Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 42
42 M0RGWNBMÐIÐ;EÖSTOÐAGUR12aaMM)ai9B3 EinarB. Ingvars- son, fv. bankaútí- bússtjóri - Minning Fæddur 26. júlí 1920 Dáinn 17. maí 1993 „Þá er því lokið, hann pabbi dó í morgun," sagði Ingvar bróðursonur minn við mig í símann í morgun. Ekki get ég sagt að fregnin um að hann Einar stóri bróðir minn væri nú allur, hafi -komið mér állskostar á óvart, en mikið skelfing vonaði ég að fá ekki þessa fregn. ¦ Viðbrögðin eru vélræn. í dag hef ég að beiðni hringt í marga vini og vandamenn og látið þá vita að nú sé baráttunni lokið og nú húmar að kveldi og minningarnar leita á mig, þannig að ég finn mig knúinn til að grípa til pennans. Það er sárt því hann var ekki bara stóri bróðir, 17 árum eldri en ég, heldur eitthvað miklu, miklu meira, það finn ég best núna. Ég á erfitt með að skynja að ég mun ekki sjá hann framar að leik á næsta badmintonvelli við mig; mun ekki setjast sveittur hjá honum að leik loknum, bara til að ræða málin og mun ekki framar geta leitað til hans um holl ráð, þegar á þarf að halda. Annars er það svo skrýtið að ég kynntist honum ekki, svona í alvöru, fyrr en ég var orðinn fulltíða maður um þrítugt. Ég var að koma heim frá átta ára námi og starfi erlendis og hann var að flytjast til Reykjavík- ur með fjölskyldu sína eftir áratuga búsetu á ísafirði, bænum sem hann unni svo mjög. En ég vissi alltaf af honum, að hann fylgdist með mér þarna úti og ég varð var við hans hjálplegu hönd oftar en einu sinni, þegar litli bróðir þurfti á því að halda. Hann var mér á þessum árum fyrirmynd sem ég vildi líkjast. Þegar ég fyrst man eftir mér var hann þegar fluttur að heiman og hafði stofnað heimili með Herdísi unnustu sinni og síðar eiginkonu. Ég man óljóst eftir heimsóknum á þeirra fyrsta heimili, litlu íbúðina við Þorfinnsgötu í Reykjavík. En svo fluttust þau til ísafjarðar. Svo kom sumarið 1948, sannkall- að ævintýrasumar fyrir mig 11 ára strákinn. Pabbi og mamma voru í Bandaríkjunum þetta sumar og ég var sendur í sveit til séra Þorsteins og Laufeyjar í Vatnsfirði. Einu sinni um sumarið ætlaði ég að strjúka til stóra bróður á ísafírði, en komst nú ekki lengra en til næsta fjarðar, Mjóafjarðar, í það skiptið, en í sum- arlok lá leiðin til ísafjarðar með Fagranesinu. Það var stóreygur drengur sem leit sinn fæðingarbæ, nánast í fyrsta sinn, en á bryggj- unni beið faðmur fjölskyldunnar eft- ir langa útivist, í formi Einars, stóra bróður, og Dísu mágkonu. Ég dvald- ist hjá þeim í litlu íbúðinni á Hlíðar- veginum í nokkra daga í góðu yfir- læti og kynntist litlum frænda í vöggu sinni. Þessu sumarævintýri mínu lauk með minni fyrstu flugferð með Katalínu-flugbáti til Reykjavík- ur, þar sem önnur stór systkini kvitt- uðu fyrir móttöku á mér. Og árin liðu. Nýorðinn 17 ára árið 1954 hélt ég aftur til ísafjarðar í heimsókn, en í þetta sinn með unnustu við hlið mér. Hún átti að kynnast stóra bróður mínum og Dísu konunni hans. Það var páskavikan — skíðavikan og við vorum fimm glaðvær ungmenni sem tókum hús á þeim Dísu og Einari. Og ekki skorti á góðar móttökur á Sjónarhæð, hús- inu sem ég fæddist í og Einar ólst upp í. Ég mun aldrei gleyma því þegar Dísa mágkona mín fór með mig upp á loft og opnaði dyr inn í eitt herbergið og sagði: „Hér ert þú nú fæddur góurinn." Þær urðu ekki fleiri heimsóknirn- ar til ísafjarðar, því nú tók brátt við heimilisstofnun og svo löng náms- og starfsdvöl erlendis og sambandið við ísafjörð var stopult. En það vissi ég að hann fylgdist með mér og minni litlu fjölskyldu í útlöndum og þegar ungur hagfræðinemi þurfti á sumarvinnu að halda, þá var það hann Einar stóri bróðir, sem opnaði dyrnar. Og þegar við hjónin tókum nokkuð skyndilega ákvörðun um að við vildum frekar búa á íslandi en erlendis, þá var það Einar sem ég hafði samband við og bað liðsinnis. