Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
TÆLENSKUR MATUR
TÆLENSKT UMHVERFI
^AsBANTHAT
Kyg/N LAUGAVEGI 130, SlMI 13622
-gistingog
góður matur
-4-
PHILCO 101
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT 0G KALT vatn
■ spara tíma og rafmagn
• Fjöldi þvottakerfa eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleöslu
Þrettán þátta röð um Norðurlönd
Walter Cronkite
kynnir Islandsþátt
BANDARÍSKA sjónvarpsdreifistöðin Public Broadcasting
Service hefur hafið tökur á 13 þátta sjónvarpsröð um Norður-
löndin. Valgeir Guðjónsson, framkvæmdastjóri þáttanna hér
á landi, segir að fyrstu tökur hérlendis hefjist 7. júlí og verði
umhverfismál, landhættir, ferðamannaþjónusta, útflutningur
og mannlíf í brennidepli. Hann segir að í þáttunum felist
eitt stærsta tækifæri Islendinga til landkynningar í vestur-
heimi til þessa. Verður þáttunum sjónvarpað um öll Bandarík-
in og hluta Kanada að ári. Walter Cronkite, einn kunnasti
og um leið vinsælasti fréttamaður Bandaríkjanna, verður
kynnir þáttaiina.
Valgeir rekur kveikju þátt-
anna til þeirrar staðreyndar að
þrátt fyrir að stór hluti Banda-
ríkjamanna geti rakið ættir sínar
til þessa heimshluta hafi lítið
verið fjallað um hann í fjölmiðl-
um. „Forsvarsmenn sjónvarps-
stöðvarinnar ákváðu því að ráð-
ast í gerð þáttanna og verður í
þeim fjallað um sameiginleg- og
séreinkenni þjóðana fímm. En
áhersla verður líka lögð á tengsl
okkar Norðurlandabúa og
Bandaríkjamanna," sagði Val-
geir og kom fram í þessu sam-
bandi að fjallað yrði um afmark-
að efni í hveijum þáttanna 13.
ímyndaruppbygging
Verið er að vinna að gerð
handrits um þessar mundir og
ekki endanlega komið í ljós hvar
myndað verður í sumar. „Full-
ljóst er þó að myndað verði í
Reykjavík og næsta nágrenni.
Svo verða fegurstu staðir lands-
ins að sjálfsögðu myndaðir en
áhersla verður lögð á að kynna
landið sem áhugavert ferða-
mannaland. Þjóðina sem fram-
leiðanda hágæða matvöru og í
fremstu röð í umhverfísmálum.
Á þann hátt verða þættimir hluti
af ímyndaruppbyggingu vestan-
hafs,“ sagði Valgeir og benti
jafnframt á að þannig væri lögð
áhersla á styrk hvers lands fyrir
sig.
Aðspurður um sjónvarps-
dreifístöðina Public Broadcast-
ing Service sem stendur að gerð
þáttanna sagði Valgeir að hún
nyti mikillar virðingar fyrir
vandaða dagskrá og væri sérstök
áhersla lögð á menningar- og
fræðsluefni. Útbreiðsla hennar
væri að sama skapi mikil og
mætti þannig vænta þess að
sjónvarpsþáttaröðinni sem ber
yfírskriftina „Scandinavia" yrði
sjónvarpað um gjöi’völl Banda-
ríkin og hluta Kandada í gegnum
300 dreifístöðvar að ári.
Heimsfrægur kynnir
Ekki sagði hann heldur spilla
Walter Cronkite
STÍLL Walters Cronkite er talinn hafa mikil áhrif á þróun banda-
rískrar fréttamennsku.
fyrir að Walter Cronkite, einn
kunnasti og vinsælasti frétta-
maður Bandaríkjamanna, yrði
kynnir þáttanna. „Til marks um
ímynd hans heima fyrir má geta
þess að í könnun sem gerð hefur
verið meðal bandarískra sjón-
varpsáhorfenda um trúverðug-
leika bandarískra einstaklinga
fékk hann hæstu einkunn allra,“
segir Valgeir og getur þess að
Cronkite tengist einkum CBS
sjónvarpstöðinni. „Hann starfaði
þar í um 30 ára og var einn lykil-
fréttamaður stöðvarinnar meiri-
hluta þess skeiðs. Sagt er að
stíll hans hafí haft afgerandi
áhrif á hvernig bandarískur
fréttastíll hafi þróast til þessa
dags,“ bætir Valgeir við og getur
þess að Cronkite sé nú kominn
á áttræðisaldur, orðinn 73 ára
gamall. Engu að síður er hann
ekki hættur störfum og hefur
starfað sjálfstætt undanfarin ár.
Mikið hefur verið sóst eftir hon-
um og féllst hann á að vinna við
þættina vegna persónulegs
áhuga síns á Norðurlöndunum.
