Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28.: MAÍ 1993 Minning Agústa Ragnars Fædd 22. apríl 1913 Dáin 17. maí 1993 Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér, amma mín, fyrir allar okkar samverustundir. Skemmti- legu frásagnimar þínar, smekklegu útpijónuðu peysurnar, jólaboðin og alla þína hlýju í minn garð. Þú varst yndisleg amma. Agústíi. Þegar við kveðjum elsku ömmu okkar viljum við þakka henni fyrir allar þær mörgu stundir sem hún hafði aflögu fyrir okkur. Þær spanna reyndar yfir mörg ár, allt frá því að hún bjó norður á Siglu- firði og eftir að hún fluttist á Fálka- götuna. Við, þau elstu, heimsóttum hana norður á Siglufjörð á okkar bernskuárum, en best þekktum við hana þó öll sem ömmu í Reykjavík, ömmu á Fálkagötu eða ömmu vest- ur í bæ, enda sagði hún okkur stolt að hún væri borinn og barnfæddur Vesturbæingur. Hún var og er ein skærasta perlan í uppeldi okkar og þess vegna finnst okkur nú svo tóm- legt og sem einhver taug hafí brost- ið. Amma kemur ekki lengur í heim- sókn til okkar og við förum ekki lengur í heimsókn til hennar. 011 eigum við listafallega út- saumaða klukkustrengi sem hún saumaði og útbjó þegar við vorum skírð, en þar kemur fram fæðingar- dagurinn og klukka sem sýnir fæð- ingartíma okkar. Amma var mikil hannyrðakona og allt sem hún saumaði og pijónaði gaf hún okkur eða öðrum sem henni þótti vænt um. Amma hugsaði alltaf fyrst og fremst um fjölskylduna sína og hún vakti yfír hveiju skrefí sem við tók- um. Henni þótt sælla að gefa en þiggja og var hún ánægð og ham- ingjusöm þegar okkur leið vel. Þeg- ar við áttum í erfíðleikum var amma alltaf reiðubúin til þess að koma og hjálpa okkur og þá kom í ljós hve sterk og vel gerð kona hún var. Amma var aldrei svartsýn, hún sá alltaf björtu hliðarnar á tilver- unni, enda var hún trúrækin kona og vissi að tilgangur lífsins var meiri en hið daglega líf þar sem skiptast á skin og skúrir. Ef til vill var hún svona skilningsrík vegna þess að kornung missti hún móður sína og nýfædda systur og síðar bróður sinn. Þyngstu sporin voru þó þegar hún missti elsta son sinn tvítugan að aldri. Um það talaði hún ekki mikið, en það fór ekki fram hjá neinum hve sárt hún sakn- aði hans og minningin lifði í hjarta hennar. Við bamabörnin erum ellefu tals- ins og þótt aldursmunurinn sé mik- ill og búsetan dreifð fínnum við alltaf til náinna tengsla og fjöl- skyldubanda. Það getum við best þakkað ömmu, svo ötul sem hún var að hóa okkur saman og bera boð á milli okkar. Vonandi eigum við eftir að halda þessum tengslum þó að ömmu njóti ekki'lengur við. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði, þú varst svo óvænt kölluð frá okkur. En við vitum að þér líður vel og okkur líður líka vel þegar við minnumst þín og alls þess sem þú varst okkur. Guð blessi þig og varðveiti. Barnabörnin. Nú þegar voraði og sumar fór í hönd, vonaði ég að það yrði Ágústu styrkur og hjálp, en hún þurfti að gangast undir aðgerð á Sjúkrahúsi Akraness. Sú von brást, kraftur gróandans gat þar engu um þokað. Hún fékk blóðtappa meðan á að- gerðinni stóð og lést litlu síðar. Þegar séð er á bak góðum vin, sækja minningamar að. Okkar vin- átta hófust í Kvennaskólanum í Reykjavík, er við vorum fímmtán ára gamlar og hélst æ síðan. Við lásum saman, fórum í enskutíma og það varð fljótt svo margt sameig- inlegt. