Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 11
eftommmMm^MsMm »ii Austræií sveifla Jass Guðjón Guðmundsson Áfram heldur Rúrek '93 og sl. miðvikudagskvöld lék tríó á Sóloni íslandusi skipað Japönun- um Hiroshi Minami píanóleik- ara, Masa Kamaguchi kontra- bassaleikara og íslendingnum Matthíasi Hemstock trommu- leikara. Matthías var samtíða þeim í Berklee tónlistarskólan- um í Boston og fékk hann þá til landsins með tilstyrk Rúrek. Minami er fullmótaður og afar tæknilegur píanisti. Ásláttur hans er kraftmikill og hann leik- ur sér að allrahanda trillum og útflúri. Túlkun tríósins á Foggy Day eftir Gershwin var óhefð- bundin og á köflum allt út í frjálsan jass, en í upphafs- og lokakaflanum svíngaði allt ræki- lega. Þá léku þeir lag úr kvik- myndinni Merry Chrístmas Mr. Lawrence eftir japanska tón- skáldið Sakamoto. Stefin eru afar austræn en flutningurinn í heild snerist um frekari úr- vinnslu á þeim og var ekki látið staðar numið fyrr en tónlistin var komin út úr formi og takti. Verkið eða flutningur þess var fulllangt og tilraunakennt til að hreyfa við undirrituðum, en tríó- ið bætti það upp í næsta númeri sem var blús eftir Minami. Brennuvargarnir voru í Djúp- inu sama kvöld, en sveitina slripa SigUrður Flosason altsaxófónn, Edvald Lárusson gítar, Arnold Ludvig kontrabassi og Einar Valur Scheving trommur. Gaml- ir jassslagarar voru teknir til skoðunar og margt var vel gert. Edvald er áhugaverður gítar- leikari með sánd sem erfitt er að henda reiður á, nema það sé hans eigin afurð. Þáttur Færey- inga í Rúrek er töluverður, því auk Arnolds, sem hljómaði vel í Djúpinu en virkaði nokkuð ófrjáls vegna nótnalesturs, hafa landar hans Magnus Johansen og James Olsen komið fram á hátíðinni. Annar hápunktur Rúrek verð- ur í kvöld í Súlnasal þegar kvart- ett Sven Asmussen kemur fram. Þá gefst á ný kærkomið tæki- færi til að hlýða_ á Jesper Lundgaard, sem bjargaði tón- leikum Freddie Hubbards fyrir- horn sl. þriðjudag, auk meistara- fiðlarans danska, gítaristans Jacobs Fishers og trommarans Aage Tangaard. Morgunblaðið/Sverrir Kjarvalsstaðir öiniiH/jrsyiiiii.^ flí verkum Kjarvals SÝNING á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval sem eru í eigu Lista- safns Reykjavíkur var opnuð síðastliðinn laugardag, 22. maí. Að þessu sinni er megináhersla lögð á að sýna teikningar Kjarvals og „manneskjuna" í list hans. A sýningunni eru margir „hausar" eins og þeir hafa verið kallaðir og málverk og teikningar af fólki, bæði raunverulegu sem óraunverulegu. Einnig eru fyrirferðarmiklar á sýningunni skissur Kjarvals og verk þar sem hann blandaði saman texta og myndum, en Kjarval skrif- aði gjarnan niður hugleiðingar sín- ar um lífið og tilveruna og mynd- skreytti þær. Að auki eru sýndar bækur þær sem hann skrifaði, dúkskurðarmyndir, handrit og uppköst að ljóðum sem^hann orti. Þannig að segja má að verið sé að sýna „skáldið" Jóhannes S. Kjarval í eilítið nýju ljósi. Kjarval er óumdeilanlega einn helsti meistari íslendinga á sviði myndlistar og skipa verk eftir hann stóran sess í huga þjóðarinnar. Hann fæddist á Efriey í Meðal- landi árið 1885 og lést í Reykjavík 1972 og skildi eftir sig lífsstarf sem verður að teljast einn af mikilvæg- ari hlutum í menningararfi