Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 31

Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 31
30 - MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ ,1993, t MORGUNBLAÐIE^ÖáTUDAGl^t 28.ÍÍ1AÍD 1993 a m Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Nýskipan í ríkisrekstri Ahugi almennings, skattgreið- enda, hefur í auknum mæli beinst að umfangi, gæðum og kostnaði opinbers rekstrar. Ástæðan er vaxandi fjárlaga- halli, opinber skuldasöfnun og lít- ill hagvöxtur. Flestum er ljóst orðið að óhjákvæmilegt er að leita nýskipunar í ríkisrekstrinum til þess að ná fram jöfnuði milli gjalda og tekna og til þess að nýta betur það fjármagn, sem ríkisbúskapurinn sækir til skatt- greiðenda. í þeim tilgangi hefur fjárlagagerðin verið þróuð í átt að svokölluðum rammafjárlögum hin síðari árin. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur að und- anfömu kynnt hugmyndir um þessi efni innan ríkisstjórnar og á öðrum vettvangi. Rammafjárlög byggjast á nýju vinnulagi við íjárlagagerð og nýrri stjórnunaraðferð við fram- kvæmd fjárlaga. Þau fela það í sér að rammar eru settir fyrir hvert ráðuneyti og hvern mála- flokk. Verkefnum ríkisins, ein- stakra ráðuneyta og stofnana er raðað eftir mikilvægi, miðað við þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Valddreifing felst síðan í því að ríkisstjóm forgangsraðar milli ráðuneyta, ráðuneyti milli stofn- ana og stofnanir milli deilda. Rammafjárlög ættu í senn að færa stofnunum meira frelsi og meiri ábyrgð en áður, m.a. í launamálum, innan ramma kjara- samninga og launakerfis ríkisins. Á vegum ríkisreikningsnefnd- ar er og unnið að breytingum á framsetningu fjárlaga og ríkis- reiknings. Markmiðið mun vera að fjárlög og ríkisreikningur sýni í senn greiðslur úr ríkissjóði og skuldbindingar sem til er stofnað. Einnig mun unnið að endyrskoð- un á flokkun stofnana og fyrir- tækja í fjárlögum. Núverandi skipting milli A-hluta og B-hluta fjárlaga kann því að breytast. Állt horfír þetta til hins betra. Umræddar breytingar og hug- myndir að breytingum eru hluti af þróun nýrra stjórnunaraðferða og nýskipunar í ríkisrekstri. Meg- inbreytingar, sem hugað er að, felast í eftirfarandi: 1) Horfíð verði frá hefðbund- inni fjárlagagerð, þar sem fjár- veiting nýs árs ræðst af fjárveit- ingu síðasta árs, að rammafjár- lögum og hlutlægu mati á ijár- veitingum hvers einstaks árs eða til nokkurra ára. 2) í stað einhliða áherzlu á útgjöld stofnana komi mat á stofnununum sjálfum í ljósi markmiða og árangurs. 3) Ábyrgð og sjálfstæði ríkis- stofnana verði aukið. 4) Í stað miðstýringar í launa- og starfsmannamálum komi sveigj- anlegt launa og starfsmannahald. 5) í stað hefðbundins rekstrar- forms með nákvæmu eftirliti ráðuneytis komi fjölbreytt rekstr- arumhverfi, þar sem aðhald kem- ur í auknum mæli frá þjónustu- þegum og samkeppni. Breytingar í þessa átt gera það mikilvægara að stofnanir móti sér þjónustu- og rekstrarmark- mið, sem setji notendur, fólkið í landinu, í öndvegi. Skattgreið- endur, sem bera kostnaðinn af þjónustu hins opinbera, eiga raunar kröfu á því að opinberar stofnanir sýni aðhald í notkun fjármuna ríkisins, sem að stærst- um hluta eru sóttir með sköttum til almennings og atvinnulífs. Ríkisrekstur er ekki markmið í sjálfu sér. Verkefni hins opin- bera á að fela