Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA IMíu hundruð kepptu á móti í „götuboha“ ÞRÁTT fyrir að tími vetrar- íþróttanna sé liðinn að sinni nýtur körfuknattleikur enn mikilla vinsælda hjá ungiing- um sem í stað þess að stunda íþróttina innandyra gera það í skólaportum og á öðrum stöðum þar sem körfuspjöld eru. Haldin var fyrsta keppnin í „götubolta" í Laugardalnum sl. laugardag og fengu þá ungl- ingar að spreyta sig í keppni þriggja manna liða á eina körfu. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum. Um níu hundruð keppend- ur mættu til leiks. Veðrið var síst að er allt öðru vísi að spila götubolta heldur en venju- legan körfuknattleik. Það má bijóta mun meira af sér og svo byggir þetta miklu meira á að leika maður gegn manni,“ sagði Júlía Jörgensen leikmaður „Strumpanna," sem fór með sigur í stúlknaflokknum. Strumparn- ir eru samkrull þeirra Júlíu, Erlu til að spilla fyrir keppninni, glampandi sól og logn allan tím- ann og um það bil tvö þúsund manns litu niður í Laugardal til þess að fylgjast með keppninni. Keppt var í fjórum aldursflokk- um drengja og einum stúikna- flokki og ímyndunarafli keppenda var gefin laus taumur við nafn- giftir á liðunum. í flokki tólf ára og yngri sigr- aði lið „Celtic“ en það var skipað þeim Sæmundi Oddssyni, Davíð Þór Jónssyni, Jóni Hafsteinssyni og Sævari Sævarssyni. Liðið bar sigurorð af liði frá Borgarnesi í úrslitaleik 22:8. í flokki 13 - 1Ö ára sigraði Reynisdóttir, Kristínar Þórarins- dóttir og Önnu Magnúsdóttir. Allar leika þær með ÍBK og þær þijár fyrstnefndu eru í unglinga- landsliðinu. Þær voru sammála um að erfiðasti leikurinn hefði verið gegn „Yfirlið" en úrslitaleik- inn gegn stöllum sínum úr ÍBK sigruðu þær örugglega 22:4. „Valur - best,“ sem skipað var Steindóri Aðalsteinssyni, Styrmi Má Sigurðssyni og Pétri Má Sig- urðssyni. í flokki 16-20 ára sigraði lið- ið „Bjórdan“ sem skipað var þeim Ólafi og Guðmundi Brynjólfsson- um, Ingólfi Magnússyni og Bjarka Stefánssyni. í stúlknaflokki sigraði lið „Strumpanna,“ sem skipað var þeim Júlíu Jörgensen, Erlu Reynisdóttur, Kristínu Þórarins- dóttur og Önnu Pálu Magnúsdótt- ur. Sigurvegarar fengu að launum skó frá Adidas auk verðlaunapen- inga. Ekki er annað hægt að segja en að þessi keppni hafi farið vel af stað. Stærsta vandamálið var dómgæslan sem var í höndum leikmanna og „hjálpsamra“ áhorfenda. Þá voru sumir leik- menn ekkert gefnir fyrir mála- miðlanir. Leikið er á litlum velli sem gerir það að verkum að leik- menn hafa lítið svæði til umráða og leikurinn verður því mun harð- ar leikinn en hefðbundinn körfu- knattleikur. „Streetball" eins og alþjóðlega heitið er á götuboltanum er hald- ið í fjórtán Evrópulöndum í sum- ar. Forráðamenn Adidas hyggjast fara með keppnina út á lands- byggðina á næstu vikum. Byggir miklu meira á maður gegn manni Morgunblaðið/Frosti Leikmenn „Celtic" sem að jafnaði leika undir merkjum IBK eru búnir að koma sér vel fyrir undir körfunni í úrslitaleiknum í flokki tólf ára og yngri gegn liði frá Borgarnesi. Keflvíkingarnir sigruðu í leiknum 25:8. Strumparnlr sem sigraði í stúlknaflokki. Talið frá vinstri: Anna Pála Magnús- dóttir, Júlía Jörgensen, Erla Reynisdóttir og Kristín Þórarinsdóttir. Valur - best, sem sigraði í flokki 13 - 15 ára. Talið frá vinstri: Pétur Sig- urðsson, Styrmir Már Sigurðsson og Steindór Aðalsteinsson. I körfubolta á hverjum degi Við erum í körfubolta á hveij- um degi enda er það lang- skemmtilegasta íþróttin," sagði Styrmir Már Sigurðsson, leikmað- ur með liðinu Valur - best sem sigraði í flokki 13 - 15 ára á mótinu í Laugardal. Auk Styrmis voru í liðinu þeir Pétur Sigmunds- son og Steindór Aðalsteinsson. Eins og nafnið gefur til kynna leika þeir með Val en þeir voru í 9. flokki í fyrra en fara í þann 10. í haust. SIGLINGANAMSKEIÐ Morgunblaðið/Frosti Róður war ð dagskránni á þriðjudaginn þegar ljósmyndari leit við í Nauthólsvíkinni þar sem fram fór byrjendanám- skeið fyrir 9-13 ára böm. Leggjum áherslu á grunnatriði - segirforstöðumaðurSigluness „ÞAÐ er mikill lærdómur að baki siglingum og á það sér- staklega við seglbátana. Við leggjum hins vegar áherslu á einföld grunnatriði á byrj- endanámskeiðunum því tíminn leyfir ekki rneira," seg- ir Óttarr Hrafnkelsson, for- stöðumaður Siglingarklúbbs- ins Sigluness sem rekinn er af ÍTR og er með aðstöðu í Nauthólsvík. Um það bil 200 börn á ungling- ar nema undirstöðuatriði í siglingum á vegum klúbbsins í sumar en alls munu sjö til átta þúsund reykvísk börn fá tækifæri á vegum íþrótta- og leikjanám- skeiða borgarinnar og ýmissa nám- skeiða á vegum íþróttafélaga og félagsmiðstöðva og stundum er því ansi þröngt á þingi. Byijendanámskeiðin standa í tvær vikur og við lok hvers nám- skeiðs eiga krakkarnir að vera búin að læra rétt viðbrögð við óhöppum á sjó, róður og grunnatr- iði í meðferð og siglingu seglbáta. „Það er mestur áhugi hjá yngstu krökkunum, á aldrinum tíu til fjórt- án ára en þegar börn eldast virðist áhuginn oft dvína. Það er mikið framboð af íþróttagreinum í boði og siglingar verða ekki verulega aðlaðandi fyrr en menn hafa náð færni í íþróttinni," sagði Óttarr. Kennsla hefst að jafnaði kl. 13 á byijendanámskeiðunum og kennt er virka daga. Klúbburinn gengst einnig fyrir framhaldsnámskeið- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.