Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
tvttunltfafeife
STOFNAÐ 1913
118.tbl.81,árg.
FOSTUDAGUR 28. MAI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sex manns létust og ómetanleg listaverk skemmdust í sprengingu á ítalíu
Óttast hryðjuverka-
herferð mafíunnar
Ciampi segir alla krafta ríkisins verða sameinaða gegn glæpasamtökunum
Róm. Reuter.
SEX manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk í gær í öng-
stræti bak við Uffizi-safnið í Flórens á ítalíu, eitt merkasta
listasafn landsins og þar sem geymd eru flest meistaraverk
ítalskrar málaralistar frá 13. og fram á 18. öld. Urðu mikl-
ar skemmdir á húsinu og nokkur ómetanleg listaverk eyði-
lögðust. Talið er víst, að mafían hafi verið að verki og ótt-
ast ítalir, að glæpasamtökin hyggist hefna ófaranna að
Jómfrúr-
ræða eft-
ir43ár
London. Reutcr.
BRESKUR lávarður sem hald-
ið hefur þá reglu í heiðrí að
taka ekki til máls í lávarða-
deild breska þingsins fyrr en
hann hefði eitthvað að segja
rauf í fyrradag 43 ára þögn.
Trevor barón tók sæti í lá-
varðadeildinni árið 1950 þá 21
árs að aldri. Það var þó ekki fyrr
en á þriðjudag að hann sá ástæðu
til að taka til máls og flutti jóm-
frúrræðu sína. „Það er mér
ánægjuefni að taka til máls, enda
löngu tímabært, því það sem hér
er til umræðu varðar mína sveit,"
sagði baróninn.
Á dagskrá var tillaga um skip-
an nefnda til að hafa tilsjón með
lögreglunni. Hans hágöfgi lýsti
þeirri skoðun sinni að ráðstöfun
af þessu tægi væri róttæk og
kynni að hafa neikvæð áhrif á
starfsandann í lögreglunni.
Allen lávarður af Abbeydale
óskaði baróninum til hamingju
með að hafa „brotið ísinn" og.
sagðist vona að ekki liði langur
tími þar til hann talaði aftur.
„Þetta er hryðjuverk, sem hefur
þann eina tilgang að valda skelfingu
og dauða," sagði Pierluigi Vigna,
yfirdómari í Flórens, og hann kvaðst
ekki efast um, að mafían hefði stað-
ið að baki því. Fyrst var talið, að
gasleki hefði valdið en síðan kom í
ljós mikill gígur í götunni og brot
úr Fiat-bifreið á stóru svæði. Hrundi
gamalt hús, heimili fjögurra manna
fjölskyldu, til grunna við sprenging-
una og lét fólkið lífið ásamt manni,
sem bjó í húsi hinum megin götunn-
ar. Þá var leitað sjötta mannsins,
sem hafði heyrst hrópa á hjálp.
Nicqla Mancino, innanríkisráð-
herra ítalíu, sagði fyrir rúmri viku,
að mafían hefði á prjónunum hryðju-
verk um norðanvert landið en 14.
þessa mánaðar eyðilagðist fjölbýlis-
hús í Róm í mikilli sprengingu og
23 slösuðust. Er talið vúst, að mafian
hafi verið þar að verki. í Úffizi-safn-
inu sprungu veggirnir og skothelt
glerið í gluggunum brotnaði inn og
rigndi yfir meistaraverkin.
Mafian minnir á völdin
„Það er alveg Ijóst hvað mafían
er að segja okkur með sprenging-
unni," sagði Tina Anselmi, fyrrver-
andi formaður í rannsóknarnefnd
þingsins. „Hún er að segja, að það
sé hún sem fari með völdin. Ég
óttast, að ofbeldi af þessu tagi
muni einkenna ástandið á næst-
unni."
Sjá „Uffizi-safnið..." á bls. 28.
undanförnu með hryðjuverkaherferð víða um landið. Innan-
ríkisráðherra ítalíu varaði við því fyrir nokkru, að mafían
ætlaði að draga athyglina frá umsvifum sínum á Sikiley
og suðurhluta landsins með morðverkum á Norður-ítalíu.
