Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Morgunblaðið/Þorkell Ýkt stuð Bandaríska rokkhljómsveitin Rage Against the Machine tryllti ung- menni í Kaplakrika á laugardag Tónlist Ami Matthíasson LANGT er síðan erlend hljóm- sveit hefur komið hingað til tón- leikahalds eins tímanlega og bandaríska rokksveitin Rage Against the Machine. Yfirleitt hafa menn reynt að laða hingað sigldar og sjóaðar rokksveitir og oftar en ekki svo sjóaðar að löngu er tekið að slá í líkið í lestinni. Rage Against the Mac- hine, sem lék í Kaplakrika á Listahátíð Hafnarfjarðar, hafði hinsvegar allt til að bera til að vekja áhuga ungmenna; dulúð, spennandi ímynd, skoðanir í haugum, hráa en þó aðgengilega tónlist og ekki síst er sveitin spegilmynd uppreisnargjarnra unglinga, sem treysta sér ekki til að gleypa valdakerfi fullorð- inna í heilu lagi. Áhugi fyrir tónleikum Rage Aga- inst the Machine var mikill þegar og spurðist að sveitin væri væntan- leg og þó miðasala hafi farið rólega af stað gat aldrei leikið vafi á því að uppselt yrði, eins og allir geta vitnað um sem á annað borð eiga samskipti við ungmenni; allir og vinir þeirra ætluðu að fara. Þegar dró að tónleikunum var ljóst sem vonlegt var að ekki kæmust allir inn og hófst þá svartamarkaðsbrask með tónleikamiða sem er næsta sjaldgæft hér á landi. Þar voru helst á ferð þeir sem voru tii í að sleppa Rage-tónleikum fyrir einhveija þús- undkalla, en á milli voru opinberir söluaðilar, ef marka má fréttir, sem þannig brugðust trausti viðskipta- vina sinna og umbjóðenda. Eftir því sem leið að tónleikunum á iaugar- dag hækkaði miðaverð og fregnir bárust af því að skömmu áður en Rage Against the Machine átti að bytja leik sinn seldist miði á 8.000 krónur fyrir utan íþróttahúsið, 5.500 kr. hærra verði en miðinn kostaði hjá Listahátíð. Mergðin í íþróttahúsinu var gríð- arleg, svo mikil reyndar að um stund efaðist maður um að svo mörgum mætti koma inn í húsið. Líklega hafa gestir verið ríflega 4.000 og ösin gríðarleg. Áhorfend- ur voru greinilega allir komnir til að skemmta sér og það af alefli. Vín sást víða, en þó líta mætti draf- andi og slagandi ungmenni, er eins víst að áfengi í blóði hafi ekki ver- ið mælanlegt hjá öllum sem þannig létu; frekar að spenningurinn, hit- inn og sefjunin hafí ölvað við- stadda. Öl! gæsla var með ágætum - framan af. Rage-liðar hófu leik sinn um kl. 22.00. Um það leyti var mátti skera spennuna í loftinu með hníf, eða kannski var það bara hita- og svita- stækjan sem skera mátti, því hitinn var nánast óbærilegur. Loftræsi- kerfi hússins hefur líkast til aldrei lent í annarri eins raun og réð ekki við neitt - allir sem ekki voru sprottin úr svonefndu hardcore- rokki og þar, líkt og í flestum geir- um harðrar tónlistar, tíðkast að áheyrendur hlaupa upp á svið í algleymi og stökkva fram af svið- inu út i þvöguna. Að fylgjast með slíku er eftirminnilegt, en þetta atferli, sem ekki er hættulaust, kom gæsluliðum í opna skjöldu - kannski áttu þeir frekar von á sett- legum barnatónleikum - og ekki er laust við að hrollur hafi farið um mann að sjá hvaða tökum þeir beittu þá sem voru of sprækir. I lok tónleikanna var söngvaranum, Zack de la Rocha, greinilega nóg boðið og hann skarst í leikinn og bjargaði einum gesta úr klóm gæslumanna, með herkjum þó. Á milli þess sem gæslumenn tókust fangbrögðum við þá tónleikagesti sem skemmtu sér um of stóðu þeir í ströngu við að draga upp úr þvög- unni þá sem ekki þoldu hitann, spennuna og það að hafa 4.000 manns á bakinu. Rage-liðar fóru á kostum, þó Tom Morello