Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Aðstaða aldraðra fyrr og nú Hugleiðingar í sambandi við ár aldraðra 1993 eftír Filippíu Kristjánsdóttur, Hugrúnu Ungbarnið er óskrifað blað, en tíminn teygir lopann sinn og ævi- skeið mannanna fylgir eftir, stutt eða langt, eftir ráðstöfun skapar- ans. Ég minnist þess frá bernskuár- unum, hve margir voru orðnir gaml- ir í útliti löngu fyrir tímann, á svip- uðu aldursskeiði og fjöldinn allur er unglegur nú á tímum. Það dylst engum sem eitthvað hugsar hvað því veldur. Framfarirnar á vegum tækninnar sem hefur skapast vegna hámenningar vísindanna. Öll aðbúð hefur gjörbreyst. Það er ekki hægt að ætlast til þess að æskufólkið, ungviðið sem nú er að vaxa úr grasi, geti skilið, hvað forfeður og -mæður urðu að ganga í gegnum á lífsleið- inni, þótt reynt væri að segja þeim bara hálfan sannleikann. Svo langt er bilið frá örbirgðinni til alsnægt- anna. Margt af þessu fólki var hetj- ur, það var svo vel lesandi á bók lífsins, trú, hagsýni, nýtni, nægju- semi og fyrirhyggju. Það er vandr- atað á meðalhófið þegar tækifærið er til staðar og menn geta valið og hafnað. Það grípur mig stundum ótti að nú sé æskulýðurinn ofalinn, en ég gleðst yfir velgengni hans. Hann þarf að fá tækifæri til þess að búa sig undir baráttu lífsins, líf án baráttu er ekki til. Á bernskuár- unum var ellin mér óviðkomandi, mér fannst hún svo langt í burtu persónulega. Bara einhvers staðar lengst úti í fjarlægðinni. Ég bar virðingu fyrir öldungunum, mér fannst viskan búa í þeim og með þeim. Ævintýrin, sögurnar, vísurn- ar og þulurnar, sem við fengum að heyra, voru dýrgripir. Húslestrarnir og bænaversin urðu okkur andlegt brauð, sem maður býr að alla sína ævi. Þetta er mín reynsla, sem mér finnst svo nauðsynlegt að fá að deila með öðrum, segja öðrum frá. Ég hef oft hugsað um það hvernig fólkið hafi getað komist af læknis- laust eða í svo mikilli fjarlægð að langan tíma tók að ná tij þeirra. Ljósmæður og læknar urðu oft að leggja mikið á sig til þess að ná til þeirra sem í nauðum voru staddir og biðu eftir hjálpinni. Þá var held- ur ekki sími tiltækur. Nú er hægt að afgreiða svo margt síðan þetta ómissandi töfratæki gerði allt svo auðvelt. Skáldið og glæsimennið Hannes Hafstein varð fyrstur til þess að hefja máls á því að þjóð- inni væri nauðsynlegt að fá símann. Af því tilefni ferðaðist hann um landið að tala um fyrir mönnum og fá þá til liðs við sig. Mér dettur þetta í hug, þegar ég lít á hjólastóla- fólk sem hefur öðlast svo mikið öryggi, að geta nú haft símatækið á borðinu sem sett er í samband við stólinn. Fyrst í stað var þetta uppátæki Hannesar talið óðs manns æði, en nú geta víst fá heimilin og fyrirtækin verið án símans. Miklirlirðu oft erfiðleikarnir þeg- ar gamla fólkið gat ekki unnið leng- ur á heimilinu vegna hrumleika eða veikinda. Þá var ekki um annað að gera en leggjast í kör hver í sínu horni. Það var mikið álag fyrir heimilin en allir reyndu að gera sitt besta með kærleikann í fyrirrúmi. Hann græddi margt sárið.og þerr- aði margt tárið. Og allt bjargaðist þetta einhvern veginn. Nú er ég ekki að tala um sveitarómagana, ég var svo lánsöm að kynnast ekki þeirra málum nema af afspurn. Nú er sú hörmungin gengin yfir. Kona sagði mér eitt sinn frá því að þegar hún var barn hafði verið komið á heimili foreldra hennar með einn af þessum krossberum. Þau hjón höfðu lofað að annast hana (það var kona) einhvern tíma. Þau sem komu með hana spurðu: „Á hvaða bás í fjósinu á hún að fara?" „Hún á ekki að fara á neinn bás," sagði móðirin. Síðan tók hún konuna, þvoði hana alla, kembdi og gaf henni besta matinn sem hún átti í búrinu. Rúmið beið hennar