Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 31
Gunnar S. brandsson Fæddur 2. ágúst 1992 Dáinn 4. júní 1993 Ég hitti Gunnar S. Guðbrands- son fljótlega eftir að ég kynntist Tinnu yngstu dóttur hans. Með okkur tókst strax ágætis vinskap- ur. Hann var þá verksmiðjustjóri hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Reyðarfirði og réð hann mig þang- að eina vetrarvertíð. Á meðan á dvölinni á Reyðarfirði stóð bjó ég hjá þeim hjónunum Gunnari og Olgu Óladóttur. Mér leið strax mjög vel hjá þeim og á þessum tíma kynntumst við öll vel. Okkur fannst strax mjög gaman að spjalla um öll heimsins mál og gerðum það oft þar til hann lést. Við Tinna eignuðumst dóttur sem þau hjónin hugsuðum vel um, enda var hún mjög hænd að afa sínum og ömmu. Vildi hún helst alltaf vera hjá þeim, enda voru rólóferðirnar með afa eitt 'það skemmtilegasta sem hún gat hugsað sér. Það fór að verða áberandi upp úr síðustu áramótum hvað heilsu hans hrakaði, enda var hann þá kominn með ólæknandi sjúkdóm. Það er óhætt að segja að hann hafi haldið fullri reisn allt fram í andlátið. Hann tók því sem koma skyldi af algeru æðruleysi sem auðveldaði þeim sem næst stóðu baráttuna. Við fráfall Gunnars missti ég góðan vin sem hefur reynst mér vel á allan hátt. Ég votta Olgu og öðrum í fjölskyldunni samúð mína. Bjarni Þorbergsson. Nýtt félags- heimili vígt að Kvenna- brekku EIGENDANEFND Félagsheimilis Suður-Dala býður laugardaginn 12. júní nk. öllum íbúum í Hauka- dals- og Suðurdalahreppi þeim sem unnið hafa að byggingu húss- ins, brottfluttum Suður-Dala- mönnum ásamt öðrum velunnur- um þess til vígsluhátíðar í Félags- heimili Suður-Dala. Bygging félagsheimilisins hófst árið 1980 að því stóðu Suðurdala- hrepparnir þrír, Hörðudalur, Miðdal- ur og Haukadalur. Verkinu var síðan fram haldið eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Húsið var byggt í tveimur áföngum, fyrst aðalsalurinn ásamt kjallara, þar sem eru snyrt- ingar og minni salur, og hefur þar verið samkomustaður hreppanna undanfarin ár. Seinni áfanginn, við- bygging, með aðalinngangi, eldhúsi, fatahengi og snyrtingum var reistur 1991. Sl. vetur var svo lokið fram- kvæmdum. Margir hafa lagt þarna hönd að verki og bæði einstaklingar og fé- lagasamtök gáfu vinnu og peninga. í vor var óskað eftir tillögu að nafni á húsið og nefnd kosin til að velja úr innsendum nöfnum en alls bárust yfir 40 bréf til nefndarinnar. Nafnið verður svo tilkynnt á vígslu- hátíðinni 12. júní nk. en hún hefst kl. 14. Boðið verður upp á vígslu- kaffi í tilefni dagsins. Um kvöldið verður svo haldinn almennur dans- leikur og mun harmonikufélagið Nikkólína leika frá kl. 22 til 3. (Fréttatilkynning) ERFIDRYKKJIIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 31 Guð- —Minnmg Látinn er langt um aldur fram Gunnar Guðbrandsson fyrrverandi verksmiðjustjóri tæplega 71 árs að aldri. Hann var fæddur á Siglu- firði 2. ágúst 1922, sonur hjón- anna Guðbrands Vigfússonar bif- reiðastjóra og Ásgerðar ísaksdótt- ur sem bæði voru ættuð úr Fljótum í Skagafirði. Þeim varð sex barna auðið og var Gunnar þeirra elstur. Hin eru: Jófríður, Vigfús, Erna (látin), Geir (látinn) og Guðbrand- ur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SiGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Ingvi Böðvarsson, börn og tengdabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAKELAR FRIÐBJARNARDÓTTUR, Hásteinsvegi 27, Vestmannaeyjum. Faðir þeirra lést þegar Gunnar var tólf ára. Reyndist hann móður sinni mikil stoð þegar á unga aldri og allt til hennar æviloka. Að loknu grunnskólanámi hóf Gunnar starf hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði. Gunnar vann hjá SR alla sína starfsævi. Árin 1962 og 63 starf- aði Gunnar hjá SR á Raufarhöfn. Þá lá leiðin tl Reykjavíkur, á tæknideild SR og síðan á skrifstof- una í Austurstræti. Síðustu fimm ár starfsævi sinnar var hann verk- smiðjustjóri á Reyðarfírði. Fyrri kona Gunnars var Guð- laug B. Gunnarsdóttir. Þeirra börn eru: Gunnur húsmóðir (látin), hún átti þijú börn, Ásgeir vatnamæl- ingamaður, búsettur á Egilsstöð- um, á fjögur börn, og Margrét sjúkraliði, búsett í Danmörku, á hún þijú