þeim sem leysa þau með beztum og ódýrustum hætti. Af þeim sökum á hið opin- bera að draga sig úr út starf- semi, sem einstaklingar eða fyrir- tæki geta sinnt með fullnægjandi hætti. Ríkisrekstur á að mestu að einskorða við þau svið, þar sem markaðurinn veitir þegnunum ekki nægilega góða eða örugga þjónustu. Ríkið á jafnframt að bjóða út starfsemi, eins og nú er gert með framkvæmdir, þar sem því verður við komið, til að nýta kosti sam- keppninnar, en alkunna er að samkeppni leiðir til aðhalds og ódýrari þjónustu. Þótt ríkið ann- ist rekstur má í ýmsum tilfellum fela einkaaðilum ákveðna þætti starfseminnar. Með opinberum samanburði á árangri stofnana, til dæmis hvað varðar eininga- kostað, afköst' og framleiðni, má einnig koma við óbeinni sam- keppni. Við erum þegar komin á yztu nöf samansafnaðs ríkissjóðshalla og opinberrar skuldasöfnunar. Það er óhjákvæmilegt að knýja á um nýskipan og umbætur í ríkis- rekstrinum, sem nú er að unnið á vegum fjármálaráðuneytisins. Oft var þörf en nú er nauðsyn að ná fram þjóðarsátt um það verkefni, sem er hluti af nauðsyn- legri vegagerð út úr efnahags- vandanum. Það er og mjög mikil- vægt að gott samstarf takist milli fjárveitingavaldsins, Alþing- is, fjármálaráðuneytis, fagráðu- neyta, stofnana ríkisins og starfs- manna um þær breytingar, sem óhjákvæmilegar eða æskilegar teljast, til þess að ná þremur meginmarkmiðum slíkrar nýskip- unar: 1) að miða skattheimtu og ríkisumsvif við efnahagslegan veruleika í þjóðarbúskapnum, 2) að nýta betur það fjármagn sem sótt er með sköttum til fólks og fyrirtækja, 3) að hemja ríkisút- gjöld á hveijum tíma innan ramma ríkisteknanna. TILLÖGUR HAFRANNSOKNASTOFNUNAR Við 150.000 tonnaafla næstu ár munu veiði- og hrygningarstofn aukast Veiðar umfram 175.000 tonn stefna þorskstofninum í hættu SAMKVÆMT tillögum Hafrannsóknastofnunar nú mun meiri þorskveiði en 150.000 tonn minnka veiðistofn og hrygningarstofn mun standa í stað. Stofnunin leggur því til að ekki verði meira veitt á næsta fiskveiðiári. Tillögur stofnunarinnar fyrir yfirstandandi ár voru um 190.000 tonna hámark. Heildaraflamark var sett á 205.000 tonn, en heildarafli verður um 235.000 tonn. Stofnunin leggur einnig til minnkandi veiði af ufsa, karfa og grálúðu, en telur að þrefalda megi veiðar á úthafskarfa, auka megi veiðar á rælgu og gefinn verður út 900.000 tonna upphafskvóti fyrir loðnuveiðar, sem mega byrja fyrsta júií næstkomandi. Hér fer á eftir mat og tillögur stofnunarinar hvað varðar helztu nyljategundir. Þorskur Nýliðun þorsks hefur verið léleg eða mjög léleg síðustu ár, ekki er að vænta göngu frá Grænlandi og afli á sóknar- einingu hefur farið minnkandi. Bæði veiðistofn og hrygningarstofn eru með minnsta móti. Ef veidd verða 225.000 tonn árin 1994 og 1995 mun veiði- stofn, sem nú er í sögulegu lágmarki (um 40% af stofnstærð árið 1980), minnka niður fyrir 500.000 tonn og hrygningarstofn niður fyrir 150.000 tonn árið 1996. Við 200.000 tonna afla munu bæði veiðistofn og hrygn- ingarstofn halda áfram að minnka frá því sem nú er. Við 175.000 tonna afla mun veiðistofn minnka í 580.000 tonn árið 1995 og hrygningarstofn nánast standa í stað næstu árin. Að- eins með því að takmarka aflann enn frekar, má gera ráð fyrir að stofninn nái að stækka svo nokkru nemi fram til 1996. Við 150.000 tonna afla