Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 38 Sjötugur A Jónas Arnason Hann sendi mér eitt sinn tilskrif, þar sem sagði meðal annars: „Ég man þig í móðurkviði.“ Ég hef átt því láni að fagna að eiga Jónas Ámason að vini frá því fyrir mitt minni. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna enda vinur þeirra frá fomu fari. Fyrir okkur systkinunum var Jónas enginn venjulegur gestur. Það var ekki nema einn sem sturt- aði úr stórri Makkintosdós yfir höf- uðið á sér þegar honum fannst públikumið vera orðið heldur dauf- legt og taka illa við söng og góðum sögum. Það var ekki nema.einn sem varð alltaf að vera syngjandi og þeir vom ekki margir sem gátu verið svona skemmtilegir að hlátur- inn bergmálaði í húsinu löngu eftir að þeir vom farnir. Jónas var „one of a kind“. En það sem mestu skipti fyrir mig var að Jónas var enginn venjulegur vinur pabba og mömmu, sem sótti þau heim og heilsaði mér og spurði hvemig gengi. Hann var meira, — hann var vinur minn. í hvert sinn sem Jónasar var von, var ég á nálum. Þegar vinurinn svo kom reyndist hann hafa hlakk- að ámóta til fundanna við sinn smáa vin. Stundum hafði hann bara áhuga á að tala við mig einan þótt fjöldi manns væri saman kominn. Stundum bara datt hann inn úr dyrunum, kastaði kveðju á pabba og mömmu og svo fómm við afsíð- is til að ræða okkar mál. Og hvað gerðum við? Við ræddum saman um daginn og veginn, sungum og svo var það póiitík og aftur pólitík. Ég sagði honum frá því sem efst var á baugi hjá mér og hann hlust- aði með athygli og spurði mig nán- ar út í. Hann fræddi mig um þróun mála niðri á þingi og ég reyndi að skilja. Ég fylgdist með gangi þjóð- og heimsmálanna í gegnum vin minn í þinginu og tók þátt í von- brigðum hans og sigmm. Engan mann hef ég séð niðurbrotnari en minn stóra vin, þegar hann tók mig á langt eintal eftir að síðasta or- usta hans gegn Járnblendiverk- smiðjunni var töpuð. Ég skildi von- brigði hans og reyndi að hug- hreysta hann af veikum mætti; á endanum runnu tárin í kross. Þegar ég, níu eða tíu ára, hóf blaðaútgáfu með félögum mínum lá beinast við að leita eftir viðtali hjá þingmannin- um. Þeirri bón var auðvitað tekið ljúflega og kvöldið eftir vom þau Guðrún komin. Við vinirnir lokuðum okkur af drykklanga stund og þá naut þingmaðurinn þess sjaldgæfa vinarþels af blaðamannsins hálfu að fá að umorða óþægilegar spum- ingar og hafa hönd í bagga með uppsetningu viðtalsins að öðm leyti. Síðan var sest fram og rabbað fram á nótt. Jónas Árnason var heiðarlegur vinur. Vinátta krefst þess að menn þoli hvor öðmm smáyfírsjóinir og segi til vamms. Því var auðvitað bragðmunur á samverustundunum, eftir því hvernig' stóð í bólið hjá okkur, en sá vinanna sem var rúm- um 40 ámm yngri skildi það afar vel og það bagaði hann aldrei. Vitn- eskjan um vináttuna var svo sterk. Svo komu enda aðrir dagar, sém í endurminningunni eru eins og bað- aðir í hunangi. Af og til bárust send- ingar, bækur eða hljómplötur, árit- aðar af höfundi „með vinsemd og virðingu, — og þökk fyrir ánægju- legar samvemstundir“. Margir geta orðið uppalendur eða einhvers konar tilsjónarmenn með bömum en sumir ná alls engu sam- bandi við böm. Aðrir kjósa helst hlutverk trúðsins eða að babbla ein- hveija vitleysu við börn. Mjög fáir geta orðið vinir barna á þann hátt að jafnræði ríki með vinunum. Tepruskapurinn