Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Miðar seld- ir á allt að 8.000 kr. UPPSELT var á tónleika banda- risku rokkhljómsveitarinnar Rage Against the Machine í Kaplakrika á laugardagskvöld. Nokkrir buðu miða til sölu á hærra verði þegar nær dró tónleikum. Mikil ásókn var í miða á tónleik- ana og seldist upp á þá á föstudag. Á laugardag bar nokkuð á því að miðar væru seldir á hærra verði og dæmi voru um að viðurkenndir sölu- aðilar seldu ósóttar pantanir á hærra verði, um 3.500 kr., en miðinn kost- aði 2.500 kr. hjá Listahátíð Hafnar- íjarðar. Verðið hækkaði svo eftir því sem leið að tónleikunum og skömmu áður en hljómsveitin átti að byija leik sinn seldist miði á 8.000 krónur fyrir utan íþróttahúsið, 5.500 kr. hærra verði en miðinn kostaði. Sjá frásögn af tónleikunum, „Ýkt stuð“ á bls. 12. » »-■♦---- Kærður fyr- ir nauðgun KONA kærði í gærmorgun mann á fertugsaldri fyrir nauðgun i húsi í Reykjavík þar sem bæði voru gestkomandi í samkvæmi. Málið er til rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. í gær fóru fram yfirheyrslur yfir manninum, konunni og vitnum. Síðdegis í gær lá ekki fyrir hvort óskað yrði gæsluvarðhalds yfir manninum. Morgunblaðið/Alfons ÓTTAR Guðlaugsson, skipstjóri á dragnótar- bátnum Auðbjörgu SH, og áhöfn hans hafa ástæðu til að vera ánægðir með aflabrögðin. í gær komu þeir inn með 25 til 27 tonn af góð- um þorski, sem þeir fengu í einu kasti. Aflinn í síðasta túr þar á undan var 20 tonn af þorski og slatti af kola. Þó eitthvað þyrfti að kasta oftar þá, voru menn ánægðir, en mest fengust um 5 tonn af þorski í kasti. Þeir afrekuðu reynd- ar meira þá, því einn af fjölmörgum trillukörlum á Breiðafirði renndi upp að þeim og bað um aðstoð við að ná öngli úr fingrinum á sér, en hann hafði gengið í gegnum hann. Rafn Guð- laugsson, stýrimaður, brá sér í læknishlutverk- ið og deyfði trillukarlinn áður en hann skar öngulinn úr fíngrinum. Var honum síðan boðið í kaffi og með því hjá Sigga kokki. Að því loknu hélt trillukarlinn út á ný með nýja vettlinga og sagði að hann treysti Rafni og félögum fyr- ir hjartauppskurði. María fær tilboð um hlutverk hjá Disney „EF SAMNINGAR nást þá verð- ur lítið um langþráð sumarleyfi á íslandi, þvi ég verð þá að drífa mig á íshokkínámskeið í Los Angeles," segir María Ellingsen, leikkona. Henni barst fyrir fá- einum dögum tilboð um að leika í unglingakvikmyndinni „The Mighty Ducks“, sem er framhald kvikmyndarinnar „The Champi- ons“, eða Sigurvegararnir. Em- ilio Ezsteves leikur aðalhlut- verkið í þeirri mynd og einnig í framhaldsmyndinni. Framleið- andi er Disney kvikmyndafyrir- tækið. „íslendingar koma við sögu í myndinni hvort sem ég kem til með að leika i henni eða ekki,“ sagði María. „Fyrri myndin segir frá krökkum úr fátækrahverfí og ís- hokkíþjálfaranum þeirra. í fram- haldsmyndinni skipa krakkamir unglingalandslið Bandaríkjanna í greininni og eiga nú að keppa við Leikur María Maríu? EF AF samningum verður, leik- ur María Ellingsen íslenska nöfnu sína í Disneymyndinni. sjálfa heimsmeistarana, hina al- ræmdu íslensku Víkinga. Maríu er boðið að leika hlutverk aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, sem er „íslenskur" eins og þjálfar- inn. „Svo virðist sem hugmynda- flug handritshöfundanna hafí ekki náð lengra en að nefna þessar per- sónur eftir þeim tveimur íslending- um sem þeir könnuðust við í kvik- myndagerðinni í Los