næstu ár mun veiðistofn aukast í 680.000 tonn árið 1996 og hrygningarstofn í 270.000 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til að aflinn fari ekki fram úr 150.000 tonnum fiskveiðiárið, sem hefst í haust. I fyrra lagði Hafrann- sóknastofnun til að heildarafli á yfir- standandi fiskveiðiári yrði 190.000 tonn. Kvóti var settur á 205.000 tonn, en vegna línutvöföldunar, heimilda á færslu milli ára og tegunda og veiða smábáta verður aflinn væntanlega 235.000 tonn. Ýsa Fiskifræðingar lögðu til 60.000 tonna hámarksafla á ýsu á núverandi fiskveiðiári. Aflahámark var sett í 65.000 tonn og verður aflinn líklega það mikill. Ýsustofninn er talinn í ágætu ástandi, en hann samanstendur nú að miklu leyti af ungum fiski. Því er mikil sókn í stofninn talin óskyn- samleg og lagt til að afli á næsta físk- veiðiári verði ekki meiri en 65.000 tonn. Ufsi Fiskifræðingar lögðu til að ufsaafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði ekki meiri en 80.000 tonn. Aflahámark var ákveðið 92.000 tonn. Nú leggja fiski- fræðingar til að aflinn á næsta fisk- veiðiári fari ekki yfir 75.000 tonn. Karfi í fyrra lagði Hafrannsóknastofnun til að hámarskafli af karfa (gullkarfa og djúpkarfa) yrði 90.000 tonn. Heild- araflamark var ákveðið 104.000 tonn. Afli á sóknareiningu hefur farið minnkandi síðustu tvö ár og þar sem stofnstærðin virðist fara minnkandi er lagt til að aflinn á komandi fisk- veiðiári verði ekki meiri en 80.000 tonn. Horfur með úthafskarfa eru betri. Árið 1992 veiddust um 56.500 tonn af honum, en talið er að þrefalda megi þá veiði. Þar eru því talin sóknar- færi fyrir íslenzka útgerð. Grálúða Erfiðlega hefur gengið að veiða grálúðu að undanförnu. Hún stendur dýpra og afli á sóknareiningu hefur minnkað mikið. Lagt var til að afli í ár yrði ekki meiri en 30.000 tonn og var heildaraflamark ákveðið hið sama. Nú leggja fiskifræðingar til að aflinn verði takmarkaður við 25.000 tonn. 900.000 tonna loðnukvóti Af öðrum tegundum má nefna að loðnustofninn er mjög sterkur og verð- ur upphafskvóti 900.000 tonn til hinna þriggja þjóða, sem aðild eiga að veið- unum. 702.000 tonn koma þá í hlut okkar Islendinga. Lagt er til að síld- veiðar verði takmarkaðar við 90.000 tonn næstu tvær vertíðir. Almennt lít- ur vel út með veiðar á grunnslóð á næsta veiðitímabili og eru þar talin sóknarfæri. Svipaða sögu er að segja af úthafsrækju. Á síðasta fiskveiðiári lagði Hafrannsóknastofnun til að há- marksafli af öðrum miðun en Do- hrnbanka yrði 35.000 tonn. Heildar- aflamark var ákveðið 40.000 tonn og leggur stofnunin nú til að veiðar verði ekki meiri en það. Rækjuveiði á Do- hmbanka er utan kvóta. \/eiðistofn Stærö þorskstofnsins 1980-1993 og áhrif mísmunandí aflahámarks á áætlaða stærö hans 1994-1996 þús. tonn 1600 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1990 1994 1996 1960-1932 fjöldi við 3ja ára aldur (í milljónum) Aætlað 60 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 ARGANGAR Vinnuhópur um hagkvæma nýtingu fiskistofna við ísland Hagkvæmast er að veiða 125.000 til 175.000 tonn VINNUHÓPUR um nýtingu fiskistofna hefur skilað áfangaskýrslu um hagkvæma nýtingu fiskistofna. Þar kemur fram, að verði þorskafli á næstu árum miðaður við 225.000 tonn árlega, séu töluvert miklar líkur á að draga verði verulega úr þorskveiðum