Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 FIMLEIKAR Islendingar fengu brons Hópur fimleikafólks frá íslandi tók þátt á heimaleikum þjóða á Bretlandseyjum sem haldnir voru í Glasgow í Skotlandi í síðasta mán- uði. Islenska kvennaliðið hlaut bronsverðlaun í liðakeppni fyrri dag mótsins. Fimm lið tóku þátt, frá Skotlandi, Englandi, írlandi og Wales auk íslenska liðsins. Englend- ingar urðu efstir og Wales í öðru sæti. Tvær stúlkur úr kvennaliðinu og tveir úr karlaliðinu komust í úrslit á einstökum áhöldum og kepptu seinni dag mótsins. Englendingar höfðu nokkra yfirburði á mótinu, en í liði þeirra voru nokkrir af þeirra bestu fimleikamönnum sem kepptu á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í Birmingham. Kvennalið íslands sem keppti á heimaleikunum og náði þar þriðja sæti í liðakeppni. í aftari röð frá vinstri eru Berglind Pétursdóttir þjálfari, Elínborg Jenný Ævarsdóttir, Ingibjörg Sigfúsdóttir og Eva Bjömsdóttir. í fremri röð frá vinstri eru Sigurbjörg Olafsdóttir, Erla Þorleifsdóttir og Anna Kr. Gunnarsdóttir. SORTIMO VINNUFATNAÐUR OG SKÚFFUKERFI S0RTIM0 skúffukerfin bæta skipulagið og órangur vinnunnar SORTIMO skúffukerfin geta verið allt frá haganlega útbúinni verkfæratösku, sem heldur öllum smáhlutum í röð og reglu, upp i litla varahlutaverslun eða verkstæði á hjólum. Einingarnar rúmast í allar gerðir bíla. S0RTIM0 skúffukerfi henta sérstaklega fyrir alla iðnaðarmenn, lagerstjóra, útgerðarstjóra og vélstjóra. SORTIMO vinnufatnaður fyrir þá sem klæða sig á skipulegan hátt SORTIMO er stílhreinn og þægilegur vinnu- fatnaður, sem ber vott um nútímalegar kröfur og vandvirkni þess sem klæðist honum. Verkstæði ó fjórum hjólum MetS SORTIMO skúffukerfi í bílnum myndar þú verkstæði á fjórum hjólum tóurgir möguleikar eru á uppröðun og staðsetning skrúfstykkis getur verið ó þrjá mismunandi vegu eftir þörfum hvers og eins. Hver skúffa hefur sérstaka lokun og hægt er að læsa allri einingunni i einu með lykillæsingu. Allir kassar i skúffunum hafa einnig sérstaka öryggislokun þannig að engin hætta er á að innihaldið fari úr þeim ef gleymist að læsa. Möguleikarnir á uppröðun SORTIMO skúffukerfisins eru ótrúlega margir og sjón er sögu ríkari. ^=@ RAFVER HF= Skeifan 3 • 108 Reykjavik • Símar: 91-8) 24 15 og 81 2117 anesi, Snarvirki Djúpavogi í >1.41 SMAÞJOÐALEIKARNIR Svar komið frá Ólympíunefnd Möltu Niðurstöður úr rannsóknum liggja ekki fyrir Forsvarsmenn hótelsins fullyrða að salm- onellan hafi ekki komið úr þeirra mat ÓLYMPÍUNEFND íslands fékk í gær svar frá Ólympíunefnd Möltu þar sem nefndin lýsir því yf ir að hún hafi ekki enn fengið niðurstöður úr rann- sóknum á þeim sýnum sem tekin voru á Möltu vegna veik- inda fslenska íþróttafóiksins. Ólympíunefnd Möltu ferfram á það við þá fslensku að hún kanni hvort íþróttamennirnir sem veiktust hefðu borðað annars staðar en á St. Georges Park hótelinu sem þeir dvöld- ust á, og gerður verði nákvæm- ur listi yfir þau veitingahús sem heimsótt voru. í bréfinu segir að allt hafi verið gert, bæði fyrir og meðan á leikunum stóð, til þess að tryggja heil- brigði þátttakendanna. svona vandamál," sagði Testaserr- ata. „Þetta er ekkert gamanmál fyrir okkur, þetta er mjög alvarlegt mál og við munum kanna það vand- lega.“ Engar upplýsingar gefnar Morgunblaðið hafi samband við heilbrigðisráðuneytið á Möltu í gær, en Dr. Michales, yfirmaður í ráðuneytinu, vildi engar upplýs- ingar gefa í síma. Þegar hann var spurður um hvort hann hefði fengið bréf um þetta mál frá íslensku Ólympíunefndinni sagði hann: „Eins og ég sagði þá get ég ekki gefið þér neinar upplýsingar, en ef þeir hafa skrifað bréf þá veit ég ekki um það.