Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 V Ást er... ...tilfínning sem auðvelt er að særa TM Rea. U.S Pat Off.—all rlghts reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Láttu ekki svona, Jónas. Það hefur nú komið fyrir fleiri að hafa verið 10 sentimetra frá holu í höggi. Það var þessi lengst til vinstri með hattinn! HÖGNI HKKKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Fyrirspum til Stef- áns Karissonar í VETUR birtist í Morgunblaðinu merkileg mynd sem fylgdi grein Stefáns Karlssonar handrita- fræðings og var skrifuð í tilefni aldarafmælis Hafnarstúdenta. Þar nafngreinir hann þá sem á myndinni eru en erfitt er að átta sig á hver er hvað af þeirri upp- talningu. Nú langar mig að fara þess á leit við hann að hann nefni stúdentana aftur, en til glöggv- unar fylgir önnur mynd með and- litunum númeruðum. Forvitnilegt væri að vita með vissu hver er hvað og veit ég til þess að fleiri hafa sýnt þessu áhuga. BALDUR INGÓLFSSON, Fellsmúla 19, Reykjavík. > Ur eld- inumí öskuna Frá Kjartani Guðjónssyni: Furður íslands eru margvíslegar og þar á meðal eru blaðadeilur. Þær byija oftast með töluverðum gusti, jafnvel báli. Fljótlega verður bálið að glæðum og glæðumar að ösku. Þá taka leiðindin við. Fyrr en varir kemst umræðan á „þú sagðir — ég sagði" stigið og,að lokum er eins og það eitt skipti máli að eiga síðasta orðið. Meðan þvermóðskan silast áfram tína lesendur tölunni uns eng- inn er eftir nema þreyttur prófarka- lesari. Ég sé ekki betur en að Björn Th. Björnsson hafi skotist fram hjá glæð- unum beint í öskuna. Ekki er ég beint áfjáður í að gerast kolbítur í öskustó og það við annan mann, þó reyndar að það geti kostað mig síð- asta orðið og Björn fagni sigri eftir stríðsartikúlum íslenskum. Deilan um dönsku listfræðingana gæti, ef rétt væri á haldið, enst fram að næstu friðun rjúpunnar. Ef ég ætti að svara nú þyrfti ég að byija á grein um Guðbrand í áfenginu og Kjarval. Vel að merkja skyldi nokkur hinna yngri listfræðinga kannast við mann- inn, eða er það ekki „í takt við tím- ann“? Um tvíræðni Þorvaldar Skúla- sonar get ég ekki skrifað. Hvað Bimi fínnst um mínar myndir er lítilvægt og ekki til að fjölyrða um frekar. Björn á sér mikið og litskrúðugt stél sem rís í tígulegum boga. Það var ekki ætlan mín að reita af honum allar fjaðrirnar, einungis þær neðstu, myndlistarfjaðrimar. Eftir stendur rithöfundurinn, sagnfræðingurinn og það sem kannske er mest um vert, forn sögu- maður írskrar ættar. Og þar með óska ég tveim þriðju hlutum Bjöms Th. Bjömssonar guðs blessunar og langra lífdaga. KJARTAN GUÐJÓNSSON Vallarbraut 23, Seltjarnarnesi Víkverji skrifar Svokallaðir fjölmiðlarýnar á Rás 2 hafa verið gagnrýndir, m.a. í þessum dálki hér og það ekki að ástæðulausu. En fleiri menn hafa verið með tilburði til fjölmiðlarýni, t.d. blaðamenn Dagblaðsins Vísis. Þeir hafa skrifað til skiptis eindálk í blað sitt um fjölmiðla. Svo virðist sem þetta hafi fyrst og fremst átt að vera umfjöllun um dagskrá út- varps- og sjónvarpsstöðvanna og gamalreyndir blaðamenn blaðsins halda sig við það. En aðrir blaða- menn hafa gerst stórtækari í um- fjöllun sinni og hafa þá stundum farið um víðan völl. Einn slíkur blaðamaður var á ferðinni í DV á mánudaginn og heitir hann Kristján Ari Arason. Pistill hans heitir Þjónustulund Morgunblaðsins. Er þar að fínna óvenju rætin skrif um blaðið. Blaða- maðurinn segir m.a. að ekki þurfi að leggja á sig mikinn lestur til að sjá að Morgunblaðið hugsi ekki um það eitt að þjóna lesendum sínum. Itrekað komi í ljós að þjónustulund blaðsins gagnvart Sjálfstæðis- flokknum sé þeirri lund sterkari en að þjóna kaupendum sem vilji traustar fréttir. Nefnir blaðamaður- inn dæmi, sem hann telur máli sínu til sönnunar. Lokaorð Kristjáns Ara Arasonar eru þessi: Er hægt að treysta svona fjölmiðli? Mér er spurn. xxx Svo skemmtilega vill ti| að fyrr- nefndur Kristján Ari Arason svarar þessari spurningu sjálfur játandi í sama tölublaði DV. Stafir hans standa nefnilega undir dálki sem heitir „Stuttar fréttir", þar sem eru birtar í stuttu máli fréttir úr öðrum fjölmiðlum. Þennan dag eru 8 fréttir í dálkinum, allar teknar úr Morgunblaðinu! Heimilda er þó aðeins getið í þremur fréttanna. Þetta minnir á flóna sem lifir á hundinum — og hatar hann! xxx löggir hlustendur ljósvakamiðl- vJT anna hafa tekið eftir því hvernig sömu fréttirnar geta verið „á ferðinni“ allan liðlangan daginn. Fréttir úr morgunblöðunum eru fyrst lesnar í morgunfréttunum, síðan í hádeginu, I síðdegsfréttum og loks í sjónvarpi um kvöldið. Vin- ur Víkveija kallar þetta fyrirbrigði leshringi! Hannes Hlífar Stefánsson hefur verið útnefndur stórmeistari í skák og er það að sjálfsögðu mik- ið fagnaðarefni. En þetta er aðeins áfangi hjá Hannesi. Nú bíður hans mikil vinna við að reyna að hækka sig í stigum. Stórmeistarar eru nefnilega orðnir svo margir í heim- inum að erfitt er fyrir þá að kom- ast á góð mót nema þeir hafi 2600 stig eða meira. Hannes er mikið efni og ólatur við að tefla og því mun hann eflaust vera fljótur að hækka í stigum xxx Víkveiji brá sér á KR-völlinn á sunnudaginn og sá þar mik- inn markaleik í 1. deild. Hin nýja stúka KR-inga er glæsilegt mann- virki og á leiknum var stemmning sem minnti á ósvikna stemmningu knattspyrnuleikja eins og Víkveiji hefur kynnst henni í útlöndum. Það gengur brösulega hjá KR-ingum að verða íslandsmeistarar í knatt- spymu en þeir eru óumdeilanlega Islandsmeistarar í rekstri knatt- spyrnufélaga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.