Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 36
Mögnuð stórspennumynd STÁL í STÁL CHRISTOPHER LAMBERT (Highlander, Graystoke) er hér í magnaðri stór spennumynd. Brennick er færður í ramm- gert vítisvirki, þar sem háþróaður tæknibúnaður nemur hverja hreyfingu og hugsun fólks. Spennan magnast þegar Brennick fréttir af barns- hafandi konu sinni innan múra fangelsisins. FORTRESS hefur notið feikivinsælda í Ástralíu. Mynd fyrir þá sem þora. Sýndkl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. BÖNNUÐ INNAN 16ÁRA. LÖGGAN, STÚLKAIM OG BÓFIIMN LIFANDI - ALIVE Sýndkl. 5,7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. BÖNNUÐINNAN 16ÁRA. MÝSOGMENN * * ★ DV * * * Mbl. Vönduð mynd um vináttu og náungakærleik. Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. Sýndkl.7. Síðustu sýn. MEXX JUNIOR-MARKAÐUR Francis Ford Coppola SIGLTTIL SIGURS STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU f FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO SÍMI22140 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Lífssaga skemmtikrafts Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Gamanleikarinn („Mr. Saturday Night“). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri og framleiðandi: Billy Crystal. Handrit: Lowell Gantz og Babaloo Mand- el. Aðalhlutverk: Billy Crystal, David Pymer, Julie Wamer, Helen Hunt og Ron Silver. Skemmtikrafturinn og leikarinn Billy Crystal á gamanmyndina „Mr. Sat- urday Night“ eða Gaman- leikarann í Regnboganum eins og hún leggur sig. Hann er framleiðandi og leikur aðalhlutverkið og hann er leikstjórinn líka, kannski eina starfið sem hann hefði átt að láta ein- hveijum öðrum eftir. Cryst- al er skemmtilegur gaman- leikari og handritshöfund- arnir Babaloo Mandel og Lowell Gantz skrifa ofan í hann margt fyndið en hann er leikstjóri sem ræður ekki við viðkvæmu augnablikin og hrasar í hvem tárapoll- inn á fætur öðrum í sögu um skemmtikraft sem neyð- ist til að gera upp líf sitt þegar elli kerling nær tök- um á honum og ferillinn nær botninum. Undir stjórn hans verður saga skemmtikraftsins að yfirborðskenndu melódr- ama þar sem tárin eru sí- fellt að hrynja af hvörmum og endalaus uppgjör eiga sér stað án þess að kafað sé ofan í þau. Myndin rúllar ágætlega á meðan Crystal hefur eitthvað fyndið að segja og nóg er um það en þegar alvaran tekur við verður allt eintóna vemmi- legheit. Gamanleikarinn fór á einhvern hátt illa með alla á löngum ferli og þarf nú að bæta úr því og það verð- ur einkar dauflegt þegar það á að vera dramatískt. Og gervin eru ekki til að bæta þar úr. Crystal hefur kosið að láta sömu leikarana leika persónumar frá því þær eru tvítugar og þar til þær ná áttræðisaldri sem þýðir að óhemju mikið af andlitsfarða þarf til að gera leikarana ellilega og það hefur tekist með þeim hætti að þeir líta út eins og út- blásnir kálhausar. Er óhætt að segja að það dragi nokk- uð úr áhrifum myndarinnar. Betra hefði verið ef gamlir leikarar hefði verið settir í hlutverk persónanna á efri árum. Bestur er Gamanleikarinn þegar Crystal á sínum eðli- lega aldri treður upp. Hand- ritshöfundamir hafa skrifað margan góðan brandarann fyrir hann og sjálfsagt kem- ur eitthvað af þeim óforva- rendis upp úr leikaranum í hita leiksins og hann lætur mann hlæja fullkomlega áreynslulaust, sem eftir allt er hans sterkasta hlið. Sag- an um skemmtikraftinn sem varð frægur og sækist sí- fellt eftir meiri frægð og hundsar alla í kringum sig í þeirri ásókn er aftur óþarf- lega veik af fyrrgreindum ástæðum þótt meiningamar séu þær réttu og ákveðinn heiðarleiki einkenni vinnu- brögðin. 