Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 45 Minninff Ingimundur Lngimundarson Fæddur 3. mars 1967 Dáinn 21. maí 1993 Á vegferðinni verða margir á vegi manns. Vegfarendur eru hver öðrum frábrugðnir og hver kynni vekja upp ólíkar tilfinningar í bqostum okkar. í minningunni um Munda er mér einlægni í fari hans efst í huga. Af henni spratt virðing og hiýja sem við, vinir hans, nutum í svo ríkum mæli. Honum var hógværðin að sama skapi í blóð borin og hvað sem á gekk skipti hann ekki skapi. Sannur var hann vinum sínum og gaman var á góðum stundum að sitja og spjalla við Munda. Hann hafði einlægan áhuga á því sem aðrir höfðu fyrir stafni og raunar var honum fátt mannlegt óviðkomandi þegar hlé gafst eftir erilsaman dag. Þá leið stundin alltaf hratt og stundum of hratt eins og lífið nú. Við áttum enn eftir að ræða svo margt þegar tíminn rann út. En innst inni búa enn þau verðmæti sem kynni okkar ólu af sér og vitneskjan um að hafa notið þeirra sönnu forrétt- inda að kynnast góðum dreng heldur áfram að vera til. Ég votta fjölskyldu Munda inni- lega samúð mína. Guð veiti henni styrk í sorg sinni. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir. Okkur er þungur söknuður í huga þegar við í dag kveðjum Ingimund Ingimundarson hinztu kveðju. Það er erfitt að sjá á bak mönnum sem eru frá okkur teknir í blóma lífsins, þegar ennþá er vor á æviskeiðinu. En þetta er nú engu að síður stað- reynd sem ekki verður breytt. Þá er ekkert eftir nema minningin ein og hún verður ekki frá okkur tekin. Ingimundur kom til starfa hjá okkur fyrir átta árum. Þá hafði hann nær lokið bifreiðasmíðanámi í því fagi sem hann hafði valið. Hann starfaði síðan hjá okkur til dauða- dags. Ingimundur var traustur starfsmaður, samstarfsmaður og fé- lagi. Hann lagði sig fram við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur, Var starfssamur og hjálpsamur, áreiðan- legur og vandvirkur. Fyrirtækið okk- ar er fjölskyldufyrirtæki og Ingi- mundur féll vel inn í þann hóp sem þarna starfar. Hann var virkur þátt- takandi bæði á vinnutíma og utan. Er þar sérstaklega að minnast nokk- urra ferða starfsmannanna til út- landa. Þar var lífsgleðin svo sannar- lega í fyrirrúmi. Ingimundur var þó alltaf kjölfestan í að sjá til þess að fjölmennur hópurinn færi sér ekki að voða eða yrði sér til skammar. Okkur er öllum minnisstætt hvern- ig hann stóð fyrir fjölmennri veislu í fyrravetur af því tilefni að hann átti 25 ára afmæli. Þangað bauð hann okkur öllum og öðrum stafsfé- lögum sínum fyrr og síðar. Þeir eru ekki margir jafnaldrar hans sem hafa staðið jafnmyndarlega að sam- bærilegum viðburði og Ingimundur gerði þá. Þarna kom einnig fram þannig að eftir var tekið hversu vel fór á með honum og foreldrum hans. Ingimundur var spaugsamur mað- ur, enda er nauðsynlegt að geta svar- að fyrir sig fljótt og vel þar sem ungir og hressir menn eru margir saman. Á vinnustað eins og okkar er algengt að menn séu mjög áhuga- samir um bíla og allt sem þeim við kemur. Ingimundur var svo sannar- lega einn af þeim. Þær eru ófáar fjallaferðirnar sem starfsfélagarnir á verkstæðinu hafa farið á undanförn- um árum á jeppunum sínum og þá hefur oft reynt á útsjónarsemina þegar eitthvað hefur komið upp á. Þarna sem annars staðar stóð Ingi- mundur vel fyrir sínu. Eitt dæmi um slíkt er það æðruleysi sem hannsýndi í vetur þegar þeir ferðafélagarnir misstu bílana niður um ísinn í Hvítár- vatni. Þótt Ingimundur hafi verið farþegi í ferðinni var ekki við annað komandi en að hann tæki fullan þátt í að gera við þær skemmdir sem orðið höfðu þegar heim var komið. Slíkum mönnum sem Ingimundi er þungt að sjá eftir. Það erum við þó neydd til að gera. Eftir situr minn- ing um góðan dreng. Hana munum við geyma hjá okkur. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til foreldra og systra Ingimundar. Árni V. Gíslason og fjölskylda. Ingimundur vinur minn er dáinn, þessi hugþekki og prúði drengur hefur verið tekinn frá okkur í blóma lífs síns. Hann sem alltaf hafði horft fram á veginn í átt til framtíðar. Með tilhlökkun hafði hann beðið eft- ir sumrinu, þegar náttúran vaknar til lífsins og birtan hvetur menn til dáða. Lát Ingimundar hefur slegið myrkri og kulda á sumarkomuna. Sorgin er sár og sannleikurinn bit- ur. Ingimundur, sem alltaf hafði verið svo gefandi og skapandi, hann sem átti svo fallega drauma sem hann ætlaði sér að láta ræt- ast. Hann sem alltaf hafði reynst mér sem minn besti bróðir og stappaði í mig stálinu þegar á þyrfti að halda. Ingimundar er sárt saknað, hans skarð verður vandfyllt. En minningin, já minningin hefur tekið sér bólfestu í huga mínum, og hún mun lifa til æviloka. Tímunum saman hef ég sökkt mér niður í minn- ingarnar um þennan góða dreng. Þær hafa náð að varpa ljósi á tilver- una. Ég á svo margs að minnast. Minningarnar um Munda, eins og hann var alltaf kallaður, hafa reynst mér sú huggun og sá styrkur sem þrek mitt hefur þarfnast í þeirri miklu sorg sem nú ríkir. Og'þessar góðu minningar eru mér dýrmætar, enginn getur tekið þær frá mér, þær mun ég varðveita sem mína bestu eign. Mundi var borinn og barnfæddur Kópavogsbúi. Hann var sonur hjón- anna Ingimundar Ingimundarsonar leigubifreiðarstjóra frá Efri-Ey II í Meðallandi og Hrefnu Gísladóttur starfskonu á Borgarspítalanum og húsmóður frá Naustakoti á Vátns- leysuströnd. Mundi átti tvær systur, Guðnýju, starfsmann hjá Skógrækt ríkisins, gift Gunnari Sigfinnssyni, sem starfar hjá Loftorku, og Björku, húsmóður, gift Björgvini Harðarsyni, bónda á Hunkubökkum í V-Skafta- fellssýslu. Við Mundi kynntumst fyrst á ungl- ingsárum. Við urðum strax miklir mátar og vinátta okkar dafnaði ákaf- lega vel. Mundi var mikill áhugamað- ur um bifreiðar. Það var því nokkuð Hinn 19. maí lést í Landspítalan- um Sigurhans Sigurhansson skip- stjóri á 73. aldursári. Útför hans verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. maí. Sigurhans fæddist 3. desember 1920 og ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum, Magneu Einars- dóttur og Sigurhans Hannessyni. Sextán ára gamall gerðist Sigurhans sjómaður og fór þegar aldur leyfði í Stýrimannaskólann, lauk þaðan fiskimannaprófi og í næstum aldar- fjórðung starfaði Sigurhans hjá út- gerðum og var oftast með báta frá Suðurnesjum. Eftir að Sigurhans hætti á sjónum hóf hann störf hjá íslenskum aðalverktökum og þar starfaði hann óslitið í 30 ár eða þar til hann hætti störfum vegna aldurs, þá-kominn yfir sjötugt. ■Þeir gerast nú æ færri, sem hefja lífsbaráttuna upp á eigin spýtur 16 ára gamlir og ákveða sjálfir og