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þrem dögum síðar hélt ég á skeyti frá væntanlegum vinnuveitanda, sem spurði hversu fljótt ég gæti komið heim til starfa. Vinnufélagar mínir í Þýzkalandi voru ekki vanir svona atvinnuleit og spurðu mig hverskonar áhrifamaður þessi stóri bróðir minn væri. Ég held nú að ég hafi svarað, ekki áhrifamaður, bara góður maður og bróðir. Árin 1967-68 verða svo þáttaskil í lífi okkar beggja og okkar nánu kynni hefjast og ég læri að meta þennan stóra bróður minn og finn enn betur en áður, hvaða mann hann hafði að geyma, eins og ég hefði ekki vitað það. Ég hóf störf í Seðla- bankanum í árslok og ég fann fljótt fyrir honum stóra bróður mínum í bankakerfinu. Það var ekki verra fyrir mig, ungan hagfræðinginn, að vera litli bróðir hans. Dyr, sem ann- ars hefðu verið hálflokaðar, opnuð- ust og mér var tekið opnum örmum. Það lá í viðmótinu sem ég mætti víða, að hér naut ég bróður míns. Skrifstofa Einars, sem fulltrúi bankastjórnar Landsbankans, var í Ingólfshvoli, _en mín í næsta húsi innangengt. I rúm 15 ár störfuðum við þannig nánst hlið við hlið og þær urðu tíðar heimsóknirnar mínar til hans. Ritararnir í Ingólfshvoli litu ekki á mig sem gest. Ég var bara litli bróðir hans Einars og var sem slíkur tekinn inn í þeirra litla samfé- lag. Það voru ekki bara einkamálin sem rædd voru í þessum heimsókn- um. Nei, það voru bókstaflega allir hlutir sem þar komust á dagskrá. Faðir okkar lézt um það leyti sem Einar og Dísa fluttust til Reykjavík- ur og ég sagði þá við hann í glensi og alvöru, að þar sem hann væri nú orðinn höfuð fjölskyldunnar, yrði hann sko að taka við föðurhlutverk- inu gagnvart mér. Og þannig varð það. Til hans sótti ég ráðin og leið- sögnina. Ræddi við hann um mínar áhyggjur og áhugamál, gleði og sorgir og við skiptumst á skoðunum um heimsins vandamál og lausnir. Ekki vorum við alltaf sammála og stundum gerði litli bróðir uppreisn, með hálfum huga þó, því að stóri bróðir hlaut að vita betur. Leiðirnar lágu ekki bara saman í faðmi fjölskyldunnar og á sama starfsvettvangi, bankakerfinu, held- ur einnig í áhugamálunum. Við störfuðum saman í Oddfellowregl- unni og við snerum bökum saman á hinum pólitíska vettvangi, þar sem við lögðum báðir Sjálfstæðisflokkn- um það sem við máttum. Og í íþrótt- unum lágu einnig leiðir saman þar sem við lékum badminton hlið við hlið hvor á sínum velli með sínum félögum, allt frá þyí að hús TBR var opnað. Og fjölskyldurnar tengdust nýjum böndum. Frændsystkinin, sem alist höfðu upp fyrir vestan, urðu meira en nöfn. Ingvar og Sissa. Friðjón og Hedda. Nú fengum við að kynn- ast þeim, þessum góðu börnum Dísu og Einars. Og nú er hann allur, hann Einar, sem var stóri bróðir minn og eitt- hvað miklu meira. Ég veit að ég á eftir að sakna hans sárt og það verð- ur á mörgum sviðum, sem ég mun grípa í tómt, þar sem ég var vanur að hitta hann fyrir, en minn missir er ekkert miðað við þann missi, sem elskuleg mágkona mín, Dísa, hennar börn, tengdabörn og barnabörn hafa orðið fyrir. Til þeirra beinist nú hugurinn og þeim sendum við Unnur og fjölskyld- an okkar samúðarkveðjur. Þeim ósk- um við blessunar Guðs, styrks og huggunar í sorginni. Garðar. Á árunum 1952-60 þurfti lítill frændi oft að fara vestur. Eltki var amalegt á þeim árum að eiga þá að sómahjónin, Einar o'g Dísu, en á þeim árum var Einar bankastjóri