Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi sameinast í Hafnarsamlagi Eyjafjarðar Fleiri geta gengið inn síðar „ÞETTA eru mikil tímamót sem ég er sannfærður um að verði sveitarfélögunum til heilla,“ sagði Trausti Þorsteinsson for- seti bæjarstjórnar Davlvíkur við undirritun samnings um Hafnar- samlag Eyjafjarðar í Sæluhúsinu á Dalvík á þriðjudagskvöld. Að hafnarsamlaginu standa Óla/s- fjarðarbær, Dalvíkurbær og Ár- skógshreppur. Trausti sagði nafnið, Hafnar- samlag Eyjafjarðar, eiga vel við, það væri hið fyrsta sinnar tegundar og væri ekkert því til fyrirstöðu að fleiri sveitarfélögum gerðust aðilar að því síðar. „Það eru að rætast hlutir sem við gátum ekki látið okkur dreyma um fyrir nokkr- um árum og ef áætlanir okkar ganga eftir verður um gríðarlega uppbyggingu hafnanna að ræða.“ Landráðastarfsemi Óskar Þór Sigurbjömsson fráf- arandi forseti bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar sagði viðhorf manna hefðu mjög breytst á þeim þremur árum sem liðin væru frá því undirbúning- ur málsins hófst. „í hugum sumra jaðraði það við landráðastarfsemi að sameina hafnir kaupstaðanna," sagði Óskar, en bætti við að síðan hefði efasemdaröddum fækkað mikið. Hann sagði Ólafsfirðinga vænta mikils vegna þátttöku ríkis- ins í hafnarsamlaginu og þá nefndi hann að í kjölfar stofnunar þess myndi fjármagn dreifast á færri staði. Óskar sagði að þegar búið yrði að laga stuttan vegspotta á leiðinni milli Múlaganga og Dalvík- Morgunblaðið/Rúnar Þór Hamingjuóskir HAFNARSAMLAG Eyjafjarðar var formlega stofnað í vikunni. Halldór Blöndal samgönguráðherra tekur í hönd Hálfdáns Kristjánssonar bæjarstjóra í Ólafsfirði sem er lengst til vinstri, en við hlið hans er Sveinn Jónsson oddviti i Árskógshreppi rétt í þann mund að taka í hönd bæjarstjórans á Dalvík, Kristjáns Júliussonar. Að baki þeim stendur Trausti Þorsteinsson forseti bæjarsljórnar Dalvíkur. ur yrði tenging hafnanna fullkom- inn. Alvaran „Við erum nú að ljúka tilhugalíf- inu og ganga í alvöru þess bands sem við höfum ákveðið að binda okkur í. Þetta er stund fagnaðar," sagði Sveinn Jónsson oddviti Ár- skógshrepps við stofnun Hafnar- samlags Eyjafjarðar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að breið samstaða væri um málið og það væri stór stund í þróun samgöngumála þegar formlega væri stofnað til fyrsta hafnarsamlagsins. Það væri ekki tilviljun að það væri í Eyjafirði, þar sem þegar væri fyrir mikil sam- vinna á ýmsum sviðum milli sveit- arfélaga, m.a. í skóla- og heilbrigð- ismálum. Café Karolína í Grófargili opnað í dag Kaffihús o g bar í ná- grenni við að listasal CAFÉ Karolína, sem er kaffihús og bar á tveimur hæðum til húsa í Grófargili vrður opnað gestum i dag, fimmtudaginn 10. júní. Síð- ustu tvo mánuði hafa miklar framkvæmdir staðið yfir í húsnæðinu og er nú verið að leggja lokahönd á endurbætur þess fyrir hið nýja hlutverk, en eitt sinn fór starfsemi Efnagerðarinnar Flóru þar fram. Ný álma byggð við sjúkrahús STJÓRN Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, FSA, samþykkti fyrir sitt leyti drög að samningi um byggingu