Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
Krónprinsinn í Landi hinnar rísandi sólar gengur í hjónaband
Er málgefna
krónprinsessan
tímanna tákn?
Tókýó. Reuter.
GEISLAR sólarinnar brutu sér leið gegnum skýin og hljóm-
sveitir léku göngulög. Mikið um dýrðir þegar Naruhito, krón-
prins Japans og erfingi fjórtán hundruð ára gamallar krúnu,
kvæntist fyrrum starfsmanni utanríkisþjónustunnar, Masako
Owada, í gær. Þess er vænst að nýja krónprinsessan leggi sitt
af mörkum svo færa megi hina hefðbundnu siði við japönsku
hirðina í nútímalegra horf.
Tæplega 200 þúsund áhorf-
endur veifuðu fánum og kölluðu
„lengi lifi Masako“ þegar brúð-
hjónin óku í opinni Rolls Royce
bifreið fyrir skrúðfylkingu frá
keisarahöllinni til Togu hallar-
innar þar sem verður hið nýja
heimili þeirra. „Masako er strax
farin að líta út eins og verðandi
keisaraynja," sagði ljóðskáldið
Daizo Kusayanagi.
Bakvið bambustjöld
Þetta er í annað sinn sem
kona úr röðum almennra borgara
giftist erfingja þessa elsta ein-
veldis í heimi, og framakonan
Masako brosti hlýlega til þegna
sinna, að lokinni brúðkaupsat-
höfn sem fór fram fyrir luktum
dyrum keisarahallarinnar.
Hvorki boðsgestimir 800, né
milljónir sjónvarpsáhorfenda
fengu að sjá það sem fram fór
bakvið bambustjöld hins heilaga
Shanto skrínis, sem er helgað
Sólgyðjunni. Giftingarathöfnin
var þannig til marks um að hirð-
stjórum keisarans er í mun að
varðveita gamlar hefðir, en fem-
ínistar og fijálslyndir binda samt
vonir við að Masako reynist boð-
beri nýrra og frjálslegri tíma við
hirðina. „Sú ákvörðun Naruhitos
að giftast heimskonunni Masako
er til marks um viðhorf hans
sjálfs, sem er áreiðanlega hlynnt-
ur alþjóðlegu og opnara and-
rúmslofti í höllinni," sagði Hideo
Kishida, fyrrum hirðfréttaritari.
En margir Japanar eru efíns um
að heimskonan, sem er skóluð í
Harvard og Oxford og talar þijú
erlend tungumál reiprennandi,
muni kunna við sig í einangrun
hallarinnar. „Hún er of blátt
áfram og talar of mikið,“ sagði
fyrrum yfirhirðstjóri Akihito
keisara.
Reuter
Nýgift
NARUHITO krónprins og Masako krónprinsessa veifa til fjöl-
margra velunnara sinna, en talið er að um 200 þúsund manns
hafi safnast saman til að fylgjast með þeim aka til Togu hall-
ar að giftingarathöfninni lokinni.
Samkvæmt hefðinni mun
brúðkaupið standa út mánuðinn.
í gærkvöldi hófst fijósemisat-
höfn, nefnd „þriggja nátta hrís-
gijónakökuviðhöfnin." Þá eru
brúðhjónunum bornir þrír diskar
og á hveijum þeirra eru 29 hrís-
gijónakökur - talan er í samræmi
við aldur Masako - og þau snæða
nokkrar kökur á hveiju kvöldi.
Afgangurinn verður síðar graf-
inn í garðinum til gæfumerkis.
Yarað við
Fulltrúaþingið skilyrðir þátttöku í stj órnlagasamkundunni
„þjóðlegri“
stefnu í efna-
hagsmálum
Jeltsín býður Æðsta ráð-
inu aðfld að samkundunni
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
RÚSSNESKA fulltrúaþingið samþykkti í gær að forseti þess
Rúslan Khasbúlatov taki að nýju þátt í störfum stjórnlagasam-
kundunnar sem nú situr að störfum í Moskvu að uppfylltum
fimm skilyrðum sem mörg hver voru sögð óaðgengileg fyrir
Borís Jeltsín forseta. Talið var að málamiðlun væri að takast
í deilu Jeltsíns og fulltrúaþingsins en óljóst var í gærkvöldi
hvernig hann myndi bregðast við samþykkt þingsins.