á Isafírði. Lítill frændi var á leið í sveit til Suðureyrar við Súgandafjörð til Jönu og Gissurar. Alltaf stóð frændi á gömlu bæjarbryggjunni, sem nú er horfin, og tók á móti mér. Eg get ekki látið hjá líða að minn- ast með nokkrum orðum eins minna bestu vina, Einars B. Ingvarsson, fv. útibússtjóra Landsbankans á ísafirði, en hann lést á Landakots- spítala 17. maí sl. Þó að andlát Einars hafi ekki komið á óvart miðað við atburði síð- ustu daga, er erfitt að sætta sig við að hafa hann ekki lengur á meðal okkar, þennan lífsglaða og að því ert virtist hrausta mann, allavega vel á sig kominn og íþróttum búinn. En hér er það sem fyrr að eigi má sköpum renna. Eg kynntist Einari fyrst eftir að eg fluttist til ísafjarðar á árunum 1946 til 1950. Það var íþróttaáhug- inn sem dró okkur saman. yið vorum báðir virkir í Skíðafélagi ísafjarðar og fórum snemma að leika saman badminton og unnum í sameiningu að stofnun Badmintonfélags ísa- fjarðar, sem Einar gegndi fyrstur manna formennsku í. Það var gaman að vinna með Einari að hvaða áhuga- máli sem var. Hann var aldrei með hálfvelgju í neinu því máli sem hann sinnti, hann gaf sig allan í hvert verk sem hann kom nálægt. Undir- hyggju átti Einar ekki til og var sannur vinur vina sinna. Því gat maður alltaf treyst. Eg held að okkar fyrsta sameig- inlega átak á sviði félagsmála hafi verið áð koma af stað byggingu nýs skíðaskála á Seljalandsdal eftir að skíðaskáli Skíðafélags ísafjarðar gjöreyðilagðist í snjóflóði. Við hitt- umst nokkrum dögum eftir þann atburð og ákváðum að eyða sum- arfríinu okkar í að koma af stað byggingu nýs skála. Eg held að þetta sameiginlega átak hafi kannski orð- ið til að leggja grunninn að ævi- langri vináttu okkar upp frá því. Eg ætla ekki hér að rekja ævifer- il Einars, eg þykist vita að aðrir verði til þess. Þegar eg kynntist honum vann hanti í Landsbankanum á ísafirði sem skrifstofustjóri og gegndi síðan útibússtjórastóðu þar. En þeim banka helgaði hann að mestu starfskrafta sína, nema þau ár sem hann gegndi starfi aðstoðar- manns sjávarútvegsráðherra í ráð- herratíð Matthíasar Bjarnasonar, en sjávarútvegsmál voru Einari alltaf hugstæð. Einar var góðum gáfum gæddur, en það sem gerði hann aðlaðandi yar hans viðkvæmni og hjartahlýja. í rösk 40 ár hittumst við Einar ekki sjaldnar en tvisvar í viku og lékum saman badminton. Fyrir mér er nú skarð fyrir skildi. Við félagar hans söknum góðs og drengilegs félaga. Því miður höguðu atvikin því þannig að eg get ekki fylgt honum síðasta spölinn. Elsku Dísa mín, eg sendi þér og börnunum ykkar og öllum ættmenn- um og venslafólki dýpstu samúðar- kveðjur okkar Heiðu og bið góðan guð að veita ykkur styrk í djúpri sorg. Guttormur Sigurbjörnsson. Einar Bergur Ingvarsson, fyrrv. bankaútibússtjóri, andaðist á Landakotsspítala 17. maí sl., tæp- lega 73 ára að aldri. Einar var fæddur í Reykjavík 26. júli 1920 og voru foreldrar hans Sigríður Böðvarsdóttir, frá Snæbýli í Skaftártungu, f. 14. janúar 1893, d. 28. nóvember 1979. Foreldrar hennar voru hjónin Málfríður Árna- dóttir og Böðvar Pálsson, söðlasmið- ur. Faðir hans var Ingvar Erasmus Einarsson, fæddur í Krosshjáleigu í Berufirði 28. nóv. 1891, d. 8. des. 1968. Foreldrar hans voru Guðrún Erasmusdóttir og Einar Jónsson, útvegsbóndi. Ingvar, faðir Einars, hóf sjómennsku aðeins 11 ára á bátum þar austur frá. Síðar gerðist hann sjómaður á togurum og varð þekktur togaraskipstjóri, en lengst var hann með togarann Hávarð Is- firðing, frá 1928-1938. Börn Sig- ríðar og Ingvars, er upp komust, voru sjö, en þau eru auk Einars: Sigurlína, hárgreiðslukona, fædd 