innan fárra ára. Þannig bendi framreikningar til að slík stefna feli í sér um þriðjungs líkur á hruni þorskstofnsins. Jafnframt sé líklegt að landsframleiðsla verði að minnsta kosti 3% minni á ári upp úr aldamótum, verði þess leið farin í stað þess að taka minni afla, á bilinu 125.000 til 175.000 tonn. Verði afla haldið á því bili, megi vænta betri tíðar er á líður. í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að verði afli takmarkaður við 175.000 tonn á ári, sé líklegt að hrygningarstofn haldist óbreyttur og sýni engin batamerki á allra næstu árum. Veiðistofninn minnki hins veg- Þorsteinn Pálsson sj ávarútvegsráðherra Vart skynsamlegt að veiða meira en 175.000 tonn Tillögur um heildarafla fyrst kynntar í ríkisstjórn „ÞESSAR tillögur eru alveg í samræmi við niðurstöðurnar, sem við fengum í fyrra. Frávik frá þeim eru lítil og haldbærar skýringar þar á. Því er ekkert í tillögunum nú, sem á að koma okkur á óvart. Ég fól Hafrannsóknastofnun í fyrra að gera sérstakar athuganir á lang- tíma hagkvæmni á nýtingu fiskistofnanna, þannig að við gætum farið að taka ákvarðanir þar um á breiðari grunni, en við höfum gert til þessa. Áfangaskýrsla um þorskveiðar liggur núna fyrir og þar koma fram mjög athygliverðar niðurstöður. Mér sýnist að við getum dregið þá ályktun af þeirri skýrslu að hagkvæmar veiðar úr þorskstofninum liggi á bilinu frá 125.000 lestum upp í 175.000 lestir. Ahættuþættirnir éru mismunandi eftir því hvar menn bera niður á þessu svigrúmi, en utan við þennan ramma sýnist manni að ekki geti verið um skynsama eða hagkvæma nýtingu að ræða,“ segir Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra. „Þetta er vitaskuld mjög vanda- samt mat, því inn í það blandast áhættan á hruni þorskstofnsins; Ósk- ir okkar um að fá sterkan veiðistofn sem fyrst á ný; og mat okkar á því hverju við viljum skila framtíðinni. Það er engum vafa undirorpið að hér eru menn að taka einhveijar afdrifa- ríkustu ákvarðanir, sem teknar eru í þessu landi. Á það er að líta á móti, að þó þorskveiðar séu mikil- vægar, eru aðrar fisktegundir einnig veiddar. Rækjustofninn er að styrkj- ast mjög verulega. Loðnustofninn er mun sterkari en áður. Því má ætla að við getum aukið loðnuveiðar veru- lega og byrjað mun fyrr en síðustu ár, enda verður væntanlega gefínn út mjög ríflegur upphafskvóti, 900.000 lestir alls fyrir allar þjóðirn- ar. Þá kemur fram í þessari skýrslu að úthafskarfinn er miklu sterkari en áður var talið og þar ættu menn að geta tvöfaldað eða þrefaldað veið- ina hvað varðar stofnstærð, en á móti koma möguleikar okkar á því að auka hlutdeild okkar í þeim veið- um svo mikið og hvernig markaðir fyrir afurðirnar verða. Á alla þessa þætti þarf líka að líta, því þeir vega upp á móti skerðingu á þorskafla," segir Þorsteinn Ákveðaþarf heildarafla fyrir júlí- lok. Þorsteinn vill hvorki segja hve- nær ákvörðun hans liggi fyrir né hver hún verði. Hann segist fyrst þurfa að ræða slíkar tillögur innan ríkisstjórnarinnar. Því sé hins vegar ekkert að neita að nú sé enn ein staðfestingin fengin á slakri stöðu þorskstofnsins. Sjómennirnir fínni það bezt, enda hafi þurft að stórauka sókn og kostnað til að ná aflanum nú. Aðspurður um áhrif kjarasamh- inga á ákvörðun um heildarþor- skafla, segir Þorsteinn, að líffræði- legar staðreyndir og hagfræðileg