“ Símbréf til hótelsins Paul Testaserrata, hótelstjóri á St. Georges Park hótelinu á Möltu, þar sem íslenska íþróttafólk- ið bjó meðan á Smáþjóðaleikunum stóð, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær ekkert hafa heyrt um salmonellusýkingu í íslensku íþróttafólki. „Við höfum ekkert heyrt um þetta, þú ert sá fyrsti sem segir okkur þetta. Ég get fullvissað þig um að þetta er ekki komið frá okkur. Þú getur kannað það hjá heilbrigðisyfirvöldum hér. Meðan á Smáþjóðaleikunum stóð tóku heil- brigðiseftirlitsmenn, ég veit ekki hvað mörg hundruð sýni af mat sem íþróttamennimir borðuðu og okkur hefur ekki verið tilkynnt um að eitt- hvað hafi verið að matnum. Hjá okkur borðuðu yfir 1.300 íþrótta- menn og enginn hefur kvartað yfir salmonellusýkingu. Ef salmonella hefur verið í matnum hjá okkur hefði hún drepið mjög marga,“ sagði Testaserrata. Testaserrata sagðist aðeins hafa í höndunum bréf frá aðalfararstjóra íslenska hópsins, þar sem hann þakki kærlega fyrir hlýlegar mót- tökur og segi íslenska hópinn hafa notið ferðarinnar það vel að nítján tiafi ákveðið að framlengja dvölina. „Ég held hann hefði ekki látið mig fá þetta bréf ef það hefðu verið Ari Bergmann Einarsson aðalfar- arstjóri íslenska hópsins á Möltu sagði að Ólympíunefndin hefði sent símbréf með upplýsingum um alvar- leg veikindi íslensku íþróttamann- anna til Ólympíunefndar Möltu sl. föstudag, sem svaraði því í gær, og um leið til hótelsins, St. Georges Park. „Ég skrifaði þeim þakkarbréf út af hótelinu sjálfu, en á sama tíma fyllti ég út eyðublað þar sem við lýstum yfir vanþóknun á matnum, en þá var ekki komið í ljós að um matareitrun var að ræða. Það er nú eðlilegur hlutur að skrifa svona bréf, þeir leystu líka úr ýmsum vandamálum í sambandi við her- bergi mjög farsællega." Ari sagði það mjög skrýtið að hótelstjórinn skyldi ekki kannast við nein vandamál. Ari sagðist sjálf- ur hafa staðið við hliðina á honum er heilbrigðiseftirlitsmenn yfir- heyrðu hann vegna veikinda ís- lenskra íþróttamanna, og hótel- stjórinn hefði verið á staðnum þeg- ar ákveðið var að taka saursýni til rannsóknar. Tuttugu íslenskir íþróttamenn hefðu verið veikir með- an á leikunum stóð og annað eins af íþróttamönnum frá Kýpur, þó svo virtist sem það væru aðeins íslensku íþróttamennirnir sem hefðu veikst alvarlega. KORFUKNATTLEIKUR Birgir og Faiur í landsliðið á ný TORFI Magnússon, landsliðs- þjálfari í körfuknattleik, hefur valið landsliðið sem tekur þátt t undankeppni Evrópumóts landsliða í Austurríki í lok mán- aðarins. Torfi gerði tvær breyt- ingar á liðinu frá því á Smá- þjóðaleikunum á Möltu í síð- asta mánuði. Birgir Mikaelsson og Falur Harðarson koma inn fyrir Brynjar Harðarson, Val og Albert Óskarsson, ÍBK. Island er í riðli með Hollandi, Makedoníu, Úkraínu, Skotlandi, Austurríki og Litháen. Tvær efstu þjóðirnar komast í milliriðil þar sem leikið er heima pg heiman á næstu tveimur árum. Úrslitin verða síðan 1995. íslenska liðið er skipað eftirtöld- um leikmönnum (landsleikjafjöldi í sviga): FalurHarðarson, Charleston ........(32) Henning Henningsson, Haukum........(24) Guðmundur Bragason, UMFG ..........(76) Herbert Amarson, Kentucky W........(15) Magnús Matthiasson, Val............(50) Nökkvi Már Jónsson, ÍBK ...........(22) Jón Arnar Ingvarsson, Haukum........(33) Teitur Örlygsson, UMFN ............(58) Guðjón Skúlason, ÍBK...............(52) Birgir Mikaelsson, UMFS ...........(60) Jón Kr. Gíslason, IBK..............(125) Valurlngimundarson, UMFN..........(141) Undankeppnin í A-riðli fer fram í Vínarborg 21. - 27. júní. í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsv.: Fram - ÍA ......20 Vestmannaeyjar: ÍBV - FH......20 Keflavík: ÍBK-Valur...........20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.