þjóðar- innar. Kjarvalsstaðir eiga mikið safn verka eftir hann og er stofn þess gjöf listamannsins til Reykja- víkurborgar 1968 en síðan þá hafa Grieg-hópurinn sem býður upp á ýmis tilbrigði við flutning á tónlist Griegs á tónleikum sínum. Vestnorskir dagar í Norræna húsinu Tónlist og þjóðlegar hefðir allsráðandi I KVOLD, föstudaginn 28. maí, verða settir Vestnorskir dagar í Norræna húsinu í Reykjavík. Að loknum ræðuhöldum og veitingu styrks úr Framþróun- arsjóði norrænnar menningar, samfélags- og heilbrigðis fyrir ungmenni, hefjast tónleikar þar sem flutt verður tónlist norska tónskáldsins Edvards Griegs. Fjölbreytt dagskrá verður allt til loka Vestnorsku daganna. Kynnt verður menntun, menn- ing og hefðir í Vestur-Noregi og má m.a. nefna að fimm manns frá heimilisiðnaðarfélaginu í Voss í Noregi munu sýna ýmis vinnu- brögð við framleiðslu á norskum Svipmynd frá hefðbundnu Voss-brúðkaupi. Jóhannes S. Kjarval. fjölmargir einstaklingar gefið safninu ómetanleg verk og þannig stuðlað að með velvilja sínum að mögulegt sé að halda minningu listamannsins á lofti á verðugan hátt. Sýningar á verkum Kjarvals hafa verið með reglulegu millibili allt frá því að Kjarvalsstaðir voru opnaðir fyrir 25 árum, og stendur sýningin nú yfir í allt sumar. heimilisiðnaði í íslenskum heimilis- iðnaði á morgun, laugardaginn 29. maí, milli kl. 10 og 14. Einnig mun hópur frá Voss Spelemannslag spila og sýna þjóðdansa á Lækjar- torgi. Kl. 14 mun hópur Vestlend- inga frá Voss kynna gamla brúð- kaupshefð og fer hún þannig fram að brúðhjónin ríða ásamt fríðu föruneyti um götur bæjarins. Riðið verður frá Laugardal niður Suður- landsbraut og Laugaveg yfir Hlemm og að Lækjartorgi. Þaðan verður farið eftir Fríkirkjuvegi og Skothúsvegi að Norræna húsinu þar sem þjóðdansar og tónlist verða allsráðandi. Hvítasunnudagur Sunnudaginn 30. maí, hvíta- sunnudag, verður norsk-íslensk guðsþjónusta í Hallgrímskirkju og mun Halfdan Tsschudi Bondevik, dómprófastur í Björgvin, predika en Sigurður Pálsson þjónar fyrir altari. Guðsþjónustan fer fram á norsku en fluttur verður útdráttur úr predikuninni á íslensku. Sex hljóðfæraleikarar úr Grieg-hópn- um leika, en þeir slást svo aftur í för með félögum sínum síðar um daginn þegar haldnir verða Grieg- tónleikar í Norræna húsinu kl. 17. Norðmenn fagna því um þessar mundir að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans, en verk hans eru þekkt um heim allan og almennt talin til hins besta í norskri tón- list. Grieg-hópurinn er skipaður tónlistarmönnum frá Hordlands- fylki í Vestur-Noregi og hafa þeir sett saman nýstárlega dagskrá sem samanstendur m.a. af hefð- bundnum flutningi á tónlist Gri- egs, eilítið jazz-kenndum flutningi og í vísna- og þjóðlagaformi. Annar í hvítasunnu Næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu, flyst dagskrá Vest- norsku daganna út fyrir borgar- mörkin og til Reykjaskóla í Hrúta- firði. Þar verður m.a. endurtekið Voss-brúðkaup, sýning á þjóðdöns- um, þjóðlög leikin og kynntur heimilisiðnaður og hefðir, bæði frá Voss og Húnavatnssýslu. Hefst sú dagskrá kl. 14 og stendur til kl. 18. PUMA \ 27., 28. og 29. mai 20% afsláttur DAGAR »humm6lr SPORTBÚÐIN Ármúla 40 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.