rök hljóti að ráða niðurstöðunni. ar og fari í lágmark árið 1995. Hins vegar séu líkur á hruni stofnsins litl- ar og hann rétti smám saman við, þegar til lengri tíma sé litið. Slík stefna leiði jafnframt til viðunandi hagkvæmni. „Meiri takmörkun þorskafla á næstu árum en við 175.000 tonn á ári felur í sér hraðari vöxt þorsk- stofnsins og líkur á hruni verða nán- ast engar. Sé til dæmis miðað við 125.000 tonna afla næstu tvö til 'þijú árin, er líklegt að auka mætti veiðamar umfram 225.000 tonn þeg- ar árið 1998, en ekki fyrr en um aldamót, ef 175.000 tonna veiði verð- ur leyfð. Hins vegar er lítill munur á þessum tveimur leiðum, þegar litið er til þróunar landsframleiðslu til langs tíma,“ segir í skýrslunni. Um þjóðhagsleg áhrif mismunandi þorskaflahámarks segir í skýrslunni að landsframleiðslan taki nokkra dýfu í 125.000 og 175.000 tonna leiðunum miðað við 225.000 tonna dæmið, sé gert ráð fyrir miðlungs nýliðun. Um eða rétt fyrir aldamót víxlist hins vegar staða ferlanna og samdráttar- leiðirnar sigli fram úr 225.000 tonna leiðinni og haldi um það bil 3% for- skoti á hana. Sé hins vegar miðað við slaka nýliðun, verði þáttaskil, þar sem 125.000 og 175.000 tonna leið- imar auki landsframleiðslu jafnt og þétt eftir dýfu fyrstu tvö árin, borið saman við stöðugan samdrátt við 225.000 tonna veiði. Vinnuhóp um nýtingu fískistofna skipa Brynjólfur Bjarnason, Jakob Jakobsson, Gunnar Stefánsson, Þórður Friðjónsson, Friðrik Már Baldursson, Ásgeir Daníelsson og Kristján Þórarinsson. Framkvæmdastj óri Sjómannasambandsins Markmiðið að byggja upp þorskstofninn HÓLMGEIR Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands, segir að tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksveiði á þorski á næsta fiskveiðiári komi sér ekki á óvart. Þær séu í takt við það sem fiskifræðingar hafi áður sagt. Tillögumar vom kynntar hagsmunaaðilum í gær og sagði Hólmgeir að þær yrðu yfirfarnar og ræddar í sljórn Sjómannasambandsins á næstunni. „Þetta eru sérfræðingar á þessu sviði, þeir meta þetta út frá bestu fáanlegu gögnum og ég sé ekki ástæðu til annars en að treysta þeirra mati,“ sagði Hólmgeir þegar leitað var álits hans á því hvort stjórnvöld ættu að minnka þorskveiðikvótann til samræmis við tiilögur fiskifræðing- anna. Hann sagði að markmiðið hlyti að vera að byggja upp þorskstofninn. „Spurningin er hvernig það verði gert. Ef við förum langt yfir þessar tillög- ur, erum við þá ekki að veiða stofninn í hrun? Hvað gerum við þá? Þetta verða menn einnig að hafa í huga við þessar ákvarðanir," sagði Hólmgeir. Tekjurýrnun sjómanna Hólmgeir sagði að frekari sam- dráttur í þorskveiðiheimildum þýddi áframhaldandi tekjurýrnun fyrir sjó- menn, til viðbótar aflasamdrætti und- anfarin ár. „Sjómenn eru á hluta- skiptakerfi og fá hlut af seldum afla. Um leið og afli skerðist lækka laun þeirra eins og raunar þjóðarbúsins í heild,“ sagði Hólmgeir. Krislján Ragriarsson Æskilegt að fara að tíllögunum KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir æskilegt að fara að tillögum fiskifræðinga um upp- byggingu þorskstofnsins. Hann segir að það kosti miklar þrenging- ar og þó hann segist ekki sjá hvern- ig þjóðin geti lifað það af að fara þessa leið verði að gera það vegna þess ef áfram verði gengið á þorsk- stofninn geti hann hrunið og þorsk- veiðar