Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 44
UNIXFYRIRTÆKI NR.1ÍHEMNUM m HEWLETT PACKARD UMBOÐIÐ hpA Islandi hf MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Ávöxtun spariskírteina hefur hækkað um 0,3% frá í mars Aukinn þrýstingur á raunvaxtahækkun MEÐALÁVÖXTUN af spariskírteinum til 5 ára var 7,39% í útboði Lánasýslu ríkisins í gær samanborið við 7,23% ávöxtun í síðasta útboði 12. maí. Þá var ávöxtun 10 ára skírteina í gær 7,34% saman- borið við 7,26% ávöxtun í maí. Frá því í útboðinu í marsmánuði hefur ávöxtun spariskirteina hækkað um 0,3 prósentustig og virðist því lækkun raunvaxta sem varð milli febrúar og mars að miklu leyti hafa gengið til baka. Þessi hækkun er talin geta gefið tilefni til raunvaxtahækkunar hjá bönkunum á næstunni. Breytingar á gengisskráningu Seðlar dýrari en tékkar eða kort EFTIR að gengisskráning krónunnar fór að ráðast á millibankamark- aði í síðasta mánuði og bankarnir tóku upp eigin skráningu á gengi, hefur verið tekið upp sérstakt gengi á erlendum peningaseðlum, sem er viðskiptavinum bankanna óhagstæðara en gengi ávísana eða milli- færslna. Þetta kemur meðal annars fram í því að eigi menn gjaldeyris- reikning, tapa þeir á að leggja inn á hann seðla, fremur en ávísun. Einnig er óhagstæðara að taka seðla út af gjaldeyrisreikningi eða að kaupa seðla sem ferðagjaldeyri fremur en að taka út ferðatékka eða nota greiðslukort á ferðalaginu. Að sögn Halldórs S. Magnússon- ar, forstöðumanns alþjóðasviðs ís- landsbanka, er seðlagengi óhagstæð- ara almennu gengi um allan heim, enda hafi bankamir ýmsan kostnað af að liggja með peningaseðla. Hann segir að þessi munur sé hins vegar meiri erlendis en hér á landi og geti verið allt að 7-9%. 0,9%-l,8% munur Morgunblaðið kannaði í gær mun- inn á almennu gengi og seðlagengi í innlánsstofnunum. Hjá Islands- banka var almennt gengi Banda- ríkjadals 63,74 kr. við kaup, en seðla- gengið 62,61 kr. Munurinn er 1,8%. Við sölu er munurinn minni hjá ís- landsbanka, 0,8%. Hjá Landsbankan- um munar 1,3% á kaupgengi banda- rískra seðla annars vegar og tékka og millifærslna hins vegar. Við sölu er munurinn 1,4%. Hjá Búnaðar- bankanum er munurinn 1,5% við kaup en 1,3% við sölu og hjá spari- sjóðunum 1,3% bæði við kaup og sölu. Sjá töflu bls. Bl: „Gengisskrán- ing banka...“ Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði það vonbrigði að raun- vextir skuli ekki lækka nú þegar gerðir hefðu verið kjarasamningar og búast mætti við stöðugleika. Þar sem ríkið þyrfti að sækja mest allt lánsfé sitt á innlendan markað væru það hagsmunir ríkisins að raunvext- ir lækkuðu. „Það vekur þó sérstaka athygli við þetta útboð hve tilboðin voru fá og upphæðir lágar. Skýring- in er sjálfsagt sú að í vikunni var útboð á húsnæðisbréfum og markað- urinn virðist því hafa mettast. En þótt vextirnir á spariskírteinunum hafí verið að hækka í síðustu útboð- um eru þeir þó enn lægri en þeir voru í febrúar og ég vona því að þetta sé tímabundið ástand," sagði Friðrik. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, kvaðst telja að þessi hækkun og undan- gengnar hækkanir á ávöxtunarkröfu spariskírteina í útboðum hefðu í för með sér aukinn þrýsting á hækkun kjörvaxta af verðtryggðum útlánum bankanna. „Það er tilhneiging til hækkunar á raunvöxtum á markaðn- um. Eins og margoft hefur kömið fram eru vextir spariskírteina ríkis- sjóðs ákveðin viðmiðun í sambandi við Iqorvexti bankanna. Núna er orðinn nokkuð mikill munur á milli meðalávöxtunar í útboðum á spari- skírteinum miðað við kjörvexti á verðtryggðum skuldabréfum.