Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 21 Nýr borgarstjóri í Los Angeles RICHARD Riordan, 63 ára hvítur milljóneri og íhaldssamur repúblik- ani, fagnar sigri í borgarstjórakosningum í Los Angeles í gær, eftir harðvítugan slag við Michael Woo, 41 árs mann af kínverskum ættum. Riordan er fyrsti repúblikaninn sem sest í borgarstjórastól- inn í rúmlega 30 ár en hann tekur við af blökkumanninum Tom Bradley sem gegndi starfinu í 20 ár. Hlaut Riordan 54% atkvæða en Woo 46%. Kjörsókn var einungis 35%. Umdeildur dómsúrskurður á Bretlandseyjum Játaði nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm London. Reuter. BRESKI ríkissaksóknarinn, Sir Nicholas Lyell, hefur fyrirskipað rannsókn á þeim úrskurði dómara að dæma kynferðisafbrotamann einungis i skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn Ian Starforth Hill, sem er 71 árs, sagði í rökstuðn- ingi fyrir úrskurði sínum að hann hefði fengið í hendur upplýsingar sem sýndu að stúlka,- sem var átta ára er henni var nauðgað, hefði „ekki verið neinn engilT'. Dómurinn hefur sætt mikilli gagnrýni í fjölmiðlum því hinn seki, Karl Gambrill, sem er 21 árs að aldri, játaði sekt sína. Var hann 18 ára er hann nauðgaði stúlk- unni. Móðir hennar gagnrýndi dómarann harkalega og sagði hann hafa gefið í skyn að barnið hefði verið vergjarnt. „Hvernig geta menn haldið því fram að átta ára barn hafi dregið karlmenn á tálar. Menn fá harðari dóma fýrir umferðarlagabrot,“ sagði hún. Stjórnmálamenn voru meðal þeirra sem gagnrýndu dóminn og sagði Paul Boateng, talsmaður Verkamannaflokksins í dómsmál- Foringinn, Harold Campbell, hélt tölu í matarboði fyrir starfs- menn bandarískrar herstöðvar í Hollandi, og að sögn blaðsins Washington Post er hann sakaður um að hafa við það tækifæri lýst forsetanum með orðum eins og „hommavinur“, „hasshaus" og „kvennabósi“ og ásakað hann fyr- ir að koma sér undan herskyldu. um, að ef til vill hefði aldur dómar- ans einhver áhrif haft á úrskurð hans en það væri þó engin afsökun fyrir hann. „Hann virðist vera raunveruleikafirrtur," sagði Boa- teng. Hærra settur foringi í flughernum hefur verið sendur til Hollands að rannsaka málið. Reynist fótur fyr- ir ásökununum gæti það orðið til þess að Campell verði dreginn fyr- ir herdómstóla, ákærður fyrir brot á herlögum sem banna yfirmönn- um hersins að nota niðrandi orð um borgaralega leiðtoga. Hæddist að Clinton Washington. Reuter. FORINGI í bandaríska flughernum hefur verið sakaður um að hafa í ræðu haft Clinton forseta að háði og spotti, og á yfir höfði sér að vera dreginn fyrir herrétt. Finnland Jafnaðar- mennblása til sóknar Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins. FINNSKIR jafnaðarmenn hafa hrundið af stað sókn til þess að ná aftur þeirri pólitísku stöðu sem þeir hafa glatað á undan- förnum árum. Til merkis um breytta tíma varð Paavo Lippon- en þingmaður kjörinn flokks- formaður á flokksþingi jafnaðar- manna á dögunum. Lipponen hefur verið í andstöðu við hina gömlu forystusveit flokksins. Annað tákn um breytingar innan flokksins eru úrslitin í prófkjöri flokksins vegna næstu forsetakosn- inga. Þátttakendur vildu auðsjáan- lega gera greinarmun milli hins liðna og framtíðarinnar. Martti Ahtisaari, ráðuneytisstjóri utanrík- isráðuneytisins, sigraði örugglega, hlaut um 75% atkvæða. Kalevi Sorsa, fym'erandi formaður flokksins og ráðherra, tapaði illa þrátt fyrir stuðning flokksforyst- unnar. Vonbrigði Sorsa gat vart dulið vonbrigði sín þegar í ljós kom að hann hafði tapað fyrir þessum nýliða í pólitík. í nýlegum skoðanakönnunum er Ahtisaari spáð sigri í forsetakosn- ingunum en fyrir nokkrum mánuð- um naut frambjóðandi hægri flokksins, Raimo Ilaskivi, fyrrver- andi borgarstjóri Helsinki, mestra vinsælda. Þykir Ahtisaari einkum gott forsetaefni þar eð hann hefur aðallega starfað hjá Sameinuðu þjóðunum og sem stjórnarerindreki erlendis. Öll hin forsetaefnin hafa tekið þátt í innanríkispólitík. Afskipti Kekkonens Sorsa var áður formaður flokks- ins og ráðherra í forsetatíð Urhos Kekkonens sem einkenndist af al- ræði forseta og afskiptum hans af flestum sviðum þjóðlífsins. Þeir sem hugðust ná árangri í stjórn- málum urðu að gerast hirðmenn Kekkonens og heimalningar Sovét- manna. Þykir Sorsa dæmigerður stjómmálamaður þeirra tíma. Margt hefur orðið til þess að skaða ímynd flokksins á undan- förnum misserum meðai annars ljármálahneyksli Ulfs Sundqvists fyrrum flokksformanns. Fiat Uno Arctic —fyrir nordlœgar slóðir / , "iiijrllllitÍfÉI/ : i £213 ^ 1 jj in § 58 Fiat Uno býðst nú á betra verði en nokkru sinni fyrr. Aðeins kr. 698.000 UNO 45 3D Uno. arcac á götuna - ryðvarinn og skráður. Ath. Gerið verðsamanburð við aðra bíla! Frábær greiðslukjör er sérbúinn fyrir norðlægar slóðir: Styrkt rafkerfi - Stærri rafall - Sterkari rafgeymir - Oflugri startari - Bein innspýting - Betri gangsetning - Hlífðarpanna undir vél - Öflugri miðstöð - Aukin hljóðeinangrun - Ný og betri 5 gíra skipting. Komið og reynsluakið s Urborgun kr. 175.000 eða gamli bíllinn uppí. Mánaðargreiðsla kr. 18.519 í 36 mánuði með vöxtum og kostnaði auk verðtryggingar. ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sírai (91)677620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.