börn. Hinn 14. apríl árið 1961 kvænt- ist Gunnar Olgu Ólafdóttur frá Siglufirði, Baldvinssonar og konu hans Dómhildar Sveinsdóttur. Dóttir þeirra er Tinna Kristín hjúkrunamemi, búsett í Reykjavík. Hún á eina dóttur. Gunnar og Olga hófu búskap við Karfavog í Reykjavík og hafa átt þar heima síðastliðin 30 ár, fyrst í Karfavogi 27, síðar nr. 38 við sömu götu. í sama húsi bjuggu foreldrar okkar. Reyndist Gunnar þeim einstaklega vel á allan hátt og var þeim vel til vina. Gunnar var hæglátur, skapmað- ur með ákveðnar skoðanir, hjarta- hlýr og sþaugsamur með ríka kímnigáfu. Hann hafði gaman af góðum bókum og átti töluvert af þeim. Gunnar lést eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Tók hann henni með miklu æðruleysi. Var það honum mikill styrkur að hafa sína nánustu hjá sér þann tíma. Síðastliðið sumar fagnaði Gunn- ar með fjölskyldu og vinum á fögr- um stað í Borgarfirði. Tilefnið var sjötugsafmælið hans, móttökur höfðinglegar og afmælisbarnið lék á als oddi. Enginn má sköpum renna. Samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Kristín og Svanhildur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BJARNI BALDURSSON frá Kirkjuferju i Ölfusi, til heimilis á Selvogsbraut 7, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákshafnarkirkju laugardaginn 12. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á að láta hjartadeild Borgarspítalans njóta þess. Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir, Ingólfur Snorri Bjarnason, Helena Sjöfn Steindórsdóttir, Guðmundur Herbert Bjarnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Tryggvi Baldur Bjarnason, Karen Sævarsdóttir, Margrét Fanney Bjarnadóttir, Guðmundur Rúnar Jóhannsson og barnabörn. Ástkær kona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Mánabraut 8, Kópavogi, sem lést 4. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju 11. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Sigurgeir Jónasson, Agústa Rut Sigurgeirsdóttir, Sigrún Margrét Sigurgeirsdóttir,Guðni Albert Einarsson, Halla Sigurgeirsdóttir, Rúnar Svanholt Gíslason, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Jónas Björn Sigurgeirsson, Rósa Guðbjartsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Vörðufelli. Sérstakar þakkir til systra og alls starfsfólks St. Fransiskusspítal- ans í Stykkishólmi fyrir góða umönnun. Jóhann Þorsteinsson, Edda Gisladóttir, Edda Þorsteinsdóttir, Árni J. Árnason, Eiín Þorsteinsdóttir, Hjalti Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. Knud Andersen, Pétur Andersen, Ingibjörg Andersen, Óskar Þórarinsson, Hafdís Andersen, Sigurbjörn Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og tengda- dóttur, STEFANÍU GUÐBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR. Einar Bragi Bjarnason, Svanlaug Erla Einarsdóttir, Bragi Þór Einarsson, Stefán Kristjánsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Bjarni Sæberg Þórarinsson, Gillý Sigurveig Skúladóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, GEORGS S. S. JÓNSSONAR vélstjóra. Þórir Georgsson, Hanna Karen Kristjánsdóttir, Guðjón Georgsson, Anna Elisabet Jónsdóttir, Hallgrímur Georgsson, Sigurbjörg Marteinsdóttir, Guðlaug Georgsdóttir, Sigurður Sveinsson, Ingigerður Georgsdóttir, Ellert Gíslason, Ragna Jóna Georgsdóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHÖLLU ÞÓRARINSDÓTTUR frá Valþjófsstað í Fljótsdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Seljahlíðar fyrir góða umönnun. Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Magnússon, Þuríður Björnsdóttir, Anton Erlendsson, Björn Björnsson, Jóna Finnbogadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PETRU JÓHÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Melgerði, Fáskrúðsfirði. Kærar þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins Neskaupstað fyrir frábæra umönnun. Systkinin frá Melgerði, tengdabörn og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐBRANDS JAKOBSSONAR, Þórufelli 4, Reykjavík. Kristín Jónasdóttir, Sigríður A. Guðbrandsdóttir, Kristján K. Linnet, Kobrún Bjarnadóttir, Guðmundur Guðleifsson, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.