Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Kosningarnar
í Lettlandi
Tjandalag fyrrverandi kommún-
1*1 ista og landflótta Letta, sem
nafa snúið aftur heim, er sigurveg-
ari þingkosninganna í Lettlandi,
sem fram fóru um síðustu helgi.
Líkt og eftir kosningarnar í ná-
grannaríkinu Litháen síðastliðið
haust, spytja margir hverju það
sæti að öfl, sem tengjast áratuga-
langri kúgun landsins undir
sovézkri stjórn, fái hátt í þriðjung
atkvæða, en hin hófsama sjálfstæð-
ishreyfing, Þjóðarfylkingin, sem
farið hefur með völd í landinu síð-
astliðin þrjú ár, fari halloka.
Málið er hins vegar ekki svona
einfalt. Það var áreiðanlega ekki
ætlun kjósenda í Lettlandi, frekar
en í Litháen, að kjósa yfir sig
kommúnisma. Sigurvegari kosning-
anna, „Lettneska leiðin“, eins og
flokkurinn kallar sig, er blandaður
hópur. Stefnuskrá flokksins er ekki
kommúnísk, heldur einkennist af
fremur hófsamri vinstristefnu.
Leiðtogi hans, Anatólíjs Gorbunovs,
var forseti landsins er það hlaut
sjálfstæði og einn af leiðtogum bar-
áttunnar fyrir sjálfstæði frá
Moskvu, líkt og Algirdas Brazausk-
as forseti Litháens, sem einnig er
fyrrverandi kommúnisti. Meðal for-
ystumanna flokksins er einnig Gun-
ars Meierovics, sem var formaður
heimssambands fijálsra Letta, sam-
taka útlaga sem börðust gegn
kommúnisma.
Annað, sem miklu máli skiptir,
er að sjálfstæðisstjórnmálin skipa
nú lægri sess í Eystrasaltsríkjunum
en þau hafa gert undanfarin ár.
Eftir að hið langþráða markmið um
endurreisn sjálfstæðis og fullveldis
náðist, snúast stjórnmálin í auknum
mæli um efnahagsmál. Efnahagur
Lettlands, eins og annarra komm-
únistaríkja, er nánast ijúkandi rúst
og miklir erfiðleikar eru enn fyrir-
sjáanlegir meðan á hinum sárs-
aukafullu umskiptum frá áætlana-
búskap til markaðshagkerfis stend-
ur. Landbúnaðar- og iðnaðarfram-
leiðsla hefur dregizt stórlega sam-
an. Orkukaup frá Rússlandi eru
stórum óhagstæðari en áður var,
enda þarf að greiða olíu og rafmagn
í beinhörðum gjaldeyri. Óðaverð-
bólga geisar og kaupmáttur hefur
hrapað. Líkt og í fleiri fyrrverandi
kommúnistaríkjum kennir almenn-
ingur nýjum valdhöfum um ófarim-
ar og telur efnahaginn hafa verið
betri fyrr á tíð.
Loks háir reynsluleysi í stjórn-
málum leiðtogum hinna nýju stjóm-
málaafla. Þetta kemur meðal ann-
ars fram í því að þeir geta ekki
komið sér saman og fylkingar um-
bótasinna hafa sundrazt í marga
smáflokka. Á hægri væng lett-
neskra stjórnmála eru nú fjórir
frekar litlir flokkar; Bændabanda-
lagið sem fékk 10,6% atkvæðanna,
Lettneska þjóðfrelsishreyfíngin sem
hlaut 13,4% atkvæða, Föðurlands-
og frelsisflokkurinn með 5,4% og
Jafnvægisflokkur Janis Jurkans,
fyrrverandi utanríkisráðherra, sem
fékk 12% atkvæða. Þjóðarfylkingin,
sem áður fór með völd, fékk 4% og
kom engum manni á þing. Auk
þessara flokka fékk Jafnréttisfiokk-
urinn, sem er hliðhollur rússneska
minnihlutanum í landinu, 5,8% at-
kvæða. Fyrrverandi kommúnistar
njóta þess að þekkja leikreglur
stjórnmálanna og kunna að skipu-
leggja sig, enda fengu þeir nærri
33% atkvæða.
