Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 23 Glit hf. ákveður að hætta framleiðslu leirmuna í haust Fj órtán starfsmönn- um sagt upp störfum STJÓRN Glits hf. hefur ákveðið að hætta rekstri fyrirtækisins í núverandi mynd á hausti kom- anda. Þorsteinn Jóhánnsson fram- kvæmdastjóri segir að fram- leiðslu leirmuna verði hætt, en kannað verði hvort grundvöllur sé fyrir að lialda sérmerkingum á postulini og gleri áfram. Fjórtán starfsmönnum fyrirtækisins, þar af 8 öryrkjum í fjórum stöðugild- um, hefur verið sagt upp störfum, en Þorsteinn segir að þeir gangi fyrir með störf í breyttu fyrirtæk- inu. í fyrra náðust nauðasamningar við lánardrottna Glits hf. í kjölfar greiðslustöðvunar. Öryrkjabandalag Islands lagði þá fram aukið hlutafé í þeim tilgangi að skuldhreinsa fyrir- tækið, en fyrra hlutafé var skrifað niður um 95%. í frétt frá stjóm fyrir- tækisins segir, að þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir til að bæta rekstur fyrir- tækisins, hafi tap verið umtalsvert á síðasta ári. Hætt fyrir gjaldþrot Þorsteinn Jóhannsson segir, að uppistaðan í framleiðslu Glits hafi verið leirvara, en einnig hafi fyrir- tækið fengist við sérmerkingar á postulíni, til dæmis fyrir hótel og stærri fyrirtæki. „Það hefur verið mikið tap á leirmunagerðinni og við ákváðum að hætta henni alfarið áður en fyrirtækið væri komið í þrot. Við ætlum hins vegar að kanna hvort ekki er grundvöllur til að halda áfram að bjóða upp á sérmerkingarn- ar. Þeir starfsmenn, sem missa vinn- una nú í haust, ganga fyrir í störf við sérmerkingar, en það er ljóst að við getum ekki tryggt þeim öllum atvinnu. Við ætlum að gera allt sem við getum til að útvega þeim aðra vinnu,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Glits hf. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Byggingarefni flutt í Bjarnarey LUNDAKARLAR í Eyjum eru nú á kafi í vorverkunum og undirbúningur lundavertíðar að hefjast. Bjarnareyingar standa í stórræðum þetta vorið því þeir eru að byija á viðbyggingu við veiðikofa sinn. Miklir efnisflutningar fylgja slíku og því brugðu þeir á það ráð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja byggingarefnið frá Heimaey út í Bjamarey. Grímur Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefur engin úrslitááhrif fyrir árangurinn af matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu rnáli að vera með rétta kjötið. í'næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, - með a.m.k. 15% grillafslætti. Notaðu lambakjöt á grillið, meyrt og gott - það er lagið. Ferðafélag Islands Arbók um svæðið frá Lómagnúpi að Lónsheiði ÁRBÓK Ferðafélags íslands fyrir árið 1993 heitir Við rætur Vatna- jökuls og er höfundur hennar Hjörleifur Guttormsson líffræð- ingur. Er þetta þriðja árbókin sem Hjörleifur ritar um Austfirðinga- fjórðung. Árbækur Perðafélagsins hafa nú komið út í 66 ár og er alhliða íslands- lýsing með miklu náttúrufræðilegu og sögulegu efni. Að þessu sinni er sagt frá Austur-Skaftafelissýslu en raunar hefst landslýsingin nokkru vestan sýslumarka, eða við Lómagn- úp og iýkur við Hvalnesskriður í Lónssveit. Bókin hefst á yfirliti um landslag og jarðsögu og því fylgir síðan nokkur greinagerð um lofslag og iífríki. í þriðja kafla bókar er greint frá sérkennum mannlífs við sunnanverðan Vatnajökul. Landlýsingarkaflar bókarinnar eru átta, hinn fyrsti um Núpstaðar- skóga og Grænalón, annar um Skeiðarársand, þriðji um Öræfi og er helmingur hans' heigaður þjóð- garðinum í Skaftafelli. Fjórði land- lýsingarkaflinn er um Breiðamerk- ursand, fimmti um Suðursveit, sjötti um Mýrar, sjöundi um Nes og Höfn, áttundi og síðasti kaflinn um Lón og Lónsöræfi. Er þar m.a. vísað til vegar um' slóðir sem nú eru varðað- ar nýlegum gönguskálum. Þar eru jafnframt skil við árbók Hjörleifs Guttormssonar um Austfjarðafjöll. Bókina prýða yfir 80 myndir og hefur höfundur tekin meginhluta þeirra. Guðmundur Ó. Ingvarsson teiknar staðfræðilega uppdrætti og skýringamyndir í bókina. í bókinni er að vanda efni er lýtur starfsemi Ferðafélags íslands. Ár- bók 1993 og allar fyrri árbækur fást á skrifstofu félagsins að Mörk- inni 6 í Reykjavík. Árgjaldið er að þessu sinni 3.100 kr. og fá félags- menn fyrir það bókina, fréttabréf og afslátt í ýmsar ferðir félagsins. (Fréttatilkynning) TZutasiCb Heílsuvörur nútímafólks LAGIÐ SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.