Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 43 stund. Mér 6r ofarlega í huga ferð sem við fórum tveir til Sovétríkjanna undir því yfirskini að skoða sjávar- útvegssýningu í Leningrad, en til- gangurinn var að skýra fyrir sovét- stjórninni þá ákvörðun okkar íslend- inga að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur. Við stóðum þá í þorska- stríðinu við Breta og vildum gjarnan hafa betra og nánara samband við Sovétríkin í þessum efnum. Við hitt- um sjávarútvegsráðherra þeirra í Leningrad og áttum með honum langan fund, sem byijaði ekki mjög vel, því heldur illa lá á ráðherranum út í það tiltæki okkar að færa út fiskveiðilögsöguna, ekki af því að það skipti þá svo miklu máli,- heldur það sem myndi kosta Sovétríkin með sinn stóra úthafsflota gagnvart væntanlegri útfærslu annarra ríkja. Eg var nokkuð kvíðinn fyrir þessum fundi og um leið spenntur fyrir hvemig þetta tækist til og sá Einar það og sagði: „Ja, nú dugar ekkert annð en vera rólegur og gætinn,“ og það reyndi maður að vera lengi vel, en þegar viðbrögðin voru frem- ur neikvæð þá skaut ég því fram hvort þeir væru komnir í bandalag við Breta, sem væru núna að ráðast inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Við það að nefna Breta og Natóþjóðirn- ar breyttist viðmót Sovétmannsins mjög og vildi hann alls ekki kann- ast við að þeir ættu neitt saman að sælda. Þessum fundi lauk vel, and- rúmsloftið batnaði og voru Sovétrík- in fremur vinsamleg og vinsamlegri eftir en áður. Stærsta stundin í þessu landhelgisstríði var lausn deil- unnar við Breta í Ósló 1. júní 1976 þegar samkomulag var gert við þáverandi utanríkisráðherra Bret- lands um brotthvarf breskra togara af íslandsmiðum eftir sex mánuði, en takmarkaðar veiðar þeirra fram að þeim tíma. Það var endirinn á þessu magnaða stríði og erfiðleik- um. Það áttu margir og ágætir menn þátt í lausn þessarar deilu, sem ekki verður rakið hér, en þáttur Einars Ingvarssonar var stór og giftudrjúgur og fyrir það er ég hon- um sérstaklega þakklátur, eins og fyrir svo margt annað sem við áttum saman að sælda. Við hjónin metum mikils sam- starf okkar og vináttu á liðnum árum. Einar var hamingjumaður í sínu einkalífi. Hann átti góða og trygga konu sem stóð með honum í blíðu og stríðu og hann átti góð börn sem endurgoldið hafa föður sínum og móður umhyggju frá fyrstu tíð og ekki síst nú á þeim erfiðu vikum sem fjölskyldan hefur átt og þá sérstaklega Herdís. Þegar árin færast yfir er oft stutt milli vinamissis. Á tæpum þremur mánuðum hafa fallið frá þrír ágæt- ir vinir okkar og nú síðast Einar Ingvarsson. Við yljum okkur við minningarnar um liðin ár og sér- staklega skemmtilega vináttu, sam- starf, ferðalög um Djúpið okkar og næsta nágrenni og ferðalög til margra landa. Það er erfitt að sætta okkur við að Einar, vinur okkar, skuli vera farinn svona fljótt. Síðast sáum við hann á sumardaginn fyrsta rétt áður en hann lagðist inn á sjúkrahús. Ekki hvarflaði að okkur að þetta væri síðasta skiptið. En í hjörtum okkar og huga býr minning- in um góðan dreng, sannan vin, sem við höfum þekkt í meira en hálfa öld. Það er mikil breyting að missa slíkan vin. En minningarnar um ánægjulega samveru og samstarf eru svo mikils virði og að hafa átt þess kost að hafa verið með Einari í öll þessi ár að þær munu ekki gleymast heldur búa með okkur til síðasta dags. Með Einari B. Ingvarssyni er horfínn sá maður sem stóð við hlið okkar í blíðu og stríðu í margra áratuga samfylgd. Hann var í senn hlýr, tryggur, hreinskiptinn og vin- fastur svo af bar. Fyrir allt okkar samstarf og kynni viljum við þakka af heilum hug. Við minnumst hans ávallt sem okkar besta og tryggasta vinar. Söknuður okkar er meiri en orð fá lýst. Við sendum Dísu, börn- unum og tengdabörnum, bamabörn- um og öðru skylduliði innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guðsblessun fylgi þér, góði vinur, í nýjum heim- kynnum. Kristín Ingimundardóttir, Matthías Bjarnason. Með fáum orðum langar mig að þakka góðum vini mínum, Einari B. Ingvarssyni, fyrir samfylgdina. Ævi hans og störf rek ég ekki, aðrir kunnugri munu gera það. Kynni