Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
Dagur frá Búlandi og Þormar Andrésson sigruðu í A-flokki af miklu
öryggi.
Oddur frá Selfossi sýndi góð tilþrif á skeiði og hlaut að launum
9,0, knapi er Einar Oder Magnússon.
Hestamót Geysis
Sigurvegararnir allir
með svipaða einkunn
Nýtt form á gæðingakeppni reynt í fyrsta sinn
Hestar
Valdimar Kristinsson
Geysismenn líta fram á veginn
og eru óhræddir við að prófa
nýjungar í háalvarlegri gæð-
ingakeppni. Um helgina reyndu
þeir nýtt form á gæðingakeppn-
inni þar sem fj'órir hestar voru
inn á velliijum í einu í forkeppn-
inni og dómarar gáfu upp eina
heildareinkunn. Var riðið eftir
skipun þular og tónlist leikinn
undir. Virtust menn almennt
ánægðir með þessa tilraun sem
sparar augljóslega tíma. Hug-
mynd að þessari útfærslu mun
runnin undan rifjum hins
sífrjóa hugsuðar Sigurðar Har-
aldssonar í Kirkjubæ. Dómar-
arnir þeir Eysteinn Leifsson,
Guðmundur Hinriksson óg
Hafliði Halldórsson töldu þetta
mjög góða hugmynd sem mætti
fínpússa en bentu á í léttu gríni
að laun dómaranna stórlækk-
uðu með þessu fyrirkomulagi.
Athygli vakti að allir sigurvegarar
í gæðingakeppni fullorðinna,
barna og unglinga voru með svo
til sömu einkunnina 8,40 og 8,41.
I B-flokki sigraði Bylgja frá
Stekkjardal og Kristjón Kristjáns-
son með 8,41. A-flokkinn unnu
hinsvegar Dagur frá Búlandi og
Þormar Andrésson með 8,40. Sig-
ur þessara beggja hrossa var mjög
sannfærandi í úrslitunum. Í barna-
flokki sigraði Erlendur Yngvason
á hinum margverðlaunaða gæðing
Fána frá Hala með 8,40 og ungl-
ingaflokkinn sigraði Sigríður The-
ódóra Kristinsddóttir á Dúfu frá
Hofsstöðum í Skagafirði. Sömu
sögu var að segja í þessum flokk-
um Erlendur og Sigríður voru hin-
ir öruggu sigurvegarar.
Lækkandi einkunnir
Ekki er hægt að skilja svo við
börn og unglinga án þess að geta
þess hve vel ríðanda þau voru,
allir keppendur í úrslitum méð
einkunn vel yfir átta. En talandi
um einkunnir þá virðast þær lægri
í gæðingakeppnum þessa árs en
einkunnir síðustu ára og spurn-
ingin hvort hrossin séu lakari nú.
Ekki var óalgengt að sigurvegarar
hafi verið með einkunnir á bilinu
8,50 til 9.0. Einnig læðist að
mörgum sá grunur að aukin um-
ræða á þessum svokölluðu endur-
hæfínganámskeiðum verki á
þennan veg. En gæðingar Geysis-
manna voru alveg prýðilegir ekki
neinar stórstjörnur en þó vel fram-
bærileg hross.
Hestamannafélagið Geysir er
Þeir höfðu ástæðu til að sperra
sig Þórður Þorgeirsson og Jór
frá Kjartansstöðum en sá síðar-
nefndi hlaut hæstu einkunn
fjögra vetra stóðhesta en Þórður
fyrstu ágætiseinkunn fyrir að
sýna hátt j tuttugu hross á mót-
inu með mikilli prýði.
Bylgja dansaði létt í gegnum
B-fiokkskeppnina og sigraði,
knapi er Kristjón Kristjónsson.
Vel ríðandi krakkarnir að iokinni verðlaunaafhendingu ásamt formanni félagsins Hauki Kristjánssyni,
næst honum er Erlendur og Fáni, Eivar og Sindri, Erlendur og Fákur, Hrefna og Boði og Birkir og Dimma.
skipt í einar sjö deildir og kepptu
þær sín á milli í töltkeppni með
firmakeppni sniði var keppnin
einnig einstaklings keppni þar sem
keppt var í karla og kvenaflokki.