Eitt af mikilvægustu verkefnum
nýrrar ríkisstjórnar í Lettlandi verð-
ur að setja ný lög um ríkisfang í
landinu. I Lettlandi býr um milljón
Rússa, sem fluttir voru þangað á
valdatíma kommúnista í Moskvu,
og talsverður fjöldi Hvítrússa og
Úkraínumanna. Lettar eru aðeins
um 52% af 2,7 milljónum lands-
manna. Samkvæmt bráðabirgða-
reglum, sem nú eru í gildi, hafa
þeir einir ríkisborgararétt í Lett-
landi, sem bjuggu í landinu fyrir
1940 eða eru afkomendur þeirra.
Aðrir geta sótt um að fá ríkisborg-
ararétt, en verða að hafa búið í
landinu í 16 ár og tala reiprennandi
lettnesku. Þetta þýðir að tæpur
helmingur þjóðarinnar hafði ekki
kosningarétt eða kjörgengi í kosn-
ingunum um síðustu helgi og hefur
því engin áhrif á stjórn landsins.
Það er áhyggjuefni að enginn af
stærri stjórnmálaflokkunum telur
að veita eigi rússneska minnihlut-
anum borgararéttindi. Talsmenn
Lettnesku leiðarinnar telja að setja
eigi kvóta á það, hversu margir
geti fengið ríkisborgararétt. Jafnvel
Jafnvægisflokkurinn, sem hefur
verið gagnrýndur fyrir að vera hlið-
hollur Rússum, er andvígur „núll-
lausninni“ svokölluðu, sem felst í
því að veita öllum, sem bjuggu í
Lettlandi er það fékk sjálfstæði að
nýju, ríkisbargararétt.
Sama afstaða hefur verið uppi á
teningnum hjá valdhöfum í hinum
Eystrasaltsríkjunum. Hún hefur
leitt til aukinnar spennu í samskipt-
unum við Rússa og rússneskir þjóð-
ernissinnar tala um að verið sé að
undirbúa jarðveginn fyrir „þjóðern-
ishreinsanir". Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti hefur gagnrýnt með-
ferðina á rússnesku minnihlutahóp-
unum harðlega og hægt á brottför
rússneskra hermanna frá Eystra-
saltsríkjunum. Enn eru til dæmis
23.000 hermenn í Lettlandi. Bent
hefur verið á að óbilgjörn stefna
Eystrasaltsríkjanna gagnvart rúss-
neska minnihlutanum gæti espað
upp þjóðrembumenn í Rússlandi og
veikt stjórn Jeltsíns. Auk þess kem-
ur hún í veg fyrir vinsamleg sam-
skipti við hinn volduga rússneska
granna, sem Eystrasaltsríkjunum
eru í raun lífsnauðsynleg.
Að gera Rússa að annars flokks
íbúum í ríki, sem þeir líta á sem
heimaland sitt, mun sennílega
skapa fleiri vandamál en að viður-
kenna að þeir, jafnt og innfæddir
íbúar Eystrasaltsríkjanna, eru fórn-
arlömb kommúnismans og gefa
ætti þeim tækifæri til að taka þátt
í lýðræðislegri uppbyggingu lands
síns. Það ætti nýja stjórnin í Lett-
landi að gera, auk þess að leggja
áfram áherzlu á markaðsvæðingu
efnahagslífsins.
+
Morgunblaðið/RAX
Sendinefnd í Árbæjarsafni
EINN þeirra staða sem kínverska sendinefndin frá Peking heimsótti í kurteisisheimsókn sinni til
Reykjavíkur var Árbæjarsafn.
Ráðamenn í Peking- heimsækja Reykjavíkurborg*
Möguleikar á samstarfi
borganna verða skoðaðir
AÐSTOÐARBORGARSTJÓRI Pekingborgar, Meng Xuenong, hefur
undanfarna daga heimsótt ýmis fyrirtæki og stofnanir Reykjavík-
urborgar ásamt fylgdarliði sínu en hann er hingað kominn til að
treysta vináttusamband borganna tveggja. Borgarstjórinn segir
þessa kurteisisheimsókn hafa heppnast mjög vel enda hrífst hann
allt í senn af náttúru landsins, auðlindum þess og fólkinu sem hér
býr. Hann segist og hafa nýtt ferðina til að kanna möguleika á víð-
tæku samstarfi borganna á sviði viðskipta, tækni og menningar.
Kínverska sendinefndin sem
hingað er komin í boði Markúsar
Arnar Antonssonar borgarstjóra
hefur gert víðreist allt frá því hún
kom föstudaginn 4. júní síðastlið-
inn. Nefndin kynnti sér starfsemi
Vatnsveitunnar og Hitaveitunnar
en hún heimsótti einnig Borgar-
skipulag Reykjavíkur. Borgarstjór-
anum var boðið að skoða Árbæjar-
safn auk þess sem nokkur fyrirtæki
kynntu honum starfsemi sína. Þá
hitti borgarstjórinn ljölmarga ráða-
menn þjóðarinnar svo sem forseta
íslands, forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra.