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum yfir Tjarnarbrúna hvor til annarrar; hún á Sólvallagötu, ég á Fjólugötu. Þau voru lítt talin spor- in þá og svo þurfti að bregða sér í bæinn; sýna sig og sjá aðra og koma_ við á Borginni, eins og sagt var. Ég man er við komum í fyrsta sinn á Hótel Borg. Svo fallegan skemmtistað höfðum við auðvitað aldrei séð, það var hrein upplifun að sjá allt sem þar var svo fallegt, meira að segja var þar hljómsveit og dansað. Allt þetta var nýtt fyrir okkur. í saumaklúbbi okkar vinkven- anna höfðum við látið okkur nægja upptrekktan ferðafón og dansað af hjartans lyst. Stundum var kannski meira hlegið en saumað. Annars voru þær allar svo myndarlegar, Stundum fékk ég orð í eyra fyrir að vera ekki nógu iðin, en ég benti þeim á að einhver þyrfti að trekkja upp grammófóninn. Nú eru tvær horfnar úr þessum hópi; fyrst Elísa- bet Halldórsdóttir Bjarnason, og nú Ágústa. Eftir skólagöngu hófst vinna og starfaði Ágústa nokkur ár á skrif- stofu Kveldúlfs hf. Ágústa var dóttir Ágústs John- sen, sem var gjaldkeri hjá Lands- banka íslands. Móður sína, Guð- rúnu Tómasdóttur, missti hún barn- ung. Þau hjón eignuðust tvö börn, Ágústu og Karl, sem nú er látinn. Eitt sinn bauð Ágústa mér með sér að Barkarstöðum í Fljótshlíð, en þar bjó amma hennar og frænd- fólk myndarbúi. Þar vorum við í nokkra daga í góðu yfirlæti. Þar skammt fyrir ofan var Bleiksár- gljúfur, þar sem tekið var atriði í kvikmynd er gerð var eftir sögu Guðmundar Kamban; „Hadda Padda“. Fyrir okkur var því þetta stórbrotna og fagra gil enn glæsi- legra og ævintýralegra. Þegar ég gifti mig gaf Ágústa mér yndislega fallegan dúk, sem þún hafði saumað. Hún lét teikna mynstrið upp á silkishangton af bollum og diskum sem ég hafði fengið í brúðargjöf, og saumaði með kúnstsaum, sem kallaður var. Öll handavinna var leikur í höndum hennar og var ekki hægt að gera betur. Þetta var ekki í eina skiptið sem hún gladdi mig með handa- vinnu sinni. Minnist ég þess er hún spilaði fyrir okkur vinkonurnar ungverska Rhapsodie eftir Liszt hve fíngrafim hún var og hefði getað orðið góður píanóleikari, hefði hún lagt það fyr- ir sig. Einnig hafði hún mjög fal- lega og lipra rithönd, sem ekkert lét á sjá þó árin færðust yfir. Ágústa giftist Ólafí Ragnars út- gerðarmanni og kaupmanni, og fluttust þau til Siglufjarðar. Þar eignuðust þau fjögur'börn, Gunnar viðskiptafræðing, Karl verkfræðing og Guðrúnu hjúkrunarfræðing. Ágústa og Ólafur urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa son sinn Ragnar í flugslysi, kominn á menntabraut við Háskóla íslands. Ekki rofnaði samband okkar þó að vík yrði á milli vina. Við skrifuð- umst á og fréttum náið hvor af annarri. Tvisvar heimsótti ég hana til Siglufjarðar. Í seinna skiptið fór- um við hjónin akandi með unga dóttur okkar og ókum Siglufjarðar- t Hjartkær móðir okkar, ÁSTRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR frá Hrfsbrú, Austurbrún 4, lést 26. maí. Jón Ó. Hjörleifsson, Ólöf Hjörleifsdóttir, Andrés Hjörleifsson, Hjördis Hjörleifsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA RAGNARS, sem andaðist 17. maí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 28. maí kl. 13.30. Gunnar Ragnars, Guðríður Eirfksdóttir, Karl Ragnars, Emilfa Jónsdóttir, Guðrún Ragnars, Jens B. Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Hólmgarði 64, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum að morgni 26. maí. Sigurður Valdimarsson, Áslaug Valdimarsdóttir, Árni Valdimarsson, Svala Valdimarsdóttir, V. Gísli Valdimarsson. t Eiginmaður minn, JÓHANNES GILBERT LEÓSSON, Njarðvfkurbraut 21, Innri Njarðvík, lést þann 25. maí á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Útför fer fram laugardaginn 29. maí kl. 14.00 frá Innri Njarðvfkurkirkju. