Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Ekki réðu þeir þar? eftirBjörn Bjarnason í hraða samtímans missa menn auðveldlega sjónar á aðalatriðum. Fölmiðlar draga til dæmis athyglina einkum að áhrifum stjórnmálabar- áttunnar á fylgi stjómmálaflokk- anna. Vangaveltur um mannaskipti í ríkisstjórn eru spennandi fjöl- miðlaefni. Viðfangsefni stjórnmál- anna snúast hins vegar um fleira en fylgi flokkanna og val á ráðherr- um. Þap á að leggja til grundvallar við heiðarlegt mat. Er unnt að benda á eitthvað sér- stakt sem Framsóknarflokkurinn hefur aðhafst í stjórnarandstöðu sem ætti að auka vinsældir hans og fylgi? Eru nokkur minnstu rök fyrir því að fylgisaukning Fram- sóknarflokksins í skoðanakönnun- um eigi rætur að rekja til þess að Samband íslenskra samvinnufélaga pavarac LOFTA GÆÐAPLÖTUR FRÁ SWISS1 p|^Qy|jp OG LÍM Nýkomin scnding , EINKAUMBOÐ % Þ.Þ0RGRIMSS0N Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 er liðið undir lok? Samvinnurekstur hefur verið þungamiðja í stefnu Framsóknarflokksins og Samband- ið er holdgervingur samvinnustefn- unnar. Er einhver þeirrar skoðunar að kommúnistaflokkar séu í sókn eftir hrun Sovétríkjanna, hold- gervings stefnu þeirra? Að ávinna sér traust Margra ára reynsla okkar íslend- inga af skoðanakönnunum segir okkur að pólitískar vinsældir eru fallvaltar. Smámál sem gleymast jafnfljótt og þau fæðast geta sótt fast á þjóðarsálina. Mestu hlýtur að skipta að menn og stjórnmála- flokkar ávinni sér traust með því að standa skynsamlega að töku ákvarðana um vandasöm viðfangs- efni. Þeir sem vilja láta ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, viðreisnarstjórnina, sem sat frá 1959 til 1971, njóta sannmælis telja hana ekki síst hafa skapað sér ein- stæðan sess í stjórnmálasögunni með því sambandi sem tókst milli hennar og aðila vinnumarkaðarins. Á gmndvelli samskipta á því sviði ávann stjórnin meira traust en aðr- ar ríkisstjómir. Nú hefur tekist við þröngar að- stæður í efnahagsmálum að ná samkomulagi um kjaramál fyrir til- stilli ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar. Kjarasamningarnir gilda til árs- loka 1994 og marka tímamót í stjórnmálasögunni. Þeir afsanna meðal annars kenningu, sem hefur verið pólitískt haldreipi Alþýðu- bandalagsmanna frá lyktum við- reisnaráranna, um að ekki sé unnt að semja hér skaplega um vinnu- frið nema Alþýðubandalagið eigi aðild að ríkisstjóm. Andstæðingar hinna nýgerðu kjarasamninga hafa gagnrýnt þá vegna hallans á ríkissjóði. Er sagt að hallinn samrýmist ekki kröfunni um lága vexti. Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðs íslandsbanka, hafnar þessari gagnrýni í viðskiptablaði Morgunblaðsins hinn 3. júní sl. Hann segir meðal annars: „Með nýgerðum samningi á vinnumark- aði hefur verið tryggður stöðugleiki í vinnulaunum, verðlagi og gengi næstu misseri. Hvarvetna í nær- liggjandi löndum hafa vextir farið lækkandi síðustu ár vegna minnk- andi eftirspurnar. Hvarvetna í heiminum fæm vextir lækkandi við þær aðstæður sem nú hafa mynd- ast á íslandi." Verði þessi þróun ekki hér telur Sigurður að það megi ef til vill rekja til þess að ís- lenskt vaxtakerfi er byggt upp allt öðru vísi en í nokkru öðm landi. Peningayfirvöld landsins hljóta að breyta þessu kerfi. Leitað sátta Ágreiningur á Alþingi milli stjómar og stjórnarandstöðu snýst ekki síst um leiðir til þess að bæta fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Margir andstæðingar stjómarstefnunnar virðast enn þeirrar skoðunar að rík- ishítin sé ótæmandi og úr henni sé unnt að ausa fé á báðar hendur. Þótt hart sé deilt á Alþingi og ekki alltaf málefnalega hafa stjórn- Auglýsing frá Vegna nýgerðra kjarasamninga ASÍ og viðsemjenda hækkuðu niður- greiðslur á tilteknum innlendum landbúnaðarafurðum frá 1. júní sl. sem jafngildir að virðisaukaskattur á þessar vörur í smásölu hafi ver- ið lækkaður í 14%. Við þessa breytingu skapast forsendur