nýrrar álmu við sjúkrahúsið á fundi í gær. Heil- brigðisráðherra hefur einnig samþykkt tillögu um byggingu álmunnar, en eftir er að fjalla um málið í bæjarstjórn Akur- eyrar, en sveitarfélagið greiðir 15% kostnaðar við framkvæmd- ina á móti ríkinu. Valtýr Sigurbjamarson formað- ur stjómar FSA sagði að nýrri álmu væri m.a. ætlað að leysa úr brýnum húsnæðisvanda bama- deildar sjúkrahússins, en að öðm leyti væri ekki búið að ráðstafa því viðbótarrými sem til umráða yfir. Fljótlega færi í gang vinna innanhúss þar sem rætt yrði um málið. Gert er ráð fyrir í frumdrögum sem lögð hafa verið fram, að nýja álman verði á tveimur hæðum auk kjallara, en hver hæð er 800 til 900 fermetrar að stærð. Heildar- kostnaður við bygginguna er áætl- aður í kringum 400 milljónir króna. „Ég fagna því að nú virðist í augsýn framtíðarlausn fyrir sjúkrahúsið og þeirri óvissu sem um þetta mál hefur ríkt er nú aflétt. Nú vona ég að frá þessu verði gengið sem allra fyrst," sagði Valtýr, en hann sagði það ekki síst vera fyrir dyggan stuðning heilbrigðisráðherra sem sæst hefði verið á þessa farsælu lausn. Vignir Þormóðsson rekur Café Karolínu, en hann er nýkomin úr námi í hótel- og veitingastjóm frá Kaupmannahöfn. Húsnæðið er í eigu Gísla Boga Jóhannssonar og er það á tveimur hæðum. Á þeirri neðri er salur sem tekur á milli 20 og 30 manns í sæti og þar verður boðið upp á smurt brauð, tertur og heimabakaðar kökur. í salnum á efri hæðinni er bar og tekur hann einnig um 20 til 30 manns í sæti. Innangengt í listasalinn Innangengt er frá barnum og í tilraunasal Gilfélagsins þar sem í sumar verður stöðugt eitthvað um að vera, myndlistarsýningar, tón- leikar og aðrir menningarviðburðir. „Við höfum opið á milli þegar eitt- hvað er um að vera í listasalnum og við ætlum'að reyna að skapa héma lítinn huggiilegan veitinga- stað með rólegu andrúmslofti," sagði Vignir. Nafn staðarins er dregið af fom- frægu húsi er stóð eilítið neðar í Kaupvangsstrætinu, Caroline Rest. Það byggði þjóðveijinn George H.F. Schrader árin 1913-14 og nefndi eftir móður sinni, en um var að ræða gistihús og hesthús sem rúm- aði 130 hesta. Schrader þessum lík- aði afleitlega hvemig Eyfirðingar fóm með hross sín og ritaði hann bók um hvemig umgangast bæri hesta þeim til leiðsagnar, en hún var endurútgefin fyrir nokkmm ámm. Húsið Caroline Rest var rifið árið 1979. Opnað verður kl. 16. í dag og í tilefni af því verður opnuð sýning á verkum Jóns Laxdals myndlistar- manns. Háskólinn á Akureyri 200 umsókn- ir nýnema á næstaári HÁSKÓLINN á Akureyri mun á milli skólaára stækka frá þvi að vera um 100 manna skóli í það að verða skóli með um 300 stúd- enta. Rúmlega 200 umsóknir ný- nema bárust frá nýnemum um skólavist fyrir næsta skólaár. Fjallað var um umsóknir á fundi Háskólanefndar í gær og sagði Ólaf- ur Búi Gunnlaugsson skrifstofustjóri Háskólans á Akureyri það stefnu nefndarinnar að taka inn í skólann alla þá sem sæktu um og uppfylltu sett skilyrði. Á síðasta skólaári vom rúmlega 100 manns við nám í skólanum, en umsóknir nýnema fyrir næsta skóla- ár em helmingi fleiri eða rúmlega 200. Þessi