Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
Hermann Stefánsson
Krystyna Cortes
Klarínettuleikur
Tónlist
Jón Asgeirsson
Ungur klarínettuleikari, Her-
mann Stefánsson, og Krystyna
Cortes píanóleikari, léku á sumar-
tónleikum Listasafns Siguijóns
Ólafssonar sl. þriðjudag.
Á efnisskránni voru verk eftir
Brahms, Lutoslawskí, Poulenc og
Eirík Örn Pálsson. Tónleikamir
hófust á sónötu nr. 2 fyrir klarí-
nett (eða lágfiðlu), eftir Brahms.
Flutningur Hermanns var mjög
fallega mótaður, en ef til vill svo
lítið um of haminn. Hlutverk pían-
ósins er mjög erfitt en þrátt fyrir
það var samsplið mjög gott og
útfært af öryggi.
Fimm smá þættir eftir Luto-
slawskí, sem hann nefnir Preludia
Taneczne er skemmtilegt og vel
I
<
BORGAREIGN
fasteignasala
Suðurlandsbraut 14
S 678221 fax: 678289
Opið laugardag 11-14
3ja-5 herb.
Krummahólar - 4ra
Falleg 92 fm íb. með bílsk. Góðar innr.
Parket. Verð 7,4 millj.
Kríuhólar - 3ja
Nýstandsett mjög falleg 79 fm íb. á góð-
um kjörum m. góðum lánum. Laus strax.
V. 6,8 m.
Asparfell - 5 herb.
Góð 130 fm 2ja hæða íb. Góö lán. Verð:
Tilboð.
Klapparstígur - 4ra
Glæsil. 120 fm íb. tilb. u. trév., í nýju
blokkinni á Völundarlóðinni. íb. er björt
og rúmg. Óviðjafnanlegt útsýni. Góð
greiðslukjör og mjög gott verð.
Kjarrhólmi - 3ja
Góð 3ja herb. 75 fm íb. Parket á gólf-
um. Sameign nýuppg. Verö 6,5 millj.
I\lónhæð-Gbæ
Erum með í sölu nokkrar 4ra herb. íb.
sem afh. tilb. u. trév. Verð 7950 þús.
Suðurhlíðar - Kóp.
Nýtt glæsil. parhús 180 fm
ásamt 27 fm bflskúr. Hús og lóð
að fullu frág. 3-4 svefnherb.
Skipti á ódýrari koma til greina.
Verð 14,5 millj. Elnkasaia.
Vegna góðrar sölu vantar
eignir á skrá. Höfum
kaupendur að eignum á
ýmsum stöðum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Alhliða ráðgjöf
- ábyrg þjónusta
Guömundur Sigþórsson sölustjóri,
Skúli H. Gíslason sölumaöur,
Kjartan Ragnars hrl.
gert tónverk, sem var í heild mjög
vel flutt. Nota a toccata (1988),
eftir Eirík Örn Pálsson trompet-
leikara, er einleiksverk fyrir klarí-
nett og var það mjög vel leikið,
með ölum þeim litbrigðum, sem
kennd eru í skólum nú til dags.
Lokaverkið var klarínettsónata
eftir Poulenc, frábært tónverk,
sem var sérlega vel ieikið og
skemmtilega útfært hvað snertir
samspil og túlkun. Hermann hefur
frá 14 ára aldri búið í Svíþjóð og
starfar sem einleikari við Sinfó-
níuhljómsveitina í Helsingborg.
Hér er á ferðinni mjög góður klarí-
nettuleikari, sem lék mjög fallega.
Það eina sem finna mætti að leik
hans, var að það vantaði háskann
í túlkun og framsetninguna en
öllu var skilað af nærfærni, fín-
leika og vandlegri íhugun.
— » ♦ »------------
Stefán
Islandi í
franska
útvarpinu
FRANSKA útvarpið kynnti
óperu- og tenórsöngvarann Stef-
án íslandi í klukkustundarlöng-
um þætti klukkan 22 að frönsk-
um tíma hinn 18. maí síðastlið-
inn. Þátturinn, sem eingöngu er
helgaður stórsöngvurum, ber
nafnið „Le Voix de la Nuit“ eða
Rödd næturinnar.
Upptökumar, sem útvarpað var
í þættinum voru af endurútgáfu
Fálkans hf. á gömlu 78 snúninga-
plötum Stefáns. Eins og kunnugt
er var Stefán íslandi um árabil einn
af aðalsöngvurum óperunnar í kon-
unglega leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn.
