Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Akranes Sementsverksmiðja rík- isins gerð að hlutafélagi Akranesi. í SAMRÆMI við lög sem samþykkt voru á Alþingi nú í vor var á þriðjudag stofnað nýtt hlutafélag á Akranesi um rekstur Sements- verksmiðju ríkisins og nefnist það Sementsverksmiðjan hf. Félagið mun taka við rekstri verksmiðjunnar um næstu áramót, en tíminn fram að því verður notaður til undirbúnings á yfirfærslu verksmiðj- unnar til þess. Sementsverksmiðjan hf. hefur heimili og varnarþing á Akranesi en mun reka útibú í Reykjavík og á Akureyri. I samræmi við ákvæði lag- anna var sérstakri nefnd falið að meta eignir Sementsverksmiðju rík- isins til viðmiðunar við ákvörðun um upphæð hlutafjár hins nýja hlutafé- lags og lagði hún til að það yrði ákveðið einn milljarður króna. Iðnað- arráðherra féllst á þá tillögu. Allt hlutafé er í eigu ríkissjóðs og má ekki bjóða það til sölu án samþykkis Alþingis. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra flutti ávarp á stofnfundinum og rakti aðdraganda þess að gera verksmiðj- una að hlutafélagi. Hann kvað til- ganginn fyrst og fremst vera að efla hag hennar og þeirra sem þar starfa. Breytingin hefði það einnig í för með sér að fyrirtækið yrði framvegis rek- ið við sömu lagaskilyrði og í sama Nýr skóla stjóri Lög- regluskólans DÓMSMÁLA- RÁÐHERRA, Þorsteinn Páls- son, hefur skipað Arnar Guð- mundsson til þess að vera skóla- syóri Lögreglu- skóla ríkisins frá 1. júní 1993. Arnar starfaði áður sem yfirlögfræðingur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann tekur við embættinu af Bjarka El- íassyni, sem skipaður var skóla- stjóri Lögregluskólans 1. júní 1988 er skólinn var gerður að sjálfstæðri stofnun. Arnar Guðmunds- GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRI H F ARMULA11 Uöfðar til JlX fólks í öllum starfsgreinum! rekstrarumhverfi og flest önnur fyr- irtæki í landinu af sömu stærð, þar á meðal að því er varðar skattlagn- ingu tekna og eigna. Verðlagning framleiðslunnar verður hins vegar undir sérstöku eftirliti Samkeppnis- stofnunar sökum markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins á innanlands markaði. Á stofnfundinum voru eftirtaldii kjömir í stjórn Sementsverksmiðj- unnar hf.: Frosti Bergsson fram- kvæmdastjóri í Reykjavík formaður. Kristján Sveinsson framkvæmda- stjóri á Akranesi, Guðjón Guðmunds- son alþingismaður, Akranesi, Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri, Borgamesim og Þórir Páll Guðjóns- son kaupfélagsstjóri, Borgamesi. - JG Verð frá kr. ÍTURAUIA a/r europa 19.900 Vikulegt flug 7. júlí - 25. ágúst. Aukagjöld: Flugvallarskattar og forfallagjöld kr. 3.090. '■ HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 LAGIÐ SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI en þ a ð v erð ur að v er a l a mb a kj ö t ■ nú með a.m.k. 15% grillafsl œ tti Lagið eða stærðin á griilinu þínu hefiir engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn af matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu máli að vera með rétta lcjötið. I næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, - með a.m.k. 15% grillafslætti. Notaðu lambakjöt á grillið, meyrt og gott - það er lagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.