stöðvast um tíma. Krislján er á Vestfjörðum og sagði hann að útgerðarmönnum þar yrði orðfátt þegar þeim væri sagt frá ástandinu. „Við sem höfum fylgst með þorsk- veiðunum síðastliðið ár og þetta ár sjáum að eitthvað alvarlegt er að gerast í þorskstofninum. Þess vegna vil ég ekki deila við fiskifræðingana um þessar niðurstöður," sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið. „Ég geri mér grein fyrir því að það væri mjög æskilegt að geta farið að tillög- unum og byggt stofninn upp. Á sama tíma geri ég mér ekki grein fyrir því hvernig við getum lifað það af. En við lifum hins vegar ekki lengi í þessu landi ef við byggjum stofninn ekki upp. Hann er nú að mínu mati kominn á hættumörk og engar líkur á því að eitthvað óvænt jákvætt ger- ist. Við vitum að það er enginn físk- ur við Grænland núna sem gæti kom- ið sem óvænt happ eins og oft hefur gerst. Við vitum af rannsóknum, meðal annars með togararallinu, að næstu árgangar þorsks eru litlir og miklu minni en meðaltal áranna á undan. Þess vegna verðum við að horfast í augu við það núna hvort við ætlum að taka okkur tak og byggja stofninn upp eða hvort við ætlum að halda áfram þessa göngu niður á við sem að mínu mati við getum ekki gert. Verðum að finna leið Við .verðum að fínna leið til að getað lifað við þann afla sem byggir stofninn upp. Hér er um marga sam- virka þætti að ræða sem taka verður á. Það getur ekki gengið að einhver hluti flotans, ég á við krókabátana, gangi óheft um auðlindina, á meðan aðrir hafa hendur bundnar fyrir aft- an bak með fyrirframákveðnar veiði- heimildir. Við þessar kringumstæður er heldur ekki hægt að láta línubáta hafa 15 þúsund tonn umfram kvóta eins og gert hefur verið. Stjórnvöld og allir þeir sem eiga hlut að máli verða að taka höndum saman og finna leið til þess að gera okkur mögulegt að komast út úr þessum gríðarlega vanda. Það sýnir okkur í hnotskurn við hvaða vanda er að etja að við erum að tala um að veiða þriðjung þess afla sem var fyrir örfá- um árum, flota sem var byggður upp til að geta veitt slíkt magn og vinnslustöðvar í landi sem geta af- kastað slíku magni.“ - Styður þú tillögur fiskifræðinga um að þorskkvótinn verði færður niður í 150 þúsund tonn? „Ég efast ekki um það að við þurfum að fara að tillögum þeirra en ég get ekki sagt að við eigum að gera það vegna þess að ég sé ekki hvernig við eigum að lifa það af. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvaða lífskjaraskerð ingu við yrðum öll að taka á okkur á meðan við gengjum í gegn um þessar þrengingar. Þetta bitnar ekki aðeins á útveginum, sjómönnum og fiskvinnslufólki, heldur öllu þjóðfé- laginu. Ég get heldur ekki sagt að við getum ekki gert þetta, því við getum heldur ekki haldið áfram að ganga á þennan stofn sem kannski er komin í hættumörk og brestur í viðkomunni getur leitt til þess að við megum ekki veiða hér þorsk í tvö til þrjú ár eins og gerðist við Ný- fundnaland. Hvítir kollar Morgunblaðið/Þorkell NÝSTÚDENTARNIR brostu sínu breiðasta þegar þeir stilltu sér upp til myndatöku að útskrift lokinni. MR brautskráði 186 stúdenta í ár NÝSTÚDENTAR frá Menntaskólanum í Reykjavík, alls 186 að tölu, voru brautskráðir í gær. Við skóiaslitin rakti Guðni Guðmundssón rektor sögu 147. starfsárs lærða skólans í Reykjavík og rakti jafnframt eilífar hús- næðisraunir skólans. Duxar að þessu sinni voru Gunnar Már Zoega og Elísabet Þórey Þórisdóttir. Rektor sagði meðal annars i ræðu sinni: „Ráðuneytið og Reykjavíkur- borg eru í stöðugum tröllskessuleik með fjöregg skólans og kasta málinu á milli sín mánuð eftir mánúð og virð- ist ekkert leiðast. Hvers á þessi elsti skóli landsins að gjalda?