Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 31
t Stærð þonskstofnsins 1880-1993 og áhríf mismunandi ' aflahámarks á áætlaða stærð hans 1994-1996 þús. tonn MORGUNBIAÐIÐ-FðSTUDÁG^R 28. MAÍ 1993< .,.-,-,, . a m u að rð- na ið- lut ld- 00 lít- i á lin 3"a ári lá- )o- ar- og rði )o- Veiðistofn Kristgán Ragnarsson i ...........i......—r—.............i......—" " (..............i" 198D 1982 1984 1986 1988 1990 1990 1994 1996 1960-1992 fjöldi við 3ja ára aidur (í milijónum) 60 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 A R G A N G A R . :.... 90 92 hagkvæma nýtingu fiskistofna við ísland emast er að veiða )til 175.000 tonn (ustofna hefur skilað áfangaskýrslu um Þar kemur fram, að verði þorskafli á 0 tonn árlega, séu töluvert miklar líkur þorskveiðum innan fárra ára. Þannig k stefna feli í sér um þriðjungs líkur á ít sé líklegt að landsframleiðsla verði upp úr aldamótum, verði þess leið farin á bilinu 125.000 til 175.000 tonn. Verði tita betri tiðar er á líður. ar og fari í lágmark árið 1995. Hins vegar séu líkur á hruni stofnsins litl- ar og hann rétti smám saman við, þegar til lengri tíma sé litið. Slík stefna leiði jafnframt til viðunandi hagkvæmni. „Meiri takmörkun þorskafla á næstu árum en við 175.000 tonn á ári feíur í sér hraðari vöxt þorsk- stofnsins og líkur á hruni verða nán- ast engar. Sé til dæmis miðað við 125.000 tonna afla næstu tvö til I'þrjú árin, er líklegt að auka mætti veiðarnar umfram 225.000 tonn þeg- ar árið 1998, en ekki fyrr en um aldamót, ef 175.000 tonna veiði verð- ur leyfð. Hins vegar er lítill munur a n ínn jið- r- á því iið- iðir ssa iga f" úlí- ve- né 'rst lan gax ein 5ðu nni xka um rin- ior- íði- rök á þessum tveimur leiðum, þegar litið er til þróunar landsframleiðslu til langs tíma," segir í skýrslunni. Um þjóðhagsleg áhrif mismunandi þorskaflahámarks segir í skýrslunni að landsframleiðslan taki nokkra dýfu í 125.000 og 175.000 tonna leiðunum miðað við 225.000 tonna dæmið, sé gert ráð fyrir miðlungs nýliðun. Um eða rétt fyrir aldamót víxlist hins vegar staða ferlanna og samdráttar- leiðirnar sigli fram úr 225.000 tonna leiðinni og haldi um það bil 3% for- skoti á hana. Sé hins vegar miðað við slaka nýliðun, verði þáttaskil, þar sem 125.000 og 175.000 tonna leið- irnar auki landsframleiðslu jafnt og þétt eftir dýfu fyrstu tvö árin, borið saman við stöðugan samdrátt við 225.000 tonna veiði. Vinnuhóp um nýtingu fiskistofna skipa Brynjólfur Bjarnason, Jakob Jakobsson, Gunnar Stefánsson, Þórður Friðjónsson, Friðrik Már Baldursson, Ásgeir Daníelsson og Kristján Þórarinsson. Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins Markmiðið að byggja upp þorskstofniiin HÓLMGEIR Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Islands, segir að tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksveiði á þorski á næsta fiskveiðiári komi sér ekki á óvart. Þær séu í takt við það sem fiskifræðingar hafi áður sagt. Tillögurnar voru kynntar hagsmunaaðilum í gær og sagði Hólmgeir að þær yrðu yfirfarnar og ræddar í stjórn Sjómannasambandsins á næstunni. „Þetta eru sérfræðingar á þessu sviði, þeir meta þetta út frá bestu fáanlegu gögnum og ég sé ekki ástæðu til annars en að treysta þeirra mati," sagði Hólmgeir þegar leitað var álits hans á því hvort stjómvöld ættu að minnka þorskveiðikvótann til samræmis við tillögur fiskifræðing- anna. Hann sagði að markmiðið hlyti að vera að byggja upp þorskstofninn. „Spurningin er hvernig það verði gert. Ef við förum langt yfir þessar tillög- ur, erum við þá ekki að veiða stofninn í hrun? Hvað gerum við þá? Þetta verða menn einnig að hafa í huga við þessar ákvarðanir," sagði Hólmgeir. Tekjurýrnun