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Innri Njarðvíkurkirkju. Birthe Leó, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Fjarðarseli 35, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 29. maí kl. 13.30. Marin Henný Matthíasdóttir, Matthías Ólafsson, Auður Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Guðmundur Árnason, Auður Thoroddsen, Árni Guðmundsson, Sigurbjörg Hermundsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ÖNNU SIGRÚNAR JÓNASDÓTTUR frá Flatey á Skjálfanda, Austurási, Hveragerði. Systkini, tengdafólk og frændfólk. Lokað í dag frá kl. 8.00-13.00 vegna útfarar INGIMUNDAR INGIMUNDARSONAR. Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar hf., Tangarhöfða 8-12. skarð, og fannst mér nóg um. Er við hugðumst fara til baka, stóð bíllinn okkar hreinn og fágaður utan dyra. Karl sonur þeirra hafði þá verið látinn þvo bílinn. Eftir skemmtilega heimsókn og innilegar móttökur lögðum við af stað með húsmóðurina innan borðs til Akur- eyrar, en þangað átti Ágústa er- indi. Þá vissi ég ekki fyrr en við vorum komin yfír skarðið. Þegar síldin brást, fluttust þau til Reykjavíkur. Eftir það urðu sam- verustundirnar fleiri og alltaf voru það gleðistundir að sjást. Ágústa var áfram á heimili sínu eftir að hún missti mann sinn fyrir nokkrum árum. Fór hún þaðan í sína hinstu ferð. Vináttan er eitt af verðmætum lífsins — sem yljar alla tíð — á þessa vináttu féll enginn skuggi. Guð blessi minningu hennar. Björg Magnúsdóttir Thoroddsen. Mig langar að minnast tengda- móður minnar í fáeinum fátækleg- um orðum sem eru lítils megnug, þegar maður stendur allt í einu frammi fyrir því að sá sem manni þykir vænt um er hrifinn í burtu. Ágústa fæddist í Reykjavík 22. apríl 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Tómasdóttir og Ágúst Johnson bankagjaldkeri í Reykjavík. Móðir hennar dó þegar Ágústa var ung og dvaldist hún því hjá afa sínum og ömmu að Barka- stöðum í Fljótshlíð mörg sumur eft- ir það. Ágústa stundaði nám í Kvenna- skólanum og starfaði síðan hjá út- gerðarfyrirtækinu Kveldúlfí í Reykjavík. Hún giftist Olafí Ragn- ars árið 1936 og hófu þau búskap í Siglufirði og ráku þar sfldarsöltun fram til ársins 1963, en fluttust þá til Reykjavíkur. Ágústa og Ólafur eignuðust fjög- ur börn. Elstur var Ragnar Friðrik, hann dó_ 1958; Gunnar Sverrir, for- stjóri Útgerðarfélags Akureyrar; Karl Ágúst, forstjóri Bifreiðaskoð- unar íslands; og Guðrún, bama- hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Olafur dó árið 1985. Ágústa var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á lífínu og tilverunni. Hún var einstaklega jákvæð manneskja og var mikil dugnaðarkona í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mjög víðlesin og ættfróð kona. Ágústa var mikil sjálfstæðis- manneskja og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Oft voru líflegar um- ræður um pólitík þar sem Ágústa var. Samverustundimar hafa verið margar og ánægjulegar. Nefni ég t.d. árlegu jólaboðin á Fálkagöt- unni. Síðustu páskamir vom okkur öll- um mjög ánægjulegir er öll fjöl- skyldan var saman komin á Akur- eyri. Ágústa varð 80 ára hinn 22. apríl síðastliðinn og var sá dagur mjög minnisstæður okkur öllum. Þá fórum við með henni á æsku- stöðvar hennar í Fljótshlíðinni. Ágústa hafði alla tíð verið mjög heilsuhraust manneskja og kom því andlát hennar okkur öllum mjög á óvart, en enginn veit hvenær kallið kemur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið saman. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Jens B. Helgaon. í blúmaski’oyliiigum vid öll (a’kilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bcrgstaðastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.