Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAl 1993
ATYIMMU.AUGÍ Ý5/^ IgAR
Laus kennarastaða
Við Nesjaskóla í Hornafirði, sem er grunn-
skóli með 1 .-10. bekk, er iaus kennarastaða.
Æskilegar kennslugreinar: Hand- og mynd-
mennt, sérkennsla og kennsla yngri barna.
Fleira kemur til greina.
Upplýsingar gefur Kristín Gísladóttir,
skólastjóri, í síma 97-81443.
‘Áf-
1
jli:!Íii:l:::l liiiiiiiiiil liiiliiil liiiliiiliil liiiliiiliiil!
tta tm tm. lq iiii ttn mm in mmm
“nrffl' iy iíi nr ffl ffl ffl m 0 -ffl' uí «r
1
MENNTASKOLINN A AKUREYRI
Frá Menntaskólanum
á Akureyri
Kennara vantar til kennslu í eftirtöldum
námsgreinum skólaárið 1993/1994:
(1) félagsfræði, ein staða, (2) heimspeki,
hálf staða, (3) íslenska, ein staða, (4) stærð-
fræði, tvær stöður.
Upplýsingar gefur undirritaður í síma
(96)11433 milli kl. 11 og 12 dag hvern.
Tryggvi Gíslason,
skólameistari MA.
Frá Fósturskóla
íslands
Óskum eftir fóstru með framhaldsmenntun
til að kenna hagnýta uppeldisfræði vegna
dreifðrar og sveigjanlegrarfóstrumenntunar.
Starfið er hlutastarf.
Umsóknir berist fyrir 7. júní.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu skólans í
síma 813866.
Skólastjóri.
Verslunarstarf
Óskum að ráða líflegan og metnaðarfullan
sölumann, með mikla reynslu af sölustörfum,
til framtíðarstarfa í stóra sérverslun
í Reykjavík.
Um er að ræða heilsdagsstarf þar sem vinnu-
aðstaða er mjög góð og góður starfsandi.
Eiginhandarumsóknir sendist auglýsinga-
deild Morgunblaðsins sem fyrst, merktar:
„Framtíð - 123".
Verkstjóri
Óskum eftir að ráða nú þegar verkstjóra til
sumarafleysinga í frystihúsi voru.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist til Gísla Jónatanssonar, fram-
kvæmdastjóra, sem veitir allar nánari upplýs-
ingar.
Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf.,
sími 97-51240, fax 97-51446.
Starfskraftur vanur
matreiðslu eða
matreiðslumeistari
Starfskraftur vanur matreiðslu eða mat-
reiðslumeistari óskast til starfa í þrjá mánuði
(júní, júlí og ágúst) á gott heimili í sveit. Um
er að ræða matargerð ásamt ýmsum öðrum
heimilisstörfum. Æskilegur aldur 25-35 ára.
Viðkomandi getur ekki haft með sér börn.
Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 þriðjudaginn
1. júní.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „G - 3819". Æskilegt að mynd fylgi.
Öllum umsóknum verður svarað.
RAÐA UGL YSINGAR
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Aðalfundur Dagsbrúnar
Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar verður haldinn miðvikudaginn 2. júní
kl. 20.30 í Átthagasal Hótels Sögu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffihlaðborð.
Endurskoðaðir reikningar fyrir árið 1992 hafa
legið frammi á skrifstofu félagsins frá
18. maí eins og áður hefur verið auglýst.
Stjórn Dagsbrúnar.
KENNSLA
fVerzlunarskóli
íslands
Innritun
1993-1994
Nemendur með grunnskólapróf:
Umsóknir, ásamt staðfestum Ijósritum af
grunnskólaskírteinum, skulu hafa borist
skrifstofu skólans fyrir kl. 15.00 föstudaginn
4. júní nk.
Teknir verða 280 nemendur inn í 3. bekk.
Berist fleiri umsóknir verður valið inn í skól-
ann á grundvelli einkunna þeirra, sem nú
Ijúka grunnskólaprófi, en umsóknireldri nem-
enda fá víðtækari umfjöllun.
VÍ tekur inn nemendur af öllu landinu og úr
öllum hverfum Reykjavíkur.
Nemendur með verslunarpróf:
Umsóknir um nám í 5. bekk skulu hafa bor-
ist„eigi síðar en 31. maí nk. á sérstöku eyðu-
blaði sem fæst á skrifstofu skólans.
Inntökuskilyrði í 5. bekk er verslunarpróf með
þýsku og aðaleinkunn ekki lægri en 6,50 eða
sambærilegur árangur.
Upplýsingar um brautir og valgreinar fást á
skrifstofu skólans.
FLENSBORGARSKÓLINN, HAFNARFIRÐI
Innritun nemenda
Umsóknir um skólavist í Flensborgarskólan-
um á haustönn 1993 þurfa að hafa borist
skrifstofu skólans í síðasta lagi 4. júní.
Innritun nýnema (f. 1977) fer fram dagana
1. og 2. júní kl. 9.00-16.00. Þá daga eiga
nýnemar kost á námsráðgjöf og þeim veitt
aðstoð við val.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
skólans í síma 650400.
Skólameistari.
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
ARMULA 12 108 REYKJAVIK SIMI 84022
Frá Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla
Innritun verður á skrifstofu skólans 1.-4.
júní kl. 8.00-16.00, sími 814022. Auk þess
verður tekið á móti umsóknum í Miðbæjar-
skólanum 1. og 2. júní. Skólastjórnendur eru
til viðtals alla innritunardagana.
Almennt nám
Tveggja ára brautir: Uppeldis-, viðskipta-
og íþrótta- og félagsmálabraut. Brautir til
stúdentsprófs: Hagfræði- og viðskipta-
braut, félags- og sálfræðibraut, náttúru-
fræðibraut, nýmálabraut, íþróttabraut, list-
dansbraut (í samvinnu við Listdansskóla ís-
lands).
Heilbrigðissvið
Eftirtaldar brautir veita rétt til löggildingar
til starfa:
Lyfjatæknabraut, læknaritarabraut, náms-
braut fyrir aðstoðarmenn tannlækna og
sjúkraliðabraut. Nú verður auk þess innritað
á nýja námsbraut, sem er bóklegt nám fyrir
nuddara.
Skólameistari.
Garðplöntusala
ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2,
Mosfellsbæ, auglýsir tré, runna, rósir, skóg-
arplöntur, sumarblóm og fjölærar plöntur.
Verðdæmi: Gljámispill 80 cm 225 kr.
Blátoppur 195 kr. Fjallarifs 150 kr.
Opið daglega frá kl. 10-20. Sími 667315.
Aðstandendur
Vil taka að mér umönnun aldraðs (veiks)
einstaklings gegn húsnæði.
Er vön að hugsa um fólk.
Upplýsingar í símum 31558 og 658994
næstu kvöld.
(LAUFÁS
1 FASTEIGNASALA
SlÐUMÚLA 17
mm
Okkur hefur verið falið að leita eftir tilboðum
í tískuvöruverslunina Stefanel í Kringlunni.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Axelsson,
fasteinasölunni Laufási, í síma 812744.