Stokkhólmi. Reuter.
EVRÓPA er á kafi í pólitískri
og efnahagslegri kreppu, sem
haft getur alvarlegar afleiðing-
ar fyrir friðsamlega sambúð og
velmegun í álfunni. Kom þetta
fram hjá Henning Christophers-
en, sem fer með efnahagsmál í
framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins, EB, í ræðu, sem
hann flutti í Stokkhólmi á
þriðjudag.
Það kvað ekki við neinn bjart-
sýnistón hjá Christóphersen og
hann sagði áþreifanlegustu dæmin
um kreppuna vera atvinnuleysið
og óróann á gjaldeyrismörkuðun-
um. „Ókyrrleikinn á mörkuðunum,
sem á sér varla nokkurt dæmi,
ekki aðeins innan Evrópska gjald-
eyriskerfisins, heldur miklu víðar,
sýnir vel hættuna á, að ríkin fari
að fella gengið hvert í kapp við
annað.“
Búist er við, að um mitt næsta
ár verði um 20 milljónir manna
atvinnulausar innan Evrópu-
bandalagsins en Christophersen
sagði, að reyndu einstök ríki að
draga úr vandanum á kostnað
annarra ríkja, dæmis með gengis-
fellingum, gæti það leitt af sér
kapphlaup, sem hefði alvarlegar
afleiðingar fyrir alla.
Khasbúlatov hrökklaðist út af
setningarfundi stjórnlagasam-
kundunnar sl. laugardag. Var
hann klappaður og púaður niður
er hann steig í ræðustól og reyndi
að taka óboðinn til máls. Meðal
skilyrða sem sett voru fyrir þátt-
töku hans í störfum samkundunn-
ar var að Jeltsín drægi til baka
gagnrýni á fulltrúaþingið og sveit-
arstjórnarráðin, gömlu sovétin
sem enn eru við lýði. Forsetinn
sagði við setningu samkundunnar
að hvort tveggja stæði lýðræðis-
þróunininni í Rússlandi fyrir þrif-
um.
Nær Jeltsín sínu fram?
Jeltsín bauð í gær Æðsta ráðinu
aðild að samkundunni til þess að
freista þess að hraða stjómar-
skrárgerð og flýta fyrir nýjum
þingkosningum. I ráðinu sitja 247
þingmenn af fulltrúaþinginu og
allt útlit þótti fyrir að þeir tækju
þátt í störfum samkundunnar sem
starfar nú í vinnuhópum fram til
16. júní er lokafundur hennar fer
fram.
Stjómmálaskýrendur sögðu í
gær að Jeltsín teldi sig hafa náð
sínu fram með stjómlagasam-
kundunni næðist samkomulag um
uppkast að stjómarskrá sem
kvæði á um framtíðarskipan
rússneska valdakerfísins og yfir-
lýsing um þingkosningar. Hið eina
sem raunverulega vekti fyrir for-
setanum væri að losna við fulltrúa-
þingið.
Ágreiningur í forystu
fulltrúaþingsins
Jeltsín hefur háð valdabaráttu
við fulltrúaþingið en farið er að
bera á ágreiningi í forystu þings-
ins. Þar hafa menn á borð við
Níkolaj Ryabov varaforseta tekist
á við Khasbúlatov, lýst fylgi við
þá ákvörðun Jeltsíns að kalla
Reuter
Átali
RÚSLAN Khasbúlatov hefur
staðið í ströngu og þá getur kom-
ið sér vel að hafa farsímann við
höndina en myndin var tekin á
fundi Æðsta ráðsins í Moskvu í
gær.
stjórnlagasamkunduna saman og
hvatt til þess að samið yrði við
hann um aðild þingsins að henni.