1917, látin, Hulda, húsmóðir, fædd 1921, Hrefna, húsmóðir, fædd 1921, látin, Ingvar Sigurður, forstjóri, fæddur 1924, látinn, Gunnar Ágúst, skrifstofumaður, fæddur 1927, og Garðar, hagfræðingur, fæddur 1937. Nokkru eftir að faðir Einars tekur við skipstjórn á togaranum Hávarði ísfirðingi, sem gerður var út frá ísafirði, flyst fjölskyldan vest- ur og þar býr hún til ársins 1938 að aftur er flutt suður. Einar lýkur sínu grunnskólanámi við barnaskólann á ísafirði, síðar við gagnfræðaskólann þar, en að því loknu fer hann í Verslunarskóla Islands og lýkur prófi þaðan vorið 1938. Hann gerðist síðan skrifstofu- og afgreiðslumaður til 1941 að hann verður starfsmaður Landsbanka ís- lands og starfar í bankanum upp frá því til þess að hann lýkur starfs- degi sínum fyrir örfáum árum, að undanskildum fjórum árum er hann var aðstoðarmaður sjávarútvegs- og heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Einar starfaði fyrst í Landsbank- anum í Reykjavík, á ísafirði og víð- ar, en í júlí 1951 verða þau þátta- skil í starfi hans og lífi að hann tekur við útibússtjórastarfi í Lands- bankanum á ísafirði og gegnir því til ársins 1968. Þá flyst hann til Reykjavíkur og starfar þar sem full- trúi bankastjórnar til starfsloka. Hann kvæntist Herdísi Elísabetu Jónsdóttur 23. júní 1945. Hún er Vestfirðingur í báðar ættir. Foreldr- ar hennar voru Arnfríður Ingvars- dóttir, f. 6. október 1885, d. 18. janúar 1950. Foreldrar Arnfríðar voru Sigríður Árnadóttir oglngvar Vigfússon, blikksmiður^ á ísafirði. Faðir Herdísar var Jón Ólafur Jóns- son, málari. Hann var fæddur 24. maí 1884 og lést 14. janúar 1945. Jón Ólafur var fæddur á Skerðings- stöðum í Reykhólasveit og foreldrar hans voru Herdís skáldkona Andr- ésdóttir frá Miðbæ í Flatey, fædd 13. júní 1858 og dáin 21. apríl 1939, og Jón Einar Jónsson, stúdent á Ingunnarstöðum í Geiradal, sem var fæddur 7. ágúst 1844,_dáinn 22. desember 1889. Jón Ólafur var bróðir Einars Jónssonar magisters, sem var landsþekktur kennari á ¦ sinni tíð. Herdís og Einar eignuðust fjögur börn: Ingvar, kennari, kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur og eiga þau tvö börn og hann eitt barn fyrir hjónaband, búsett í Reykjavík, Sig- ríður, fóstra, gift Eiríki Jónssyni, vinnuvélastjóra, búsett í Kópavogi, þau eiga þrjú börn, Friðjón, kenn- ari, er nú við nám í Bandaríkjunum, kvæntur Sólveigu Guðmundsdóttur, hann á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi, Herdís, þroskaþjálfi, gift Guðlaugi Óskari Jónssyni, trésmið, búsett í Þorlákshöfn og eiga þrjú börn. Einar var félagslyndur maður. Á sínum yngri árum var hann í stjórn íþróttafélags Reykjavíkur, en á ísa- fjarðarárum sínum tók þátt í marg- víslegu félagsstarfi. Hann átti sæti í stjórn Skíðasambands íslands, var formaður sóknarnefndar ísafjarðar í mörg ár og í stjprn íslensk-amer- íska félagsins á ísafirði, meðlimur Rotaryklúbbs ísafjarðar og forseti hans um hríð, var í skíðaráði Isa- fjarðar. Hann tók nokkurn þátt í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins á ísafirði, en vildi ekki vera þar of áberandi vegna þess að hann áleit það ekki í samræmi við starf sitt sem bankastjóri. Hann varð vara- ræðismaður Dana á ísafirði árið 1962 og þar til hann fluttist suður. Hann var félagi í Oddfellowreglunni um langt árabil. Hann sóttist hvergi eftir forystuhlutverki í hinum ýmsu félögum, en til hans var mjög leitað vegna þess hversu hæfur maður hann var og ljúfur í allri umgengni ,og kunni oft að setja niður deilur og skapa samhug og samstarf þar sem hann var leiðandi maður. Við áttum þeirri ánægju að mæta að kynnast