óstuddir hvert skref sem tekið er á ævibraut. Með þessum mönnum, vel gerðum að eðlisfari, þroskast sterk og heilbrigð skaphöfn, íhygli og festa ásamt æðruleysi þegar á móti blæs, og er slíkum jafnan hugstætt að hver er sinnar gæfu smiður. Þegar sjálfgefið að hann legði stund á nám sem tengdist bifreiðum. Hann valdi sér bifreiðasmíðar sem aðalfag og starfaði allan sinn starfsferil á Rétt- ingaverkstæði Árna Gíslasonar. Mundi var mjög farsæll í starfi sínu og verk hans jafnan lofuð. En Mundi átti annað stórt áhuga- mál og það voru ferðalög. Margar af bestu samverustundum okkar Munda eru einmitt tengdar ferðalög- um hér innanlands. Hann hafði mikla ást á landinu sínu. Þær voru ófáar stundirnar sem við þvældumst um landið okkar á jeppanum hans sem hann var alltaf svo stoltur af. Við skemmtum okkur, lentum í alls kyns ævintýrin, söfnuðum að okkur fróð- leik um landið, skoðuðum fornfræga sögustaði með lotningu fyrir hetjum íslandssögunnar, við hlógum og við göntuðumst yfir öllu og engu, við nutum frelsisins sem _hin fagra og víðáttumikla náttúra íslands býður þeim sem hana virða og elska. Minnisstæðastar eru þó ferðir okk- ar Munda austur í Skaftafellssýslu, þangað sem hann átti ættir sínar að rekja. Þessara ferða biðum við alltaf fullir eftirvæntingar og spennu. Mundi var ákaflega kunnugur á þess- um slóðum og dró hvergi af við að upplýsa mig og fræða um þau héruð er ættmenni hans byggðu og byggja enn. Þær voru sérstakar þessar ferð- ir. Alltaf tóku ættingjar hans og vin- ir á móti okkur af þeim mikla höfð- ingsskap sem þetta fólk er þekkt fyrir. Næst þegar ég fer austur verð- ur Mundi ekki með í för. En ég mun ætíð sjá ljóslifandi fyrir augum mér þann hamingjusvip sem alltaf kom á andlit hans þegar hann nálgaðist sveitina sína. Mundi var ákaflega lífsglaður drengur. Fátt þótti honum skemmti- legra en að vera í góðum hópi félaga og vina. Þær voru ófáar stundirnar sem við félagar hans áttum með honum uppi á loftinu hjá honum. Reyndar kölluðum við loftið alltaf bara félagsmiðstöðina okkar vegna þess sérstaka og skemmtilega and- rúmslofts sem þar ríkti. Á þessum stundum lá alltaf ákaflega vel á Munda. Hann hafði léttan og skemmtilegan húmor sem hitti alltaf beint í mark. Það var alltaf mjög gaman að ræða við Munda. Við náðum alveg ótrúlega vel saman og gátum bók- stafiega rætt um allt milli himins og jarðar. Margar góðar stundir áttum við saman yfir kaffibolla í þægilegum umhverfi. Við ræddum um lífið og tilveruna og oft urðu vangaveltur okkar uppspretta fróðleiks, þekk- ingar og aukinnar víðsýni. Mundi var alltaf ákaflega bjartsýnn og vildi draga fram jákvæðu hliðarnar á líf- inu. Hann var maður framfara og framtakssemi, fátt þótti honum leið- inlegra að horfa upp á en stöðnun og afturhaldssemi. Hann var ævin- ég lít yfir farinn veg eða rúma fjóra áratugi sem ég þekkti Sigurhans, minnist ég þessara eiginleika í fari hans. Hann var tryggur vinum sínum og trúr vinnuveitendum, hógvær í orðum um menn og málefni og lagði það eitt til, er tils hins betra horfði. Sigurhans tók allnokkurn þátt í félagsmálum m.a. í Verslunarmanna- félaginu í Keflavík og bridge spilaði hann með ágætum og sat í verð- launasveit Bridgefélags Keflavíkur. Síðustu æviárin var Sigurhans oft illa haldinn af liðagigt