fjölgun skýrist að mestu með tilkomu nýrrar deildar, kenn- aradeildar sem hefur starfsemi í haust, en bróðurpartur umsókna nýnema er í kennaradeild. Tæplega 100 manns sóttu um inngöngu í deildina. Þá em umsóknir í heilbrigðisdeild um 40 talsins og einnig bárust um 40 umsóknir til rekstrardeildar, 17 umsóknir um nám í gæðastjómun höfðu borist fyrir 1. júní þegar um- sóknarfrestur rann út og loks höfðu 12 sótt um nám í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Leysum vandann „Þessi mikla aukning nemenda sem fyrirsjáanleg er hefur vissulega í för með sér ýmis vandamál, einkum á sviði húsnæðis- og fjármála, en við munum leysa úr þeim vandamál- um. Við fáum borgað fyrir að leysa úr þeim vandamálum sem upp koma og munum að sjálfsögðu gera það,“ sagði Ólafur Búi. Forsýning- á 4 nýjum sjónvarps- myndum FJÓRAR nýjar Ieiknar sjón- varpsmyndir verða sýndar á „Tveim vinum“ í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 10. júni kl. 20. Þeir sem standa að gerð myndanna eru íslenska kvikmyndaverið, Kvikmyndafélagið Útí hött - inní mynd, Kvikmyndagerðin Engin miskunn og auglýsinga- og út- gáfufyrirtækið Hiklaust. Jón Tryggvason skrifaði handrit- in og leikstýrði þremur myndanna. Guðmundur Þórarinsson leikstýrði einni mynd en saman fara Jón og Guðmundur með aðalhlutverkin í myndinni Loforð út, svik á mánuði, rest í lögfræðing. Hinar myndirnar þrjár eru Engin miskunn með Þór- halli Sigurðssyni, Erlu Rut Harðar- dóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum, Sóló með Þórhalli Sigurðssyni í aðalhlutverki og Glæpahyski með Helga Bjömssyni og Vilborgu Halldórsdóttur. Myndirnar eru u.þ.b. 25 mínútna langar hver og komu hátt í hundrað manns við sögu við gerð þeirra. I tilefni af sýningunni mun Snigla- bandið leika fyrir gesti en lag þeirra „Engin miskunn" er einmitt í sam- nefndri mynd. Myndband við lagið „í góðu skapi" með Sniglabandinu verður frumsýnt á undan. Fjöltefli Hannesar Hlífars HANNES Hlífar Stefánsson mun tefla fjöltefli við börn og ungl- inga 14 ára og yngri laugardag- inn 12. júní kl. 14 á vegum Taflfé- lags Reykjavíkur. Ekki þarf að koma með tafl og öllum er heimil þátttaka. Enginn aðgangseyrir. Veitt verða bóka- verðlaun fýrir sigur og verðlaun einnig fyrir jafntefli. Fjölteflið fer fram í húsakynnum TR í Faxafeni 12. (Fréttatilkynning) Miðjan á Þing’völlum ÞJÓÐGARÐURINN á Þingvöll- um mun í sumar efna til fræðslu- ferða og barnastunda um helgar. Að auki verða fyrirlestrar á dag- skrá. Laugardaginn 12. júní mun Einar Pálsson flytja fyrirlestur í Hótel Valhöll kl. 14. Hann mun fjalla um efnið: Miðjan á Þingvöllum og miðj- an í Westminster Abbey. Fýrirlest- urinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) -----♦ ♦ ♦ Tíska og jazz Á SÓLON Islandus verður haldin tískusýning fimmtudagskvöldið 10. júní á fatnaði frá versluninni Studio M.F.G., Laugavegi 48. Sýndur verður franskur fatnaður frá Marithé Francois Girbaud undir hljómfalli Jazztríós Ólafs Stephen- sens. Biggi fer höndum um hár sýningarfólksins. Sýningin hefst kl. 22. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.