Vináttusamband ræktað
„Ég er hingað kominn til að
rækta vináttusamband borgar
minnar og Reykjavíkur og vil nota
tækifærið og flytja Reykvíkingum
og öðrum íslendingum kveðju Pek-
ingbúa,“ sagði aðstoðarborgarstjór-
inn í stuttu viðtali við Morgunblað-
ið. „Ég hreifst undir eins af náttúru
lands ykkar og hvar sem við höfum
komið hefur okkur verið tekið vel.
Við höfum heillast af menningu
ykkar, hefðum og dugnaði Islend-
inga,“ sagði hann og bætti því við
að skipulagsmál væru hér til fyrir-
myndar.
Samstarf og viðskipti í nánd
Aðspurður taldi aðstoðarborg-
arstjórinn hvers konar samstarf og
viðskipti borganna og landanna
koma til greina. Hann tók það fram
að ekki hafi verið stofnað til neinna
viðskiptasambanda í þessari ferð
en það biði betri tíma. Aðspurður
staðfesti hann að samband borg-
anna yrði rækað enn frekar og
nefndi að borgarstjóri Pekingborgar
hefði þegar boðið Markúsi Erni
borgarstjóra og fulltrúum Reykja-
víkurborgar til Peking í september
næstkomandi.
Riehard T. Johnson yfirlæknir við John Hopkins læknaháskólann í Bandaríkjunum
Helmingnr alnæmis-
smitaðra með ólækn-
andi heilasýkingri
RICHARD T. Johnson, yfirlæknir taugadeildar við John Hopkins
læknaháskólann í Baltimore í Bandaríkjunum er heimskunnur vís-
indamaður m.a. fyrir alnæmisrannsóknir sínar. Johnson var meðal
þátttakenda á læknaráðstefnunni í Háskólabíói og fjallaði hann í
fyrirlestri sínum um ýmsar tegnndir veirusjúkdóma í miðtaugakerf-
inu og áhrif veirusýkinga á heilastarfsemi. í samtali við Morgun-
blaðið sagði Johnson að um það bil helmingur þeirra sem sýkst
hefðu af alnæmi hefði fengið sýkingu í heila af völdum HlV-veirunn-
ar. Mótefni gegn veirunni, sem gætu styrkt viðbrögð ónæmiskerfis
líkamans í baráttunni við sjúkdóminn, hefðu hins vegar engin áhrif
á heilabilun af völdum alnæmis, sem væri ógnvænleg staðreynd
þegar haft væri í huga að milli 10 og 20 milljónir manna hefðu
sýkst af alnæmi.
Heimskunnir vísindamenn
NOKKRIR af fremstu vísindamönnum heims á sviði Iæknisfræði og
veirurannsókna voru meðal þátttakenda á iæknaráðstefnunni sem fram
fór í Háskólabíói 2.-5. júní.
Richard Johnson sagði að flestir
sem sýkst hefðu af HlV-veirunni,
sem veldur alnæmi, væru einkenna-
lausir en um það bil helmingur þeirra
hefði þegar fengið heilasýkingu.
Mætti ætla að það væru allt að 10
milljónir manna í heiminum og flest-
ir þeirra ættu eftir að fá einkenni
frá taugakerfi og yrðu m.a. fyrir
heilabilun. Johnson sagði að alnæmi
væri gífurlega stórt vandamál í þró-
Guðmundur sagðist vera upp fyrir
axlir í verkefnum sem bæjarstjóri og
hann þyrfti að festa ýmsa Iausa enda
og koma verkefnum í farveg áður
en hann hætti endanlega. „Ég vænti
þess að ég þurfi að líta til með þessu
starfi mínu í einhverjar vikur í við-
bót. Það verða þó væntanlega komn-
ir nýir menn til starfa fyrr en síðar,“
sagði hann. Guðmundur Árni sagðist
reikna með að sitja áfram í bæjar-
stjóm Hafnarfjarðar eins og hann
hafði verið kjörinnn til þó hann yrði
ráðherra.
