Morgunblaðið - 15.06.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.06.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 132. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hæstiréttur Bandaríkjanna Clinton tilnefnir Ginsburg Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Ruth Bader Gins- burg, dómara hjá áfrýjunardóm- stól í Washington, sem hæstarétt- ardómara. Mun hún leysa dómar- ann Byron White af hólmi, sem lætur af störfum fyrir aldurs sak- ir. Ginsburg er önnur konan sem tilnefnd er til Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta skipti sem demó- krati fær tækifæri til að tilnefna hæstaréttardómara frá því Lyndon B. Johnson tilnefndi Thurgood Marshall. Clinton hefur leitað að heppileg- um dómara í þrjá mánuði og var Stephen Bryer, dómari í Boston, tal- inn líklegastur til að hreppa hnossið. Um helgina kom hins vegar í ljós að Bryer hafði í tíu ár láðst að greiða launatengd gjöld starfsmanns er ráð- inn var til vinnu á heimili hans og var óttast að ályktanir um tvöfalt siðgæði skytu upp kollinum ef þessar staðreyndir kæmu í ljós og forsetinn stæði fast við tilnefninguna. Ginsburg, sem er sextug, er talin vera miðjumaður. Ginsburg ÞÚSUNDIR manna biðu í dögun í gær eftir því að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem gæti bundið endi á 30 ára einræði Hastings Kamuzu Banda, 96 ára, „lífstíðarforseta" í Malaví. Kjós- endur sögðu hug sinn með því að velja milli tveggja blaða, því 58,8% íbúa eru ólæs. Á öðru var mynd af svarta hananum, sem er merki Banda gegn Banda stjórnarinnar, og á hinu olíulukt, sem er merki iýðræðissinna. Dagblöð hliðholl stjórnarandstöð- unni hafa sprottið upp eins og gorkúlur undan- fama daga. í einu þeirra, New Express, sagði „Svarti haninn jarðaður 14. júní“. Fyrir skemmstu hefðu slík skrif varðað frelsissviptingu um óákveðinn tíma. Leiðtogi lýðræðissinna, Aleke Reuter. Banda, óskyldur forsetanum, sat inni í 12 ár því einhver stakk upp á honum sem hugsanlegum eftirmanni Hastings Banda. Lýðræðissinnar eru sigurvissir og segja engan vafa á að þeir muni sigra, einungis leiki vafi á hversu miklir yfírburð- irnir verði. Þegar kjörstöðum var lokað í gær höfðu báðir flokkarnir hrósað sigri opinberlega. Tugir falla í Gorazde Sar^jevo. Reuter. ÚTVARP múslima í Sarajevo sagði í gær að 69 manns hefðu farist í stórskotaliðsárásum Serba á bæinn Gorazde undan- farinn sólarhring og tugir til við- bótar særst. Bærinn er eitt af sex „griðasvæð- um“ undir vemd Sameinuðu þjóð- anna en talsmaður á vegum SÞ sagði í gær að friðargæsluliðum hefði verið meinað að fara til Gorazde. SÞ mæltu í gær með að 7.500 hermenn til viðbótar yrðu sendir til Bosníu en framkvæmda- stjóri samtakanna telur nauðsyn á 34 þúsund til viðbótar. Bandaríkjamenn halda áfram sprengjuárásum á stöðvar Aideeds Árásir friðargæsluliða harðlega gagnrýndar Mogadishu, Vín. Reuter. ALÞJÓÐLEGAR hjálparstofnanir hafa fordæmt árásir frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu, höfuðborg Sómal- íu, og sérstaklega skotárás pakistanskra hermanna á sunnudag. Þá-féllu 20 Sómalir, þar á meðal konur og börn. Talsmenn Sam- einuðu þjóðanna halda þvi fram, að sómalskir byssumenn hafi orðið fyrri til að skjóta en skýlt sér á bak við óbreytta borgara. Bandarískar fallbyssu- og árás- arþyrlur héldu áfram árásum á vopnabúr Mohammeds Farah Aide- ed, helsta stríðsherrans í Mogadishu, í gær. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði fleiri bandarískar herþyrlur vera á leið til landsins og Þrettán ára deilu Dana og Norðmanna um Jan Mayen lokið Málamiðlun í Haag Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR þrettán ára deilur Norðmanna og Dana um hvar draga eigi mörkin milli Grænlands og norsku eyjunnar Jan Mayen kvað al- þjóða dómstóllinn í Haag upp dóm í gær. Niðurstaðan er málamiðl- un milli danskra og norskra sjónarmiða. Efnahagslegum rökum Dana er hafnað, en ekki er heldur að fullu tekið tillit til kröfu Norðmanna um miðlínu. Danir höfðuðu málið fyrir hönd Grænlendinga. Krafa þeirra var að viðurkennd yrði 200 mílna land- helgi allt í kring um Grænland og þá einnig milli þess og Jan Mayen. Rökin voru þau að svæðið væri mikilvægt fyrir Grænlendinga, en hins vegar væri engin raunveruleg búseta á Jan Mayen, því þar reka Norðmenn aðeins veðurathugunar- stöð og þar búa að jafnaði um 25 manns. Einnig bentu Danir á að Norðmenn stæðu mun sterkar en Grænlendingar efnahagslega og ættu því lítilla hagsmuna að gæta á svæðinu, miðað við þá. í niðurstöðum dómsins var þess- um efnahagslegu rökum hafnað og sömuleiðis að búsetan skipti máli. Hins vegar var fallist á landfræði- leg rök Dana, að því leyti að tekið var tillit til stærðar Grænlands á móti hve eyjan Jan Mayen væri lít- il. Niðurstaðan er sú að línan er dregin milli 200 sjómílna og mið- línu. Af því 65 þúsund ferkílómetra svæði sem á milli bar hljóta Danir 30 þúsund ferkílómetra svæði, en Norðmenn 35 þúsund. Þó svæði Dananna sé minna fá þeir loðnu- veiðisvæðið. Svæði Norðmanna er hins vegar ekki talið auðugt. yrði árásunum haldið áfram. Aideed sakaði hins vegar SÞ um „þjóðar- morð“ í gær. Ýmsar alþjóðlegar hjálparstofn- anir hafa gagnrýnt árásir friðar- gæsluliðs SÞ í Sómalíu og ein þeirra, CARE, sem Bandaríkjastjórn fjár- magnar að mestu, fordæmdi þær mjög harðlega í gær. Sögðu talsmenn hennar, að með þeim væri verið að gera allt hjálparstarf í landinu ómögulegt og snúa fólkinu til liðs við stríðsherrana. Kelvin McGovern, aðstoðaryfir- maður herliðs Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, sagði hins vegar í gær, að byssumenn Aideeds hefðu skotið fyrstu skotunum að pakistönsku her- mönnunum og skýlt sér á bak við konur og börn. Þá sagði hann, að sumir þeirra, sem féllu á sunnudag, hefðu orðið fyrir skotum, sem komu annars staðar frá. Vitni að blóðbað- inu segja aftur á móti, að pakist- önsku hermennirnir hafí látið vél- byssuskothríðina dynja á fólkinu hvað eftir annað. Árásir fallbyssuþyrlna á vopna- búrin hófust í fyrrinótt. Er aðeins vitað um einn mann, ungan dreng, sem lét lífið í árásunum. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.