16500 Suni OLL SUND LOKUÐ Þrælspennandi hasarmynd um flóttafanga sem neyðist til að taka lögin i sinar hendnr. Sýnd kl. 5, 7 og 11.10. B.i. 16 ára. STÓRGRÍNMYNDIN DAGURINN LANGI BILI NIURRAY OG ANDIE MacDOWELI í BESTU OG LANGVINSÆLUSTU GRÍNMYND ÁRSINS! Hvað myndir þú gera ef þú upplifðir sama daginn í sama krumma- skuðinu dag eftir dag, * viku eftir viku og mánuð * eftir máriuð? Þú myndir * tapa glórunni! * „Dagurinn langi er góð ^ skemmtuii frá upphafi "Ár til enda“ ★ ★ ★ ★ HK. DV ★ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ★ HETJA ★ ★ ★i/z DV ★ ★★ Pressan. Sýnd kl. 9. -K -K -K -K -K -K -K -K -K-K -K Falleg og óvenjuleg mynd. Sýnd kl. 9 og 11.15. The hell-hole prison of the future. Built to hold anything... Fjarstýrðar fangageymslur Stál í stál („Fortress"). Sýnd í Háskólabíói. Leik- sljóri: Stuart Gordom. Aðalhlutverk: Christop- her Lambert, Kurtwood Smith, Loryn Locklin, Lincoln Kilpatric og Jef- frey Combs. í framtíðartryllinum Stál í stál eða „Fortress" í Há- skólabíói má enginn eiga nema eitt bam og eru þeim sem bijóta þau lög komið fyrir í risavöxnum neðan- jarðarfangelsum. Þau em hátæknileg. Ekki er nóg með að þau haldi föngunum inni með leysigeislum og fylgist með hverri hreyfingu þeirra í gegnum vélar sem eru á sífelldu iði yfír höfðum þeirra heldur getur tæknin numið hugsanir og sjón- varpað draumum þeirra, sem fangavörðurinn Poe, leikinn af þeim illmennasér- fræðingi Kurtwood Smith, getur skemmt sér yfír á nóttunni. Hann einn getur stjómað öllu fangelsinu ásamt ásamt móðurtölvunni, sem er svona kvenkynsútgáfa tölvunnar HAL í annarri og betri mynd. Dagar og nætur skipta ekki máli og þegar þarf að fá meiri vinnu út úr föngunum er klukku- stundin lengd í t.d. 93 mín- útur. Tölvubúnaðurinn hefur fullkomna stjóm á fóngun- um í gegnum lítið tæki sem sett er í líkama þeirra og veldur kvölum og dauða ef viðkomandi sýnir uppsteyt. Þessar fjarstýrðu fanga- geymslur eru einna athygl- isverðasti þátturinn í tryll- inum sem annars fer troðn- ar slóðir afþreyingariðnað- arins. Franski leikarinn Cristhopher Lambert leikur fyrrum stórstjörnu í hernum sem brotið hefur barnalögin og er sendur ásamt konu sinni í fangelsið en hann stefnir á flótta þrátt fyrir að engum hafí tekist að sleppa áður og þar fram eftir götunum. Lambert er æ meira að færast út í hasarmyndaleik og hefur þegar nokkra reynslu af slíku, aðallega úr Hálendingnum I og II. Honum ferst ágætlega úr hendi að bregða upp mynd af hinni hefðbundu ofur- hetju, Kurtwood er alltaf góður sem illmenni og aðrir leikarar sleppa yfirleitt frá sínum stöðluðu aukapersón- um. Talsvert af hasar er skrifaður inn í handritið svo lítill tími gefst til að ígrunda kringumstæðurnar enda það líklega fullkomin tímasóun. Og hasarinn er ágætlega framkvæmdur undir leikstjórn Stuart Gor- dons svo útkoman verður sæmilegasta sumarafþrey- ing. Skáldskapurinn minnir á einhvern undarlegan hátt meira á gamla framtíð- artrylla eins og „Soylent Green“ og „Logan’s Run“ en þá nýjustu enda þótt framtíðarsýnin - alræði og stórfyrirtækjageggjun geri' líf borgarans að kvalræði - sé mjög í ætt við nútíma- myndirnar. OPNUM I DAG KL. 9 Vegna mikillar eftirspurnar opnum viS aftur meS enn meira vöruúrval og enn betra verS í nýju og glæsilegu húsnæSi ó Laugavegi 95, 2. hæð (áður verslunin SÉR) UNGBARNAFATNAÐUR - VERÐ FRÁ 199 BARNA- OG UNGLINGAFATNAÐUR - VERÐ FRÁ 499 SKOR, HATTAR, BUXUR, BOLIR, ÚLPUR, KÁPUR, TÖSKUR OG EINNIG HIÐ FRÁBÆRA ÞÝZKA VÖRUMERKI hauck sem býður upp á REGNHLÍFAKERRUR - VERÐ FRÁ 4.900 KERRUVAGNA, VÖGGUR. FERÐARÚM, BARNASTÓLA O.FL. MEXX JUNIOR-MARKAÐUR ISUMAR -1VETUR Laugavegi 95, 2. hæð (áður versl. SÉR), sími 25260. SKOLANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.