Auk þess sem hann mun vinna
við þættina ætlar hann að ferð-
ast um löndin á eigin vegum
ásamt eiginkonu sinni.
Stjórnandi þáttanna er Frank
Frost og hefur hann áratuga
reynslu á sviði kvikmyndagerðar.
Þættirnir eru kostaðir af opin-
berum- og einkaaðilum á Norð-
urlöndunum og í Bandaríkjun-
um.
Bæjarsjóður Bolungarvíkur fram-
selur kauprétt togaranna til Osvarar
Verð 42.000,-
39.900,” Stgr.
Verð 52.500,-'
49.875,-Stgr.
i CD
I T&hjBr munXlán
Heimilistæki hff
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
Samningar við Landsbankann á lokastigi
Bolungarvik.
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur ákvað á fundi sem haldinn var
sl. sunnudag, að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á togurum
þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. á grundvelli tilboða sem
bárust í skipin frá Háagranda í Hafnarfirði í mb. Heiðrúnu og
Grindavíkurbæ í mb. Dagrúnu. Bæjarstjóður mun framselja
kaupréttinn til hins nýstofnaða almenningshlutafélags Ósvarar
hf. Samningar við Landsbankann um veðskuldir eru á lokastigi
og í dag verða kaupsamningar og fjármögnun kaupanna kynnt-
ir bæjarbúum.
íbúð óskast til leigu
4ra herbergja íbúð óskast til leigu, fyrir4ra manna
fjölskyldu. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið.
Uppl. í síma 683119 eftir kl. 20.30.
Undanfamar vikur hafa staðið
yfír viðræður um greiðslutilhögun
við stærstu veðkröfuhafa og hafa
fulltrúar bæði frá bæjarsjóði og
Ósvör hf. tekið þátt í þeim samn-
ingum. Stærstu veðkröfuhafar em
Landsbankinn og Byggðastofnun.
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri
sagði að loknum fundinum á sjó-
mannadaginn að hér væri vissu-
lega miklum áfanga náð og tryggt.
væri nú að hvorki skip né kvóti
færu úr byggðarlaginu vegna
þessa gjaldþrots. Og vissulega
ánægjulegt að geta tekið þessa
ákvörðun á sjómannadaginn, þann
mikla hátíðisdag. Það væri hins
vegar ljóst að framlag bæjarsjóðs
vegna þessara kaupa verði bæjar-
sjóði ákaflega þungt en hagsmun-
,ir bæjarins og þar með bæjarbúa
væru miklir þar sem af um 570
störfum sem nú eru í bæjarfélag-
inu töpuðust 200 ef kvótinn og
skipin færu úr byggðarlaginu og
ín<
PUmilJ IÞROTTASKOR
Mirage joggingskór XC Speed m/dempara undir öllum
Teg. 1910. Stærðir: 36-47 sólanum. Teg. 2069. Stærðir: 40-48
Verð kr. 2.490 Verð kr. 7.980
Liberate joggingskór m/dempara
í hæl. Teg. 3940. Stærðir 35-44
Verð kr. 3.990
Lady Prevail joggingskór m/dempar£
í hæl. Teg. 2044. Stærðir: 36-42
Verð kr. 5.490
5% staðgr afsláttur
»hummél^ÍP
SP ORTBÚÐIN
Ármúla 40, sími 813555.
ekkert kæmi í staðinn og við það
væri ekki hægt að una. Þannig
að taka yrði djarfar ákvarðanir.
„Þetta er einmitt það sem Bol-
víkingar hafa gert sér grein fyrir
og það er ekki síst að þakka hinni
miklu samstöðu sem þeir hafa
sýnt í þessu máli undanfarna mán-
uði, bæði innan bæjarstjórnar og
meðal almennings, að þessi áfangi
er í augsýn. Það sannast enn einu
sinni að Bolvíkingar standa vel og
þétt saman þegar við erfíðleika
er að glfma,“ sagði Ólafur.
Um næstu skref í málinu sagði
Ólafur að stefnt væri að því að
halda borgarafund í dag þar sem
bæjarbúum verður gerð grein fyr-
ir kaupsamningunum og þeir
væntanlega formlega undirritaðir.
Eftir að hnýta lausa enda
Ekki hefur verið gengið endan-
lega frá samkomulagi Bolvíkinga
og Landsbankans vegna þeirra
lána sem hvíla á skipunum en að
sögn Friðgeirs Baldurssonar í fyr-
irtækjadeild bankans er málið að
komast á lokastig. Hann sagði að
bankastjórnin hefði fjallað um
uppkast að samningi og aðeins
ætti eftir að hnýta lausa enda.
Þegar Friðgeir var spurður að
því hvort Ósvör hf. yrði í bankavið-
skiptum í Landsbanka íslands vildi
hann aðeins svara með því að segja
að fyrirtækið hefði ekki óskað eft-
ir að komast í viðskipti.
Gunnar.
3M
Leiöréttingarlímband