og hafði auk þess kransæðasjúkdóm. Það er til marks um einbeitni hans að hann iðkaði sund og pútt eins og kraftar leyfðu, hress og baráttuglaður þrátt fyrir veikindin. Fólk um tvítugt velur sér ekki maka af rökhyggju, þar ráða önnur lögmál líkt og þegar sest er við spila- borðið og enginn veit hvaða spil hann fær á hendi, sumir vond, aðrir góð og þar var Sigurhans vinur minn hreinlega heppinn með spil og spila- félaga og lauk þeirri hjónabandsrú- bertu, ef svo má að orði komast, með glæsibrag á fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli þeirra hjóna á heimili dóttur þeirra í Danmörku hinn 6. lega trúr sannfæringu sinni og ég man alltaf hve stefnufastur hann varð þegar sannfæringin bað hann hvergi að hvika, því að réttlætið skyldi ríkja. Réttlæti, heiðarleiki og hjálpsemi, það voru einmitt þessir þættir sem voru ríkjandi í fari þessa unga manns. Honum treysti ég og honum trúði ég fyrir leyndarmálum mínum. Skyndilegt fráfall Ingimundar er öllum sem hann þekktu mikill harm- ur, en mestur harmur er þó kveðinn að fjölskyldu hans og nánustu ætt- ingjum. Þau hafa sameinast á þess- ari erfiðu stund og staðið saman sem einn maður. Ég "otta þeim mína dýpstu samúð, og megi Guð veita þeim huggun og styrk í sorginni. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng og fyrir að hafa fengið að verða samferða honum í lífinu. Blessuð sé minning vinar míns Ingimundar Ingimundarsonar. Ásmundur Guðmundsson. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur inín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sv. Egilsson) Við frændsystkinin minnumst Ingimundar frænda okkar með hlý- hug og þökk. Hann var hluti af.okk- ur, við ólumst upp með honum, og hann tók þátt í leikjum og daglegu lífi okkar. Hann fylgdist með því, hvað við vorum að gera, þó að við værum á mismunandi aldri, þá kom hann alltaf eins fram við okkur öll. Við lítum upp til hans og vorum stolt af því að eiga hann fyrir frænda. Jeppaferðir voru hans líf og yndi, og naut hann þess að segja okkur frá þeim ferðum, helst ef eitthvert ævintýri hafði gerst í kringum þær. júní í fyrra. Guðný Guðmundsdóttir og Sigur- hans gengu í hjónaband 1942. Þau bjuggu fyrstu hjúskaparárin í Reykjavík, en fluttust síðan til Kefla- víkur og hafa búið þar síðan og nú síðast í Smáratúni 48. Þau hjón voru samhent um alla hluti og var ánægju- legt að sjá hve mikla umhyggju þau báru hvort fyrir öðru og fyrir börnun- um sex að tölu, 13. barnabörnum og 7 langafa- og langömmubörnum. Börn þeirra hjóna eru: Hrafn, við- skiptafræðingur, kvæntur Birnu El- rners; Magni, forstjóri, kvæntur Guð- rúnu Kristinsdóttur; Signý, gift Grét- ari Sigurðssyni; Anna Dóra, gift Paul Dideriksen í Danmörku; Guðný, býr í Bandaríkjunum, og Sigríður, býr í Keflavík. Fjölskyldu sinni sýndi hann rækt- arsemi og leið honum alltaf vel með henni. Ingimundur var hrókur alls fagnaðar, er við vorum öll saman, hvort sem það var heima á Vallar- tröðinni eða í sumarbústaðnum fyrir austan. Alltaf var stutt í kímnina og hláturinn hjá Ingimundi og oft var glatt á hjalla. Þannig viljum við minnast hans, er við kveðjumgóðan og skemmtileg- an frænda. Við þökkum fyrir allar þær stundir er við áttum saman í gegnum árin. Við kveðjum þig, kæri frændi. Hvíl þú í friði. Systkinabörnin