Varðandi ráðningu nýs bæjarstjóra
unarlöndunum, en talið væri að rúm-
lega 5 milljónir manna í Afríku hefðu
sýkst af alnæmi og allt að 5 milljón-
ir manna í Asíu. Sagði hann að unn-
ið væri að tilraunum með ýmis mót-
efni, m.a. til bólusetningar eftir að
sýking hefur átt sér stað, sem
styrktu ónæmiskerfið. Þau hefðu
hins vegar engin áhrif á veirusýkingu
í heila og því myndi heilabilun sjúkl-
ingsins halda áfram að versna þótt
sagði hann að fyrir sína tíð hefðu
verið ópólitískir bæjarstjórar. Sagðist
Guðmundur Ámi þó telja að reynslan
af ráðningu sinni á sínum tíma hafi
verið sú að pólitísk ábyrgð og emb-
ættisábyrgð fari vel saman. „Eg ætla
það að menn skoði þann valkost til
endá og freisti þess að ná um það
samstöðu að pólitískur bæjarstjóri
komi til starfa,“ sagði hann.
Línur ekki famar að skýrast
Umræða um nýjan bæjarstjóra
virðist vera skammt á veg komin hjá
Alþýðuflokksmönnum í Hafnarfirði
líkamsástand hans batnaði að öðru
leyti. Eina bóluefnið sem hefði haft
aðeins tímabundin áhrif á heilasýk-
ingu væri lyfið AZT.
Miklar framfarir
Um 120 erlendir vísindamenn og
25 íslenskir vísindamenn tóku þátt
í alþjóðlegu læknaráðstefnunni um
hæggengar veirusýkingar í mið-
taugakerfinu og verk dr. Björns Sig-
urðssonar læknis, fyrsta forstöðu-
manns Tilraunastöðvar Háskólans í
meinafræði á Keldum, sem fram fór
á vegum Vísindaakademíu New
York. Dr. Erling Norrby, próessor í
veirufræði við Karolinska sjúkrahús-
ið í Stokkhólmi í Svíþjóð, en hann á
sæti í úthlutunarnefnd nóbelsverð-
launanna í læknis- og lífeðlisfræði,
sagði í fyrirlestri sínum á laugardag,
þegar hann dró saman helstu niður-
stöður þingsins, að miklar framfarir
hefðu átt sér stað á mörgum ‘sviðum
rannsókna á hæggengum veirusjúk-
enda sagðist Guðmundur Ámi hafa
lagt á það áherslu að menn geymdu
sér þær umræður þar til ráðherramál-
in væru komin á hreint.
Þeir bæjarfulltrúar Alþýðuflokks-
ins sem helst hafa verið nefndir sem
hugsanleg bæjarstjóraefni eru Ingvar
Viktorsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir
og Tryggvi Harðarson. Ingvar sagð-
ist aðspurður vera inni í myndinni
sem bæjarstjóraefni eins og allir aðr-
ir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði. Hins vegar væri umræða
um þetta mál enn á frumstigi. Þegar
Jóna Ósk var spurð hvort hún sækt-
ist eftir starfi bæjarstjóra sagðist hún
myndu íhuga það mjög vandlega
komi það upp á borðið. Tryggvi sagð-
ist ekki vilja tjá sig um það hvort
hann sæktist eftir bæjarstjórastarf-
inu.
dómum frá því að Björn Sigurðsson
setti fram þýðingarmiklar kenningar
sínar um þá árið 1954. Lagði hann
mikla áherslu að fram hefðu komið
nýjar upplýsingar á þinginu úr rann-
sóknum á riðuveiki, sem greint var
frá í Morgnnblaðinu í gær.
Norrby sagði að niðurstöður
Björns Sigurðssonar hefðu hvatt fjöl-
marga vísindamenn til að rannsaka
tilurð og framyindu hæggengra
veirusjúkdóma. „Ég tel að ef doktor
Björn Sigurðsson hefði verið meðal
okkar hér á ráðstefnunni hefði hann
orðið undrandi á hversu víðtæk áhrif
spár hans hafa haft,“ sagði Norrby.
Erfðatæknilegar rannsóknir
Forsetar ráðstefnunnar voru Jó-
hannes Björnsson, sem er sonur
Björns Sigurðssonar, en hann er sér-
fræðingur í líffærameinafræði og
starfar sem yfirlæknir við Mayo
Clinic stofnunina í Rochester í Minn-
esota, dr. Arthur Löve, sem starfar
á Rannsóknastofu Háskólans í veiru-
fræði, og Bandaríkjamennirnir dr.
Richard I; Carp og dr. Henryk M.
Wisniewski.
