vesturhluta hennar urðu skemmdir í öllum söl- unum. Dönum á op- inberu fram- færi fjölgar UM það bil 250 þúsund Dana á aldrinum 25 til 59 ára eru nú á framfæri hins opinbera eða tvöfalt fleiri en árið 1981. Njóta þeir ýmist atvinnuleysis- bóta, framfærslustyrkja eða eftirlauna. Hlaut 342 ára fangelsisdóm DAVID Barnard, 52 ára íbúi borgarinnar Oakland í Kali- forníu, var í gær dæmdur í samtals 342 ára fangelsi í gær fyrir ítrekaða kynferðislega misnotkun á dóttur sinni. Móð- ir stúlkunnar, fyrrverandi skólasálfræðingur í Oakland, var dæmd í 17 ára fangelsi fyrir að hylma yfir verknaðinn. Samið um fjár- lög Clintons SAMKOMULAG náðist milli leiðtoga demókrata og repú- blikana í fulltrúadeild banda- ríska þingsins í gær um fjár- lagaáætlun Bills Clintons for- seta. Eýkur samkomulagið lík- ur á því að efnahagstillögur Clintons forseta komist í gegn- um þingið. Þakgluggar splundruðust og stjórnendur safnsins, sem óttast að regn geti skaðað verk á efstu hæð- inni, hugðust síðdegis í gær fjar- lægja öll verkin sem þar voru geymd, þar á meðal um 300 mál- verk. Meðal málverka sem ekki verður hægt að bjarga er Dauði Adonis eftir Sebastiano del Piombo, einn af lærisveinum Michelangelos. Sum staðar virðast plasthlífar, sem verðir komu nýlega fyrir til að veija verk fyrir árásum skemmdarvarga, hafa bjargað ódauðlegum meistara- verkum. Meðal frægra málverka frá End- urreisnartímanum, sem eru í Uffizi, eru Fæðing Ven'usar eftir Botticelli og eina olíumálverkið sem Michel- angelo lauk við, Hin heilaga fjöl- skylda. Einnig er þar að finna hundruð verka eftir Giotto, Uccello, Mantegna og Filippo Lippi. Flest eru verkin eftir listamenn frá Flór- Ráðast gegn Norðmönnum London. Reuter. GREENPEACE, samtök græn- friðunga, hófu í gær herferð gegn norskum framleiðsluvörum vegna hrefnuveiði Norðmanna og hvöttu neytendur víða um lönd til þess að sniðganga þær. í fréttatilkynningu frá Greenpe- ace segir að samtökin muni í fyrstu leggja áherslu á að fá enska, þýska og ítalska neytendur til þess að sniðganga norskar vörur, einkum sjávarvörur og mjólkurafurðir. í Bretlandi verður einkum hvatt til þess að menn kaupi ekki norska rækju, ítalir verða beðnir að snið- ganga norska skreið og í Þýska- landi verður atlaga gerð gegn margs konar vörum sem frá Noregi koma. Kenneth Clarke tekur við af óvinsælasta fjármálaráðherra aldarinnar Ekki líklegnr til að breyta efnahagsstefnumii verulega Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, ákvað í gær að stokka upp í stjórn íhaldsflokksins og víkja Norman Lamont úr embætti fjármálaráðherra. Lamont er óvinsælasti fjármála- ráðherra Bretlands á öldinni og við embættinu tekur Kenneth Clarke innanríkisráðherra, sem þykir hafa reynst þróttmikill ráðherra í annars máttlítilli ríkisstjórn. Fréttaskýrendur í Lundúnum telja að Clarke bæti ímynd sljórnarinnar en efast þó um að hann geri róttækar breytingar á efnahagsstefnunni. Stjóm Majors hefur orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðru á þeim 13 mánuðum sem liðnir eru frá því íhaldsflokkurinn vann fjórðu þing- kosningarnar í röð í apríl í fyrra. Nokkrir atkvæðamiklir þingmenn íhaldsflokksins hafa sagt að þótt íjögur ár séu til næstu þingkosn- inga kunni Major aðeins að hafa eitt ár til að ná tökum á stjórn landsins. Upplausn hefur verið inn- an íhaldsflokksins