Einari ung að árum og áttum mjög margar ánægjulegar stundir saman, bæði á hans yngri árum þegar hann var starfsmaður Landsbankans á ísafirði og þá ekki síður eftir að hann varð þar banka- stjóri sem og öll árin eftir það. Með okkur var mikil og náin vinátta sem aldrei bar skugga á. Við kunnum vel að meta þau hjón bæði sakir mannkosta og drengskapar og eig- um við fjölmargar ánægjulegar minningar um þau á heimilum okk- ar, ferðalögum, í leik og starfi. Það var mikil gæfa fyrir atvinnu- lífíð á ísafirði og Vestfjörðum og allan almenning þar að Landsbank- inn valdi Einar Ingvarsson til að gegna starfi bankaútibússtjóra á Isafirði. Hann var vel kunnugur og þekkti vel sjávarútveg og lífsbarátt- una, hafði fengið góða undirstöðu- menntun og unnið störf á yngri árum í sjávarútvegi og hinum al- menna atvinnurekstri í þessum landshluta. Það var því verulegur fengur að fá hann á þessum um- brota- og erfíðleikatímum og reið á að hafa þar mann sem var sann- gjarn og tryggur stofnun sinni, Landsbankanum og sem vildi hag bankans sem mestan og bestan öll þau ár sem hann starfaði fyrir bank- ann á ísafirði, sem vildi líka sýna viðskiptamönnum sanngirni og lip- urð og því fór svo að Landsbankinn aflaði sér mikilla vinsælda á Vest- fjörðum á þessum árum og þær vin- sældir og traust hafa staðið allt fram á þennan dag. Þar hafa fleiri átt hlut að máli, en þáttur Einars Ingvarssonar var mjög stór. I ágústlok 1974 verða veruleg þáttaskil hjá okkur sem ritum þessi minningarorð og sérstaklega hjá mér sem tekst þann vanda á hendur að taka við embætti sjávarútvegs- ráðherra og jafnfram heilbrigðis- og tryggingaráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Þá varð mér strax hugsað til þess að nú þyrfti ég á góðum manni að halda til að veita mér aðstoð og ráðleggingar og þá kom fyrst í hugann Einar Ingvarsson og í raun og veru gat ég ekki hugsað mér annan mann betri og Ifremri til að takast á við þetta verkefni með mér. Þegar ég svo leitaði til hans hló hann og taldi þetta vera fjarstæðu eina að nefna sig, en maður lét ekki deigan síga í fyrsta samtali og hélt áfram að sækja á hann og svo fór að Einar gaf kost á sér til þessa starfs gegn því að ég útvegaði leyfi bankastjórn- ar Landsbankans honum til handa í starfið. Það leyfi var fúslega veitt og við störfuðum náið saman í fjög- ur ár. Starf Einars og framlag til þeirra málaflokka er heyrðu undir ráðuneytin var mjög mikilvægt. Framundan var undirbúningur að útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr 50 í 200 sjómílur og takast á við þann vanda sem fylgdi þessari ákvörðun okkar íslendinga og það stóð aldrei á Einari. Hann tók mikinn þátt í samningaviðræðum milli ríkja og samningum fyrir íslands hönd og var hollur og traustur ráðgjafi í sjáv- arútvégsmálum almennt. Einnig lagði hann sig mjög fram í sam- vinnu og samstarfi við starfsfólk í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Einar sat aðallega Psjávarútvegs- ráðuneytinu á þessum árum og hygg ég að mér sé óhætt að-segja að hann vann sér trúnað og vináttu þeirra sem þar störfuðu. Við áttum margar ferðir saman, bæði innan- og utanlands, sérstak- lega þó í sambandi við sjávarút- vegs- og landhelgismál. Einar fór með öðrum og einnig sjálfstæðar ferðir og Iagði mikið af mörkum til lausnar á þessu vandasama máli og hann var mér ómetanleg stoð og stytta í störfum á þessum tíma. Margar eru ferðirnar sem við og konur okkar fórum saman og það var gaman þegar hægt var að fá stund milli stríða og geta spjallað saman og átt ánægjulega samveru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.