hreint og hlýtt. í þessari paradís bjó hún langan tíma. Þarna var kærleikur- inn að verki. Enda segir í Heilagri ritningu að hann sé æðstur náðar- gjafanna. Þegar elli- og hjúkrunarheimilið Grund tók til starfa, fannst víst sumum þetta bruðl og algjör óþarfi. En aðrir munu hafa séð að þetta var mikið þarfa fyrirtæki og svo mun hafa verið. Þökk sé þeim er ruddu brautina. Nú rísa heimilin hvert eftir annað og fyllast jafnóð- um af þurfandi, öldruðu fólki, og færri komast að en vilja, því biðlist- ar munu vera æði langir. Þegar ég missti manninn minn fór ég strax að hugsa fyrir væntanlegum elliár- um. Eg vildi vera viss um að ég þyrfti ekki að íþyngja börnunum mínum, hver veit fyrirfram hvað fylgir þessu æviskeiði? Ég gat orðið eins og óþekkur krakki eða vilja taka ráðin af húsbændunum. Flest- ir vilja halda reisn sinni sem lengst. Ég sótti því um hjá Félagsmála- stofnun, og beið svo róleg og árin liðu. Dag einn frétti ég að borgin væri að byggja stórhýsi fyrir þá öldruðu. Þá vaknaði hjá mér von. Ég átti góða að og heilsan að minna mig á aldurinn. Þegar hér var kom- ið hafði ég fengið mér nýjan mann, „það lifir lengi í gömlum glæðum". Dag einn barst mér bréf þess efnis, að okkur væri ætluð tveggja her- bergja íbúð með öllum þægindum Filippía Kristjánsdóttir, Hugrún. og þjónustu í nýja húsinu, „Selja- hlíð" í Breiðholti. Ég var himinsæl, en annað var að segja um mann- inn, hann ætlaði svo sannarlega ekki á ellihimili, hafði bara ekkert þangað að gera. Hann er á aldur við mig en heilsan betri svo hann var alls ekki undir það búinn að ganga í félag með gamla fólkinu. Þetta var bara regin hneyksli. Smátt og smátt fór hann að róast þegar ég tilkynnti honum, að ég færi hvað sem hann gerði. Ég held að hann hafi ekki iðrast þess einn einasta dag, þessi sex og hálft ár sem við höfum dvalist í Seljahlíð. Aðkoman var mjög hlýleg og allt í besta lagi. Það mun ekki vera heigl- um hent að stjórna svona mann- mörgu heimili með íbúa frá ýmsum stöðum og stéttum. Það nálgast kraftaverk að sameina svo ólíka hjörð og vinna þannig að því að allir geti fundið sig heima. Mér finnst það hafa tekist mjög vel í Seljahlíð. Stjórn heimilisins vinnur að því, að allir geti fundið sig heima, en ekki eins og fuglar í búrum. Þó verða alltaf einhverjir sem ekki er hægt að gera til hæfis, það eru sjúk- Iingar sem verða líka að fá sína sérstöku meðferð. Ég held að það sé jafnvel vandasamara að vinna á svona heimilum en á sjúkrahúsum. Mér finnst Seljahlíð hafi þegar á allt er litið verið heppið með starfs- fólk. Alltaf getur eitthvað smávegis komið upp á, þá kemur vandinn og skynsemin til að reyna að greiða úr flækjunni svo allfe gleymist. Öldr- uð kona sagði mér frá atviki. Henni fannst sér misboðið af starfsstúlku sem átti að hlynna að henni. Hún náði í vin sem hughreysti hana og sagði honum allt eins og var um það sem hafði komið fyrir. Hún sagði að ráð hans hefðu bjálpað sér og meira að segja læknað sig af óþarfa viðkvæmni gagnvart sjálfri sér. Hann sagði: „Það getur eitt- hvað erfitt hafa legið á hjarta að- stoðarstúlkunnar, við vitum ekki hvað í annars barmi býr, hún segir ekki frá erfiðleikunum, hún verður að vinna sitt ákveðna starf og láta sem ekkert sé og fyrir vanlíðan getur henni hafa orðið á að segja eða gera þver öfugt við vilja sinn eða skyldu í aðhlynningarstarfinu. Þetta skaltu hafa hugfast þegar eitthvað líkt hendir í annað sinn. Það var sigur fyrir þig að klaga ekki stúlkuna." Mér leið strax betur og hugsaði með mér: „Svo lengi lærir sá er lifir". Mér verður alla tíð minnisstætt þegar ég sjálf í fyrsta sinn heyrði að ég var kölluð „gamla konan". Ég var stödd á sjúkrahúsi og