Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ -FÖSTUDAGUR- 28; MAI 1&98- ^55» 1 J 4 Að bruggsí ólyfjan Frá Guðmundi Hallgrímssyni: ÞAÐ VIRÐIST vera eins öruggt og að sumri fylgi vetur að með nýrri ríkisstjórn kemur fram nýtt lyfsölu- frumvarp. Síðasta ríkisstjórn hafði hug á einskonar þjóðnýtingu á lyfsöl- unni að sænskri fyrirmynd en núver- andi heilbrigðisráðherra virðist telja heppilegasta fyrirkomulagið að hafa jafn mörg apótek og sjoppur lands- ins. Það sem vefst fyrir okkur sem vinnum við lyfsölu er m.a. þetta: Hvað er það sem ekki er hægt að ná fram í núverandi kerfí og heil- brigðisráðherra telur nauðsynlegt að framkvæma? Vilji hann t.d. fjölga" apótekum er það auðvelt með núver- andi lögum. Ef hann telur að ein- hverjir apótekarar græði of mikið á lyfsölu þá hefur hann einnig ýmis tæki til að ná hugsanlegum óeðlileg- um gróða. Hins vegar er það afar brýnt að ráðherra fari að lögum þeg- ar hann vill ná fram breytingum í lyfsölunni. Ég skora á ráðherra að svara því hvað það er í núverandi kerfi sem hindrar hann í því að koma á þeim breytingum sem hann telur sig frek- ar ná fram með hinu nýja frum- varpi. Þegar frumvarpshöfundar og þingmenn eru spurðir um það atriði í frumvarpinu hvernig haga eigi verð- lagningu lyfja er ekki hægt að fá nein svör. Ég spyr því enn, hvernig verður hagað álagningu lyfja í heild- sölu og smásölu samkvæmt frum- varpinu? Eg vil einnig minna heilbrigðis- Um „ódáins- iðju" í lög- regludagbók Frá Sigurði Helga Guðjónssyni: í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag- inn var dálkurinn úr dagbók lögregl- unnar í Reykjavík, þar sem kenndi ýmissa grasa að venju, m.a. um inn- brotafaraldur og nauðsyn á árvekni og ráðstöfunum til að sporna við slík- um ófögnuði. Voru innbrot þar kölluð „ódáins- iðja" og hraut ég um það. Samkvæmt minni orðabók og mínum málskiln- ingi merkir orðið „ódáinn" eilífð eða sæla og er jafnan notað í upphafi jákvæðrar merkingar og finnst mér það býsna skondið að lögreglan noti þetta yfirmáta jákvæða orð um ófögnuð og innbrot. Hlýtur hér að vera meinlegur misskilningur á ferð- inni. Það er af hinu góða að lögreglan, eins og aðrir, skreyti mál sitt og stíl, en það er hins vegar nauðsynlegt að menn sem slíkt stunda búi yfir nægri þekkingu og valdi á málinu svo út- koman verði ekki hjákátleg skrípi og andhverfa og mótsögn eins og hér hefur orðið raunin. Ef dagbókarritari lögreglunnar í Reykjavík telur við hæfí og nauðsynlegt að skrúfa upp stílinn og nota líkingamál til að koma lögreglufréttum á framfæri þá er um að gera að hafa orðabók handbæra. Það er góð og sjálfsögð málslysavörn. Ég tel þetta mjög góðan og þarfan þátt um viðfangsefni lögreglunnar og þakkarverðan og hann er yfirleitt vel skrifaður. En hins vegar tel ég mig knúinn til að koma þessari ábendingu á framfæri að það mætti verða til þess að laganna verðir noti framvegis annað orð um ódæði og afbrot en „ódáinsiðju" og þetta orð megi ekki festast í lögreglumáli í þessari afkáralegu merkingu. SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON Akurholti 15, Mosfellsbæ LEIÐRÉTTING málaráðherra á að stutt er síðan birt var niðurstaða könnunar um lyfsölu- mál sem unnin var undir stjórn Brynjólfs Sigurðssonar prófessors og komst sú nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki væri óeðlilegt vegna fólks- fæðar á íslandi að lyfjaverð væri allt að 15% hærra í heildsölu hér en t.d. á hinum Norðurlöndunum. Ég leyfi mér einnig að spyrja heilbrigðis- ráðherra hvað hann eigi við þegar hann talar um að ná allt að 30-40% sparnaði í lyfjaverði með frumvarp- inu? Vonandi er ráðherrann ekki að blanda saman huganlegum hliðarinn- flutningi á lyfjum vegna EES samn- ingsins annars vegar og hins vegar ímynduðum ávinningi af' lyfsölu- frumvarpi sínu? Það skal tekið fram að væntanlegur ávinningur af gildis- töku EES-samningsins mun skila sé fullkomlega í núverandi lyfsölukerfí. Mér er kunnugt um að fjölmargir lyfjafræðingar hafa hug á að stofna apótek éf hin nýju lyfsölulög verða samþykkt. Ljóst má vera að mörg þessara apóteka munu ekki bera sig og gjaldþrot munu á næstu árum verða mörg og hækka lyfjaverðið. Et það er hugmyndin að lyfjafram- lewendur og lyfjainnflytjendur eigi að velta tapinu af gjaldþrotunum yfir á lyfjaverðið, því öðru vísi verður það ekki gert, hvað þarf þá heilsölu- verð lyfja að hækka mikið frá því sem það er nú? „ Til að gera sér örlitla grein fyrir hvaða tölur er verið að ræða um 4 Röng nöfn H I MINNINGARGREIN Guðríðar Karenar Bergkvistsdóttur um Guð- laugu Lovísu Einarsdóttur í Morg- unblaðinu í gær var fyrra nafn hinn- ar látnu sagt Guðrún. Þá var rang- lega farið með seinna nafn eftirlif- andi eiginmanns hennar, Gunnars Lúðvíks Þórðarsonar. Eru hlutaðeig- endur innilega beðnir afsökunar á mistökunum. varðandi lyfsöluna má áætla að inn- flutningsverð lyfja sé u.þ.b. 1,5 millj- arður kr. (dýralyf frátalin) en risnu- og ferðakostnaður opinberra starfs- manna er um 3,5 milljarðar króna. Hafa menn séð einhver lagafrumvörp um sparnað á því sviði? Þeir sem hafa lesið þessar vanga- veltur mínar um lyfsölulagafrum- varpið hugsa nú ef til vill með sér, aumingja maðurinn reynir allt til að verja hagsmuni sína sem ef til vill eru í hættu með frumvarpinu. Því miður er málið ekki svona einfalt því hagsmunir þeirra sem þurfa á lyfjum að halda eru miklu meiri og ég er sannfærður um að lyfsölufrumvarpið mun valda mörgu sjúku fólki ómæld- um áhyggjum og erfiðleikum ef það verður samþykkt óbreytt. Ég hvet þingmenn til að kynna sér þetta frumvarp rækilega og þær afleiðing- ar sem það mun hafa í för með sér ef það verður samþykkt óbreytt. Ég get því miður ekki gert mér vonir um að heilbrigðisráðherra fáist til að skoða þetta mál af raunsæi því hjá honum er frumvarpið fremur í ætt við trúarbrögð en vilja til um- bóta. Ennþá hef ég ekki heyrt nein frambærileg rök gegn núverandi lyf- sölukerfi, og virðist því að í stjórnun heilbrigðismála kenni árinni illur ræðari. GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON, framkvæmdastjóri Lyfja hf. í Garðabæ. VELVAKANDI VANTAR SEINNIPART ÁGÚSTA hringdi með tvær upp- hafslínur í ljóði Gests Guðfinns- sonar sem.ort var í tilefni 17. júní og biður um seinni part og fleiri erindi ef einhver skyldi muna eftir þessu. Skín sól, skín sól á þessum dýrðardegi. Skín Drottins sól á bláum himinvegi. BARNAVAGNA- VBDGERÐIR GULA línan óskar eftir að fá upplýsingar um einhvern sem tekur að sér viðgerðir á skermum og svuntum á barnavögnum og leitar einnig eftir