sjómanna Hólmgeir sagði að frekari sam- dráttur í þorskveiðiheimildum þýddi áframhaldandi tekjurýrnun fyrir sjó- menn, til viðbótar aflasamdrætti und- anfarin ár. „Sjómenn eru á hluta- skiptakerfi og fá hlut af seldum afla. Um leið og afli skerðist lækka laun þeirra eins og raunar þjóðarbúsins í heild," sagði Hólmgeir. Æskilegt að fara að tillögunum KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir æskilegt að fara að tillögum fiskifræðinga um upp- byggingu þorskstofnsins. Hann segir að það kosti miklar þrenging- ar og þó hann segist ekki sjá hvern- ig þjóðin geti lifað það af að fara þessa leið verði að gera það vegna þess ef áfram verði gengið á þorsk- stofninn geti hann hrunið og þorsk- veiðar stöðvast um tíma. Kristján er á Vestfjörðum og sagði hann að útgerðarmönnum þar yrði orðfátt þegar þeim væri sagt frá ástandinu. „Við sem höfum fylgst með þorsk- veiðunum síðastliðið ár og þetta ár sjáum að eitthvað alvarlegt er að gerast í þorskstofninum. Þess vegna vil ég ekki deila við fiskifræðingana um þessar niðurstöður," sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið. „Ég geri mér grein fyrir því að það væri mjög æskilegt að geta farið að tillög- unum og byggt stofninn upp. Á sama tíma geri ég mér ekki grein fyrir því hvernig við getum lifað það af. En við lifum hins vegar ekki lengi í þessu landi ef við byggjum stofninn ekki upp. Hann er nú að mínu mati kominn á hættumörk og engar líkur á því að eitthvað óvænt jákvætt ger- ist. Við vitum að það er enginn fisk- ur við Grænland núna sem gæti kom- ið sem óvænt happ eins og oft hefur gerst. Við vitum af rannsóknum, meðal annars með togararallinu, að næstu árgangar þorsks eru litlir og miklu minni en meðaltal áranna á undan. Þess vegna verðum við að horfast í augu við það núna hvort við ætlum að taka okkur tak og byggja stofninn upp eða hvort við ætlum að halda áfram þessa göngu niður á við sem að mínu mati við getum ekki gert. Verðum að finna leið Við ,verðum að fínna leið til að getað lifað við þann afla sem byggir stofninn upp. Hér er um marga sam- virka þætti að ræða sem taka verður á. Það getur ekki gengið að einhver hluti flotans, ég á við krókabátana, gangi óheft um auðlindina, á meðan aðrir hafa hendur bundnar fyrir aft- an bak með fyrirframákveðnar veiði- heimildir. Við þessar kringumstæður er heldur ekki hægt að láta línubáta hafa 15 þúsund tonn umfram kvóta eins og gert hefur verið. Stjórnvöld og allir þeir sem eiga hlut að máli verða að taka höndum saman og finna leið til þess að gera okkur mögulegt að komast út úr þessum gríðarlega vanda. Það sýnir okkur í hnotskurn við hvaða vanda er að etja að við erum að tala um að veiða þriðjung þess afla sem var fyrir örfá- um árum, flota sem var byggður upp til að geta veitt slíkt magn og vinnslustöðvar í landi sem geta af- kastað slíku magni." - Styður þú tillögur fiskifræðinga um að þorskkvótinn verði færður niður í 150 þúsund tonn? „Ég efast ekki um það að við þurfum að fara að tillögum þeirra en ég get ekki sagt að við eigum að gera það vegna þess að ég sé ekkihvernig við eigum að lifa það af. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvaða lífskjaraskerð- ingu við yrðum öll að taka á okkur á meðan við gengjum í gegn um þessar þrengingar. Þetta bitnar ekki aðeins á útveginum, sjómönnum og fiskvinnslufólki, heldur öllu þjóðfé- laginu. Ég get heldur ekki sagt að við getum ekki gert þetta, því við getum heldur ekki haldið áfram að ganga á þennan stofn sem kannski er komin í hættumörk og brestur í viðkomunni getur leitt til þess að við megum ekki veiða hér þorsk í tvö til þrjú ár eins og gerðist við Ný- fundnaland. Morgunblaðið/Þorkell Hvítir kollar