“ í útboði Lánasýslunnar í gær bár- ust 16 gild tilboð að fjárhæð 252 milljónir og var tekið tilboðum að fjárhæð 102 milljónir frá fímm aðil- um. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kálfinum sleppt útífyrsta sinn Selfossi. ÞAÐ er alltaf stór stund í sveitinni þegar kýrnar eru settar út á vorin og ekki er það síðra þegar ungviðið, kálfarnir, fara úr fjósi í fýrsta sinn. Strákamir á Skeiðháholtstorfunni á Skeiðum og gestir þeirra tóku vel á móti henni Kvísl þegar hún var teymd út í sólskinið í fyrsta sinn. Kvísl litla var kjössuð og henni klappað. Á myndinni gæta þeir kvígunnar vandlega, Bjarni Kristinn, Daði Már, Ólafur Jóhann, Ámi Jón, Óttar og Aron Tommi. Sig. Jóns. Aukin bjartsýni ríkjandi um Hvalfjarðargöng Vsk. af umferðmm Morgunblaðið/Júlíus Dólað á grunninu ÞÝSKA kennsluskútan Fridtjof Nansen hefur dólað inn á grunninu við landið að undanförnu og kom til Reykjavíkur seinnipartinn í gær. Hefur Helgi Steinsson, hafnsögumaður, eftir skipstjóranum að ætlunin sé að halda til Óslóar 13. júní. Um borð í skútunni eru 32 unglingar og fullorðnir af ýmsu þjóðerni. Meðal þeirra eru tvær íslenskar stúlkur. í lægra skattþrep SAMKOMULAG hefur náðst milli Spalar hf. og stjórnvalda um breytingar á skattakafla samnings þeirra um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Virðisaukaskattur af umferðinni fer í lægra skattþrep, eða 14%, og telur Gylfi Þórðarson sljórnarformaður Spalar hf. að með því sjái fyrir endann á fjármögnun verkefnis- ins. Stjórn Spalar hf. hefur verið í viðræðum við samgönguráðherra um undirbúning fyrirhugaðra Hvalfjarðarganga, meðal annars um fjármögnun rannsókna í sum- ar, og mun stjórnin svara ráðherra formlega í dag. Gylfi vildi ekki skýra frá efni svarbréfsins til ráð- herra. Vendipunktur í haust Gylfi Þórðarson sagði að unnið yrði að rannsóknum í sumar, með- al annars á sjó, og ef félagið fengi 50 milljóna kr. lán frá ríkissjóði eins og rætt hefði verið um yrði hægt að ljúka rannsóknunum. Lánið verði síðan endurgreitt við langtímafjármögnun framkvæmd- anna. Hann sagði að áfram yrði unnið að fjármálalega þættinum og í haust kæmi að vendipunkti í mál- inu. Sagðist hann vera bjartsýnn á að málið gengi upp, að ráðist yrði í framkvæmdimar. Hraðari endurgreiðslur í áætlunum um fjármögnun sem nú er unnið eftir er miðað við 14% virðisaukaskatt af umferðinni og hraðar sú breyting enijurgreiðslu lána. Þá er miðað við að fjármögn- unin byggist aðallega á lánum, bæði erlendum og innlendum, en minni áhersla er lögð á hiutafé. Það eykur arðsemi framkvæmd- anna enda sagði Gylfi að fjár- mögnun með hlutafé væri dýrasta lánsformið. Sækja í kyn- mök við böm í Tælandi DÆMI munu vera um íslend- inga meðal þeirra evrópsku karlmanna sem sóst. hafa eftir kynferðislegu samneyti við börn í Tælandi, að því er danskir kvikmyndagerðar- menn fullyrða. Nýlega var sýnd í dönsku sjónvarpi mynd um sókn evr- ópskra karlmanna eftir kynferð- islegu samneyti við tælensk börn. Einn kvikmyndagerðar- mannanna sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að tveir Islendingar hefðu verið i hópi um það bil 200 útlendinga sem sæktu ákveðna staði á Pattajaströndinni þar sem þeir sem kæmu saman sem væru að falast eftir mökum við börn. Sjá bls. 16: „íslendingar..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.