og spéhræðslan, sem svo oft vilja fylgja mannfólkinu á þessu kalda landi, verða þar oft- ast í vegi. Jónas gat orðið vinur bams því hann hefur þá einlægni og stærð hjartans til að bera sem gera honum kleift að sjá bamið sem einstakling, með kostum þess og göllum. Nú, þegar Jónas stendur á sjö- tugu, langar mig að þakka mínum góða vini uppeldið, umhyggjuna og vináttuna. Ég óska þess að elli kerl- ing fari mjúkum höndum um þau Guðrúnu, svo lífsgleðin og andinn hreini fái notið sín enn um langa hríð. Árni Páll Árnason. Þingflokkur Alþýðubandalagsins sendir Jónasi Ámasyni og Guðrúnu konu hans hjartanlegar hamingju- óskir og bestu kveðjur á sjötugsaf- mæli Jónasar 28. maí. Jónasi er margt til lista lagt, eins og verk hans bera vott um og þjóð- in öll þekkir. Hann hóf ungur að senda frá sér smásögur sem vöktu mikla athygli. Síðan kom hver ævi- sagan af annarri, bækur sem tví- mælalaust eru meðal þeirra bestu og skemmtilegustu sinnar tegundar sem skrifaðar hafa verið á íslensku. í hálfa öld hefur hann stundað þjóð- lagakveðskap af stakri snilld og má hiklaust segja, að hin sígildu og sannkölluðu alþýðlög hans, séu löngu orðin þjóðnýtt almennings- eign. Jafnframt hafa leikrit hans notið fádæma vinsælda. En vegna þess að Jónas hætti afskiptum af stjórnmálum fyrir bráðum einum og hálfum áratug er ekki ólíklegt, að nýjar kynslóðir þekki minna til stjórnmálastarfa hans og geri sér lítt grein fyrir því, að textasmiður- inn Jónas var líka í hópi þekktustu stjórnmálamanna landsins um þriggja áratuga skeið. Hann var aðeins 26 ára gamall þegar hann var kosinn á þing og átti sæti á Alþingi 1949-1953 sem landskjörinn þingmaður, kosinn á Seyðisfirði. Hann kom aftur inn á þing sem landskjörinn 1967-1971 fyrir Vesturlandskjördæmi en var síðan kjördæmakjörinn 1971- 1979. Jónas er kröftugur ræðumaður, þegar hann vill svo við hafa, og mjög til forystu fallinn. Um langt árabil var Jónas allra manna skel- eggastur í baráttunni fyrir brottför erlends hers af landinu og potturinn og pannan í margvíslegum samtök- um og aðgerðum sem miðuðu að því marki að ísland yrði friðlýst, herlaust land. Einnig var hann harður andstæðingur erlendrar stóriðju. Á áttunda áratugnum þeg- ar átökin stóðu sem hæst við Breta um útfærslu landhelginnar, fyrst í 50 mílur og seinna í 200 mílur, lét Jónas mjög að sér kveða. Hann var þá flestum iðnari að kynna málstað okkar á Bretlandseyjum, en það var einmitt mikið nauðsynjaverk sem fæstir höfðu rænu á að sinna. Við þingmenn Alþýðubandalags- ins notum tækifærið og þökkum Jónasi frábær störf á liðnum ára- tugum. Ég veit, að þeir eru býsna margir samheijamir sem hugsa hlýtt til hans og taka hressilega undir kveðju okkar. Ragnar Arnalds. Jónas Ámason sjötugur? — Getur varla verið! Og þó: Síungur í andan- um hefur hann skemmt þjóð sinni við söng og spé svo Iengi sem elstu menn muna. Og eftir að „búbónis- bræður", Jónas og Jón Múli, voru búnir að gera garðinn frægan með vinsælum nútímaóperettum, bæði einir og sér og ásamt Stefáni Jóns- syni fréttamanni, fór Jónas að skrifa alvöruleikrit með söngívafí sem gefa Behan og Synge ekkert eftir. Aðrir muna ef til vill betur pólitík en skáldskap og sjá Jónas best fyrir sér hálfþrítugan strákl- ing, nýsestan á þing fyrsta sinni fyrir Seyðisijörð — þriðja ættlið í beinan karllegg þjngeyskan til að setjast á Alþingi