DEMANTAHÚSIÐ
Sími 679944 • Borgarkringlunni og Faxafeni • sími 811300
Tvær skartgripaverslanir sem hafa eitt besta úrval handsmíðaðra skartgripa
úr gulugulli, hvítugulli og silfri með demöntum, perlum, eðalsteinum og
íslenskum steinum, trúlofunar- og giftingarhingar, perlufestar og perluarmbönd.
Verið velkomin. Gull- og silfursmiðirnir Stefán B. Stefánsson - Lára Magnúsdóttir.
Bandaríkin
lofa liði til
Bosníu
WARREN Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær, að Bandaríkjastjóm væri
reiðubúin til að senda landher til
Bosníu, ef stríðandi fylkingar í fyrr-
um Júgóslavíu myndu fallast á frið-
aráætlun Owens lávarðar. Þetta
kom fram á fréttamannafundi sem
Christopher hélt að loknum fundi
hans með utanríksráðherrum Evr-
ópubandalagsríkjanna í Luxem-
borg. Ráðherramir fögnuðu þessari
ákvörðun Bandaríkjastjórnar.
Nýr yfirmaður
hjá GATT
ÍRSKI lögfræðingurinn Peter Suth-
erland var í gær útnefndur fram-
kvæmdastjóri GATT. Hann tekur
við starfinu um næstu mánaðamót
af ArthUr Dunkel, sem verið hefur
framkvæmdastjóri GATT í 13 ár.
Japanir o g
Þjóðverjar fái
fast sæti
MADELEINE Albright, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum sagði í fyrrakvöld að ríkis-
stjóm Clintons væri því fylgjandi
að orðið yrði við beiðni Japana og
Þjóðveija um fast sæti í Oryggis-
ráðinu. Af þeim 15 þjóðum sem
eiga þar sæti hafa einungis fímm
fast sæti. Uppi hafa verið hugmynd-
ir um að fjölga í ráðinu, en ákvarð-
ana í þeim efnum er ekki að vænta
næsta árið. Bretar og Frakkar
gætu beitt neitunarvaldi gegn öllum
tillögum sem kyunu að svipta þá
sætum sínum, en ólíklegt er talið
að þeir yrðu af sætunum þótt fjölg-
að verði í ráðinu.
Bandaríkin víg-
búast í Sómalíu
BANDARÍKJAMENN hyggjast
senda þungvopnaðar árásarflugvél-
ar til Sómalíu, þar sem þær kynnu
að verða notaðar til að hefna fyrir
morð á 23 friðargæsluliðum Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ). Talsmaður
Bandaríkjastjórnar sagði að enn-
fremur þætti koma til greina að
verða við beiðni SÞ um að skrið-
drekar og annar vopnabúnaður yrði
sendur til Sómalíu.
Dæmt verði í
máli Bousquets
FRANSKUR rabbíni hefur farið
þess á leit að efnt verði til réttar-
halda yfír Rene Bousquet, fyrrum
yfirmanni lögreglu Vichy stjórnar-
innar, að honum látnum. Bousquet
var skotinn til bana á heimili sínu
á þriðjudag, en til stóð að hann
yrði ákærður fyrir glæpi gegn
mannkyninu. Rabbíninn sagði að
réttarhöldin væru nauðsynleg til
þess að allt það sem þaggað hefur
verið niður um franska samverka-
menn nasista á stríðsárunum, verði
dregið fram í dagsljósið. Franskur
sagnfræðingur sagði að réttarhöld
yfír Bousquet hefðu getað haft
„grundvallarþýðingu í sögu Frakk-
lands.“
Lækka verð á
kampavíni
VIRTUSTU kampavínsframleið-
endur Frakklands hafa ákveðið að
lækka verðið á völdum gæðavínum
um fjórðung. Með þessu móti bregð-
ast þeir við minnkandi eftirspum
og aukinni samkeppni við erlend
freyðivín, og afleiðingum skyndi-
legrar verðhækkunar nýverið.