beið eftir því að læknir liti á mig eftir að hafði lent í slysi og brotnað á þremur stöðum. Það voru margir á undan mér og biðin mín var orðin svo löng aðég var bæði þjáð og óþolinmóð. Ég var orðin ein eftir með læknunum. Heyri ég þá aðstoð- arlækninn segja við yfirmann sinn: „Nú eigurn við að líta á j,gömlu konuna"." Ég hrökk í kút. Eg varð svo reið, mér fannst læknirinn svo óforskammaður að kalla mig gömlu konuna! Mig langaði til að velta Aukið ofbeldi á Islandi: Goðsögn eða veruleiki? eftirHelga Gunnlaugsson Umræða um ofbeldi hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri og hefur undirtónninn ein- kennst af því að ofbeldi fari vaxandi á Islandi og ýmis teikn dregin fram því til sannindamerkis. En þó hug- takið ofbeldi virðist í fljótu bragði vera einfalt þá á ofbeldið sér fjöl- margar víddir, sem ekki eru allar jafn áberandi í opinberri umræðu um ofbeldi. Heimilisofbeldi er t.d.. nöturleg staðreynd og því hefur ver- ið haldið fram af mörgum fræði- mönnum að heimilið sé ofbeldis- fyllsti vettvangur samfélagsins og að líkurnar á því að verða fyrir of- beldi innan veggja heimilisins af hendi einhvers nákomins séu marg- falt meiri en að verða fyrir ofbeldi á götu úti. Önnur form af ofbeldi og iðulega meir áberandi í fjölmiðl- um eru kynferðisbrot, manndráp, rán og svo huglægari afbrigði og duldari eins og einelti meðal barna og unglinga. Ef yið lítum einungis á tíðni alvar- legra líkamsmeiðinga á íslandi í ljósi dóma á undanförnum áratugum þá hefur umfang þeirra heldur minnkað í hlutfalli við önnur brot. Svipuð mynd blasir við okkur ef við lítum á ástæður fangavistar á síðustu árum; t.d. voru færri í fangelsi fyrir líkamsárásir í kjölfar meintrar of- beldisöldu í miðborg Reykjavíkur haustið 1989 en var fyrir hana, en eins og marga rekur eflaust minni til var mikil fjölmiðlaumfjöllun um ofbeldi á götum Reykjavíkur það haust. Enn fremur hefur heldur dregið úr fjölda kæra til Rannsókn- arlögreglu ríkisins (RLR) fyrir lík- amsárásir á undanförnum árum, sérstaklega kærum vegna minni háttar líkamsmeiðinga.. Hins vegar er formlegur eða op- inber veruleiki ofbeldismála ekki endilega sá sami og hinn félagslegi raunveruleiki; t.d. má vera að opin- ber meðferð ofbeldismála hafi breyst í gegnum tíðina eða að færri slík mál séu kærð til lögreglu en áður - frekar en að raunverulegt umfang hafi lítið breyst eða jafnvel minnkað eins og hinn formlegi veruleiki virð- ist benda til. Auk þess hefur eðli ofbeldisverka kannski breyst. Hér'er ég að velta upp þeim möguleika að hugsanlega hafí tilviljunarkenndum ofbeldis- verkum án sýnilegrar ástæðu milli ókunnugra fjölgað á undanförnum árum og þetta skýri a.m.k. að ein- hverju leyti aukna umfjöllun fjöl- miðla um ofbeldi í samfélaginu. Áður fyrr einkenndist ofbeldi iðulega meir af persónulegum illdeilum, oft í ölæði, sem menn reyndu að leysa með handalögmálum en tilefnislaust ofbeldi var fátíðara. Ofbeldi án sýni- legrar ástæðu er hins vegar erfiðara að skilja og það setur því eðlilega meiri ugg að okkur ef slíkum verkum fjölgar í samfélaginu. Þessi hlið of- beldis hefur ekki verið nægilega könnuð og þyrfti óhikað að bæta úr því. $ Skýringar á ofbeldisverkum íslenskt samfélag hefur gerbreyst á fáum áratugum úr því að vera dreifbýlt bænda- og fiskimannaþjóð- félag sem fól í sér náin og persónu- leg samskipti fólks sem miðuðust við tiltölulega fámenna hópa, yfir í það að vera iðnvætt borgarasamfé- lag þar sem samskipti eru fjölþætt- ari og yfirborðslegri við fjölmarga aðila. Þessar þjóðfélagsbreytingar geta undir vissum kringumstæðum grafíð undan trausti, virðingu og tillitssemi við náungann sem fá-. mennari og einsleitari