Kór Akureyrarkirkju
í Fella- og Hólakirkju
_________Tónlist______________
Ragnar Björnsson
Forvitnilegt var að kynnast
tvennu, kór Akureyrarkirkju og
hljómburðinum í kirkjunni. Kirkj-
an hefur og eignast nýtt orgel,
eina orgelið sinnar tegundar hér
á landi, Markussen, sem er ein
viðurkenndasta orgelverksmiðja
heimsins og hefur verið um ára-
bil, er dönsk staðsett á Jótlandi.
Hljómburðurinn í kirkjunni er
góður, en þó átti ég von á honum
betri og sérstaklega að orgelið
hljómaði ennþá betur. Hvort um
var að kenna notkun hljóðfæris-
ins, að þessu sinni, hljómburðinum
eða að upphaflegt val á röddum
í orgelið hafi verið um of á róman-
tísku nótunum upplýsist við meiri
hlustun.
Antonia Hevesi, organleikari á
Siglufirði, opnaði tónleikana með
Prelúdíu og fúgu í c-moll op 37
eftir Mendelsshon og á eftir kom
Tokkata um „Ave Maris Stella“
eftir Floor Peeters. Leikur hennar
í þessum tveim verkum var örugg-
ur, en sem fyrr segir átti ég von
á meiri birtu frá orgelinu.
Óskar Pétursson, tenór, söng
Máríuvers, laglegt lag eftir Áskel
Jónsson og síðan Agnus Dei eftir
Bizet. Óskar hefur norðlenska
hljómfallega tenórrödd, dálítið
hijúfa og vantar meiri skólun til
að hljóma sem „professional".
Björn Steinar Sólbergsson, kór-
stjóri og organisti Akureyrar-
kirkju.
Nú kom fyrst að þætti Kórs
Akureyrarkirkju, undir stjóm
Björn Steinars Sólbergssonar,
organleikara kirkjunnar. Útsetn-
ingin á Guð helgur andi, eftir
Róbert Ottósson, var mjög fallega
sungin, vel mótað og gott jafn-
vægi milli raddanna og kannski
var þetta best sungna lagið á efn-
isskrá kórsins.
Ég hafði það nokkuð á tilfinn-
ingunni að karlaraddirnar væru
betri hluti kórsins og held ég að
það hljóti að teljast óvenjulegt um
kirkjukór og bassinn var stundum
áberandi fallegur. Vertu Guð fað-
ir, eftir Jakob Tryggvason, er
gott lag sem oftar mætti heyrast,
Máríuvers Páls ísólfssonar var
dálítið léttvægt í flutningi kvenn-
anna í kórnum, enda þarf mjög
góða raddtækni til að skila Máríu-
versinu virkilega vel. Jón Hlöðver
Áskelsson átti tvær útsetningar,
Dýrð, vald, virðing, sem var mjög
forvitnilegt að kynnast, og Víst
ertu Jesú kóngur klár, en þar
notaði Jón lagið eins og það er
upprunalegt og þurrkaði burt
rómantíkina úr laginu. sem inn-
fluttu tríólumar gera t.d. En ekki
var ég alveg sáttur við „discant-
us“-raddir sem hann skreytir lag-
ið með og hljóma dálítið sem úr
öðrum heimi.
Karlakvartettinn og karlakór-
inn í „Beati mortui, eftir Mend-
elssohn, hljómaði fallega hjá herr-
unum, en hjá dömunum í Tantum
ergo, eftir Fauré, máttu raddirnar
í tríóinu ekki minni vera.
Stjóm Björns Steinars var ör-
ugg, en dálítið lokuð, að mér
fannst. Ef hann opnaði aðeins
slagið fengju raddirnar meira
svigrúm og það væri áhættulaust
því texti hjá kómum er skýr og
menningarbragur er yfir söng
kórsins.
