Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 28. MAI 1993 27 Onnur mesta ferðahelgin framundan Straumur ungs fólks í Loga- land og á Búðir SENN gengur í garð önnur mesta ferðahelgi landsmanna og eru áfanga- staðir ferðalanga víða um land. Straumur ungs fólks virðist þó einkum liggja í Logaland í Borgarfirði og að Búðum á Snæfellsnesi en þar safnaðist fólk saman um hvitasunnuhelgina í fyrra. Fæst tjaldstæði verða opnuð fyrr en um mánaðamót. Þannig er Ld. óleyfilegt að tjalda á Laugarvatni, á Þingvöllum, í Húsafelli og í Þórsmörk. Heldur fleiri ferðast með innanlandsflug og langferðabílum um helgina en um venju- lega helgi. Á faraldsfæti BÚAST má við að fjöldi ungs fólks verði á ferðinni um helgina en straumurinn liggur vestur á land. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst verða ekki margir unglingar á grunnskólaaldri á faraldsfæti um helgina enda er skólaárinu nýlokið og fæstir hafa fjárráð til ferðalaga. Straumur 16 ára og eldri er hins vegar sagður liggja í Logaland í Borgarfirði, og verða þar m.a. hljóm- sveitirnar Jet Black Joe og GCD, og að Búðum þar sem ungt fólk safnað- ist saman í fyrra. Langferðabílar og flug María Sigurðardóttir, í afgreiðslu BSÍ, sagði að fólk hefðu töluvert spurst fyrir um ferðir langferðabíla út um allt land. Fólk á öllum aldri leitaði eftir upplýsingum og ef nefna ætti einhverja sérstaka staði umfram aðra væru það kannski Höfn í Horna- firði og Akureyri. Hún sagði að jafn- an væri meira um að fólk nýtti sér ferðir langferðabíla um hvítasunnu- helgi en aðrar helgar en ekki yrði bætt við ferðum af þeim sökum. Ingþór Jóhannesson, í innanlands- flugi Flugleiða, sagði að eitthvað væri meira um pantanir fyrir helgina en aðrar helgar. Ekki væri þó hægt að nefna eina leið umfram aðra og engar aukaferðir yrðu farnar þessa þrjá daga. Yfirleitt sagði hann að hvítasunnudhelgin væri ekki sérstak- lega mikil ferðahelgi í fluginu. Vegir væri oft komnir í gott horf eins og nú og meira um að fólk ferðaðist á eigin bílum. Svo sagði hann að verk- fallshótun flugvirkja gæti haft ein- hver áhrif í þessu sambandi. Tjaldstæði Fyrir þá sem hugsa sér að ferðast um landið á eigin bíl er rétt að taka fram að flest tjaldstæði eru enn lok- uð. Má þar nefna að óleyfilegt verð- ur að tjalda á Laugarvatni en stefnt er að því að opna tjaldstæði þar um mánaðamót. Sömu sögu er að segja af tjaldstæðum á Þingvöllum. Veiði er hins vegar hafin og veiðileyfi er hægt að kaupa í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins. Guðsþjónusta verður í Þingvallakirkju kl. 14 á hvítasunnu- dag. Tjaldstæði í Húsafelli eru lokuð um helgina. Sundlaug og verslun verða þó opin að venju. Ströng gæsla verður á staðnum. Skemmtanir um hvítasunnu ¦ DANSBANDIÐ leikur fyrir dansi í veitingahúsinu Kam-Bar í Hveragerði í kvöld, föstudags- kvöld. Dansbandið lék hér á árum áður í Þórscafé en hefur nýlega-verið endurvakin. Hana skipa Sveinn Guðjónsson, Kristján Hermannsson, Hall- dór Olgeirsson, Páll E. Pálsson og Gunnar Þór Jónsson. ¦ TODMOBILE er nú þegar bókuð um allt land langt fram á haust. í kvöld, föstudaginn 28. maí leikur hljómsveitin í Mið- garði. Hljómsveitina skipa Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds, Þorvaldur B. Þor- valdsson, Eiður Arnarsson, Matthías Hemstock og Kjartan Valdimarsson. ¦ GCD með þeim Bubba Morthens, Rúnari Júliussyni, Bergþóri Morthens og Gunn- laugi Briem leika í kvöld í íþróttahúsinu á Húsavík í sam- vinnu við íþróttafélagið Völsung. Sunnudaginn 30. maí leika þeir í Logalandi í Borgarfirði. ¦ SSSÓL leikur um helgina í Vestmannaeyjum. Þar leikur hljómsveitin á þremur dansleikj- um. Fyrsti dansleikurinn föstu- dagskvöldið en aldurstakmarkið á honum verður 16 ár. Á laugar- dagskvöldið leikur hljómsveitin í Höfðanum. Á sjálfan hvíta- sunnudag verður svo síðasti danleikurinn í Eyjum. ¦ SKRIÐJÖKLAR frá Akur- ejrileika á tveimur stórdanleikj- um um hvítasunnuhelgina í kvöld á Hótél Selfossi og á sunnu- dagskvöldið í Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Á dansleikjum þessum mun hljómsveitin m.a. kynna efni af nýjum geisladiski sem Skífan gefur út á næstu dögum. ¦ PELICAN leikur í Sjallan- um á ísafirði um hvítasunnu- helgina. Mun sveitin flytja lög af glænýrri samnefndri plötu sinni ásamt gömlum lögum. Hljómsveitina skipa enn sem áður þeir félagar: Pétur Krist- jánsson, Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson og Ásgeir Ósk- arsson og Guðmundur Jónsson gítareigandi Sálarinnar. " stormarkaöur í msöjum Gar&abæ opnar í dag. ídag föstudaginn 28. maí opnar nýr stórmarkaður í miðjum Garðabæ undir nafninu Garðakaup. Verslunin er til húsa íeigin húsnæði að Garðatorgi eitt, þar sem Kaupstaður var áður. Einmitt á þessum sama stað opnaði Garðakaup fyrir 10 árum siðan, en verslunin var leigð ýmsum aðilum á tímabilinu. Nú opnar því Garðakaup að nýju, með ný markmið, nýja verslun, gott vöruval, lágt vöruverð og síðast en ekki síst með góða þjónustu. Guöjón Sveinsson verslunarstjóri sem áður starfaði íFjarðarkaup mun leiða Garðakaup tilþjónustu við kröfuharða neytendur með völdu starfsliði sem lætur þjónustuna skipta máli. Opið verðuralla daga vikunnar. Verið velkomin ínýja verslun Garðakaups, 'Stórmarkað sem skiptir máli. Fyrstu dagana verða opnunartilboð á mörgum helstu nauðsynjum heimilisins auk vörukynninga í dag á Emmess ís og Merild kaffi auk kynningar á andlitskreminu Plenitude frá Loreal. OPK> ALLA DAGA VIKUNNAR Mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 19 föstudaga frá 9 til 20 laugardaga frá 10 til 17 sunnudaga frá 11 til 17. L/WJrrLr - Stórmarkaður sem skiptir máli. Garöakaup er í stóru verslunar- og þjónustumiðstöðinni við Garöatorg í miðjum Garöabæ, sími 656400. Láttu þjónustuna skipta máli. Verið velkomin [ Garöakaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.