Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Félag leiðsögnmanna felldi nýgerða kjarasamninga FÉLAG leiðsögumanna felldi nýgerða kjarasamninga ASÍ og VSÍ á fundi stjórnar- og trúnaðarmannaráðs sl. mánudag en félagið á beina aðild að Alþýðusambandinu. Þórarna Jónasdóttir, formaður félags- ins, sagði að megin ástæður þess að samningarnir voru felldir væru þær, að leiðsögumenn treystu sér ekki til að skrifa undir kjarasamn- inga sem fælu í sér óbreytt laun til þeirra allt fram á sumarið 1995, auk þess sem leiðsögumenn fengju hvorki orlofsuppbót né desember- uppbót þar sem þeir störfuðu hjá ýmsum ferðaskrifstofum á sumrin en þessar eingreiðslur væru miðaðar við að viðkomandi hefði áunn- ið sér rétt með starfi hjá sama atvinnurekanda. Þórama sagði að félagið hygði ekki á neinar sérstakar aðgerðir en hún kvaðst eiga von á að samninga- viðræður hæfust innan tíðar. Ungur maður undirlyftara ísafjörður. NITJAN ára starfsmaður Neta- gerðar Vestfjarða fótbrotnaði á báðum fótum þegar hann varð undir gaffallyftara við fyrirtækið í gær. Hann var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði og var líðan hans eftir atvikum góða sam- kvæmt upplýsingum sjúkrahúss- ins um kvöldmatarleyti í gær. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn velti lyftaranum farmlaus- um í beygju við netaverkstæðið og festust báðir fætur hans undir örygg- isgrindinni. Engir sjónarvottar voru að slysinu en starfsmenn Gúmíbáta- þjónustunnar, til húsa í sama húsi og verkstæðið, heyrðu til mannsins. Starfsmönnum fyrirtækjanna og að- vífandi mönnum tókst að lyfta lyftar- anum sem er um íjögur tonn ofan af manninum og losa hann þannig. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á ísafírði. Úlfar. Óvíst um atvinnuleyfi Ekki hafa enn verið afgreiddar umsóknir um atvinnuleyfi til er- lendra leiðsögumanna fyrir sumarið. í fyrra bárust um 75 umsóknir og þá voru veitt 42 atvinnuleyfí, en reynslan hefur sýnt að fleiri leið- sögumenn koma með hópa til lands- ins þó ekki sé vitað hve margir þeir hafa verið. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Oddssonar, formanns nefndar um réttindi leiðsögumanna, liggja mun færri umsóknir fyrir nú en í fyrra, en enn hafa engin Ieyfí verið veitt. Þórarna sagði að mikið væri vikið að auknu starfsöryggi í kjarasamn- ingi ASÍ og VSÍ en hún sagði að aðalbarátta leiðsögumanna í dag snérist um að halda í þau störf sem væru fyrir hendi í landinu við leið- sögn og að félagsmenn í Félagi leið- sögumanna sætu að þeim. „Það kemur ákveðinn fjöldi erlendra fararstjóra með hópum hingað til lands sem ganga í okkar störf. Við sjáum það fyrir okkur að þegar og ef EES-samningurinng gengur í gildi verði sú barátta miklu erfíðari vegna þess að þá verður ekki hægt að loka fyrir komu erlendra farar- stjóra hingað í störf ieiðsögu- manna,“ sagði hún. Dani fékk 87,4 millj. DANSKUR lottóspilari var með sex rétta og hreppti rúmar 87,4 milljónir í Víkingalottóinu í gær. Bónusvinningur að verðmæti tæp- ar tvær milljónir gekk ekki út. Alfreð Þorsteinsson, stjómarfor- maður íslenskrar getspár, sagði að það að bónusvinningurinn hefði ekki gengið út þýddi að hann yrði vegleg- ur næsta miðvikudag, þ.e. fjórfaldur og trúlega 2-3 milljónir króna. Hann minnti sömuleiðis á að þrefaldur vinningur yrði í laugardagslottóinu. Verðmæti hans yrði sennilega á bil- inu 12-14 milljónir. Vinningstölur Annað er ekki vitað um vinnings- hafann nú en að hann keypti lottó- miða sinn í Danmörku og valdi þær sex aðaltölur sem dregnar voru út. Þær voru 30, 35, 38, 18, 29 og 33. Bónustölumar voru 34, 41 og 40. Morgunblaðið/Einar Falur Haninn Hreggviður vekurlukku HANINN Hreggviður vekur óskipta athygli ungra safngesta í Árbæjarsafni. Að sögn safnvarða hefur Hreggviður sérstakan áhuga á pönnukökum og vöfflum. Islensk skip halda á vænleg- rækjumið FIMM íslensk skip eru lögð af stað til veiða á rækjumiðum um 260 mílur út af Nýfundnalandi. Þau halda þangað í kjölfar frétta af góðum aflabrögðum Norðmanna, Færeyinga og Kanadamanna en þar hafa þeir samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fengið mikinn afla stórrar og góðrar rækju. Róbert Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. sem gerir út rækjuskipið