Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 27 • • Qnnur mesta ferðahelgin framundan Straumur ungs fólks í Loga- land og á Búðir SENN gengur í garð önnur mesta ferðahelgi landsmanna og eru áfanga- staðir ferðalanga víða um land. Straumur ungs fólks virðist þó einkum liggja í Logaland í Borgarfirði og að Búðum á Snæfellsnesi en þar safnaðist fólk saman um hvítasunnuhelgina í fyrra. Fæst Igaldstæði verða opnuð fyrr en um mánaðamót. Þannig er t.d. óleyfilegt að tjalda á Laugarvatni, á Þingvöllum, í Húsafelli og í Þórsmörk. Heldur fleiri ferðast með innanlandsflug og langferðabílum um helgina en um venju- lega helgi. Eftir því.sem Morgunblaðið kemst næst verða ekki margir ungiingar á grunnskólaaldri á faraldsfæti um helgina enda er skólaárinu nýlokið og fæstir hafa fjárráð til ferðalaga. Straumur 16 ára og eldri er hins vegar sagður liggja í Logaland í Borgarfirði, og verða þar m.a. hljóm- sveitirnar Jet Black Joe og GCD, og að Búðum þar sem ungt fólk safnað- ist saman í fyrra. Langferðabílar og flug María Sigurðardóttir, í afgreiðslu BSÍ, sagði að fólk hefðu töluvert spurst fyrir um ferðir langferðabíla út um allt land. Fólk á öllum aldri leitaði eftir upplýsingum og ef nefna ætti einhveija sérstaka staði umfram aðra væru það kannski Höfn í Homa- firði og Akureyri. Hún sagði að jafn- an væri meira um að fólk nýtti sér ferðir langferðabíla um hvítasunnu- helgi en aðrar helgar en ekki yrði bætt við ferðum af þeim sökum. Ingþór Jóhannesson, í innanlands- flugi Flugleiða, sagði að eitthvað væri meira um pantanir fyrir helgina en aðrar helgar. Ekki væri þó hægt að nefna eina leið umfram aðra og engar aukaferðir yrðu farnar þessa þijá daga. Yfirleitt sagði hann að hvítasunnudhelgin væri ekki sérstak- lega mikil ferðahelgi í fluginu. Vegir væri oft komnir í gott horf eins og nú og meira um að fólk ferðaðist á eigin bílum. Svo sagði hann að verk- fallshótun flugvirkja gæti haft ein- hver áhrif í þessu sambandi. Tjaldstæði Fyrir þá sem hugsa sér að ferðast um landið á eigin bíl er rétt að taka fram að flest tjaldstæði eru enn lok- uð. Má þar nefna að óleyfilegt verð- ur að tjaida á Laugarvatni en stefnt er að því að opna tjaldstæði þar um mánaðamót. Sömu sögu er að segja af tjaldstæðum á Þingvöllum. Veiði er hins vegar hafin og veiðileyfi er hægt að kaupa í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins. Guðsþjónusta verður í Þingvallakirkju kl. 14 á hvítasunnu- dag. Tjaldstæði í Húsafelli eru lokuð um helgina. Sundlaug og verslun verða þó opin að venju. Ströng gæsla verður á staðnum. Á faraldsfæti BÚAST má við að fjöldi ungs fólks verði á ferðinni um helgina en straumurinn liggur vestur á land. Skemmtanir um hvítasunnu ■ DANSBANDIÐ leikur fyrir dansi í veitingahúsinu Kam-Bar í Hveragerði í kvöld, föstudags- kvöld. Dansbandið lék hér á árum áður í Þórscafé en hefur nýlega-verið endurvakin. Hana skipa Sveinn Guðjónsson, Kristján Hermannsson, Hall- dór Olgeirsson, Páll E. Pálsson og Gunnar Þór Jónsson. ■ TODMOBILE er nú þegar bókuð um allt land langt fram á haust. í kvöld, föstudaginn 28. maí leikur hljómsveitin í Mið- garði. Hljómsveitina skipa Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds, Þorvaldur B. Þor- valdsson, Eiður Arnarsson, Matthías Hemstock og Kjartan Valdimarsson. ■ GCD með þeim Bubba Morthens, Rúnari Júlíussyni, Bergþóri Morthens og Gunn- laugi Briem leika í kvöld í iþróttahúsinu á Húsavík í sam- vinnu við íþróttafélagið Völsung. Sunnudaginn 30. maí leika þeir í Logalandi í Borgarfirði. ■ SSSÓL leikur um helgina í Vestmannaeyjum. Þar leikur hljómsveitin á þremur dansleikj- um. Fyrsti dansleikurinn föstu- dagskvöldið en aldurstakmarkið á honum verður 16 ár. Á laugar- dagskvöldið leikur hljómsveitin í Höfðanum. Á sjálfan hvíta- sunnudag verður svo síðasti danleikurinn í Eyjum. ■ SKRIÐJÖKLAR frá Akur- eyri leika á tveimur stórdanleikj- um um hvítasunnuhelgina í kvöld á Hótel Selfossi og á sunnu- dagskvöldið í Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Á dansleikjum þessum mun hljómsveitin m.a. kynna efni af nýjum geisladiski sem Skífan gefur út á næstu dögum. ■ PELICAN leikur í Sjallan- um á Isafirði um hvítasunnu- helgina. Mun sveitin flytja lög af glænýrri samnefndri plötu sinni ásamt gömlum lögum. Hljómsveitina skipa enn sem áður þeir félagar: Pétur Krist- jánsson, Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson og Ásgeir Ósk- arsson og Guðmundur Jónsson gítareigandi Sálarinnar. stoimarkabur í mftjum Garbabæ opnar í dag. ídag föstudaginn 28. maí opnar nýr stórmarkaöur í miöjum Garðabæ undir nafninu Garöakaup. Verslunin er tii húsa í eigin húsnæöi aö Garöatorgi eitt, þar sem Kaupstaöur var áöur. Einmitt á þessum sama staö opnaöi Garöakaup fyrir 10 árum siöan, en verslunin var leigö ýmsum aðilum á tímabilinu. Nú opnarþví Garöakaup aö nýju, meö ný markmiö, nýja verslun, gott vöruval, lágt vöruverö og síöast en ekki síst meö góöa þjónustu. Guöjón Sveinsson verslunarstjóri sem áðurstarfaöi í Fjaröarkaup mun leiöa Garöakaup til þjónustu viö kröfuharöa neytendur meö völdu starfsliöi sem lætur þjónustuna skipta máli. Opiö veröur alla daga vikunnar. Veriö velkomin í nýja verslun Garöakaups, •stórmarkaö sem skiptir máli. Fyrstu dagana veröa opnunartilboö á mörgum helstu nauösynjum heimilisins auk vörukynninga í dag á Emmess ís og Merild kaffi auk kynningar á andlitskreminu Plenitude frá Loreal. OPK> ALLA DAGA VIKUNNAR Mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 19 föstudaga frá 9 til 20 laugardaga frá 10 til 17 sunnudaga frá 11 til 17. Stórmarkaöur sem skiptir máli. Garðakaup er í stóru verslunar- og þjónustumiöstöðinni við Garöatorg í miðjum Garðabæ, sími 656400. Láttu þjónustuna skipta máli. Verið velkomin ( Garðakaup.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.