í opnu bréfi til Flórensborgar, sem Carlo Azeglio Ciampi
forsætisráðherra birti í gær, hét hann að „sameina alla
krafta ríkisins til að sigrast á glæpasamtökunum".
GATTá
leiðinni
Brussel. Reuter.
SAMKOMULAG hefur tekist
innan Evrópubandalagsins
um verð á landbúnaðarvörum
og aukna styrki til bænda.
Talið er, að það muni gera
Frökkum kleift að undirrita
samkomulagið um landbún-
aðarkafla GATT.
„Við göngum nú út frá því,
að utanríkisráðherrar EB muni
undirrita samkomulagið um
fræolíuna 8. júní," sagði Björn
Westh, landbúnaðarráðherra
Dana,, á fréttamannafundi í
gær. Frakkar hafa fengið í
gegn, að EB auki bætur fyrir
hvert korntonn, sem bændur
hætta að framleiða, um rúmar
900 kr.
Reuter
Mafían hefnir sín
LÖGREGLU- og slökkviliðsmenn f rústum hússins, sem hrundi, gamallar turnbyggingar frá miðöldum.
Fjögurra manna fjðlskylda í húsinu lét lifið þegar sprengjan sprakk en henni hafði veríð komið fyrir í
stolinni sendibifreið. Miklar skemmdir urðu einnig á ómetanlegum listaverkum í Uffizi-listasafninu rétt hjá.
John Major um uppstokkunina í ríkisstjórn breska íhaldsflokksins
Aðeins mannaskiptí en
engin stefnubreyting
Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands,
tiikynnti í gær fyrstu uppstokkunina í stjórn
sinni frá þingkosningunum í fyrra í von um
að geta blásið líf'i í stjórnina og bætt ímynd
hennar. Helsta f órnarlamb uppstokkunarínn-
ar er Norman Lamont, sem lætur af emb-
ætti fjármálaráðherra, en við því tekur Ken-
neth Clarke, sem var innanríkisráðherra.
Uppstokkunin var mikil auðmýking fyrir Lam-
ont, sem hafnaði tilboði Majors um að hann
tæki við embætti umhverfisráðherra. Embættis-
menn sögðu að þeir hefðu átt stuttan fund sem
hefði farið „virðulega" fram.
„Stefna stjórnarinnar verður áfram sú sama,"
sagði talsmaður Majors. „Hér er aðeins um
mannaskipti að ræða."
Howard tekur við af Clarke
Michael Howard, sem verið hefur umhverfis-
ráðherra, tékur við innanríkisráðuneytinu af
Clarke. John Gummer lætur af stjórn landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðuneytisins og tekur við
umhverfísmálunum af Howard. Gillian Shep-
hard, áður atvinnumálaráðherra, tekur við land-
búnaðarráðuneyti og atvinnumálaráðuneytið
fékk David Hunt, sem fór með málefni Wales.
í það embætti kemur John Redwood, sem fær
sæti í stjórninni I fyrsta sinn.
Sjá „Ekki líklegur ..." á bls. 29-29.
Router
Fórnarlambið
NORMAN Lamont í bílsímanum eftir að hafa
komið embættislaus út frá John Major.
Áfallfyr-
ir Jeltsín
Moskvu. The Daily Telegraph.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
varð fyrir alvarlegu áfalli í gær
þegar stjórnarskrárdómstóllinn
úrskurðaði, að þingið, sem er í
höndum harðlínumanna, ætti að
fara með yfirsljórn sjónvarpsins.
Ef það gengur eftir, að þingið
taki við umsjón með sjónvarpinu,
hefur Jeltsín misst eitt öflugasta
tæki sitt í baráttunni við þingið og
í áróðri sínum fyrir umbótastefn-
unni. Dómstóllinn úrskurðaði einn-
ig, að Upplýsingamiðstöð ríkisins,
sem Jeltsín stofnaði til að hafa
umsjón með í-íkisfjölmiðlum, væri
ólögleg.