Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 33 Sergei er ánægður með að hafa flutt til Bandaríkjanna. UMSKIPTI Sonur Khrústsjovs flytur til Bandaríkjanna Aárinu 1950 þegar Nikita Khrústsjov þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna sagði stoltur við Ric- hard Nixon varaforsta Bandaríkj- anna, að barnabörn hans myndu búa í kommúnistaveldinu Bandaríkjun- um reyndist hann ekki sannspár varðandi kommúnismann. Svo kald- hæðnislega vill til, að sonur Nikita, Sergei Khrústsjov, hefur nú tekið anti-kommúnistaríkið Bandaríkin fram yfír Rússland. % Fyrir tveimur árum fiutti hann og kona hans, Valentina, til Banda- ríkjanna og urðu síðastliðið vor bandarískir ríkisborgarar. Meðal meðmælenda þeirra voru menn á borð við George Bush og Richard Nixon. Vinnur við utanríkismál Sergei, sem er 57 ára, starfaði sem tölvusérfræðingur í Rússlandi, en nú Feðgarnir Nikita og Sergei Khrústsjov. vinnur hann við rannsóknir á utanrík- ismálum við Brown-háskólann í Providence. Hann staðhæfir að auð- veldara sé að starfa í Bandaríkjunum en í Rússlandi og bætir við, að sér hafi komið mest á óvart hversu hjálp- legir Bandaríkjamenn eru. Þegar þau hjónin fluttu höfðu þau aðeins með sér tvær ferðatöskur en hafa nú komið sér vel fyrir og lifa rólegheitalífi í útjarðri Cranston í Rhode Island. Frítíma sinn notar Sergei til að skrifa greinar um hrun kommúnistaveldis Sovétríkjanna, en eiginkona hans notar tímann og Iærir ensku með því að horfa á bandarískar kvikmyndir eins og Síð- asta keisarann. Synir Sergei frá fyrra hjóna- bandi, Nikita 34 ára, Ilia 23 ára og tvítugur stjúpsonur, Sergei, kusu að verða eftir í Rússlandi þegar Valent- ina og Sergei fluttu til Bandaríkj- anna. Frábært sumartilboö 25% af öllum vörum aðeins í dag, morgun og laugardag KÍAÍknw M LAUGAVEGI67 EIÐISTORGI KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.