Sunnu SI segir óumflýjanlegt að leita á mið utan íslenskrar landhelgi og bætir því við að þessi nýfundna rækjuslóð lofi góðu. íslandskynning Bandarísk þáttaröð um Norðurlöndin er stórt tækifæri til íslandskynningar 14 Nauðgun________________________ Tuttugu og eins árs gamall breskur maður hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að nauðga átta ára gamalli stúlku 21 Alnæmi_________________________ Helmingur alnæmissmitaðra með ólæknandi heilasýkingu 22-23 Leiðari Kosningar í Lettlandi 22 HUrgtmblAdlb ÆVDmUIÍF ViÖskipti/A tvinnulíf ► Rekstarbati þjá Goða - Vera Moda fyrir karlmenn - Tap á kaup- félögum - Breytingar þjá Fönn - Eignasala SÍS á lokastigi - Manna- breytingar hjá fslandsbanka Dagskrd ► Kvikmyndir vikunnar - Gagn- semi slúðurs - Kvikmyndafólk í sjónvarpsþáttagerð - Bíóin í borginni - Myndbönd - Mick Wallace, fréttamaður í hálfa öld Norskt dagblað hefur þegar skýrt frá góðri veiði norskra, færeyskra og kanadískra skipa á Flæmska hatt- inum svokallaða en það er land- grunnssvæði rétt utan við 200 mílna landhelgi Kanada en það segir enn- fremur að mörg fleiri séu á leiðinni. í frétt blaðsins kemur jafnframt fram að afli skipa á svæðinu sé um 10-13 tonn á dag. Sunna fyrst af stað Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hélt Sunna SI fyrst íslenskra skipa af stað en Jón Finnsson RE, Pétur Jónsson RE, Hákon ÞH, og Skutull IS fylgdu strax í kjölfarið. Miðin sem þau leita á eni gamal- kunn; fyrir 1960 voru þau íslending- um gjöful karfamið en hin síðustu ár hefur þorskur mikið verið veiddur þar. Nú eru þorskveiðar aftur á móti bannaðar á þessum slóðum. Veiðisvæðið er alþjóðlegt og undir stjóm fískveiðinefndar Norður-Atl- antshafs, NAFO, en kvótatakmark- anir eru engar á þessu svæði. Leitað út fyrir laudhelgina „Það er nokkuð ljóst,“ sagði Rób- ert Guðfínnsson útgerðarmaður í samtali við Morgunblaðið, „að við verðum að Ieita víðar að verkefnum fyrir skipin okkar en innan 200 mílna landhelgi landsins. Við eigum af- Banaslys á Þing- vallavegi 48 ÁRA gamall Þjóðverji lést í bílslysi á Þingvallarvegi í gær. Slysið varð rétt sunnan við þjóð- garðinn og lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um það kl. 16.40. Bílnum var ekið í norðurátt að þjóðgarðinum. Ökumaðurinn missti stjórn á honum og valt bíllinn líklega fímm veltur á veginum, sem er malarvegur. Maðurinn var látinn er að var komið. Ökumaður og farþegi í aftur- sæti sluppu með minniháttar meiðsli og voru flutt á Borgarspítalann. Ferðalangamir voru allir af þýsku þjóðemi og voru þeir á bílaleigubíl. Sölufélag garð- yrkjumanna Úr 60 millj- óna halla í 29,5 millj- óna hagnað Selfossi. AFKOMA Sölufélags garðyrkju- manna batnaði verulega á síðasta ári. Hagnaður varð af rekstri árs- ins i fyrsta sinn í 10 ár, 29,5 milþ'- ónir en árið áður varð rúmlega 60 milljóna halli á starfseminni. Hagnaður af reglulegri starfsemi var tæpar 10 milljónir. Þá hafa skuldir lækkað um 300 milljónir á síðustu 18 mánuðum. Fyrir rúmum tveimur ámm átti Sölufélagið í vemlegum rekstrar- vanda. Að sögn Amar Einarssonar garðyrkjubónda að Silfurtúni á Flúð- um, formanns stjórnar félagsins, er helsta ástæðan fyrir þessum um- skiptum sala eigna og algjör upp- stokkun í rekstri og mannahaldi, vörumóttöku, betri vömmeðferð og góðri frammistöðu Pálma Haralds- sonar framkvæmdastjóra og starfs- fólks fyrirtækisins. Sig. Jóns. kastamikil skip og þegar fréttist af þessum veiðum nágranna okkar töld- um við enga ástæðu til að bíða.“ Aðspurður taldi hann koma til greina að senda fleiri skip út fyrir landhelg- ina. „I ljósi kvótasamdráttar hljóta menn að huga að úthafsveiðum." Aflinn heim Að sögn Róberts verður aflanum að öllum líkindum landað á íslandi en taldi þó hugsanlegt að skipin los- uðu afla sinn á Nýfundnalandi eða þar í kring. „Sá er kosturinn að flytja rækjuna heim að hráefni er þar með útvegað fyrir rækjuverksmiðjur okk- ar hér heima," sagði hann. „Um 50-60% aflans verða fullunnin á skipinu en afgangurinn, mest lítil rækja, verður unnin í landi.“ Afla- verðmæti fer að sögn Róberts allt eftir stærð og ástandi rækjunnar en hann vonast til að um 30-40 milljón- ir króna fáist á mánuði fyrir afla Sunnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.