íslendinga — sjá hann kannski líka í fararbroddi þeirra sem hófu andóf gegn her í landi og skipuðu sér fyrstir undir merki friðarsinna á íslandi, eða í fylkingarbijósti þess fólks sem upp- haflega sá fyrir þá ógn sem lífríkinu stafar af óheftri gróðafíkn alþjóð- legra stórfyrirtækja. Jónas Ámason hefur alla tíð ver- ið trúr þeim dreifbýlissósíalisma sem hann sá Lúðvík Jósepsson praktísera í símaklefa Alþingis þeg- ar hann sat þar sitt fyrsta kjörtíma- bil og lærði þegar. Og hann hefur aldrei þurft að biðja neinn afsökun- ar á tilvem sinni. Hvort sem átti að fréista þess að fullvissa breska ráðherra og fiskimenn á gamla Englandi eða sjómenn og bændur í Nýja Englandi um brýna nauðsyn á útfærslu fiskveiðilandhelginnar — eða fá eigin flokksfélaga til að láta af þeirri fírru að íslensk þjóð skuli eiga nokkuð saman að sælda við umsvifamikla brunnmíga úr öðrum álfum — þá var Jónas þar. Hvar og hvenær sem þörf hefur krafið hefur hann aldrei skorast undan að láta til sín taka. Hann hefur heldur aldrei smitast af þeirri hnjáliðamýkt sem hefur því miður oft á tíðum verið helsta einkenni íslenskra ráða- manna í samskiptum við erlent vald. Hvar sem Jónas hefur komið fram fyrir Islands hönd hefur það verið með fullri reisn. Og JÓnas hefur aldrei verið mað- ur miðstýringarafla eða handbendi stórvelda. Þegar Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu, miðvikudaginn 21. ágúst 1968, var það Jónas Árnason sem hélt ræðu við sendiráð Tékka í Reykjavík á sjálfan innrásardag- inn, og sagði stórveldinu í austri til syndanna, á sama hátt og hann hafði tekið málstað undirokaðrar alþýðu í Grikklandi og vísað allri ábyrgð á hinni illræmdu herfor- ingjastjóm þar á hendur stórveldinu í vestri. Upplausn Sovétríkjanna hefur nú síðast orðið til þess að afhjúpa enn frekar þá innlendu spillingu sem býr að baki hersetu Ámeríkana á íslandi — spillingu sem allt of mörg- \ um virðist enn standa á sama um þó svo Jónas Ámason hafi verið óþreytandi við að benda á hana áratugum saman. Nýlega hefur opinber umræða að gefnu tilefni beinst að því hvort rétt sé að stjómmálaflokkur slái eign sinni á einstaka listamenn. Þrátt fyrir dijúga setu á Alþingi fyrir málstað dreifbýlissósíalista hefur Jónas Ámason alrei afsalað sálu sinni stjómmálaflokki til.ævar- andi eignar, enda hafa pólitísk bókaforlög í seinni tíð sýnt lista- manninum Jónasi athyglisverðan áhugaskort. Vöntun á útgefendum hefur þó ekkert staðið honum fyrir þrifum. Hann slóst í sveit með tölvungum og hefur keppst við að gefa út sjálf- ur seinustu ár, jafnt endurútgáfur á eldri verkum sem safn ómetan- legra mannlífsþátta og blaðagreina um margvísleg efni, auk þeirrar merku útgáfu sem hann hefur stað- ið fyrir á söngljóðum sínum, ásamt nótum, í tveim vönduðum bókum í stóru broti. Er nú svo komið vegna þessa fordæmis að sumir hafa spáð því að kommóðuútgáfa (desktop- publishing) að hætti Jónasar sé það sem koma skal. Auðvitað er Jónas Ámason póli- tískur listamaður. En hann hefur fyrir löngu losað sig við allar skorð- ur sem pólitískir fordómar setja fólki. Eins og dæmi sanna eru slík- ir fordómar öðrum fordómum verri og geta vissulega orðið listamönn- um sem öðrum að fótakefli. Á sama hátt og Jónas kveðst hafa vegna eigin fordóma fram undir miðjan aldur farið á mis við list nokkurra ágætra borgaralegra kollega sinna má reikna með