okkar Einars hófust að marki um 1960, þó að ég þekkti hann fyrr, en þau hófust í sam- bandi við viðskipti föður míns, sem ég vann þá hjá, en hann hafði við- skipti fyrir rækjuverksmiðju sína á Langreyri í Álftafírði hjá Lands- bankanum á ísafírði, þar sem Einar var lengi útibússtjóri. Engan mann hef ég hitt fyrir á lifsleiðinni, sem var hollari þeirri stofnun, sem hann vann hjá en Ein- ar. Hann vildi ávallt veg hennar sem mestan og um leið, að hún væri sem best í stakk búin til að þjóna og efla íslenska atvinnuvegi og að því vann hann alla tíð. Einar var mikill Landsbankamaður og þar vann hann nær alla starfsævi sína. Á þeim árum, sem ég þekkti Ein- ar á ísafírði, varð ég oft undrandi, er ég sat á spjalli við hann, sem stundum gerðist, hvað hann fylgdist einstaklega vel með öllu atvinnulífí, einkum sjávarútveginum. Hann vissi alltaf um aflabrögð í öllum verstöðvum á Vestfjörðum og víðar. Hann fylgdist vel með öllum nýjung- um í útgerð, vinnslu afla og þróun sölumála og verðmyndun fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. Allt þetta hafði hann á hraðbergi og hann var lifandi af áhuga fyrir betri og arð- vænlegri nýtingu sjávarafla. Eftir að Einar og fjölskylda hans fluttust aftur hingað suður 1968 urðu kynni okkar og fjölskyldna okkar persónulegri og nánari. Hann og faðir minn voru góðir vinir og fyrir framkomu og vináttu Einars í hans garð, einkum á efri árum hans, vil ég sérstaklega þakka Einari, þó að seint sé. Á þeim árum, sem síðan eru lið- in, hafa ég og konan mín átt marg- ar ánægjustundir með Einari og Dísu á heimili þeirra og til þeirra stunda hlökkuðum við alltaf og fyr- ir þær vil ég þakka þeim báðum. Einar var mikill vinur vina sinna, ávallt tryggur og alúðlegur, lagði gott eitt til mála. Hann var alla tíð sterkur fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins og vann honum vel. Á því sviði og þjóðmála almennt, sem hann fylgdist vel með, áttum við samleið og þau voru oft rædd okkar í milli. í mínum huga er mikið skarð höggvið með fráfalli Einars, hann fór alltof fljótt. Við hjónin þökkum honum sam- fylgdina og vináttu hans, sem auðg- aði líf hvers þess, er hennar naut. Við biðjum Guð að blessa Einar í nýjum heimkynnum hans. Dísu, bömum þeirra, bamabömum og systkinum hans sendum við hjart- anlegar samúðarkveðjur. En það er huggun harmi gegn að sjá á eftir góðum dreng, en það var Einar B. Ingvarsson í fyllstu og bestu merkingu þeirra orða. Blessuð sé minning hans. Richard Björgvinsson. Þótt sumarið sé komið, hafa margir maídagarnir verið nístings- kaldir og minnt mann óþægilega á veturinn. Þessir köldu dagar skiptu sköpum í lífí góðs vinar, Einars B. Ingvarssonar, er lá þungt haldinn á Landakotsspítala eftir erfíða að- gerð. Þangað streymdu hlýjar hugs- anir ættingja og vina með óskir um bata honum til handa. En kallið kom. Dauðinn gerir ekki boð á und- an sér. Örlögin eru ekki á valdi okkar mannanna, heldur almættis- ins, sem stýrir skrefum okkar í líf- inu. Óðum kvarnast úr aldurshópi vina og skólafélaga. Við vitum ekki hvar við erum í röðinni. Á þessari stundu brjótast fram hugljúfar minningar frá æsku- og skólaárum okkar Ein- ars sem aldrei gleymast. Sé gáð til baka um gengna slóð, er greypt í huga og sinni: Þau urðu mðrg og ávallt góð okkar vinakynni. (Sig. Jónsson) Það var haustið 1928 sem Einar settist í þriðja bekk Barnaskóla ísa- fjarðar. Við bekkjarsystkinin vorum afar spennt að fá nýjan nemanda í hópinn. Hann var nýfluttur í bæinn með foreldrum sínum, Sigríði Böðv- arsdóttur og Ingvari Einarssyni, er þá tók við skipsstjórn á togaranum Hávarði ísfírðingi. Þessi prúði og kurteisi piltur sam- lagaðist hópnum fljótlega og var öllum hugljúfur. Vinátta okkar spannar því 65 ára skeið, sem aldr- ei bar skugga á. Einar var ávallt sá góði drengur sem með sínu hlýja viðmóti brá birtu yfir veg samferða- manna sinna. Hans er því sárt sakn- að. Við Einar vorum ekki aðeins skólafélagar í Barna- og gagn- fræðaskóla ísafjarðar, heldur fylgd- umst við einnig að í Verslunarskóla íslands og útskrifuðumst þaðan vor- ið 1938. Leiðir okkar lágu oft sam- an. Einar hóf störf