Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 4
- 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Gróður í úthaga mun seinna á ferðinni en í meðalári Mikið kal er í tún- um víða um landið MIKIÐ kal er í túnum víða í Suður-Þingeyjarsýslu, og að sögn Ara Teitssonar hjá Búnaðarsambandi S-Þingeyinga er ástandið einna verst í Kinninni og í Aðaldal. Þá er talsvert um kal í túnum í Skagafirði og á Austurlandi, og einnig hefur þess orðið vart í Eyjafirði og í upp- sveitum Árnessýslu. Spretta í úthaga er víðast hvar á landinu seinni en í meðalári vegna kuldanna sem verið hafa í vor, en hins vegar er ágætt útlit varðandi gróður á hálendinu þar sem þar er mikill snjór yfir. Pétur Sveinsson, bóndi á Tjörn í Skagahreppi, sagði að víða muni bera á kali í túnum á bæjum í sveit- inni. Aðspurður kvaðst hann ekki sjá hvað gæti valdið hinu óvenju- mikla kali, en klaki hefði ekki legið lengi á túnum í vetur. „Ég sé enga ástæðu fyrir kalinu," sagði Pétur. „Ég var nú svo vitlaus að halda að það yrði ekkert kal í vor. Svo kemur þetta í ljós núna. Ég held að menn hafí ekki reiknað með þessu.“ Pétur sagði skaðann mismunandi milli bæja, en víða bæri á kali. Hann taldi þó að mestu mætti'senniiega bjarga með því að bera á, en betra væri að sjá hvernig fram yndi. Heyin verða dýrari Ari Teitsson hjá Búnaðarsam- bandi S-Þingeyinga sagði í samtali við Morgunblaðið að í S-Þingeyjar- sýslu hefði ástand vegna kals ekki verið jafn slæmt í mörg ár. Í fyrra hefði reyndar hvergi orðið vart kal- sára í túnum, en fram að því hefði oft sést kal eða eftirstöðvar kals síð- an 1965. Þótt ef til vill tækist að bæta að nokkru úr með aukinni áburðargjöf, yrðu heyin mun dýrari fyrir vikið. „Þetta er víða stórkalið núna en það er samt mjög misjafnt. Það er helst að sjá að það sem hefur drepið þetta er að það var víða autt og blautt í miklum frostum sem gerði nokkra daga í apríl. Það sem var undir snjó þá og kom ekki upp fyrr en í maíbyijun er nánast allt saman lifandi," sagði hann. Mikill siyór á hálendinu Ólafur R. Dýrmundsson landnýt- ingarráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands sagði að vegna kulda í maí og fram í júní og einnig vegna þurrka væri spretta í úthaga heldur seinni en í meðalári. Varðandi há- lendið lofaði það góðu að þar væri mikill snjór, en fyrir bragðið gæti gróður þar einnig orðið seint á ferð- inni. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 10. JUNl YFIRLIT: Um 300 km suður af Vestmannaeyjum er minnkandi 1.007 mb lægð, en yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.030 mb hæð sem færist heldur í aukana og hreyfist jafnframt suður á bóginn. SPÁ: Norðaustlæg átt, allhvasst norðvestantil, en talsvert hægari víð- ast annarstaðar. Um landið norðan- og austanvert verður vætusamt, einkum út við ströndina. Syðra verður þurrt að kalia og á Suðvestur- og Vesturlandi léttir heldur tll. Hiti breytist fremur lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg átt, nokkur strekkingur á föstudag en síðar hægari. Skýjað austanlands og súld við norður- og austurströndina en víða bjartviðri vestanlands. Hiti á bilinu 4-17 stig, hlýjast vestanlánds. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30', 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veöurstofu íslands - Veðurfregnir: 980600. Heiðskírf Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda & -ó o Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Það er yfirleitt góð færð á þjóðvegum landsins. Á Vestfjörðum eru Þorskafjarðar-, Tröilatungu- og Steínadalsheíðar ófærar, skafrenningur á Dynjandisheiði en fært. öxarfjarðarheíði á Norðausturlandi er ófær en fært orðið um Hólssand. