Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1993 19 Skógardagur í Hafnarfirði SKÓGARDAGUR Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar verður á laugardag 12. júní og hefst klukkan 9.30 með því að komið verður saman í Húshöfða, svæði félagsins við Hvaleyrarvatn. Skógardagurinn hefur nú verið haldinn um nokkurra ára skeið og ávallt verið vel sóttur af félögum í Skógræktarfélaginu og öðru áhugafólki um uppgræðslu og gróðurvernd. Hefur dagskráin ver- ið með ýmsu móti, meðal annars kynning á starfsemi félagsins og á því, sem áunnist hefur við endur- heimt landsins gæða, en megin- stefíð þó alltaf verið gróðursetn- ing. Að þessu sinni verður plantað út stafafurum í Höfðaskóg og einnig kennt hvernig stinga skal niður rofabörð. Félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og allt áhugafólk er hvatt til að taka þátt í Skógar- deginum og minnt skal á, að boð- ið verður upp á hressingu í Höfða. --------» ♦ «-- Hringur- innfær fatagjöf KVENFÉLAGINU Hringnum hefur borist að gjöf frá Hjör- dísi Gissurardóttur fatalager frá Benetton og skólager frá Cinderella. Hringskonur fá aðstöðu í Kringlunni, 1. hæð, til að selja þennan fatnað. Salan hófst 9. júní og stendur í allt að 2 vikur. Andvirðið rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins, - og vona Hringskonur að almenning- ur, nú sem fyrr, leggi þeim lið og styrki gott málefni en geri um leið góð kaup, segir í fréttatilkynn- ingU; „Öilum má vera ljós þörfin á nýjum og fullkomnum barnaspít- ala á íslandi. í samræmi við nýja tíma og þarfir er dvalaraðstaða fyrir aðstandendur veikra barna talin nauðsynleg. Slíkt er ekki til staðar í núverandi húsnæði barn- aspítalans sem er löngu orðið of lítið, enda aðeins ætlað til bráða- birgða er það var tekið í notkun árið 1965. Barnaspítali Hringsins þjónar öllu landinu," segir enn- fremur. SKAMPER pallbílahús, niðurfellanleg Svefnpláss f. 4-5, Ijós viður, borð, bekkir og rúm. Eldavél, stálvaskur, vatnstankur, ísskápurf. 12 v. og gas. Hitaofn, stærsta fáanleg gerð. Afgreiðsla strax og fast verð. Vönduð og falleg hús ó lágu verði og góð greiðslukjör. TÆKJAMIÐLUN ÍSLANDS HF. Bíldshöfða 8-sími 91-674727. Leitið ekki langt yfir skammt er alltaf í leiðinni Þar fást bæði skógarplöntur í bökkum og stálpuð tré í kerum og svo allt þar á milli. Félagsmenn fá 10% afslátt SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspitalann, sími 641770. Beinn sími söludeildar 641777 sKÚS^jIvIkurA0 STOFNAÐ1W8 MARITHE og FRANCOIS GIRBAUD eru franskir tískuhönnuðir, þekktir fyrir að vera frumkvöðlar að margri tískusveiflunni. Þau hafa alltaflátið kröfur nútímans sitja í fyrirrúmi í hönnun sinni. Fötin eru bæði mjúk og sveigjanleg, sem og skemmtilega frumleg. Hvort sem þú ert karl eða kona og langar í sérstakan og vandaðan fatnað á góðu verði, þá bjóðum við þig velkomin(n) í verslun okkar, Studio MFG, að II Laugavegi 48. Við bjóðum éíhgöngu vörurfrá MFG og við lofum þér því að hjá okkur færð þú fatnað sem þú sérð ekhi annan hvern mann í! Fatnaður frá MARITHE og FRANCOIS GIRBAUD er einfaldlega það rétta fyrir þig. 30% kynningarafsláttur af léttum sumarfatnaði vikuna 10. - 17.júní. TISKUSYNING A SOLON ISLANDUS FIMMTUDAGINN 10. JUNI KL. 22 Fljúgandi frumlegur fatnadur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.