til að lækka verð í verslunum sem hér segir: Hér á eftir eru nefnd til frekari viðmiðunar dæmi um væntanlegar verðbreytingar á nokkrum algengum vörum. í þeim verslunum þar sem viðkomandi vörur hafa verið seldar á lægra verði en hér er nefnt, eru forsendur til þess að þær verði áfram á lægra verði. Miðað er við verðupptöku Samkeppnisstofunnar í maí og verðlista Mjólkursamsölunnar. r Var í maí Ætti að verða Kjúklingar kr./kg 592 559 Egg kr./kg 365 344 Brauðostur kr./kg 799 732 AB mjólk 1/i 117 107 Rjómi 1A 148 136 Jógúrt trefja 180 gr. 46 42 V. / Tilefni er til verðlækkana á unnum kjötvörum þar sem kostnaðar- hluti kjöts er um helmingur af framleiðslukostnaði. Því eru forsend- ur til þess að unnar kjötvörur lækki í verði um tvö til þrjú prósent. Alþýðusambandið skorar á almenning og forystumenn verkalýðsfélaga að fylgjast vel með verði ofangreindra vöruflokka í verslunum og ganga eftir því við verslunareigendur að þær verðlækkanir sem að ofan grein- ir nái til neytenda. Sérstaklega þer að fylgast með því að verðlækkun á kjöti gangi eftir. Alþýðusambandið mun sjálft leggja sitt af mörkum til þess að fylgja ofannefndum verðlækkunum eftir. Lækkun% Svínakjöt 5,3% Kjúklingar 5,5% Egg 5,8% Unnar mjólkurvörur aðrar en smjörvörur 8,5% Algengustu flokkar nautakjöts 3-4% V_______________________________________________ Björn Bjarnason. „Ráðherrar geta auð- vitað ekki skorast und- an því að vera dæmdir af verkum sínum. Þeir geta ekki heldur hlaup- ist undan gagnrýni vegna opinberra deilna um mál, sem eðlilegt er að leyst séu á fundum ríkisstjórnarinnar.“ arsinnar ekki hikað við að ganga til samkomulags við stjómarand- stöðuna þar um ýmis mál, stór og smá. Fátt hefur vakið meiri deilur undanfarin misseri en aðild íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) og afstaðan til Evrópubanda- lagsins (EB). Þingumræðunni um Evrópumálin lauk hins vegar í vor með víðtækri, þverpólitískri sam- stöðu í utanríkismálanefnd Alþingis sem síðan var staðfest af þingheimi öllum. Á grundvelli EES-samnings- ins, sem vonandi tekur sem fýrst gildi, og samstöðunnar á Alþingi verður hugað að tvíhliða samskipt- um íslands og EB. Undir forystu Davíðs Oddssonar beitti ríkisstjómin sér fyrir víðtæku samkomulagi um kjaramál. Forsæt- isráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa jafnframt sameinast um að koma á samstarfi ríkisstjórnar, að- ila vinnumarkaðarins og stjórnar- andstöðu um viðbrögð við hinum alvarlegu tillögum Hafrannsókna- stofnunar um skerðingu þorskafla á næsta ári. Hættulegar deilur Ráðherrar geta auðvitað ekki skorast undan því að vera dæmdir af verkum sínum. Þeir geta ekki heldur hlaupist undan gagnrýni vegna opinberra deilna um mál, sem eðlilegt er að leyst séu á fundum ríkisstjómarinnar. Eitt helsta nei- kvæða einkenni vinstri stjórna hér á landi hefur verið að ráðherrar í þeim reyni að gera út um mál sín á milli í fjölmiðlum. Til marks um óheppilega afleið- ingu opinberra deilna milli ráðherra og stuðningsmanna þeirra má nefna ágreininginn um afstöðu íslenskra stjórnvalda til banns við hvalveiðum á vettvangi Alþjóða hvalveiðiráðsins í byrjun febrúar 1983. Steingrímur Hermannsson, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, vildi að hvalveiði- banninu yrði mótmælt. Eðlilegt hefði verið að ríkisstjórn veitti ráð- herranum umboð til að ganga frá málinu. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sem átti aðild að ríkisstjórn- Hugheilar þakkir fceri ég öllum þeim fjöl- mörgu, sem sýndu mér vináttu og hlýhug meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttrœÖis- afmœli mínu 3. júní sl., og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Olga Sigurðardóttir. •s O F SWITZERLAND Vissirðu að JUVENA snyrtivörurnar eru á sama verði hér og í Evrópu? ÍSFLEX HF. einkaumboð á íslandi m&msmmmam Royal -fjölbireyttur skyndibúðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.