Listahátíð í Hafnarfirði
Peter Mate píanóleikari
Tékkneski píanóleikarinn Peter
Mate hélt tónleika í Hafnarborg
á vegum hafnfirskrar listahátíðar
sl. sunnudag. Peter Mate hefur
áður sýnt hér á landi að hann er
mjög tæknískur og öruggur
píanóleikari og það undirstrikaði
hann rækilega með einleikstón-
leikum sínum að þessu sinni í
Hafnarborg. Salurinn í Hafnar-
borg er ekki heppilegur fyrir ein-
ieikstónleika á píanó, til þess er
of löng ómun í salnum. Við slíkar
aðstæður lifir tónninn of lengi,
spilið verður ekki eins skýrt og
skyldi og hætta er að maður spili
allt of sterkt og þetta fannst mér
reyndar raunin verða í leik P.
Maters. Að vísu var efnisskráin,
svo til öll, byggð á verkum sem
til þurfti mikla tækni en um leið
mikinn styrk og slík efnisskrá er
kannski ekki heppilegust við þess-
ar aðstæður. Mater byijaði tón-
leikana með „Gleðieyjunni" eftir
Debussy. Hann náði vel upp stíg-
andanum í lok verksins, en var á
mörkunum að yfirspila Debussy.
Sónata nr. 1 eftir L. Janácek er
Peter Mate
rómantískt verk, einskonar fant-
asía í tveimur þáttum, sem bera
nöfnin „Fyrirboði" og „Dauði“,
minnti á píanóstíl Franz Liszts og
óperutónskáldið Janácek og sem
slíkur hefur hann skrifað meist-
araverk. Béla Bartók átti næst
Svítuna óp. 14, glæsilegt píanó-
verk, sem Mate spilaði glæsilega,
en þó fyrsta þáttinn, Allegrettóið,
of hraðan, að mér fannst. Þriðja
Sónata Prokofjev, í einum þætti,
var síðust fyrir hlé og þar fékk
Mate tækifæri til að sýna mikla
tækni. Eftir hlé frumflutti Mate
Ballöðu eftir Hjálmar Ragnars-
son, verk sem Hjálmar skrifaði
sérstaklega fyrir Listahátíð í
Hafnarfirði. Ballaðan virðist ekki
flókin í byggingu, skiptast á veik-
ir og sterkir þættir, byggðir nokk-
uð á sömu hugmynd. Hjálmar
virðist hafa skrifað verkið með
píanótækni Mate í huga, svo úr
varð íslenskt virtúósaverk fyrir
píanó. En um tíma hélt ég að
píanóið ætlaði að gefast upp við
hamfarir píanóleikarans. Tveir
tékkneskir dansar, eftir Martinu
komu næst, kannski sem einskon-
ar „modulation" yfir í síðasta
verkið á efnisskránni, „Suite de
danzas croillas" eftir Alberto Gin-
astera, mjög vel skrifað píanóverk
og sérlega vel spilað var það að
þessu sinni, — en í guðanna bæn-
um, minni hávaða næst.
MENNING/LISTIR
TONLIST
Tónleikar í
Norræna húsinu
Tónleikar með söngnemum frá
Tónlistarskólanum á Fjóni verða í
Norræna húsinu í dag, fimmtudag-
inn 10. júní, kl. 20.30. Með þeim í
för eru kennarar þeirra. öperusöng-
konan Gurli Plesnes, sem er einnig
við konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn, og óperusöngvarinn
Lars Waage.
Þau koma hingað til lands eftir
að hafa verið í 11 daga námsferð
í New York hjá prófessor Oren
Bron við Julliard tónlistarskólann.
Á efnisskrá verður samtvinnungur
úr óperettum, óperum og rómöns-
um. Undirleikari þeirra er Peter
Borel.
Allir eru velkomnir.
MYNDLIST
Snegla með
samsýningu
í tengslum við Óháðu listahátíð-
ina verður opnuð í Listhúsinu
Sneglu samsýning í dag, fimmtu-
daginn 10. júní. Snegla er nafn á
listhúsi sem 15 listakonur reka við
Grettisgötu 7 í Reykjavík.
Þær konur sem taka þátt í þess-
ari sýningu eru allar útskrifaðar frá
Myndlista- og handíðaskóla íslands,
flestar á árunum 1985-86. Flestar
hafa þær haldið einkasýningar á
verkum sínum og tekið þátt í sam-
Söngnemar frá Tónlistarskólanum á Fjóni.
sýningum hér heima og erlendis.
Listsköpun þeirra er margvísleg,
þær móta leir, þrykkja á léreft,
vefa, mála á striga, pappír og silki
og hanna og sauma hina ýmsu
nytjahluti.
A þesssari sýningu gefur að líta
sýnishorn af verkum þeirra.