dúkkuviðgerð- armanni eða nokkurs konar dúkkuspítala. Hafi einhver hug- mynd um ofangreindar viðgerðir vínsamlegast hafið samband í síma 626262. TAPAÐ/FUNDIÐ Karlmannagleraugu töpuðust BRÚN karlmannagleraugu í brúnu hulstri töpuðust einhvers staðar á Ieiðinni frá Skólavðrðu- stíg niður á Torg. Hafi einhver orðið þeirra var vinsamlega hafið samband í síma 27711. Demantshringur í óskilum DEMANTSHRINGUR fannst í vetur. Upplýsingar í síma 676115 alla morgna eða eftir klukkan 6 á daginn. Dökkblár ullarfrakki SÁ sem tók í misgripum dökkblá- an ullarfrakka (karlmanns) á veitingastaðnum Barrokk föstu- daginn 14. maí vinsamlega hafi samband við veitingastaðinn Barokk f síma 23433 eða 622631 Fundin tölvudisketta VIÐ Ljósheima 22 fannst tölvu- disketta sl. laugardagsnótt. Eig- andinn getur vitjað hennar í síma 673309. Gullspangargleraugu töpuðust GULYRJÓTT gullspangargler- augu, kvengleraugu, töpuðust í Kringlukránni eða nágrenni 5. maí síðastliðinn. Fundarlaun. Finnandi vinsamlega hringi í síma 27557. Dúkkuvagn í óskilum DÚKKUVAGN var skilinn eftir á tröppum við Njálsgötu. Sá sem glataði honum getur haft sam- band í síma 14771. GÆLUDÝR Páfagaukur tapaðist BLÁR páfagaukur tapaðist frá Arahólum 2 sl. föstudag, 21. maí. Ef einhver hefur séð til hans vinsamlégast hringið í síma 72221. Köttur fannst í Mosfellsbæ 6 MÁNAÐA læða, svört með hvítar loppur og trýni, fannst 21. maí í Furubyggð, Mosfellsbæ. Hún er með ól, en ómerkt. Upp- lýsingar um kisu fást í Kattholti í síma 672909 eða 66879, Hrund. Kobbi týndur PÁFAGAUKURINN Kobbi, sem er hvítur með ljósbláa bringu, slapp út úr húsi í Austurbænum um hálfsexleytið þann 25. maí sl. og flaug í átt að miðbænum. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 26487. Fundar- laun. LA PRIMAVERA V I K I N G L#ff# Vinningstölur miðvikudaginn: 26. maí 1993 I VINNINGAR 6af 6 a5af 6 +bónus a 5af 6 Ei 4af 6 a+ 3af 6 bónus FJOLDI VINNINGA 0 263 1.041 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 19.880.000,- 353.428,- 92.564,- 1.679,- 182,- Aöaltölur: 8)@)(2; BÓNUSTÖLUR Heildarupphæo þessa viku: 21.142.159,- áísi.: 1.262.159,- UPPLVSINGAR, SlMSVARI 81- 68151t LUKKULINA 98 10 00 • TEXTAVABP 451 BtRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVH.LUR I fyrsta sinn á Islandi Hinar vinsælu dömutöskur frá PARÍS Margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 6.995,- MJ Laugavegi 80, sími 611330. m Matseðill Heitur aspas með estragon-sinnepssósu 850 Bláskeisúpa með saffranþráðum 790 Salat með heitum humar og cous-cous 920 Ofhbökuð laxasneið með engjasúrusósu 940 Tagliatelll með reyktum laxi og graslauk 980 Steiktur skötuselur með kremaðri steinselju 1590 Ferskasti flskur dagsins Grilluð sinnepsmarineruð kjúklingabringa með hrísgrjónum 1390 Steinseljusteiktur lambahryggur með basilikumtertu 1690 Grilluð nautalund með morella og svepparagout 2590 ií* Heit eplaskifa með vatullluís 510 Súkkulaðimousse með kardimommusósu 470 Creme Brulé með ferskum berjum 490 Heitar f'íkjur með hungagsrjóma og hnetum 510 Smjördeig með hunangsís og ávaxtasósu 430 Arni og Sæmundur sjá um mat og þjónustu Borðið á Borginni Búið á Borginni Njótið lífsins á Borginni Velkomin á Hótel Borg Sími 114401 rz^M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.