Angeles, Jonni eftir Siguijóni Sighvatssyni og María eftir Maríu Ellingssen," sagði leikkonan í gær. María segir skýrast endanlega á næstu dögum hvort hún leiki í myndinni, en kvikmyndatökur hefj- ast í Los Angeles þann 7. júlí nk. í dag Hestamót Geysis________________ Nýtt form á gæðingakeppni reynt í fyrsta sinn 34 Islenskur skinnaiðnaóur Nýir rekstraraðilar og stöðugiidum fækkar um 50 22 Vatnaskil í Tyrklandi Tansu Ciller fyrsta konan til þess að gegna staríi forsætisráðherra í landinu 24 teiöari________________________ Stefnufesta í stað glundroða 26 íþróttir ► Úlfar sigraði í bráðabana á stigamóti í golfi - Þrjú íslands- met á Evrópubikarmótmu í fijálsíþróttum - Phoenix lagaði stöðuna í keppninni gegn Chicago. Vinnuafl eykst í OECD en samdráttur á íslandi Arsverkum fækkaði um 7.000 sl. sex ár Aukning vinnuafls í OECD-löndum 1960-94 Árið 1960 er sett á 100 “O—o ÍSLAND,- 1960-1993 Áætlaö Vísitala - 240 Heimild: OECD og Þjóðhagsstofnun Ástralía/ Nýja Sjáland — 160 EB-lönd - 100 VINNUAFL á íslandi hefur dreg- ist umtalsvert saman á síðastliðn- um sex árum á sama tima og vinnuafl hefur aukist í OECD- löndunum en vöxtur þess hefur verið hvað mestur í Bandai íkjun- um, á Nýja Sjálandi, í Ástralíu og Japan. Aukning vinnuafls á ís- landi var mjög ör frá 1960 og fram yfir miðjan síðasta áratug, sem er einhver mesti vöxtur sem átti sér stað í ríkjum OECD til lengri tíma litið. Samdrátturinn á síðast- liðnum sex árum svarar til um 7.000 ársverka en það er fækkun úr um 132.000 ársverkum í 125.000. Þessar staðreyndir eru ein af skýr- 'ingum á því atvinnuleysi sem við er að glíma um þessar mundir að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Þórður benti á að á íslandi hefur verið stöðnun og samdráttur í þjóðar- búskapnum alveg frá árinu 1987. Var ríkjandi kyrrstaða frá 1988 til ársloka 1991 en síðan hefur verið I samdráttur í efnahagslífinu bæði á síðasta ári og á þessu ári. Á sama | tíma var tiltölulega ör hagvöxtur í OECD fram til ársins 1991, en nú hefur hægt á honum. ísland í 7. sæti eftir sig- ur á Þýskalandi í brids Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunbiaðsins. ÍSLENSKA liðið vann það þýska 25-5 i 4. umferð opna flokksins á Evrópumótinu í brids í gærkvöldi en mótið hófst á sunnudag í Menton í Frakklandi. Þá komust Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir í 28 para úrslit í Evrópumóti kvenna í tvímenningi. spilaður af íslands hálfu og íslenska liðið vann báða hálfleiki með tals- Eftir fjórar umferðir er íslenska liðið í 6.-7. sæti ásamt Bretum með 72 stig. Frakkar eru efstir með 84 stig, Svisslendingar voru í öðru sæti með 83 stig, Pólveijar í 3. sæti með 81 stig og Danir og Tyrkir í 4.-5. sæti með 79 stig. Leikurinn við Þjóðveijana var vel verðum mun. Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Páll Arn- arson og Þorlákur Jónsson spiluðu allan leikinn. í dag spilar ísland við San Marino og ísrael. Alls tóku 128 kvennapör frá aliri Evrópu þátt í undankeppni tvímenn- ingsins. Þær Ljósbrá og Hjördís end- uðu í 9. sæti en 28 pör komust áfram í úrslitakeppnina. Margar þekktár bridskonur komust ekki áfram í úr- slitin, þar á meðal nokkrar landsliðs- konur Frakka sem eru fýrrverandi Evrópumeistarar í kvennaflokki. Tví- menningskeppninni lýkur í kvöld en Evrópumót kvenna í sveitakeppni hefst á morgun. Sjá bls 51. „Sigur vannst ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.