gítarleikari hafi verið fremstur meðal jafningja, enda með 1' " 1 ■ Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir meira eða minna berir urðu snemma rennvotir og svitinn rann af veggjunum. Það lét þó enginn slíkt á sig fá og ekki var að merkja að hitinn tálmaði hreyfingum, því um leið og fyrstu tónamir heyrðust trylltust viðstaddir og voru þó æst- ir fyrir. Fyrsta lag Rage-liða er dæmigert fyrir sveitina, Take the Power Back, þar sem sveitarmenn lýsa heilögu stríði á hendur vest- rænu menntakerfi og í því stríði séu ýmis vopn leyfileg. Áheyrendur kunnu boðskapnum vel og ekki síð- ur næsta lagi, Bombtrack, sem er enn magnaðra. Stígandin í leik hljómsveitarinnar eftir því sem liðs- mönnum hennar hitnaði í hamsi átti sér samsvörun í sefjun áheyr- enda. Rage Against the Maehine er skemmtilegustu gítarleikurum sem hér hafa sést á sviði. Rótarar fengu meira að segja að spreyta sig í laginu Bullet in the Head eftir að Zack flutti magnaða einræðu um Flóabardaga. Alls lék Rage Aga- inst the Machine tíu lög, öll af sam- nefndri plötu hljómsveitarinnar utan eitt, Darkness of Greed, sem er bara til á smáskífu, og ellefta lagið, Freedom, kom í uppklappi. Við útgöngudyrnar stóðu nokkr- ir foreldrar að sækja börn sín og margir ansi þungbrýndir, enda komu flestir skjögrandi og ringlað- ir út, en hjá velflestum var það bara af gleðivímu og allir úrvinda eftir magnaða tónleika, eða eins og ung stúlka sagði dösuð við vin- konu sína í tröppunum á leið út: „Ýkt stuð.“ Sex nemendur hlutu styrk úr Söngvara- sjóði óperudeildar FIL SEX söngnemendur hlutu styrk úr Söngvarasjóði óperudeildar FÍL, 100.000 krónur hver. Þeir nemendur sem hlutu styrk eru; Aðlsteinn Einarsson bassi. Söngskólinn í Reykjavík. Kenriarar Guðmundur Jónsson og Kristinn Sig- mundsson. BA próf frá Tónlistarhá- skólanum í Bloomington Indiana. Hann stundar nú nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Maryland í Bandaríkjunum. Björn I. Jónsson tenór. Hann lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykja- vík. Kennari Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir. Mun Björn hefja nám við Trinity College í London í haust. Hann Dóra Sturludóttir sópran. Hún lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík. Kennarar Kristinn Sig- mundsson og Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir. Hanna Dóra stundar nú nám við Listaháskólann í Berlín. Hlín Pétursdóttir sópran. Ein- söngvarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Kennari Sieglinde Ka- hmann. Hlín nemur nú við óperu- deild Tónlistarháskólans í Hamborg. Ingunn Ósk Sturludóttir mezzó- sópran. Hún lauk 8. stigi frá Söng- skólanum í Reykjavík. Kennarar Ásrún Davíðsdóttir og Þuríður Páls- dóttir. Ingunn Ósk stundar nú nám við Sweelink Tónlistarskólann í Amsterdam. Tómas Tómasson bassi. Hann lauk 8. stigi frá Tónlistarsskólanum í Reykjavík. Kennari Elísabet Erl- ingsdóttir. Tómas mun hefja nám við óperudeild Royai College of Music í London í haust. Einn einsöngvari hlaut krónur 50.000 í styrk, en það er Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona. í stjórn Söngvarasjóðs óperudeildar FIL eru Elísabet Erlingsdóttir, Krist- inn Hallsson og Júlíus Vífill Ingvars- son. Söngvarasjóður óperudeildar Fé- lags íslenskra leikara styrkir efni- lega söngnema til náms og starfandi söngvara til frekari menntunar í list- grein sinni. Skilyrði styrkveitingar til söngnema er að umsækjandi hafi lokið 8. stigi eða sambærilegri ment- un í söng og hyggi á frekara nám erlendis. Styrkur til einsöngvara