samfélög ein- att skapa og þegar við þetta bætist rof eða samskiptaleysi á milli fullorð- inna og barna í viðbót við versnandi kjör og aukin ójöfnuð, má fastlega búast við alvarlegum glæpum eins og ofbeldisverkum í kjölfarið. Að sama skapi má líta á aukna vímu- efnanotkun sem afleiðingu þessara margháttuðu samfélagsbreytinga og getur hún því vart talist ein og sér orsök ofbeldisverka heldur verður að skoðast í tengslum við breyttar samfélagsforsendur sem ala af sér bæði alvarlegri ofbeldisverk og aukna misnotkun vímuefna. Sama má segja um áhrif myndbanda á ofbeldisverk; þau geta varla ein og sér verið sökudólgur ofbeldisverka heldur liggja skýríngar dýpra í sam- félagsgerðinni sjálfri. Margir síbro- taunglingar, m.a. þeir sem beita of- beldi, koma úr brotnum fjölskyldu- tengslum þar sem ofbeldi hefur við- gengist, skólaganga verið í molum og efnahagsleg kjör verið bág. Mis- notkun vímuefna verður síðan fylgi- fiskur þessara ungmenna og ofbeld- ismyndir virðast geta haft meiri áhrif á þennan hóp en aðra í samfé- laginu. Urræði samfélagsins En til hvaða aðgerða getur sam- félagið gripið til að draga úr ofbeld- isverkum? í ljósi umræðunnar að Helgi Gunnlaugsson „Við verðum, ef við vilj- um leitast við að upp- ræta vandann, að taka á rótum hans sem ligg- ur í hinu þjóðfélagslega umhverfi sem við sköp- um börnunum okkar og okkur öllum." framan um orsakir ofbeldis tel ég að ekki sé nægilegt að einblína ein- göngu á réttarfarsleg úrræði s.s. hertar refsingar. Við verðum, ef við viljum leitast við að uppræta vand- arui, að taka á rótum hans sem ligg- ur í hinu þjóðfélagslega umhverfi sem við sköpum börnunum okkar og okkur öllum. Ef skil myndast á milli kynslóða í formi afskiptaleysis af málefnum ungmenna eða ef skort- ur er á markvissu og samfelldu starfi með for- og grunnskólabörnum, verðum við jafnframt að gera okkur grein fyrir að búast má við margvís- legum vanda í lífi þeirra og enn frek- ar ef lífskjör fara versnandi og bilið eykst á milli þjóðfélagshópa. Fjöl- skyldan, sem áður var svo til eina kjölfestan í mótun barna, er í dag vart í stakk búin til að mæta ein hinum nýja samfélagslega veruleika og því ve,rður að koma til aðgerða opinberra aðila til samræmingar á tengslum fjölskyldunnar gagnvart bæði atvinnulífi og uppeldi ung- menna. Áhersla á hertar refsingar mun ein og sér ekki skila viðunandi árangri, en þó er vissulega hægt að auka skilvirkni réttarkerfisins með ýmsum hætti. Það hefur t.d. verið sýnt fram á að skjót og markviss viðbrögð löggæsluaðila við afbrotum í formi m.a. aukinnar löggæslu á álagstímum eða beitingu sekta eða annarra viðurlaga strax í kjölfar brota geta skilað árangri Niðurlag I Iokin held ég þó að það sé rétt að benda á, að þrátt fyrir ýmis teikn um aukin afbrot og jafnvel eðlis- breytingar á ofbeldi í íslensku sam- félagi, þá búum við samt sem áður enn í tiltölulega friðsömu samfélagi, sem er í samanburði við flest önnur iðnríki með hlutfallslega lægri tíðni afbrota af alvarlegra taginu; s.s. manndráp, rán og meiriháttar lík- amsmeiðingar. Fámennið hjá okkur hefur skapað grundvöll fyrir nánari og heilsteyptari félagstengsl sem geta skapað meiri virðingu og tillits- semi í garð náungans en einatt gefst í fjölmennari og félagslega sundur- leitari samfélögum. A tímum samdráttar og samfé- lagslegrar svartsýni er hollt að hafa ofangreind atriði í huga; við búum að ýmsu leyti í einstöku samfélagi með ótal kostum sem við ættum að leitast við að vernda og hlúa að á sama tíma og við tengjumst æ meir hinu alþjóðlega samfélagi. Höfundur starfar við Háskóla Islands og Menntaskólann í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.