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEl kl. 12.00 í gær að ísl. tín hitr veður Akureyri 6 rigning Reykjavík 12 skýjaö Bergen 20 léttskýjað Helsinki 16 hálf8kýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Narssarasuaq 9 skýjað Nuuk 8 rigning Ósló 20 léttakýjað Stokkhólmur 24 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 20 þokumóða Amsterdam 26 léttskýjað Barcelona 24 þokumóða Berlín 24 léttskýjað Chlcago 18 iéttskýjað Feneyjar 27 þokumóða Frankfurt 28 léttskýjað Glasgow 21 skýjað Hamborg 23 iáttskýjað London 23 þrumuveður LosAngeles 17 heiðskírt Lúxemborg 27 heiðskírt Madrid 20 þokumóða Malaga 27 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Montreal 16 skúr New York 20 skúr Orlando 26 iéttskýjað París 30 skýjað Madelra 22 léttskýjað Róm 29 skýjað Vín 26 léttskýjað Washington vantar Winnlpeg 14 skúr IDAGkl. 12.00 Heimito: Veðurstofa tslands (Byggt é veðurspá kt. 16.15 í gær) Morgunblaðið/Kristinn Óháð listahátíð hafin Óháð listahátíð var sett í gær með slagverkshátíð á útitaflinu í Bakara- brekkunni. Þar trommaði nokkur fjöldi og komu margir með heimatil- búið slagverk. Listahátíðin, sem kallast Olétt ’93, stendur til 27. júní. í gærkvöldi voru síðan rokktónleikar í Faxaskála og tónleikar ungra tónskálda í Tjarnarsal. í kvöld verður Eirðarleysi á kaffihúsum í Mið- bænum, en þá verða upplesarar, trúbadúrar og gjörningafólk með uppákomur. Piltur af íslenskum ættum ákærður fyrir morð > i í > i Var handtekinn á flótta í London LÖGREGLAN í London handtók í gær 16 ára gamlan pilt af ís- lenskum ættum. Pilturinn strauk af heimili fyrir afbrotaunglinga fyrir um tveimur vikum, en þar beið hann þess að koma fyrir dómstóla vegna ákæru um að hafa skotið til bana 32 ára gamlan mann og rænt af honum smápeningum í febrúar sl. Lögreglan rakti ferðir piitsins til heimilis á Highbury og þar var hann hand- tekinn. Pilturinn mun hafa alið allan sinn aldur í Bretlandi. Móðir hans er íslensk en faðirinn breskur. Pilt- urinn getur því átt lagalegan rétt á íslenskum ríkisborgararétti við 18 ára aldur kjósi hann svo. Málið hefur ekki komið til kasta sendi- ráðs íslands í London. Ákærður fyrir morð Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um þetta mál. Pilturinn er ákærður fyrir að hafa skotið 32 ára gamlan mann til ólífis bg ræna af honum smámynt. Faðir piltsins fór með hann á lögreglustöð í Hammersmith í London þegar hann varð þess áskynja hvað gerst hafði, og var pilturinn þá ákærður fyrir morð. Myndbirtingar bannaðar Samkvæmt breskum barna- og unglingaverndarlögum er bannað að birta myndir og nöfn afbrota- unglinga undir 18 ára aldri. Nokk- ur dagblöð virtu þessi Iög að vett- ugi og birtu nafn og mynd af pilt- inum og fer nú fram rannsókn á vegum opinberra aðila á því hvort þau hafi með þessu gerst brotleg við lögin. ) i Skafrenningur á Dynjandisheiði i Fimmtán bílar1 veðurtepptir FIMMTÁN bílar urðu veðurtepptir í skafrenningi á Dynjandis- heiði í gærdag. Þeir sem fyrstir komu töfðust frá því kl. 10 um morguninn til kl. að verða 18 síðdegis á heiðinni. Búist er við að vegurinn teppist aftur í nótt. Eiður Thoroddsen, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Patreks- fírði, sagði að heiðin hefði að þessu sinni verið opnuð u.þ.b. 3 vikum seinna en venja væri eða í byijun júní. Hún hefði engu að síður lok- ast í gærmorgun, aðeins viku eftir að hún hefði verið opnuð, og hefði verið brugðið á það ráð að senda vörubíl með tönn til að ryðja veg- inn úm hádegi. Vörubíllinn varð að snúa frá en hjólaskólfu tókst að opna heiðina síðdegis. Voru þá 15 bílar veðurtepptir á heiðinni og höfðu farþegar í þeim bílum, sem fyrstir komu, beðið þar í tæpa 8 tíma. Mokað í morgun ^ Nokkur skafrenningur er á heiðinni og bjóst Eiður við að hún myndi lokast aftur í nótt sem leið. } Ef svo færi myndu snjóruðnings- tæki leggja á heiðina um sexleytið í morgun. Töluverður snjór var á } heiðinni en mestum vanda ollu 2-3 háir skaflar nefndi Eiður sem dæmi að við Norðdalsbrú væri um metra hár skafl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.