Hrefna Björg, Sigfinnur, Hörður Daði, Ragn- ar Ingi, Ingimundur, Ivar og Viðar. Mig langar að skrifa nokkur orð eftir frænda minn Ingimund Ingi- mundarson sem lést svo óvænt í síð- ustu viku. Við vorum systkinasynir og næstum jafngamlir. Ingimundur þó tveimur árum eldri sem á sumum aldursskeiðum var svolítill aldurs- munur, en ekki lengur. Milli heimila okkar er mikill samgangur og oft var komið og leikið sér í Vallartröð- inni eða hann kom niður á Kársnes- braut með Hrefnu og Ingimundi. Þegar við stækkuðum fórum við Ingimundur að vinna saman í brúar- vinnu við Sogið 1983 og vorum sam- an í skúr, báðir að bytja að vinna „alvöruvinnu". Við unnum oft saman og brölluðum ýmislegt, notuðum hæðarkíkinn til að kíkja á stelpurnar í Þrastarlundi og svona. Allt í góðu enda menn ekki sérlega alvörugefn- ir. Um tíma höfðum við það verkefni að ganga frá festingum undir upps- lættinum að nýju brúnni og var það unnið úr fjögurra og fimm metra háum pöllum. Það var ekki laust við að okkur fyndist rófubeinið vera far- ið að lengjast af öllu prílinu og vorum við að hugsa um að sækja um Tarz- an-skýlu sem eðlilegan og nauðsyn- legan vinnufatnað! Við unnum saman um stuttan tíma annað sumar, en Ingimundur var þá kominn í bílasmíðina sem hann kunni vel við. Því fylgdi síðan jeppadella og voru það margir túrar sem hann fór með félögum sínum um landið sumar sem vetur. Við vorum ekki alltaf að hittast, en þó reglulega í fjölskylduboðum, heimsóknum og ferðum suður á Strönd. Og um nokkur ár hafði það verið fastur liður í jóladagsboðinu hjá Hauki og Gauju að þegar aðrir hættu að spila og fóru heim sátum við Ingimundur eftir og spiluðum alla nóttina, og þótti slappt ef staðið var upp frá borðinu fyrir klukkan sex eða sjö. Þetta var að verða hefð á jólunum og einn af föstum punktum tilverunnar. Nú verður stórt skarð við borðið. Flosi Eiríksson. Við hjónin litum inn til Sigurhans á Sjúkrahúsið um það bil þremur vikum fyrir andlát hans. Var hann þá hinn glaðasti í bragði, enda voru þá hjá honum Guðný kona hans og dæturnar fjórar. Er hér svo kvaddur góður maður, er þeir sem þekktu munu lengi minnast. Guðbjörg og Páll Beck. Kveðja frá Bridsfélagi Suðurnesja Einn af okkar elztu keppnisspilur- um, Sigurhans Sigurhansson er lát- inn, 72 ára að aldri. Sigurhans eða Hansi eins og við nefndum hann ætíð okkar í milli fluttist til Keflavík- ur 1951, en hann var þá til sjós. Snemma á sjöunda áratugnum hóf hann störf hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann vann farsælt starf til síðasta dags. Fljótlega eftir að Hansi hætti á sjónum byijaði hann að spila hjá bridsfélaginu þar sem hann var ætíð í fremstu röð. Hann sigraði í innanfé- lagsmótum Bridsfélags Suðurnesja bæði í sveitakeppni og tvímenningi og starfaði ötullega innan félagsins þar sem hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum. Má þar nefna að Hansi var gjaldkeri í áraraðir. Við kveðjum þennan samheija okkai' með söknuði. Hann var ætíð erfiður andstæðingur við spilaborðið en þess utan góður félagi. Eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandend- um sendum við samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Arnór Ragnarsson. Minning Sigurhans S. Sigur- hansson, Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.