NÝSTÚDENTARNIR brostu sínu breiðasta þegar þeir stilltu sér upp til myndatöku að útskrift lokinni. MR brautskráði 186 stúdenta í ár NÝSTÚDENTAR frá Menntaskólanum í Reykjavík, alls 186 að tölu, voru brautskráðir í gær. Við skólaslitin rakti Guðni Guðmundssón rektor sögu 147. starfsárs lærða skólans í Reylq'avík og rakti jafnframt eilífar hús- næðisraunir skólans. Duxar að þessu sinni voru Gunnar Már Zoega og Elísabet Þórey Þórisdóttir. Rektor sagði meðal annars í ræðu sinni: „Ráðuneytið og Reykjavíkur- borg eru í stöðugum tröllskessuleik með fjöregg skólans og kasta málinu á milli sín mánuð eftir mániið og virð- ist ekkert leiðast. Hvers á þessi elsti skóli landsins að gjalda?" Hann sagði skólastarfið hafa gengið ágætlega þrátt fyrir framangreindar hremming- ar enda hefðu eðli, vitsmunir, menntun og dugnaður starfsmanna og nemenda skólans meira að segja um gæði skóla- starfsins en húsakynnin. Að þessu sinni brautskráðust 186 stúdentar, 53 úr máladeild, 56 úr eðl- isfpæðideild, og 77 úr náttúrufræði- deild. Fjórir, eða 2,1%, hlutu ágætis- einkunn, 78, eða 40,2% hlutu fyrstu einkunn, 85, eða 43,8% hlutu aðra einkunn, 19, eða 9,8% þriðju einkunn, þrír gengu frá prófi og fimm þurfa að endurtaka próf í einni grein síðar. Duxinn með 9,37 Dux árgangsins var Gunnar Már Zo- éga, hlaut einkunnina 9,37. Semi dux varð Elísabet Þórey Þórisdóttir, hlaut einkunnina 9,35 og aðrir sem sköruðu fram úr voru Flóki Halldórsson með einkunnina 9,28 og Hildur Pálsdóttír með 9,19. Lagt af stað LEIÐANGURSMENN, Ingþór, Haraldur og Ólafur Örn, ásamt Mark- úsi Erni Antonssyni borgarstjóra við upphaf ferðar. Grænlandsfarar komnir til byggða LEIÐANGtJRINN sem fór á skíðum yfir Grænlandsjökul, þremenningarn- ir Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarnason, kom til byggða i Syðri Straumfirði kl. 1 í fyrrinótt, eða kl. 23 að staðartíma. Leiðangursmenn fóru á rúmum 26 sólarhringum yfir jökulinn, en meðal- tími leiðangra sem farnir hafa verið þessa leið er um 35 sólarhringar. Að sögn Ólafs Arnar gekk ferðin í alla staði nijög vel, og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem þeir félagar lentu í á leiðinni væru þeir innilega glaðir með hve ferðin hefði í alla staði tekist vel. „Allur sá undirbúningur sem í þetta var lagður skilaði sér fyllilega og ferð- in gekk mjög vel. Hins vegar er því ekki að neita að við lentum í flestum þeim erfíðleikum sem við vissum að við gætum átt von á, þannig að ferð- in var mjög erfíð, en við vorum það vel undir þetta búnir að við leystum það allt samnan án þess að við værum nokkurn tíma í hættu eða vanda," sagði Ólafur Örn. Fárviðri fyrstu vikuna Hann sagði að það sem reynst hefði þeim félögum erfiðast í ferðinni hefði verið fárviðri sem geysaði fyrstu vik- una, en það hafi verið ólíkt öllum veðrum sem þeir hefðu kynnst á ís- landi. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, en þetta eru gríðarlega öflugir stormar sem koma ofan af jöklinum. Við mældum 11-12 vindstig, en það hvessti miklu, miklu meira. Fyrsta vikan fór meira og minna í að standa af sér þetta illviðri á leiðinni upp, en auk þess lentum við inn á óvæntu sprungusvæði. Þá var erfið 250 km löng brekka upp á jökulbrúnina, en þar var kuldi og leiðindaveður og skíðafæri með ólíkindum vont. Leiðin niður af jöklinum var einnig mjög erfið, en sem dæmi um það má nefna að við vorum 9 klukkustundir að fara síðustu fimm kílómetrana. Hér er vor- ið komið mun lengra en menn áttu von á þannig að vatn og úfínn skrið- jökull gerði það að verkum að við vorum lengur niður en við ætluðum." Leiðangursmenn koma heim til ís- lands síðdegis í dag. 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.