“ Hann sagði skólastarfíð hafa gengið ágætlega þrátt fyrir framangreindar hremming- ar enda hefðu eðli, vitsmunir, menntun og dugnaður starfsmanna og nemenda skólans meira að segja um gæði skóla- starfsins en húsakynnin. Að þessu sinni brautskráðust 186 stúdentar, 53 úr máladeild, 56 úr eðl- isfræðideild, og 77 úr náttúrufræði- deild. Fjórir, eða 2,1%, hlutu ágætis- einkunn, 78, eða 40,2% hlutu fyrstu einkunn, 85, eða 43,8% hlutu aðra einkunn, 19, eða 9,8% þriðju einkunn, þrír gengu frá prófi og fimm þurfa að endurtaka próf í einni grein síðar. Duxinn með 9,37 Dux árgangsins var Gunnar Már Zo- éga, hlaut einkunnina 9,37. Semi dux varð Elísabet Þórey Þórisdóttir, hlaut einkunnina 9,35 og aðrir sem sköruðu fram úr voru Flóki Halldórsson með einkunnina 9,28 og Hildur Pálsdóttír með 9,19. Lagt af stað LEIÐANGURSMENN, Ingþór, Haraldur og Ólafur Örn, ásamt Mark- úsi Erni Antonssyni borgarstjóra við upphaf ferðar. Grænlandsfarar komnir til byggða LEIÐANGURINN sem fór á skíðum yfir Grænlandsjökul, þremenningarn- ir Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarnason, kom til byggða í Syðri Straumfirði kl. 1 í fyrrinótt, eða kl. 23 að staðartíma. Leiðangursmenn fóru á rúmum 26 sólarhringum yfir jökulinn, en meðal- tími leiðangra sem farnir hafa verið þessa leið er um 35 sólarhringar. Að sögn Ólafs Arnar gekk ferðin i alla staði mjög vel, og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem þeir félagar lentu í á leiðinni væru þeir innilega glaðir með hve ferðin hefði í alla staði tekist vel. „Allur sá undirbúningur sem í þetta var lagður skilaði sér fyllilega og ferð- in gekk mjög vel. Hins vegar er því ekki að neita að við lentum í flestum þeim erfíðleikum sem við vissum að við gætum átt von á, þannig að ferð- in var mjög erfið, en við vorum það vel undir þetta búnir að við leystum það allt samnan án þess að við værum nokkurn tíma í hættu eða vanda,“ sagði Ólafur Öm. Fárviðri fyrstu vikuna Hann sagði að það sem reynst hefði þeim félögum erfiðast í ferðinni hefði verið fárviðri sem geysaði fyrstu vik- una, en það hafi verið ólíkt öllum veðrum sem þeir hefðu kynnst á ís- landi. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, en þetta eru gríðarlega öflugir stormar sem koma ofan af jöklinum. Við mældum 11-12 vindstig, en það hvessti miklu, miklu meira. Fyrsta vikan fór meira og minna í að standa af sér þetta illviðri á leiðinni upp, en auk þess lentum við inn á óvæntu sprungusvæði. Þá var erfið 250 km löng brekka upp á jökulbrúnina, en þar var kuldi og leiðindaveður og skíðafæri með ólíkindum vont. Leiðin niður af jöklinum var einnig mjög erfíð, en sem dæmi um það má nefna að við vorum 9 klukkustundir að fara síðustu fimm kílómetrana. Hér er vor- ið komið mun lengra en menn áttu von á þannig að vatn og úfinn skrið- jökull gerði það að verkum að við vorum lengur niður en við ætluðum." Leiðangursmenn koma heim til ís- lands síðdegis í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.