Jóhannes sagðist vera mjög
ánægður með hvernig til tókst og
sagði að sér hefði komið á óvart
hversu víðtækt gildi rannsóknir þær
sem stundaðar voru á Keldum á
starfstíma Björns hefðu enn í dag,
sérstaklega fyrir alnæmisrannsóknir
í heiminum. Þá sagði hann ljóst af
þessari ráðstefnu að einn helsti vaxt-
arbroddur í veirurannsóknum innan
erfðalíffræðinnar lægi í erfðatækni-
rannsóknum þar sem tekist hefði að'
kortleggja erfðaefni veira.
Morðið á
Gunnari
Péturssyni
óupplýst
LÖGREGLUNNI í Jóhannes-
arborg í Suður-Afríku hefur
ekki tekist að upplýsa morðið
á Gunnari Péturssyni þar í
borg 25. apríl sl.
„Málið er óupplýst en fjöldi
manna hefur haft samband við
okkur og komið með ábendingar
sem við höfum verið að kanna.
Það hefur þó ekki leitt til neinnar
handtöku enn,“ sagði Johnny
Dempsey, fulltrúi í rannsóknar-
lögreglunni í Jóhannesarborg í
samtali við Morgunblaðið.
Gunnar Pétursson var 34 ára
og hafði verið lengi búsettur í
Suður-Afríku. Hann var að aka
inn á bensínstöð er hann var
myrtur. Menn sem framið höfðu
vopnað rán í stöðinni skutu í allar
áttir er þeir flýðu með þeim afleið-
ingum að ein kúlan hæfði Gunnar.
Búist við pólitískum bæjar-
stjóra í Hafnarfirði áfram
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist
búast við því að ráðinn verði pólitískur bæjarstjóri úr röðum bæjar-
fulltrúa Alþýðuflokksins eftir að hann verður ráðherra. Hann seg-
ir að vegna þess hvað þessar breytingar hafi borið brátt að verði
hann einhverjar vikur að Ijúka verkefnum bæjarstjóra.
John B. Wood framkvæmdastjóri hjálparstarfs Lúterska heimssambandsins í Króatíu
Vantar ekki fleiri áhorf-
endur að stríðinu í Bosníu
FRAMKVÆMDASTJÓRI hjálparstarfs Lúterska heimssambandsins
í Króatíu, John B. Wood, kom hingað til lands til þess að halda fyrir-
lestur um hjálparstarf á Balkanskaga, uppbygginguna þar og aðstoð
íslendinga. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að utan hinna
stríðshrjáðu svæða reyndi fólk að láta lífið ganga sinn vanagang en
ástandið hefði vissulega áhrif á líf alls almennings í Júgóslaviu heit-
inni, 12% upphaflegs íbúafjölda þyrftu aðstoðar við. Hann sagði
markvissauppbyggingumegináhersluhjálparstarfsinsogþóttfriðar-
gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna væru prýðilegir til síns brúks vant-
aði ekki fleiri áhorfendur að stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu.
John Wood sagði að utan þeirra
svæða þar sem barist er væri
stærsta vandamálið af efnahags-
legum toga. Þar sem íbúar glímdu
ekki við matarskort væri matur dýr
og hækkanir daglegt brauð. Stjórn-
völd bæru ábyrgð á þeim sem flosn-
að hefðu upp frá heimilum sínum
á herteknum svæðum. Kostnaður
við að fæða eina manneskju væri
200 krónur íslenskar á dag, fyrir
utan annan kostnað á borð við raf-
magn og annars konar uppihald,
sem einnig er um 200 krónur að
meðaltali. Alls hafa 250.000 manns
þurft að yfirgefa heimili sín í
Króatíu og allur kostnaður sem
hlýst af framfærslu þeirra leggst
á stjórnvöld. Að auki leggst kostn-
aður af stríðsrekstri til viðbótar,
svo það er við ramman reip að
draga segir hann.
Serbar nema meira land
Að sögn hans eru 72% Bosníu
undir járnhæl Serba og fari land-
vinningar vaxandi. Þeir séu að
hrekja alla sem ekki eru af serb-
neskum uppruna suður á bóginn.
Fólk sé neytt til þess að skrifa
undir yfirlýsingar þess efnis að það
ánafni serbneska hernum eigur sín-
ar og ef það láti ekki að stjórn séu
eignir þess einfaldlega brenndar.
„Ein milljón manna í Bosníu, hefur
þurft að yfirgefa heimili sín.