í Landsbanka íslands árið 1941, er ég hafði starf- að i útibúinu á ísafírði i tæp tvö ár. Við höfðum „verkaskipti" haust- ið 1942, er hann kom til starfa í útibúinu á Isafirði, en ég fór suður til starfa í aðalbankanum til vors 1943. Það var lærdómsríkt fyrir mig og kom mér að góðu gagni síð- ar meir. Þá um veturinn kynntist Einar Herdísi Jónsdóttur, er síðar varð eiginkona hans. Stóra stundin í lífi þeirra var auðvitað brúkaups- dagurinn 23. júní 1945. Fjölskyldan stækkaði ört, því að börnin urðu fjögur: Ingvar, Sigríður, Friðjón og Herdís, sem öll hafa stofnað sín heimili og famast vel. Tímans hjól snýst hratt og þegar æsku- og unglingsárunum lýkur, tekur alvara lífsins við. Samhentari hjón en Dísa og Einar voru vand- fundin og segja má, að þau hafi verið hvort öðm allt. Árið 1951 verður Einar banka- stjóri útibús Landsbankans á ísafirði. í 17 ár nutu ísfirðingar þess að hafa þau hjá sér, en árið 1968 segir Einar upp störfum og fluttist til Reykjavíkur og hóf störf aftur í aðalbankanum. Einar var mikill félagsmálamaður og lagði víða hönd á plóginn. Hann var for- maður sóknarnefndar ísafjarðar um skeið, forseti Rotarýklúbbs Ísaíjarð- ar, í Skíðaráði ísafjarðar, yfírmeist- ari Oddfellow-stúkunnar Gests á ísafírði, danskur vararæðismaður um nokkur ár og þannig mætti lengi telja. Sá, sem þannig fórnar sér við ábyrgðarstörf, er oft störfum hlað- inn. Hann var vel til forystu fallinn og því mikið sótt til hans í slík störf. Til dæmis var hann í fjögur ár að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra, sem þá var Matthías Bjarnason, og leysti það starf með ágætum. Öll störf Einars innan Landsbankans sem utan voru vel af hendi leyst og ávann hann sér traust samstarfs- manna sinna. Hver eru lífsins lúagjöld að loknu ævistarfi? Bak við dauðans dyratjöld Drottinn skiptir arfi. (Ág. Böðvarsson) Að leiðarlokum er efst í' huga þakklæti mitt til horfins vinar fyrir samstarf og vináttu í gegnum árin. Við Denna og börn okkar sendum Dísu, börnum þeirra og öllum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Megi hönd Guðs leiða vin okkar í ljóssins heimi. Sveinn Elíasson. Látinn er góðvinur okkar hjóna, Einar B. Ingvarsson. Enginn hafði búist við því að hann hyrfí frá okk- ur svo skjótt, svo hress og líflegur sem hann var og fullur af áhuga á margvíslegum viðfangsefnum þótt starfi hans í Landsbanka íslands væri lokið fyrir nokkrum árum. Vinátta okkar stóð á gömlum merg, fyrst í leik og skátastarfi á ísafirði enda þótt á þeim árum væri að vísu nökkur aldursmunur á okkur. Þegar hann kvæntist fænku minni, Herdísi, varð samgangur okkar hjóna við þau nánari og vin- áttan æ traustari eftir því sem árin liðu. Þessi vinátta hefír verið okkur mikils virði og tilhlökkunarefni að hitta þau hveiju sinni, hvort sem var heima í stofu eða í allmörgum sumarleyfísferðum innanlands og utan. Betri ferðafélaga var ekki hægt að kjósa sér. Einar var mjög ljúfur maður og þó skapmaður og ósérhlífinn. Hann var ávallt hreinskilinn og heiðarleg- ur, greiðvikinn og bóngóður og veit ég mörg dæmi um hjálpsemi hans við vini sína. Ég veit að -margir munu sakna Einars. Við hjónin getum ekki lengur gert með honum áætlun um sameiginlegt ferðalag eða spilakvöld. Eftir stendur minn- ingin um skemmtilegan félaga, góð- an dreng, mætan mann. Megi slík minning verða eiginkonu og fjöl- skyldu til huggunar í sorg þeirra. Tómas Á. Jónasson. Fleiri greinar um Einar B. Ingvarsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Antik - Silfur - íslandsmyndir Hvítmáluð og blaðgyllt Rococo borðstofuhúsgögn. Gamalt danskt og enskt silfur. Maghoni húsgögn. Franskir Rococo glerskápar. Einkasafn gamalla íslandsmynda eftir erlenda höfunda. Sérstök athygli skal vakin á því að við sýnum fágætt einkasafn Islandsmynda eftir erlenda höfunda. Margar myndanna eru frá því um aldamótin. Þær hafa aldrei verið sýndar hér á landi áður. Opið um lielgina frá kl. 14.00 til 18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 1. júní. ATH! Næsta Ustmunauppboð verður 6. júní. BORG við Austurvöll, sími 24211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.