Oddur fremstur
kynbótahrossa
Um 210 kynbótahross voru
leidd fyrir dómnefnd í síðustu viku
og var ijóminn af þeim hópi sýnd-
ur á sunnudeginum. Formaður
dómnefndar Þorkell Bjarnason
kvaðst vera ágætlega ánægður
með hópinn í heild en kvað þó
skeiðið vera minna áberandi hjá
hrossunum en oft áður. Ekki taldi
hann sig hafa skýringar á þessum
mismun milli ára en hann væri
greinilegur. Af þeim hrossum sem
þarna komu fram má telja þeirra
efnilegastann Jó frá Kjartansstöð-
um fjögra vetra hest undan Trost-
an frá sama stað og Vöku frá
Ytra-Skörðugili var hann eina
hrossið sem hækkaði sig á yfirlits-
sýningu en dómurum þótti ástæða
til að gefa honum 7,5 fyrir skeið
í stað 7,0. Má hiklaust spá þessum
hesti bjarta framtíð en hann hlýt-
ur fyrstu verðlaun. Af fimm vetra
hestum stóð efstur Dropi frá Með-
alfelli en hann er hálfbróðir Adams
978 frá sama stað undan sömu
hryssu og Anga frá Laugarvatni.
Prýðis foli rétt við fyrstu
verðlaunin. Hæstu aðaleinkunn
allra, 8,24, hlaut Oddur frá Sel-
fossi undan Kjarval og Leiru frá
Þingdal. Var hann með góðar ein-
kunnir bæði fyrir byggingu og
hæfileika og ekki spillir liturinn.
Ánægjulegt var að sjá hross frá
Kirkjubæ í verðlaunsætum á nýj-
anleik en hross þaðan hafa verið
fáséð á kynbótasýningum síðustu
ára. Ein Kirkjubæjarhryssan Nös
stóð efst af hryssum sex vetra og
eldri en sú er undan Ljóra og
Löpp frá Kirkjubæ. Stjömunótt
frá Bólstað stóð efst í fimmvetra
flokki með 9 fyrir vilja og fegurð
í reið og fyrstu verðlaun. Sérstök
verðlaun voru veitt fyrir hæstu
byggingareinkunn og hæfileika-
einkunn og hlutu þau Máni frá
Raufarfelli 8,25 fyrir byggingu en
Spá frá Varmadal hlaut hæstu
einkunn fyrir hæfileika, 8,39. Af
þessum rúmlega tvö hundruð
hrossum hlutu níu fyrstu verðlaun
og eitt hundrað og ein hryssa náði
einkunn yfir 7,50 sem eru gömlu
ættbókarmörkin. Fjórtán
stóðhestar náðu einkunn yfir
gömlu ættbókarmörkum stóð-
hesta, 7,75.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
A-flokkur:
1. Dagur frá Búlandi. F.: Kolfínnur,
Kjarnholtum. M.: Sóley, Garðsauka,
eigandi Sigurlín Óskarsdóttir, knapi
Þormar Andrésson, 8,40.
2. Riddari frá Syðra-Skörðugili. F.:
Ófeigur 822, Flugumýri. M.: Kvika,
Hesti, eigandi Guðni Kristinsson o.fl.,
knapi Kristinn Guðnason, 8,38.
3. Már frá Sandhólafeiju. F.: Þokki
1048, Garði. M.: Möggu-Jörp,
Sandh.f., eigandi Joehum Mart, knapi
Birgir Ólafsson, 8,39.
4. Hjalti frá Hala. F.: Þokki 1048,
Garði. M.: Glóa, Hala, eigandi Jón
Karlsson, knapi Þórður Þorgeirsson,
8,25.
5. Sendill frá Syðra-Skörðugili. F.:
Glaður, Skr. M.: Kolfinna, S-Skörð-
ug., eigandi Jónas Jónsson, knapi
Leifur Helgason, 8,25.
B-flokkur:
1. Bylgja frá Stekkjardal. F.: Bylur
892, Kolkuósi. M.: Svala 5974, eig-
andi og knapi Kristjón Kristjánsson,
8,41.
2. Glanni frá Kálfholti. F.: Byr, Skol-
lagr. M.: Blíða, Kálfholti, eigandi og
knapi ísleifur Jónasson, 8,39.
3. Tenór frá Torfunesi. F.: Riddari
1004, S-Skörðug. M.: Kvika, Rangá,
eigandi Margrét Magnúsdóttir, knapi
Sveinn Jónsson, 8,36.