Stjórnvöld hafa engar tekjur. Það
er engin Bosnía til lengur," segir
Wood.
Fylgst með staðsetningu
nauðgunarbúða Serba
Wood leggur til að reynt verði
að koma í veg fyrir fjöldanauðganir
Serba með því að nýta sér aðstöðu
radíóamatöra sem geti hæglega
aflað upplýsinga um staðsetningu
nýrra búða og komið þeim áleiðis.
Serbar séu viðkvæmir fyrir nei-
kvæðu umtali í heimspressunni og
ef fylgst sé grannt með staðsetn-
ingu slíkra búða megi upplýsa
heimsbyggðina um staðsetningu
þeirra og þannig koma í veg fyrir
slíkar nauðganir í stað þess að ein-
beita sér að því að liðsinna fórn-
arlömbunum. Enda vilji þau sjaldn-
Morgunblaðið/Júlíus
Hjálparstarf
HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar á íslandi hefur fengið góðan gest.
Talið frá vinstri: Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, John B. Wood, framkvæmdastjóri hjálparstarfs Lúterska
heimssambandsins í Króatíu og Bosníu, og eiginkona hans, Lien
Wood, sem er frá Víetnam.
ast opinbera smán sína. Líf konu
sem búið er að nauðga sé í rúst,
ekki bara hvað snertir andlega eða
líkamlega líðan, því enginn músl-
imskur karlmaður vilji giftast konu
sem hefur verið nauðgað. Wood
segir börn sem fæðast í kjölfar
slíkrar hörmungar jafnan yfirgefin
því mæður þeirra vilji aldrei líta
þau meira eftir fæðingu. Stjórnvöld
séu einnig treg til að koma þeim •
til hjálpar vegna serbnesks faðernis
þeirra. Vandamálið sé hreint ólýs-
anlegt.
Hjálpum þeim að hjálpa
sér sjálfir
Hann segir markmiðið hjá Lút-
erska heimssambandinu að hjálpa
fólki til þess að hjálpa sér sjálft
og er ætlunin að einn íslendingur
sláist í næstu för til þess að vera
innan handar með bókhald og
skipulagningu starfseminnar. Sem
dæmi nefnir hann að starfsmenn
hjálparstarfsins heimsæki yfirgefin
þorp á frjósömum svæðum, athugi
skemmdir á húsum, reyni að finna
íbúana og hjálpa þeim við að hefja
uppbyggingu heimahaganna. Þeir
hjálpi fólki líka til að hefja ræktun
þótt vandkvæði séu á að selja upp-
skeruna. Með þessu móti kveiki
samtökin von í brjósti íbúanna í
stað þess að láta þá híma aðgerðar-
lausa daginn út og inn. Slík upp-
bygging hlaði utan á sig og á
endanum bjargi fólk sér af eigin
rammleik.
Hann segir stærri hjálparstofn-
anir einbeita sér að dreifingu mat-
ar og slíkt sé af hinu góða en oft
vilji það brenna við að ríki séu
aðeins að losa sig við umframfram-
leiðslu sína. Tók hann sem dæmi
matarsendingu sem innihélt að
stærstum hluta hveiti. „Vandamál-
ið var að það var ekkert annað til
sem setja mátti saman við og búa
til eitthvað ætilegt úr,“ sagði
Wood. Oft mætti slík starfsemi
vera markvissari og stærri hjálpar-
stofnanir beindu sjónum sínum síð-
ur að öðrum hliðum daglegs lífs.
Fólk þyrfti rafmagn og bensín og
peninga til þess að kosta annað sem
tilheyrir lífi nútímamannsins.
Ekki fleiri áhorfendur
Wood sagði aðstoð umheimsins
oft snúast dálítið um það sem vekti
athygli fjölmiðla. Bílalestir með
vistir væru að sjálfsögðu af hinu
góða. Hefðu friðargæslusveitir
Sameinuðu þjóðanna komið að
gagni en þær hefðu ekkert umboð
til þess að kveða Serba í kútinn,
gætu varið eigin liðsmenn og síðan
ekki söguna meir. Stríðandi fylk-
ingar gætu murrkað líftóruna hver
úr annarri án þess að liðsmenn Sþ
fengju eitthvað við ráðið. „Þeir
geta sent. 5.000, 10.000, 10.000,
500.000 liðsmenn til Bosníu, það
skiptir engu máli. Það vantar ekki
fleiri áhorfendur að stríðinu í Bosn-
íu-Herzegóvínu,“ sagði hann að
lokum.