að margur á önd- verðum meiði stjómmálanna verði fyrir svipaðar sakir — jafnvel ævi- langt — að neita sér um þær kræs- ingar sem Jónas hefur fram að færa á hlaðborði listarinnar. Er það að sjálfsögðu mikill skaði hveijum þeim sem svo hryggilega er ástatt um. Starfsdagurinn er orðinn langur og töluverðu hefur verið áorkað. Eitt er það þó sem enn er ólokið. Það er að gefa út leikrit Jónasar í vandaðri útgáfu, helst með inn- gangi eftir hann sjálfan að hveiju verki. Enginn íslenskur útgefandi hefur enn sem komið er sýnt því nægan áhuga, en þetta er stærra verk í sniðum en svo að kommóðu- útgáfa geti almennilega valdið. Fyrr en þessu verður við komið fer litlum sögum af því hvernig Jónas hefur borið sig að við listsköpun. Lesendur Jónasar hafa sumir haft orð á því hversu spar hann er í ævisögu sinni á frásagnir af fang- brögðum við skáldskapargyðjuna sem staðið hafa óslitið frá unga aldri. Sá þáttur ævistarfsins er að sjálfsögðu svo samofinn baráttu hugsjónamannsins að vera má að honum hafí fundist sem ekki tæki að greina þar á milli. Dæmi um fróðleik af því tagi sem hætt er við að fari forgörðum er t.d. lítil saga um það hvernig hin uppdiktaða kanónuskytta Nelsons flotaforingja, sjálfur Charlie Brown, birtist Jónasi á flötinni þar sem brúðkaup Eggerts Ólafssonar var haldið í Reykholti árið 1774. Allt í einu stóð hann honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, eineygur Vöruskipti í mars hag- stæð um 2 milljarða í MARSMÁNUÐI sl. voru fluttar úr vörur fyrir 8,9 milljarða kr. fob. og inn fyrir 6,9 milljarða kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í mars var því hagstæður um 2,0 milljarða kr. og er það svipaður árangur og var á vöruskiptunum við útlönd á fyrsta fjórðungi sl. árs, segir í frétt frá Hagstofu Islands. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs járns 77% meiri á föstu gengi en voru fluttar út vörur fyrir 20,8 millajrða kr. en inn fyrir 17,5 millj- arða króna fob. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 3,3 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 2 millj- arða kr. Fyrstu þijá mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 2% minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 82% alls útflutnings og voru svipaðar að vöxtum, og á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var um fimmt- ungi minni en útflutningur kísil- árið áður. Otflutningsverðmæti annarrar vöru (að frátöldum skipum og flugvélum) var 6% minna í jan- úar-mars 1993 en árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu þijá mánuði ársins var nær 10% minna á föstu gengi en árið áður. Innflutningur sérstakrar fjár- festingavöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutningur til atóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar innflutn- ingur hafa orðið um 7% minni en á sama tíma í fyrra. með stálkrók í handarstað, kankvís og glottandi alveg eins og sjóræn- ingj á annarri löppinni, stappandi niður tréfætinum. Hvernig þetta bar að hefur fram til þessa verið leyndarmál sem hér verður stolist að ljóstra upp. Meðan Jónas var sem oftar við ritstörf í góðviðri á Eggertsflöt kom þar að eineygur flækingsköttur, ósköp tætingslegur og búið að rífa af honum annað eyrað, og þrá- starði á þessa einkennilegu mann- veru útundan sér úr hæfilegri fjar- lægð. Meira þurfti ekki til að koma