að undanfömu, einkum vegna óeiningar um aukinn sammna ríkja Evrópubandalagsins. Lamont varð íjármálaráðherra í nóvember 1990 eftir að Major tók við embætti forsætisráðherra af Margaret Thatcher. Á þessum tveimur árum hefur efnahagur landsins verið í mikilli lægð og umrót varð á gjaldeyrismörkuðum, sem varð til þess að stjórnin neydd- ist til að ganga úr Evrópska gjald- eyrissamstarfinu (ERM) í septem- ber, með þeim afleiðingum að gengi pundsins hmndi. Eftir að hafa hamrað á því í tvö ár að ERM væri homsteinninn í efnahagsstefnu stjórnarinnar kú- venti Lamont skyndilega og kvaðst himinlifandi yfir því að geta nú framfylgt efnahagsstefnu þar sem hagsmunir Breta einna væru í fyrir- rúmi. Hann glataði hins vegar trausti fjármálamarkaðanna og ljóst var að hann yrði fyrr eða síðar að víkja. Það var til marks um veika stöðu hans að á meðal fjármála- manna var almennt álitið að gengi pundsins myndi hækka um leið og staðfest yrði að hann færi frá. Ekki bætti það stöðu Lamont að honum virtist einkar lagið að segja ranga hluti á vitlausum tíma. Hann spaugaði t.d. eitt sinn með að hann ætti það til að ruglast á tölum, eink- um tölunum fimm og þremur, sem þykir ekki traustvekjandi þegar fjármálaráðherra er annars vegar. Lamont verður þó einnig minnst fyrir ýmsar umbætur og á þeim tveimur árum sem hann gegndi embættinu minnkaði verðbólgan úr 11% í 1,3% og vextir lækkuðu úr 15% í 6%. Það verður hins vegar Kenneth Clarke sem nýtur góðs af þessum árangri. Allir fjármálaráðherrar óvinsælir Lamont sagði í viðtali, sem birt var í Guardian í gær, að það væri hlutskipti fjármálaráðherra að vera óvinsælir og virðast ,,bera ábyrgð á Titanic-slysinu". „Eg hitti fjár- málaráðherra hvaðanæva af og þeir eru mjög óvinsæiir merin — og Pierre Beregovoy varð fyrir hræði- legri vansæmd," bætti hann við og vísaði til fyrrverandi forsætisráð- herra og fjármálaráðherra Frakk- Iands sem framdi sjálfsmorð 1. maí. Lamont kvaðst sjálfur hafa orðið „gagnlegur eldingaleiðari" fyrir óánægju almennings með stjórn íhaldsflokksins. „Eg verð stundum sár en það er mannlegt eðli að halda að til séu auðveld svör við þessum hlutum, að ég hafi á einhvem hátt persónulega valdið efnahagslægðinni sem virðist nú hrella Evrópu og stóran hluta heimsins. Ég er viss um að ég virð- ist bera ábyrgð á Titanic-slysinu." The Daily Telegraph hafði eftir vinum Lamonts að hann gæti reynst hættulegt afl sem óbreyttur þing- maður og gæti komið Major í alvar- leg vandræði ef hann ákvæði að skýra opinberlega frá röngu mati stjómarinnar á stöðu peningamál- anna áður en hún neyddist til ganga úr Evrópska gjaldeyrissamstarfinu. Margir þingmenn íhaldsflokksins viðurkenna að það var ekki all- sendis sanngjamt gagnvart Lamont að víkja honum frá. Hann gæti virst blóraböggull. Þeir leggja hins vegar áherslu á að stjórnmálin snúist ekki um sanngimi og með því að víkja nokkrum ráðherrum frá sé Major að minna ráðherra og þingmenn íhaldsflokksins á að þeir þurfi að standa sig betur eigi flokkurinn að rétta úr kútnum eftir ósigra í sveit- arstjórnakosningum að undanförnu og vandræðalegar kúvendingar í ýmsum veigamiklum málum. Breskir fjölmiðlar sögðu að Major hefði viljað takmarkaða uppstokkun á stjóminni en honum hefði ekki tekist að fá Lamont til að taka við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.