4. Sokka frá Árbakka. F.: Sokki 1060,
Kolkuósi. M.: Svartblesa, Dýrfínn-
ust., eigandi Jakob Hansen, knapi
Marjolyn Tiepen, 8,30.
5. Nettla frá Voðmúlastöðum. F.:
Fannar. M.: Hrefna, eigandi Guðlaug-
ur Jónsson, knapi Leifur Helgason,
8,29.
Unglingar:
1. Sigríður Th. Kristinsdóttir á Dúfu
frá Hofsstöðum, Skag., eigandi Krist-
inn Guðnason, 8,41.
2. Magnús Agústsson á Loga frá
Hemlu, eigandi er knapi, 8,21.
3. Hlynur Arnarson á Hvíta riddara,
eigandi Einar Blandon, 8,33.
4. Kristín Þórðardóttir á Andvara frá
Ási, eigandi er knapi, 8,09.
5. Jakobína Valsdóttir á Fjörugu frá
Sandhólafeiju, eigandi Jochum Mart,
8,08.
Börn:
1. Erlendur Yngvason á Fána frá
Hala, eigandi Hekla Katarína Krist-
insdóttir, 8,40.
2. Elvar Þormarsson á Sindra frá
Svanavatni, eigandi er knapi, 8,19.
3. Erlendur Guðmundsson á Fáki frá
Háriaugsstöðum, eigendur Guðmund-
ur og Sigurlaug, Hárlaugsst., 8,26.
4. Hrefna Hafsteinsdóttir á Boða,
eigandi Anton Á. Kristinsson, 8,27.
5. Birkir Jónsson á Dimmu frá Vind-
ási, eigandi er knapi, 8,13.
Tölt kvenna.:
1. Kolbrún Jónsdóttir á Vöku frá
Stóra-Hofi.
2. Eyrún Jónasdóttir á Toppi frá
Kálfholti.
3. Sigríður Th. Kristinsdóttir.
4. Fransiska Laak.
5. Elsa .Ingjaldsdóttir á Geisla frá
Ögmundarstöðum.
Tölt karla.:
1. Ársæll Jónsson á Blíðu frá Bakka-
koti.
2. Ágúst Sigurðsson á Garpi frá
Kirkjubæ.
3. Kristinn Karlsson á Garpi frá Ey.
4. Haukur G. Kristjánsson á Dagrenn-
ingu frá Hólmum.
5. Svavar Ólafsson á Stormi frá Ból-
stað.
150 metra skeið:
1. Snarfari frá Strandarhöfða, eig-
andi og knapi Sigurbjörn Bárðarson,
15,4 sek.
2. Gleði frá Selfossi, eigandi Haf-
steinn Kristjánsson, knapi Hallgrímur
Birgisson, 15,5 sek.
3. -4. Sóti frá Stóra-Vatnsskarði, eig-
andi og knapi Sigurbjörn Bárðarson,
16 sek.
3.-4. Þór, knapi Orri Snorrason, 16
sek.
250 metra skeið:
1. Eitill frá Akureyri, eigandi Bragi
Ásgeirsson, knapi Hinrik Bragason,
24 sek.
2. Grani frá Saurum, eigandi Viðar
Sæmundsson, knapi Sigurður Sæ-
mundsson, 24,4 sek.
3. Þjótandi frá Ármóti, eigandi og
knapi Hinrik Bragason, 24,7 sek.
Stóðhestar 6 vetra og eldri:
1. Oddur frá Selfossi. F.: Kjarval
1025, Skr. M.: Leira 4519, Þingdal,
eigandi og knapi Einar Ödér Magnús-
son, bygging: 8,10, hæfíleikar: 8,37,
aðaleinkunn: 8,24.
2. Huginn frá Bakka. F.: Hrafn 802.
M.: Fluga 6090, St.-Hofi, eigandi Jón
Kristján Ólafsson, knapi Þórður Þor-
geirsson, b.: 7,85, h,: 8,19, a.: 8,02.
3. Krummi frá Kálfholti. F.: Byr,
Skollagr. M.: Hrefna, Kálfh., eigandi
Jónas Jónsson, b.: 8,15, h.: 7,87, a.:
8,01.
Stóðhestar 5 vetra:
1. Dropi frá Meðalfelli. F.: Angi 1035,
Laugarv.. M.: Vordís 4726, Meðal-
felli, eigandi Einar Ellertsson, knapi
Einar Oder Magnússon, b.: 7,98, h.: