Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Morgunlaðið/Þorkell Friðrikskapella í TILEFNI af vígslu kapellunnar kemur út bókin „Söngvar séra Friðriks". í henni er úrval þekktustu sálma og æskulýðssöngva séra Friðriks. Hann var fæddur 125 árum fyrir vígslu kapellunnar, 25. maí 1868. AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON Bruggarar selja fyrir allt að milljón króna á mánuði Landi talinn aðal- vímugjafi unglinga með á lager. Talið er að tæki eins og þau sem hald var lagt á í Súða- vogi fyrir skömmu kosti um það bil 300 þúsund krónur. Verkaskipting Eins og fyrr sagði telur lögregl- an að að jafnaði séu um fjórar brugggerðir starfandi á svæðinu sem framleiði nokkur hundruð lítra hver af landa vikulega. í forsvari séu fullorðnir menn á aldrinum frá þrítugu til fimmtugs. Hver þeirra sé í viðskiptum við nokkra heildsala sem kaupi hvern lítra á 800-1.000 krónur og velti því bruggaramir frá 800 þúsund krónum til 1 milljón á mánuði. Sumir bruggaranna hafa ekki unnið launaða vinnu, að minnsta kosti ekki opinberlega, áram sam- an. Algengt sé að heildsalamir séu í efstu bekkjum framhaldsskóla eða um tvítugt. Oft kaupa þeir landann á kútum og tappa honum á plastflöskur. Hver heildsali hefur nokkra smásala á sínum snæram sem kaupa hvern lítra af landa á um 1.100-1.400 krónur. Smásalarnir leggja inn pantanir með því að hringja í símboða sem heildsalarnir bera á sér. Heildsalinn afhendir svo umbeðið magn á umsömdum stað. Bætt markaðssetning, minni áhætta Smásalar era oft og einatt nem- endur í efri bekkjum grunnskóla eða neðri bekkjum framhaldsskóla sem útvega eða selja jafriöldrum sínum og félögum lítrann á verði sem oft er á bilinu frá 1.500 krón- um og allt upp í 2.000 ef um „úr- valsvöru" er að ræða. Þess era sögð dæmi að unglingar hafí orðið veikir af að drekka slæman landa en það eru ekki nýleg dæmi. Al- mennt munu gæðin fara hraðvax- andi á markaðnum. . Sú aukna verkaskipting sem orðin er með sérhæfíngu á landa- markaðnum hefur bæði orðið til þess að auðvelda markaðssetningu framleiðslunnar á helsta markaðs- svæðinu, sem eru skólar borgar- innar, og einnig til að draga nokk- uð úr og dreifa áhættunni. Sama uppbygging og í fíkniefnamálum „Ef maður handtekur 16-17 ára sölumann sem segist ekkert vita um það hver framleiðir landann sem hann er að selja þá er hann líklega að segja satt,“ segir lög- reglumaður. „Það er orðin sama uppbygging á þessu sölukerfi og á fíkniefnamarkaðnum." LANDI er aðalvímugjafi ungl- inga á höfuðborgarsvæðinu. Um það eru lögreglumenn og fólk sem starfar með unglingum í borginni sammála. Landinn er nokkru ódýrari en löglegt áfengi en einnig er sölukerfi landasalanna, sem er svipað upp byggt og í fíkniefnaviðskiptum, orðið það þróað að nú er mun auðveldara og fyrirhafnar- minna fyrir flesta unglinga að komast yfir landa en annað áfengi. Lögreglan telur að hverju sinni séu nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu um það bil fjórar stórvirkar landagerðir sem hver framleiði allt að 200-250 lítra af eimuðum 40% sterkum landa á viku. Lögreglumenn leggja áherslu á að þeir aðilar sem handteknir era séu þeir sem hafí framfæri sitt að einhveiju eða öllu leyti af landasölu. Ekki sé unnt að komast yfír að sinna öllum ábendingum sem berast um framleiðslu í smáum stíl í heimahúsum. „Þeir sem við tökum eru alvöra glæpa- menn sem lifa á því að selja ungl- ingum vímu,“ sagði lögreglumað- ur, sem unnið hefur að þessum málum. Hann sagði að oftast hefðu' bruggararnir komist í kast við lögin áður fyrir önnur afbrot, gjaman fíkniefnamál. Vitað væri að sumir seldu fíkniefni jafnhliða landanum en það væri þó ekki reglan enda sé mun áhættuminna að selja landa en fíkniefni því svo virðist sem þessi mál séu ekki Iitin ýkja alvarlegum augum í dóms- kerfinu. Þyngstu sektir sem hing- að til hefur verið beitt — um 250 þúsund krónur — nái varla að gleypa söluandvirði viðskiptanna í eina viku. Þó ber að hafa í huga að menn eru ekki dæmdir fyrir annað en það sem unnt er að sanna á þá og sjóaðir braggarar játa ekki annað en það sem þeir era gripnir með í höndunum hveiju sinni. Einnig eru flest stærstu bruggmál sem upp hafa komið undanfarna mánuði óafgreidd, þar Lítil fjárfesting, mikill gróði Lögreglumaður sem lengi hefur starfað að þessum málum kvaðst ekki telja að neinu ákveðnu væri um að kenna að svo mikill vöxtur væri hlaupinn í landaviðskiptin. Líklegast sé að menn, sem ekki væru vandir að meðulum, hafi smám saman vaknað til vitundar um að á þessu mætti græða fé með tiltölulega auðveldum hætti. Auk vægra refsinga kalli landa- gerð ekki á mikla fjárfestingu. Það sem til þarf er sykur, pressuger og tunnur til að láta gambrann liggja í. Einn lítri af 40% sterkum landa fæst við eimingu á 4-5 lítrum af gambra. Því meira sem glatast, því hreinni verður landinn og því hreinni sem landinn er, því hærra verð fæst fyrir hann. Stórtækir framleiðendur láta gambrann liggja í aðeins 3-4 daga áður en farið er að eima og nota ýmis aukaefni til að bæta síunina og eyða aukabragði. Lögreglumaður sagði að í sumum tilfellum hefðu menn náð ótrúlegum gæðum í framleiðslunni. Lögreglan fullyrðir að þess séu dæmi að verslanir sem selji efni til ölgerðar hafí milli- göngu um að útvega mönnum eim- ingartæki sem ákveðnir iðnaðar- menn framleiði og liggi jafnvel Vaxtarbroddar landaiðnaðarins eru annars vegar vöruvöndun, þar sem færastu braggaramir era sagðir hafa náð miklum árangri í því að eyða „landabragði", og hins vegar smásölustigið þar sem leit- ast er við að auðvelda ungling- unum að komast yfír drykkinn og fjarlægja þá þröskulda sem ung- lingar í áfengisleit í verslunum ÁTVR hafa þurft að yfirstíga. Aðeins atvinnumenn teknir Morgunblaðið/Júlíus Landaverksmiðja LÖGREGLUMENNIRNIR Einar Ásbjörnsson og Amþór Bjarna- son við 200 lítra eimingartæki sem gert var upptækt í síðustu viku. á meðal mál manna sem ítrekað hafa komið við sögu og því ekki ljóst hver viðurlögin era í raun. Gengið til víg-slu FYRIR vígsluna gengu menn úr stjórn og framkvæmdanefnd Sam- taka um byggingu Friðrikskapellu með kirkjumimi til kapellunnar. Fremstir fara þeir Ólafur Gústafsson (t.v) og Árni Sigurjónsson. Meðal gesta við vígsluna var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Biskup vígði Friðrikskapellu HR. ÓLAFUR Skúlason, biskup íslands, vígði Friðrikskapellu, til minningar um séra Friðrik Frið- riksson, að Hlíðarenda í Reyka- vík á þriðjudag. Kapellan, sem tekur 150 manns í sæti, hefur verið þijú ár í byggingu og er kostnaður við hana 21,3 miljjónir króna ef frá eru taldar efnisgjaf- ir og sjálfboðavinna. Fram- kvæmdir voru fjármagnaðar með föstum framlögum 80 styrktar- manna og framlögum fyrirtækja og styrkja frá Reylqavíkurborg, ríkissjóði íslands og jöfnunar- sjóði kirkna. Tónlistarkvöld var í kapellunni í gær og Friðriks- vaka verður í kvöld kl. 20.30. Fyrsta guðsþjónustan verður á sunnudaginn kl. 17. Friðrikskapella er reist af sam- tökum um byggingu Friðrikskap- ellu sem stofnuð voru árið 1989. Stofnendur samtakanna voru vinir séra Friðriks og félagsmenn í sam- tökum sem séra Friðrik stofnaði: KFUM og KFUK, knattspyrnufé- laginu Val, karlakórnum Fóstbræð- ram og skátahreyfingunni (skátafé- lagið Væringjar). Formaður sam- taka um byggingu Friðrikskapellu er Gylfi Þ. Gíslason og formaður Upplýsingalína Flugleiða Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar. Sjálfvirk símsvörun allan__________________ FLUGLEIÐIR sólarhringinn alla daga. TrausturUlemhurfer&ifélagi framkvæmdanefndar Pétur Svein- bjarnarson. Fyrstu skólfustunguna að Frið- rikskapellu tók Davíð Oddsson, í borgarstjóratíð sinni, 24. maí 1990. Arkitekt kapellunnar er Nikulás Ulfar Másson og verkfræðingur Þórður Ólafur Búason. Aðalverk- taki er Álftárós hf. » ♦ ♦------ Búnaðarfé- lag Gnúp- veija 150 ára BÚNAÐARFÉLAG Gnúpveija verður 150 ára þann 6. júní nk. Félagið sem hét í fyrstu Eystra- hreppsmanna túna- og jarða- bótafélag var stofnað þann 6. júní 1843 og mun því vera næst elsta búnaðarfélag í landinu. í fyrstu gerðabókinni sem enn er varðveitt segir að aðaltilgangur félagsins sé að „efla framgang jarð- yrkjunnar og þar af hljótandi vel- megun byggðarlagsins“. Megin áherslan var lögð á félags- vinnu við jarðabætur í fyrstu en nú undir það síðasta hefur helsta starfsemin auk ýmiss konar fræðslustarfs verið tækjarekstur. Félagið á o g rekur dráttarvél, ýmiss jarðvinnslutæki, snjóblásara og sáð- vél. Efnt verður til veglegrar afmæl- isveislu í félagsheimilinu Árnesi laugardagskvöldið 5. júní nk. Þeir brottfluttu Gnúpverjar sem hafa hug á að mæta ættu að hafa sam- band við formann afmælisnefndar, Hörð Harðarson í Laxárdal, fyrir 1. júní og tilkynna þátttöku. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.