er ætlaður sem fararstyrkur til endur- menntunar utanlands. Það voru 25 manns sem sóttu um styrk að þessu sinni. Stjórn sjóðsins ákvað að skipta kr. 650.000 milli sjö aðila. Málmsuðusýning SYNINGU Málmsuðufélags Is- lands í Ráðhúsinu við Tjörnina á verkum þriggja listamanna lýkur næsta laugardag. Þar gefur að líta málmmyndir Gríms Marínós Steindórssonar, Sverris Ólafsson- ar og Helga Gíslasonar. Þeir hafa ekki sýnt saman áður en haft samvinnu við málmiðnaðar- menn um verk sín gegnum tíðina. Sýningin í Ráðhúsinu verður opin ,út vikuna. Málmsuðufélag íslands á tíu ára afmæli á árinu og er sýningin haldin í tilefni þess og í tengslum við nýaf- staðinn fund norrænna málmsuðu- manna. í félaginu eru bæði fyrirtæki og menn sem starfa að málmiðnaði og vilja stuðla að framþróun málms- uðu með bættri upplýsingamiðlun af ýmsu tagi og sameiningu verklegrar og tæknilegrar þekkingar. Formaður félagsins er Guðmundur Guðmunds- son verkfræðingur í vélsmiðjunni Norma. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Kammerhópurinn I Salonisti með tónleika KAMMERHOPURINN I Salonisti er væntanlegur til landsins dagana 19. - 23. júní nk. og mun halda tvenna tónleika í Reykja- vík, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, sunnudaginn 20. júní kl. 14.30 og kl. 17. Félagarnir munu einnig halda tón- leika I Grunnskólanum á Isafirði mánudaginn 21. júní kl. 20.30 og í Safnað- arheimilinu á Akureyri þriðjudaginn 22. júní. Kammerhópurinn I Salonisti. I fréttatilkynningu segir: Mörg- um er í fersku minni þegar I Salon- isti hópurinn kom hingað á Listahá- tíð í Reykjavík fyrir þremur árum og hreif tónleikagesti með leik sín- um. Þeir eru afar eftirsóttir víða um lönd sakir afburða flutnings á glaðværri og dillandi tónlist og frá því þeir komu hingað síðast hafa þeir meðal annars farið í árlegar tónleikaferðir til Japan. I Salonisti er kvjntett skipaður svissneskum og ungverskum tón- listarmönnum. Thomas Furi, sem leikur á fyrstu fiðlu, er fæddur í Bern og er fyrirliði virtra sviss- neskra hljómsveita á borð við Kammersveitina í Lausanne, Sin- DEMANTAHU SIÐ Sími 679944 • Borgarkfíflglunni og Faxafeni • sími 811300 Tvær skartgripaverslanir sem hafa eitt besta úrval handsmíðaðra skartgripa úr gulugulli, hvítugulli og silfri með demöntum, perlum, eðalsteinum og íslenskum steinum, trúlofunar- og giftingarhingar, perlufestar og perluarmbönd. Verið velkomin. Gull- og silfursmiðirnir Stefán B. Stefánsson - Lára Magnúsdóttir. fóníuhljómsveitina í Basel og kammersveitina Camerata Bern. Lorenz Hasler leikur á aðra fiðlu. Hann er einnig svissneskur, fæddist í Zurich og leikur í Sinfóníuhljóm- sveitinni í Bern. Sellóleikarinn Fer- enc Szedlák er ungverskur, fæddur í Búdapest. Hann leikur og með Sinfóníuhljómsveitinni í Bern og kennir við Tónlistarháskóla borgar- innar. Bela Szedlák, kontrabassa- leikarinn, er sömuleiðis Ungverji, fæddur i Búdapest. Hann er einn af meðlimum Bernar-hljómsveitar- innar og kennir að auki við Tónlist- arháskólann. Werner Giger er píanóleikari hópsins. Hann er sviss- neskur, fæddur í Solothum og kem- ur víða fram sem einleikari, bæði heima fyrir og í öðrum löndum Evrópu. Á efnisskrá I Salonisti að þessu sinni verður evrópsk salontónlist, tónlist eftir Leonard Bernstein og suðuramerískir tangóar. Forsala miða á tónleikana í Listasafni Sig- urjóns Olafssonar er hafin og er á opnunartímum safnsins, laugar- daga og sunnudaga kl. 14-18 og mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 20-22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.