fjörugu ímyndunarafli skáldsins af stað. Þökk sé þessum ótótlega ketti hafa íslendingar allar götur síðan vorið 1970 getað skemmt sér við þá kúnstugu fígúru Charlie Brown, sem fer á kostum í leikritinu Þið munið hann Jörund og veitir hæst- ráðanda til sjós og lands það drama- tíska mótvægi sem þarf til að gera persónu hundadagakóngsins svo sympatíska og spaugilega í senn. Jónas Ámason er maður sem gefið hefur gaum að liljum vallarins og lítt skeytt um að safna forða í hlöður. Hann hefur alla tíð gert sér grein fyrir því hvað lífið er brot- hætt náðargjöf og aldrei vílað fyrir sér að lifa til fulls þær stundir sem gefast. Við hlið hans hefur staðið Guðrún Jónsdóttir, kona sem hvergi hefur vikist undan að fylgja honum á erfiðri braut um einstigu lífsins, jafnframt því að gefa honum börnin fimm sem öll hafa komist vel til manns. Það er engin tilviljun að hamingja er í huga Jónasar óijúfan- lega tengd fjölskyldunni. Hamingjan er það þegar maður hefur lokið við að þvo trilluna, kvöldskuggamir leika um fjallið, reykurinn stígur lóðrétt upp úr strompinum heima í lognkyrrðinni og börnin koma hlaupandi á móti manni niður hallann, þar sem mað- ur er á leið heim í kotið með væna fískspyrðu, færandi björg í bú. Kon- an kemur út á hlað til að fagna bónda sínum og manni líður eins og forföður okkar hefur liðið fyrir þúsundum ára þegar hann kom heim í hellinn til konu sinnar og barna, eftir að hafa náð í bráð til að seðja hungur fjölskyldunnar. Síðustu tólf mánuðir hafa verið þeim hjónum erfíðir, heilsan er tek- in að bila og þau hafa orðið að leita til byggða úr Borgarfjarðardölum, þar sem þau hafa lengst af dvalið í sjálfskipaðri hamingjuríkri útlegð að Kópareykjum, frá því Jónas hætti á Alþingi 1979, en eru nú á nýjan leik sest að í Vesturbænum í Reykjavík, ekki langt frá þeim stað þar sem þau hófu fyrst bú- skap. Jónas þurfti nýlega að gang- ast undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi og þá hefur áreiðanlega rifjast upp sá lífsháski sem hann fann sér nærri þegar hann undirgekkst magaaðgerðina stóru fyrir fjörutíu árum — þá hina sömu og síðar endurspeglaðist í gleðileiknum, Allra meina bót. En nú var enginn Þórbergur nærri til að gera krossmark fyrir honum á sjúkrabeðnum. Enginn kom heldur til að spyija hvort hann hefði orðið var við nokkuð meðan hann lá í svæflngunni á skurðar- borðinu, en ein vinkona þess gamla hafði sagt honum sögu af því hvern- ig hún hefði horft á sjálfa sig ofan frá við slíkar kringumstæður. Jónas hafði auðvitað liðið út af steinrotaður á svipstundu við svæf- ingarsprautuna og vissi hvorki í þennan heim né annan fyrr en hann vaknaði aftur á sjúkrastofunni og leið þá bölvanlega eins og við var að búast. Þeim sem þetta ritar er á þessum tímamótum í lífi Jónasar efst í huga þakklæti til þeirra Guðrúnar fyrir einlæga vináttu allar götur síðan á samningu viðtalsbókar stóð. Jónasi sendum við hugKeilar hamingjuósk- ir á afmælisdaginn. Úr skáldskap hans jafnt sem orðræðu á pólitísk- um véttvangi má lesa óbilandi um- hyggju fyrir velferð íslenskrar þjóð- ar. Hvort sem 'menn hafa — eða hafa ekki — verið honum sammála hljóta þeir að hneigja höfuð fyrir manni sem allt sitt líf hefur verið sannfæringu sinni svo hjartanlega samkvæmur og hjartanu svo sann- arlega trúr. Runar Armann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.